Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 * » IÞROTIAFIÍTm MOOOOUSINS Ótvíræðir yfirburðir FH vann Hauka 27:20 LEIKUR FH og Hauka f 1. deild- ar keppni islandsmðtsins I hand- knattleik, sem fram fór f Iþrótta- húsinuíHafnarfirði ffyrrakvöld bar þess greinileg svipmót, að úr- slit hans höfðu litla þýðingu fyrir liðin. FH-ingar eru þegar búnir að vinna islandsmótið og Haukar hafa tryggt sér sæti í deildinni. Greinilegt var þó, að FH-ingar voru ákveðnir í að vinna leikinn og halda áfram baráttu sinni að settu marki — að vinna islands- mótið á fullu húsi stiga. Sigur þeirra í leiknum I fyrrakvöld var líka bæði öruggur og næsta auð- veldur. að var aðeins undir lok fyrri hálfleiks og á upphafs mfnútum seinni hálfleiks, sem örlftil spenna var I leiknum. Það virðist af sem áður var, er þessi tvö Hafnarfjarðarlið börðust hnífjafnri baráttu. Leikurinn í fyrrakvöld var mjög misjafn að gæðum. Öðru hverju brá fyrir ljómandi góðum leikköflum, sérstaklega hjá FH- ingum, en þess á milli datt leikur- inn niður fyrir meðallag og jafn- vel niður i Ieikleysu. Varnir beggja liðanna voru slakar, eink- um þó Hauka, en hjá þeim voru nokkrir leikmenn, sem voru al- gjörlega staðir í vörninni, og sóknarleikmenn FH gátu gengið fyrirhafnarlaust framhjá þeim og skorað. Er ekkert efamál, að aðal- veikleiki Haukaliðsins er sá, að liðið hefur greinilega ekki yfir nægjanlegri breidd að ráða. Með í Ieiknum í fyrrakvöld voru leik- menn, sem virtust tæpast kunna að grípa og kasta, hvað þá að standa í hinni hörðu baráttu, sem 1. deildar keppnin bíður upp á. Sannast sagna hefur Haukaliðið valdið nokkrum vonbrigðum í vet- ur. Það byrjaði vel í haust og þá sáust þau teikn, að liðið hefði alla burði til þess að blanda sér í bar- áttu beztu liðanna í deildinni, en fljdtlega sprungu svo Haukarnir á limminu. I leiknum í fyrrakvöld báru tveir leikmenn Hauka af félögum sinum, þeir Stefán Jónsson og Hörður Sigmarsson, en sá síðar- nefndi gerði sig þó sekan um að taka of mikla áhættu í skotum sfnum. Stefán hefur sennilega ekki í annan tima verið sterkari en núna, og baráttukraftur hans ogþrek virðast aldrei bresta. Auðséð var, að miklu munaði f vörn FH-liðsins, að Auðunn Öskarsson lék ekki með. Ekki þar fyrir, að liðið lék vörnina allvel með Birgi Björnsson sem bezta mann. Þá munaði ekki svo litlu fyrir liðið í leiknum, að Hjalti sýndi sitt venjulega öryggi f markinu, og varði oft mjög vel, einkum þegar mest á reið. Annars var það Gunnar Einarsson, sem lék aðalhlutverkið hjá FH-ingum að þessu sinni, en þessi ungi pilt- ur er að verða framúrskarandi handknattleiksmaður. Tækni hans og fjölhæfni í skotum er ekki minni en hjá læriföður hans, Geir Hallsteinssyni, en hins vegar hefur Gunnar það fram yfirGeir, að hann er miklu sneggri i hreyf- ingum og fljótari. Er ekki að efa, að Gunnar á eftir að verða stjór- stjarna í handknattleiksiþrótt- inni, og má reyndar segja, að hann sé þegar orðinn það. I STUTTU MALI: islandsmótið 1. deild Iþróttahúsið Hafnarfirði 19.3 Urslit: FH — Haukar 27:20 (11:10) Gangur leiksins FII Haukar >lfn. 1. 