Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ,FIMMTUDAGUR21. MARZ 1974 23 Steinþór Gestsson: Alþingí hafni jarðlagafrv. og það verði endurskoðað VIÐ aðra umræðu um frumvarp að jarðalógum í efri deild Alþing- is hinn 11. marz sl. flutti Steinþór Gestsson ftarlega ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu minni hluta landbúnaðarnefndar deildarinnar. Hér fer á eftir nokkuð stytt frásögn af þessari ræðu Steinþðrs Gestssonar. I upphafi ræðu sinnar vék Steinþór Gestsson að því, að nauð- synlegt væri að kynna þingmönn- um nokkru nánar umsagnir ým- issa aðila, sem leitað hefði verið til vegna þessa frumvarps, og sneri hann sér fyrst að umsögn frá skipulagsstjórn rikisins, en þar sagði m.a.: „Að sjálfsögðu þarf til að koma náin samvinna við sveitarstjórn, sem í hlut á, en þær sveitarstjórnir, sem frum- varpið tekur til, geta tæplega veitt þá aðstoð, sem nauðsynleg er við sjálft skipulagsstarfið. Ekki verður séð, hvaða skipulagsyfir- völd átt er við. Helzt mætti ætla, að átt væri við skipulagsstjórnina, en þá kemur á móti, að verksvið skipulagsstjórnar er algerlega bundið við þá staði, sem skipu- lagsskyldir eru samkvæmt skipu- lagslögum. I frumvarpinu er t.d. I 3. tölulið 6. greinar og 13. grein talað um gerð tillagna um úthlut- un lands til ákveðinna þarfa og skipulagsmála að öðru leyti, en ekkiverður séð, hvernig fari um meðferð þeirra tillagna, t.d. hver taki við tillögunum, hvort þær skulu lagðar fram opinberlega, staðfestar og þá af hverjum o.s.frv. Ekki eru í lögunum veittar neinar leiðbeiningar um efni slíks skipulags, sem frum- varpið fjallar um, sambærileg ákvæðum 13. greinar skipulags- laga sbr. og reglugerð nr. 217/1966 um gerð skipulagsáætl- ana. I 5. tölulið 6. greinar virðist sem byggðaráðum sé ætlað að hafa með höndum byggingareftir- lit að vissu marki, en slfkt er fengið öðrum aðilum skv. lögum nr. 108/1945 um byggingarsam- þykktir fyrir sveitir og þorp, sem ekki eru löggiltir verzlunarstaðir. Rétt þykir að vekja athygli á, að ákvæði í 2. málsgrein 13. greinar frumvarpsins virðast óeðlileg, þegar um er að ræða nauðsynlega útfærslu byggðar eða framkvæmd skipulags og varla samrýmast ákvæði 27. og 28. greinar skipu- lagslaga eða a.m.k. vera óþarflega þung f vöfum. Skipulagsstjórn virðist sitthvað í frumvarpinu horfa til bóta, en telur hins vegar rétt, eins og áður segir, að benda á framangreind atkvæði til íhug- unar í sambandi við meðferð málsins á Alþingi". — Ég verð að segja, sagði Steinþór Gestsson, að okkur, sem í minnihluta nefndar- innar erum, þykir þessi umsögn skipulagsstjórnar vera svo vel rökstudd, þegar hún er borin saman við frumvarp að jarðalög- um og þau lagaákvæði, sem bent er til I umsögninni, að rfk ástæða hefði verið að taka miklu meira tillit til hennar heldur en gert er í meðförum Alþingis, ef frum- varpið verður samþykkt með þeim breytingum, sem meirihlut- inn gerir ráð fyrir. Á að fella Landnámið niður? Steinþór Gestsson sagði siðan, að hann væri vantrúaður á þá breytingu að leggja niður Land- nám ríkisins og fella verkefni þess undir landbúnaðarráðu- neytið. — Það er min skoðun, að það væri sönnu nær og liklegra, að af því yrði jákvæður árangur að flytja fremur jarðeignadeild ríkisins undir Landnámið heldur en að fella það niður. í því sam- bandi langar mig til að minna á þennan kafla í umsögn landnáms- stjóra: „Ég tel, að það skipti mestu máli i sambandi við búsetu á þeim jörðum, sem sveitarstjórn- ir og viðkomandi stjórnvöld vilja halda í ábúð, nú landnámsstjórn, að einfalda ákvæði ábúðarlaga og gera þau ákveðnari og á þann hátt að auðvelda sveitarstjórnum að tryggja fasta búsetu á jörðum og byggja þær hæf um bændum, hver sem er eigandi