Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 15 L Hinn kunni útvarpsmaður Örn Petersen heimsótti Kaupmannahöfn ekki alls fyrir löngu í því skyni að kynna sér stjórn dægurlaga- þátthjádanska útvarpinu. Á meðan Örn dvaldi í Kaupmannahöfn komu bandarísku systkinin Carpenters til borgarinnar og átti hann þá viðtal við þau, systkinin sem hér f er á eftir, örlítið stytt í__ < nyrrar ft byltingar Orn Petersen ræðlr við Carpenters mjög vel með Elton John, en fleiri eru þeir vart. H vað. með Phi 1 Spector? R: (stuna) Phil Spector var að mfnum dómi snillingur, hann gerði margt gott með hljómsveit- um eins og Ronettes, Christals o.fl. á sinum tíma, en það, sem hann gerði við albúm Bítl- anna ,,Let it be" var hrein- asta hörmung. Sú plata var stökk niður á við frá fyrri plötu þeirra „Abbey Road", sem George Martin stjórnaði upp- töku á, það mátti bara heyra, að hann vantaði. Eg veit, að margir eru annarrar skoðunar, en það var einmitt við upptöku albúms- ins ,,Let it be", að Bítlarnir fóru að missa áhugann á samstarfinu. RICHARD Carpenter hámar í sig stóran skammt af ís með súkku- laðisósu og lítur ekki upp, þegar ég geng inn í svftu hans í Hotel Roya í Kaupmanna-höfn. Fast við hlið Richards situr ung stúlka, sem mun vera unn- usta hans, en öllu lengra frá situr systir hans Karen, sæt og kyn- þokkafull stúlka. Mér er boðið upp á björ, og ég fæ mér sæti og kveiki á segulbandinu — allt klárt... Hvenær komuð þið fyrst fram opinberlega? (Richard er ekki biíinn með is- inn sinn, þannig að Karen verður fyrir svörum). — Við byrjuðum árið 1965 og þá sem tríó ásamt bassaleikaranum Wes Jacobs, síð- ar breyttum við trioinu í sex manna hljómsveit með nafninu Spectrum, en það gekk eiginlega ekkert fyrr en við komumst á samning hjá Herb Alpert 1969, og þá bara tvö. Nú leikur þú á trommur, — er það ekki dálítið óvenjulegt af stúlku að vera? K: Nei, það eru margar stúlkur, sem spila á trommur, og það með góðum árangri t.d. trommuleikar- inn í hljómsveitinni Fanny, sem er betri en margur karlkyns- trommarinn. Hvernig fékkst þú áhuga á trommuleik? K: Eg hef verið hrifin af trommum frá því að ég man eftir mér, byrjaði t.d. tiu ára sem trommuleikari í skólahljómsveit- inhi heima í Downey og mínir uppáhalds tónlistarmenn eru allir trommuleikarar, eins og t.d. Buddy Rich og Joe Morello. Ertu rauðsokka? K: (hlær) Já, það er víst eitt- hvað rauðsokkueðli í öllu kven- fólki. Nú er Richard búinn með Isinn sinn og hallar sér makindalega af tur í sófanum. Nú eruð þið búin að vera I bransanum í tæp tlu ár, og ýmis- legt hef ur breytzt á þessum tfma f popp-tónlistinni, — hvert er álit þitt á þessari þróun? R: Þegar The Beatles komu fyrst fram á sjónarsviðið var popptónlistin í mikilli lægð, eða afturför — innihaldslaust rokk var þá helzt ríkjandi, en þó að The Beatles væru ekki menntaðir tónlistarmenn komu þeir með eitthvað nýtt og stórkostlegt. Tón- list þeirra opnaði dyrnar fyrir öðrum tónlistarmönnum, sem annars hefðu ekki þorað að breyta til. Tónlist þeirra hafði það sterkt aðdráttarafl, að fólk, sem venjulega hlustaði ekki á popp- tónlist.fór að hlusta, nægir þar að