0:1 Hórður 2. Gunnar 1:1 3. Gunnar 2:1 1. Gunnar 3:1 1. Gunnar 4:1 6. 4:2 Hörður (v) 8. Birgir 5:2 9. .i:.'l Ölafur 11. 5:4 Hörður (V) 11. Gunnar 6:4 12. 6:5 Guðmundur 13. Örn 7:5 14. Viðar 8:5 15. Gunnar (V) 9:5 17. 9:6 Stefan 18. Viðar 10:6 19. 10:7 Sigurgeir 25. Viðar(v) 11:7 26. 11:8 Slurla 29. 11:9 Hórður 29. 11:10 Hörður Háirieikur 32. 11:11 Ellas 33. Viðar 12:11 35. Gils 13:11 38. Birgir 14:11 39. Birgir 15:11 41. Örn 16:11 43. Gunnar 17:11 44. Viðar 18:11 45. 18:12 Stefán 46. Gunnar 19:12 46. 19:13 Hörður 46. Gunnar 20:13 47. Gunnar 21:13 47. Gunnar 22:13 49. 22:14 Hörður 49. 22:15 Úlafur 50. Þórarínn 23:15 51. 23:16 Hörður 52. 23:17 Elfas 54. 23:18 Arnðr 55. Ölafur 24:18 58. Erling 25:18 59. 25:19 Sigurgeir 59. Viðar 26:19 60. Vi3ar(v) 27:19 60. 27:20 Stefán IWörk FH: Gunnar Einarsson 11, Viðar Símonarson . 7, Birgir Björnsson 3, Örn Sigurðsson 2, Gils Stefánsson 1, Þo'rarinn Gunnar Einarsson stingur Haukana af í hraðaupphlaupi og skorar. Ragnarsson 1, Ólafur Einarsson 1, Erling Kristiansen 1. Mörk Hauka: Hörður Sigmars- son 8, Stefán Jónsson 3, Ólafur Ölafsson 2, Sigurgeir Marteinsson 2, Elías Jónasson 2, Arnór Guð- mundsson 1, Guðmundur Haraldsson 1, Sturla Haraldsson 1. Brottvísanir af velli: Þorgeir Haraldsson og Guðmundur Haraldsson, Haukum, f 2 mín., Ölafur Einarsson, Jón Gestur Viggósson og Þórarinn Ragnars- son, FH. í 2mín. Misheppnuð vftaköst: Hörður Sigmarsson átti vítakast í stöng og út á 28. mín. og Hjalti Einarsson varði vítakast frá Herði á 35. min. D6marar: Hannes Þ, Sigurðsson og Karl Jóhannsson. Báðir mjög góðir dómarar, sem maður hefur þó séð gera betur en að þessu sinni. Stundum virtust þeir svolít- ið ónákvæmir í dómum sínum — stjl. Fyrsti blaklandsleíkurinn á Akureyri á laugardaginn N.K. laugardag leika Islendingar sínn fyrsta landsleik f blaki. Mót- herjarnir verða Norðmenn og fer leikurinn fram f tþróttaskemm- unni á Akureyri. Annar leikur fer svo fram á sunnudaginn, þá verður leikið f Íþróttahúsinu f Hafnarfirði. — Það eru ákveðnar ástæður fyrir því, að stjórn Blaksambands- ins lagði áherzlu á það, að fyrsti blaklandsleikurinn færi fram á Akureyri, sagði dr. Ingimar Jóns- son, formaður Blaksambandsins á fundi með fréttamönnum í gær, — vagga blakíþróttarinnar hef- Víðavangshlaup íslands: Gífurleg þátttaka GÍFURLEG þátttaka verður f vfðavangshlaupi islands, sem fram fer nú um helgina. Hlaup þetta hefur átt vaxandi vinsæld- um að fagna undanfarin ár, en aldrei hafa þq.fleiri verið skráðir til leiks en að þessu sirini, eða samtals 261. Er af það, sem áður var, er allt útlit var fyrir að Lið FH: Hjalti Einarsson 3, Birgir Björnsson 3, Viðar Símonar- son 3, Gils Stefánsson 1, Jón Gestur Viggósson 1, Erling Kristian- sen 1, Örn Sigurðsson 2, Gunnar Einarsson 4, Ólafur Einarsson 1, Þórarinn Ragnarsson 1. LIÐ HAUKA: Omar Karlsson 1, Sturla Haraldsson 2, Elías Jónasson 2, Ölafur Öiafsson 2, Stefán Jónsson 3, Guðmundur Haraldsson 2, Hörður Sigmarsson 3, Gunnar Einarsson 2, Sigur- geir Marteinsson 1, ÞorgeirHaraldsson 1, Svavar Geirsson 1. leggja yrði víðavangshlaup niður sökum þátttökuleysis. 