jarðar eða jarðar- hluta. Ég álít, að þetta skipti meira máli, heldur en hver á jörðina. Ef jarðeigendum yrði ljóst, að ekki væri hægt að kaupa eða eiga jörð án þess að leigja hana með eðlilegum kjörum og eðlilegu frjáls- ræði ábúenda um fram- kvæmdir, þá held ég, að ásóknir I jarðir minnkaði og jarðaverð kæmi til með að verða eðlilegt. Þar á ég ekki við kyrrstöðu í verði í krónum, heldur að verð á jörð- um og mannvirkjum sé í samræmi við verðþróun peningamála." Kvaðst þingmaðurinn sérstaklega vilja undirstrika þennan kafla I umsögn landnámsstjóra. Þarna væri komið að veigamiklu atriði i þessu stóra máli, það væri skipu- lagið og kvaðirnar um ábúð, sem hefðu langmesta þýðingu um það, hvaða verðlagsþróun jarðamálin taka og eins hitt, hvernig fer um nýtingu þeirra. Umsagnir búnaðarsambanda. Steinþór Gestsson vék siðan að umsögnum búnaðarsambanda í landinu og sagði, að f jögur þeirra hefðu ekki sent svör, en fimm mælt með samþykkt frumvarps- ins. Fjögur þeirra hefðu óskað eftir breytingum á frumvarpinu í fleiri eða færri atriðum. Þing- maðurinn vék siðan sérstaklega að umsögn Búnaðarsambands Skagfirðinga, sem gerir ákveðnar breytingartillögur við jarðalaga- f rumvarpið, og las þær skýringar, sem stjórn búnaðarsambandsins hefði sent með breytingartillóg- um sínum svohljóðandi: „1. Árfðandi er, að sveitarstjórnir séu jafnan hafðar með í ráðum og leitað umsagnar þeirra varðandi mörg þau mál, er byggðaráð kem- ur til með að fjalla um, þannig að sem viðtækust samstaða skapist heima fyrir um þær ákvarðanir, sem teknar kunna að verða og snerta hin einstöku sveitarfélög." — Ég vil taka það f ram hér, sagði Steinþór Gestsson, að í breyt- ingartillögum meirihluta land- búnaðarnefndar hefur verið fall- izt á þetta sjónarmið að nokkru leyti, þar sem orðinu „sveitar- stjórn" hefur verið bætt inn í frumvarpið á einum 4—5 stöðum frá því sem áður var. Síðan vék þingmaðurinn áfram að skýr- ingum Búnaðarsambands Skag- firðinga: „2. Fráleitt er að heim- ila að undanskilja hlunnindi, s.s. námuréttindi, rétt til efnistöku, vatns- og hitaréttindi umfram heimilisþörf, þegar um sölu á ríkisjörðum er að ræða. Þetta ákvæði 31. greinar eins og það er nú í frumvarpinu, er algjör mót- sögn við tilgang og anda frum- varpsins. Engin frambærileg rök eru til fyrir þessu ákvæði og því rökrétt að fella það niður úr frumvarpinu. 3. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir, að jarðasjóður hafi sérstaka stjórn, er starfi á vegum jarða- deildar. Stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga telur miklu eðli- legra, að sjóðurinn starfi undir sérstakri stjórn og tekur þvi upp tillögu búnaðarþings 1973 þar að lútandi. 4. Vegna hinna sifelldu verð- hækkana á öllum sviðum verður að gera ráð fyrir verulegu árlegu fjármagni til jarðasjóðs, svo að hann geti sinnt hlutverki sinu. Þetta framlag verður einnig að fylgja verðlagsbreytingum, þvi er lagt til, að það hækki i hlutfalli við ríkisframlag til jarðræktar og húsabóta hverju sinni. 5. Eðlilegt þykir, að jarðasjóður greiði kostnað við fjallskil vegna eyðijarða í eigu sjóðsins, m.a. vegna þess, að hluti tekjustofna fjallskilasjóða er stundum reiknaður af landverði jarða. 