nefna hið klassíska meistaraverk þeirra Sgt. Pepper. Tónlist þeirra var hrein bylting í Bretlandi eins og tónlist Beach Boys var bylting fyrir vestan — þeir voru sömu- leiðis ómenntaðir tónlistarmenn, með nýja tónlist, sem hafði áhrif á hljómsveitir eins og Mamas & Papas.Loving Spoonful o.fl. (Ég er ekki ánægður með þetta svar og reyni aftur). En nú hefur popp-tónlistin tek- ið miklum breytingum á þessum tíu árum, tæknin spilar æ stærra hlutverk f tónlistinni, er þetta rétt þróun? R: Nei alls ekki, það er þörf nýrrar byltingar. Og Karen bætir við. Margir tón- listarmenn í dag virðast leggja á það mesta áherzlu að klæðast sem afkáralegast, mála sig sem villi- menn (þó svo að þeir reyni að lfkjast kvenmanni sem mest), skreyta sig með glingri og þess háttar og afbaka í þokkabót göm- ul lög á hryllilegan hátt. Er leikhúsrokkið þá ekki bylt- ing? R: Nei það er hrein stöðnun, að vísu byrjaði David Bowie vel, hann gerði margt ágætt til að byrja með, t.d. plötuna „Space Oddity", en hann þróast ekki eins og Bítlarnir, hann er staðnaður núna. Og Karen æsir sig upp, — og sjáðu, hvað hann hefur gert, í Bandarikjunum höfum við hljóm- sveit, er heitir New York Dolls, þeir spila eins og hreinir byrjend- ur, en hafa náð frægð eingóngu vegna ógeðslegs klæðaburðar síns, (ef klæði má kalla). Hvað með Elton John? K: Jú, hann kryddar hljómleika sína gjarnan með smá sýningum, en hann býður þó upp á miklu betri tónlist. R: Já, miklu betri. — Sjáðu til, Bítlarnir komu þessu af stað, þ.e. góðri popp-tónlist og í fótspor þeirra fetuðu margar góðar hljómsveitir, og þetta þróaðist ágætlega á árunum 1963—'69. En eftir þetta hefur ekkert merkilegt gerzt. Sjáðu þekktustu hljóm- sveitir okkar-í dag. Eru þær ekki flestar að afbaka tónlistina frá árunum 1956—'65? En nú er önnur hlið albúms ykkur Now and Then nærri ein- göngu gamlir slagarar? R: Já, en ég er heldur ekkert að leyna því, að þetta séu gamlir slagarar. Leggur þú mikla áherzlu á, að tónlistarmenn séu menntaðir? R: Já, i dag er það skilyrði, en e'g efast um, að menntaðir tónlist- armenn eins og t.d. í hljómsveit- inni Chicago hefðu náð langt á árunum 1960 — 1965. En i dag er það skilyrði, þá er von til þess, að hægt verði að koma í veg fyrir, að menn geti vaðið upp með hvaða garg sem er. Hvernig tekur þú gagnrýni þeirra tónlistargagnrýnenda, sem sætta sig ekki við tónlist ykkar? R: Eg hef eiginlega ekki hugsað út í það, hvort ég sætti mig við hana eða ekki, ég er jú ekki að semja tónlist fyrir þá eina. Maður getur aldrei gert öllum til hæfis, aðalatriðið er að vera ánægður með það, sem maður er að gera, og að það gleðji aðra. Við vitum þetta, annars værum við ekki bii- in að selja tuttugu og fimm milljón plötur í dag. Þessir ná- ungar, sem eru að gagnrýna tón- list okkar, eru í flestum tilvikum rokkarar, en við spilum ekki rokk, ekki einu sinni „soft-rokk", við erum á „easy-listening" (þæg- indatónlistar) línunni. Fólkið, sem kaupir plötur okkar og kem- ur á tónleika okkar er á öllum aldri, og við leggjum ekki áherzlu á neinn sérstakan aldursflokk. K: Jú, aldursflokkinn 10—80 ára. R: Það er annars merkilegt með