1 víðavangshlaupi Islands er keppt í fjórum flokkum. Flestir eru skráðir til leiks í piltaflokki, eða 95, f kvennaflokki eru 77 skráðar til leiks, 49 f drengja- flokki og 40 í karlaflokki. Kepp- endurnir koma frá 9 félögum og héraðssamböndum og senda ÍR- ingar flesta til leiks, eða samtals 67. HSK og FH fylgja svo fast á eftir með þátttakendur, en 50 eru skráðir til keppninnar frá hvoru félagi. Flestir beztu hlauparar lands- ins munu taka þátt í hlaupinu, og koma iR-ingarnir Sigfús Jónsson og Ágúst Asgeirsson, sem nú dvelja við nám í Englandi, heim gagngert til þess að taka þátt i hlaupinu. ur verið á Akureyri, og þar hefur íþróttin verið stunduð lengst hér- lendis. Auk þess teljum við, að stefna beri að því að fara með landsleiki út fyrir höfuðborgar- svæðið. Á fyrrgreindum fundi var val blaklandsliðsins kynnt, en f lið- inu, sem leikur á Akureyri á laugardaginn, verða eftirtaldir leikmenn: Halldór Jónsson, ÍS Valdimar Jónasson, UMFB Asgeir Elíasson, UMFB Snorri Rútsson, UMFB Anton Bjarnason, UMFL Ölaf ur Jóhannsson, UMFL Guðmundur Pálsson, UMFB Már Túlíníus, Vfkingi Páll Ölafsson, Víkingi Indriði Arnórsson, ÍS Olafur Thoroddsen, ÍMA Torfi B. Kristjánsson, Víkingi Liðsstjóri verður Ingvar Þór- oddsson, en fyrirliði liðsins á leik- velli verður Anton Bjarnason. Tveir þeirra Ieikmanna, sem valdir hafa verið í blaklandsliðið, hafa leikið landsleiki í öðrum íþróttagreinum. Eru það þeir Anton Bjarnason, sem leikið hef- ur með körfuknattleiks- og knatt- spyrnulandsliðinu, og Ásgeir Elfasson, sem leikið hefur með handknattleiks- og knattspyrnu- landsliðinu. I norska liðinu, sem hingað kemur, eru margir reyndir leik- menn. Sá, er flesta landsleiki hefur leikið, er Cato Lund, sem á að baki 27 leiki, og næstur honum kemur Ivar Hellesnes með 25 leiki að baki. Norðmenn hafa jafnan verið í neðsta sætinu á Norðurlandamótinu, en af lír- slitum síðustu landsleikja þeirra má ætla, að þeir séu verulega að sækja í sig veðrið. Þeir léku t.d. tvo landsleiki við Svía á árinu 1973, töpuðu þeim fyrri 2—3 og þeim seinni 1—3. Leikurinn á Akureyri hefst kl. 14.00 á laugardag, en leikurinn í Hafnarfirði kl. 20.30 ásunnudag. Lyftingamet EITT met var sett á danska meist- aramótinu í lyftingum, sem fram fór um sfðustu helgi. Það var þungavigtarmaðurinn Preben Kryds, sem lyfti samanlagt 305 kg. Annars þótti árangur frekar slakur á mótinu. Þorsteinn með 20 stig gegn dönsku meisturunum steinn stigahæstur leikmanna SISU I leiknum eins og svo oft áður. Liðin hafa lokið leikjum sfnum, Falcon hlaut 36 stig, en SISU varð I öðru sæti með 30 stig; undanfarin ár hefur SISU borið sigur ur býtum 1 mótinu. ÞORSTEINN Hallgrímsson skor aði 20 stig með danska körfu- knattleiksliðinu SISU um stðustu helgi. Þá léku Þorsteinn og fé- lagar gegn nýbökuðum dönskum meisturum, Falcon, og töpuðu með 89 stigum gegn 82. Var Þor-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.