Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974
7
„Charlie”
flugvöllur
eftir
ANNE HEAD
Charles de Gaulle flugvöllurinn
nýi, sem er um 25 km fyrir norð-
austan París, var tekinn I notkun í
fyrri viku, og var það farþegaþota
frá bandaríska flugfélaginu TWA,
sem lenti þar fyrst allra flugvéla.
Pierre Messmer forsætisráð-
herra opnaði flugvöllinn við hátíð-
lega athöfn, en flugslysið mikla,
sem varð á þessum slóðum
skömmu áður, varpaði nokkrum
skugga á athöfnina. Varð slysið til
þess, að Pompidou forseti hætti
við að opna nýja flugvöllinn, eins
og fyrirhugað hafði verið, en fól
forsætisráðherranum það. Var það
I virðingarskyni við fjölskyldur
þeirra 345, sem fórust með
tyrknesku farþegaþotunni nokkr-
um dögum áður I Ermenonville-
skóginum skammt norðan við
Roissy-en-France, þar sem flug-
völlurinn stendur. „Charlie flug-
völlur", eins og flugmenn eru
farnir að nefna hann, er nú stærsti
flugvöllur Evrópu. Um hina tvo
teljast afrek að fara ekki lengra
fram úr áætlun á þessum verð-
bólgutfmum, ekki sízt þegar tekið
er tillit til ýmissa framkvæmda á
vegum rikisins á þessum sömu
árum, sem hafa farið langt fram úr
áætluðum kostnaði. Opinberar
fjárveitingar til flugvallarins i
Roissy nema aðeins 15% af
heildarkostnaðinum.
RYKFALLIN
BRÚÐARTERTA
Nýi flugvöllurinn er á um þrjú
þúsund hektara landi. sem Aero-
port de Paris stofnunin keypti fyrir
1 0—14 árum. Aðeins ein jörð var
tekin eignarnámi, en það var
svæðið „Pays de France", sem
var mjög vinsæli staður fyrir
franskar fuglaskyttur um helgar.
Vinur minn einn tjáði mér, að ekki
væri nema ár siðan 300 fasanar
voru skotnir þarna einn laugardag-
— og síðan má aka einkabifreið-
um í bif reiðageymslur á þriðju eða
fjórðu hæð. Farþegamir svífa á
færiböndum milli hæða inni í stór-
um glerrörum að veitingasölum og
verzlunum, og önnur færibönd
flytja farþega að útbyggingu
þeirri, sem flugvél þeirra bíður við.
Öll er flugstöðin úr steinsteypu,
með hvitar flisar á gólfum og
sumum veggjum, og öll sæti eru
með appelsinugulu áklæði.
HÁVAÐI
Ekki eru nábýlismenn ánægðir
með nýja flugvöllinn, og jókst sú
óánægja til muna við flugslysið
mikla á dögunum. Sunnudaginn
fyrir opnunina safnaðist fjöldi
manna, sem heima eiga i nánd við
Orly, Le Bourget og Roissy,
saman til skipulagðra mótmæla i
Roissy, en mótmælin fóru mjög
friðsamlega fram. Yfirvöldin segja,
að allt sé gert til að draga úr
hávaða vegna flugvallanna, en
Flugstöðvarbyggingin á nýja Charles de Gaulle flugvellinum í Roissy við París
flugvellina við París — Orly og Le
Bourget — fóru á árinu 1973 um
17 milljónir farþega og rúmlega
323 þúsund lestir af flugfragt. Nú
er áætlað, að árið 1985 fari um
60 milljónir flugfarþega um
Charles de Gaulle og Orly flugvell-
ina, og um 1.400.000 tonn af
vörum. Le Bourget verður aðeins
rekinn fyrir einkaflug og leiguflug
frá árinu 1 978.
Þegar ákveðið var árið 1959 að
hefjast handa við gerð þriðja flug-
vallarins við París, var verkið falið
flugvallastjórn Parísar. sem er
sjálfstæð stofnun. Áætlaði stofn-
unin þá, að árið 1985 yrði fjöldi
farþega, sem færu um flugvelli
Parísar, kominn upp I 30 milljónir.
Þessi áætlaða tala hefur nú verið
tvöfölduð.
NÁLÆGT
ÁÆTLUN
I upprunalegu áætluninni var
gert ráð fyrir, að kostnaður við
gerð flugvallarins, þar til unnt yrði
að taka hann f notkun, næmi alls
1.400.000.000,— frönkum (eða
rúmlega 25 milljörðum króna).
Þegar svo flugvöllurinn var opnað-
ur á miðvikudag I fyrri viku,
nam heildarkostnaðurinn
1.500.000.000,— frönkum (um
27 milljörðum kr.), og má það
inn, einmitt þar sem ein aðalflug-
brautin liggur nú.
Aðalflugvallarbyggingin líkist
einna helzt rykfallinni brúðartertu,
með sjö „gervihnetti" allt I kring.
Helzta nýbreytnin er sú, að far-
þegar geta afhent farangur sinn
beint úr bif reiðum sínum, leigubif-
reiðum eða almenningsvögnum
sveitarstjórnir á þessum svæðum
eru ekki fyllilega sammála. Öfugt
við það, sem gildir á hinum flug-
völlunum, er fyrirhugað, að
Charles de Gaulle flugvöllurinn
verði opinn allan sólarhringinn.