þessa blaðamenn, hvað þeir geta gert mikið úr engu. Síðast, er ég vissi, var Karen gift Alan Os- mond, ég held að þau hafi hitzt þrisvar eða svo. Og til að fá þetta alveg á hreint bætir Karen við, við erum bara góðir vinir. Richard, ef þú lftur yfir farinn veg, hvaða atburður er þér þá minnisstæðastur á ferli ykkar? R: Ja, þeir eru tveir, sem við eigum velgengni okkar að fagna, annars vegar þegar við vorum kynnt fyrir Herb Alpert, og hins vegar þegar við vorum kynnt fyr- ir laginu „Closeto you", sem varð okkar fyrsta „hit-lag". Eg held, að það hafi verið sex vikur samfleytt i fyrsta sæti heima. Einnig fannst me'r gaman að vinna að fjörða albúmi okkar „A song for you", sem mér persónulega finnst vera bezta albúm okkar. Nu sérð þú um útsetningar og stjórnun upptöku allra platna ykkar, og hefur góða tónlistar- menntun. Er mikið um góða upp- tökust jórnendur í dag? R: Jú þeir eru nokkrir, og þetta eru mikilvægir menn, sem gegna stóru hlutverki í popp-tónlistinni, sjáum t.d. George Martin, hvað hefðu Bítlarnir orðið án hans, hann var í raun og veru fimmti Bítillinn. í dag eigum við marga góða upptökustjórnendur, menn eins og Richard Perry, James W. og Gus Dudgeon, sem vinnur Er eftirr ykkar? finna efni I lög R: Já mjög svo. Það tekur yfir- leitt meir en ár að safna þessu saman, því að ég er mjög svo gagnrýninn á tónlist og spilar þar margt inn í, t.d. verða textarnir að samlagast rödd Karenar bæði i hljóm og orðum. Semjið þið ekkert sjálf? R: Jú, ég samdi „Top of the world" og „Yesterday once more", en ég hef varla tima til þess. Við erum að hljómleika- ferðalógum níu mánuði ársins og hina þrjá erum við svo í upptök- um. (Rúmsins vegna verðum við að sleppa hér allstórum hluta af við- talinu — innsk. Slagsíðan). Hver er þín uppðhaldstónlist Richard? R: Eg hlusta á alla tónlist, jazz, popp, rokk, blues — þó fer það mikið eftir aðstæðum og ástandi. Attu einhverjar hljómsveitir? uppáhalds- R: Já, Chicago finnst mér frá- bærir og eins og Bítlarnir, — það er ennþá mikill kraftur í þeim og gaman væri að sjá þá leika saman a' ný. Af öðrum tónlistarmönnum gæti ég svo nefnt David Gates, Paul Simon, Elton John, Beach Boys og enska hljómsveit, sem ég heyrði nýlega í, Hún heitir 10 c.c, — þar eru góðir tónlistarmenn á ferð. Og nú þarf Richard Carpenter að fara í bað og skipta um föt og vill að sjálfsögðu helzt fá að gera það án áhorfenda, svo að mér er ekki til setunnar boðið. Á leiðinni út spyr ég Richard, hvort hann geti ekki hugsað sér við að kíkja við á íslandi einhvern tíma. Hann svarar, að ég verði að eiga um það við umboðsmanninn, og þar með er hann horfinn inn í baðherberg- ið. Ö.P ..... ¦•mm ¦ , ¦ i • ! Á , ~ I * >'''¦'¦ , * * (1 • 'VW*V*^V V \ %i^- :4 "• * > ¦« " *^ • ••&" %!¦ Hljóm- leikarnir Eins og lesendum Slagsíð- unnarer kunnugt, var efnt til heljarmikilla hljóm- leika í Háskólabíói sl. þriðjudagskvöld. Þessi mynd af trommuleikurum Hljóma, þeim Rafni Har aldssyni og Engilbert Jen- sen, er til að minna menn á, að nánar verður sagt frá hljómleikunum i opnu á sunnudaginn n.k. Ljós- mynd: Markús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.