Árið 1 990 — og sennilega fyrr —
verða allar fimm aðalfiugbrautirn-
ar komnar í notkun, og er þá
áætlað, að þar verði um 1.000
flugtök og lendingar á sólarhring.
Þetta þýðir, að flugvélar lenda eða
hefja flug á 90 sekúnda fresti.
ÚRELT KERFI
Annað atriði, sem valdið hefur
deilum, er yfirlýsing frá flugum-
ferðarstjóra og flugstjóra í Frakk-
landi, þar sem öryggi á nýja flug-
vellinum ergagnrýnt. Segir í þess-
um yfirlýsingum meðal annars, að
skortur sé á samvinnu milli Orly
og Charles de Gaulle. og að
ratsjárkerfið í Roissy só þegar
orðið úrelt. „Það nær ekki nema í
1 5 kilómetra hring, og hefur vissa
„dauða punkta"," segja þeir.
Einnig hafa félagar í samtökunum
áhyggjur af herflugvellinum í
Creil, sem er stutt frá Roissy.
vegna þess að umferðarstjórn
flughersins er fráburgðin flugum-
ferðarstjórninni á venjulegum
flugvöllum.
DÝRAVINl'R Óskum eftir hund eða tík af dverg„puddle'kyni Uppl. i síma 66420 Jón Sigurjónsson, Stórateig 1 3. LAUGARNESH VERFI Til leigu er 1 20 ferm. ibúð í Laug- arneshverfi. Tilboð merkt: „Laugarneshverfi — 4919" send- istafgr. Mbl. fyrir næstu helgi
FIAT 850 SPECIAL Til sölu Fiat 850 special árg '71. Lítið ekinn bíll i góðu lagi. Upplýs- ingar í síma 431 79 eftir kl. 5. TEK AÐ MÉR viðgerðir og stillingar á BAADER fiskvinnsluvélum. Upplýsingar í síma 97-8339.
GERUM VIO kaldavatnskrana og WC-kassa. Vatnsveita Reykjavikur. sími 13134. TIL LEIGU 3ja herb ibúð i gamla vestur- bænum. Tilboð óskast send á afgr. Mbl. merkt: „22—51 — 4922".
KEFLAVÍK Ung barnlaus hjón óska eftir 2ja herb. ibúð til leigu sem fyrst. Uppl. i sima 92-1 122, Keflavik. FORD 20 MRS Til sölu Ford 20 M rally, hardtop árg. '68. Uppl. í síma 431 79 eftir kl. 5.
BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 27. sími 25891. SVÍNABÚ eða aðstaða til að koma upp sliku búi, í nágrenni Reykjavikur, óskast keypt. Tilboð sendist afgr. Mbl fyrir 27. marz merkt: „4592".
ÍBÚÐIR TIL SÖLU 3ja og 4ra herbergja ibúðir til sölu Kópavogsmegin i Fossvogsdal. Upplýsingar i simum 43281 og 40092 eftir kl. 19.00 LAND UNDIR SUMARBÚSTAÐ i Miðfellslandi við Þingvallavatn óskast til kaups. Upplýsingar í sima 53523, eftir kl 8 á kvöldin.
KEFLAVÍK Til sölu úrval af 3ja herb. íbúðum. Góðir greiðsluskilmálar. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik. Simi 1420. VESTMANNAEYINGAR Nokkrir miðar óseldir á áfshátiðina 22 marz. seldir á Hótel Sögu í dag kl 4—6 eh. Kvenfélagið HEIMAEY.
SANDGERÐI Til sölu gott 3ja herb. einbýlishús ásamt vönduðum bílskúr. Laust strax. Fasteignasalan Hafnarg. 2 7, Keflavík. Simi 1420. PRJÓNAVÉL Til sölu Passap — Duomatic raf- magnsdrifin. Einnig hjónarúm án dýna. Uppl. i sima 52427 til hádegis og eftir kl . 7.
HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Úrbeinað hangikjöt 598 kr. kg. Nautahakk 395 kr. kg. Nautabuff 595 kr. kg. Ódýru rúllupylsurnar. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12. SANDGERÐI Til sölu nýlegt 138 fm einbýlishús ásamt stórum bílskúr. Skipti á 3ja til 4ra herb. ibúð i Keflavík mögu- leq. Fasteignas. Vilhj. og Guðf. Vatnsnesv. 20, Keflav. S. 1263 — 2890. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Saltað hrossakjöt. Úrvals dilkasalt- kjöt. Athugið opið til 1 7.30 á föstudögum. Lokað á laugardög- um. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12.
iesiii jn®tgpint>Ið$>& dhciecii
Fóstrur athuglð: Tor Albert Henni formaður landsambands fatlaðra í Noregi flytur erindi um foreldrafræðslu vegna fatlaðra og fjölfatlaðra barna. Fundurinn er haldinn á vegum Sjálfsbjargar í ráðstefnu- sal Hótel Loftleiða sunnudaginn 24. marz kl. 16. Fóstrur eru hvattar til að sækja þennan fund. Stjórn Fóstrufélags Islands.
Frá Félagi
elnstæðra foreldra:
Almennur fundur verður að Hallveigarstöð-
um „í kvöld 21. marz" og hefst kl. 21. Dröfn
Farestveit, húsmæðrakennari, kynnir krydd-
vörur frá McCormick, Andarungakór FEF
syngur, fundanefnd sýnir fjölbreytt föndur
og ýmiskonar handavinnu. Kaffiveitingar.
Nýir félagar velkomnir.
Skemmtinefndin.