6. Þá teljum við, að 6. kafli frumvarpsins hafi lítinn tilgang, þ.e. kaflinn um óðalsjarðir, þar sem jörð er yfirleitt ekki gerð að óðali nema menn séu skyldaðir til þess vegna kaupa á ríkisjörð. Þá má benda á, að lög þessi skapa i mörgum tilfellum misrétti milli barna óðalseigenda." — Ég tel, að I þessum ábend- ingum Búnaðarsambands Skag- firðinga sé einnig að finna mikil- vægar ábendingar urn það, sem betur mætti fara I frumvarpinu, og ég tel, að þess hafi ekki verið gætt við afgreiðslu nefndarinnar á því, sagði Steinþór Gestsson. Síðan vék hann að kafla úr um- sögn Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga svohljóðandi: „Stjórn Búnaðarsambands Suðurfnngey- inga hefur tekið til meðferðar frumvarp það til jarðalaga, er henni var sent til umsagnar. Stjórnin hefur orðið sammála um að styðja þá meginstefnu, sem í frumvarpinu felst, að torvelda með löggjöf óæskilegt jarðabrask f hagnaðarskyni án þess að frelsi bænda til eðlilegs raunverðs á fasteignum þeirra verði skert óeðlilega með löggjöf umfram eignir annarra þjóðfélagsborgara í landinu. Af þessu tilefni leggur stjórn sambandsins áherzlu á, að öll eignaskerðingarákvæði frum- varpsins verði endurskoðuð, enn frekar með hliðsjón af gildandi ákvæðum stjórnarskrárinnar svo að tryggt sé, að endanleg af- greiðsla frumvarpsins verði í f ullu samræmi við hana. Þá telur stjórnin hæpin þau ákvæði frum- varpsins að leggja Landnám ríkis- ins niður að svo komnu máli, þar sem það hefur á jákvæðan hátt stuðlað að raunhæfu viðnámi gegn byggðaeyðingu I sveitum landsins og auk þess sinnt veigamiklu hlutverki í uppbygg- ingu og rekstri fóðurvinnslu úr íslenzku grasi, sem ber að efla sem mest á næstu árum." Steinþór Gestsson sagði siðan, að hann teldi margar þessara breytingartillagna búnaðarsam- bandanna hafa verið þess eðlis, að fullkomin ástæða hefði verið til að taka það til greina að verulegu leyti, og þess vegna hefði hann kynnt þær þingmönnum til þess að leggja áherzlu á þýðingu þeirra. Umsagnir sveitarfélaga Þá minnti Steinþór Gestsson á umsagnir sveitarfélaga og gat sér- staklega um stuttan kafla úr um- sögn Samtaka sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi, en þar sagði: „1 3. grein, sbr. greinargerð frumvarpsins, er gert ráð fyrir, að landbúnaðarráðuneytið sjái um, að haldin verði skrá af einum aðila yfir allar jarðir, svo að gerðir verði uppdrættir með landamerkjum af sveitum lands- ins. f þessu sambandi skal á það bent, að með frumvarpi til laga um skráningamat fasteigna, er gert ráð fyrir, að sérstök stofnun taki til starfa, fasteignaskrá, og hún hafi þessi störf meðal annars með höndum, og svo, að sú stofn- un heyrir undir annað ráðuneyti en fjármálaráðuneytið. í 4. grein frumvarpsins er gert ráð fyrir, að landbúnaðarráðherra skeri úr ágreiningi um það, hvað teljast skuli þéttbýlissvæði, en í skipu- lagslögum er gert ráð fyrir, að félagsmálaráðherra skeri úr f þessu efni. ... 13. grein frum- varpsins gerir ráð fyrir þvi, að byggðaráðin verði enn einn aðili, sem fari með skipulagsmálin f landinu. Stjórnin telur frekar þörf á að samræma og efla stjórn þessara aðila að skipulagsmálum í landinu í heild áður en gengið er að því að setja upp kerfi á vegum rikisins. Með þessu vill þó stjórn- in alls ekki hafa á móti virkari aðild Búnaðarfélags fslands um skipulagsmál í sveitum landsins. Má þar benda á, að t.d. gæti þótt eðlilegt, að Búnaðarfélag Islands öðlaðist rétt til að tilnefna full- trúa i skipulagsstjórn ríkisins." Loks vakti Steinþór Gestsson at- hygli á síðustu orðum umsagnar- innar: „Það fer með öðrum orðum ekki mikið fyrir hlut sveitar- félaga í frumvarpinu, en við nánari lestur kemur i ljós, að ætl- unin er að færa valdsvið sveitar- félaga og eignar- og umráðarétt bænda í ríkum mæli yfir i hendur ríkisvaldsins." Umsögn Land- eigendafélags Austur-Húna- vatnssýslu. Þá vék Steinþór Gestsson að ályktun frá Landeigendafélagi Austur-Húnavatnssýslu og las úr henni svohljóðandi kafla: „Til að benda á nokkur atriði, lítur stjórnin svo á, að byggðaráði sé ætlað alltof mikið, óeðlilega mikið vald til hvers konar afskipta og íhlutunar i sambandi við kaup og sölu jarðeigna og álitur, að í stað byggðaráðs væri eðlilegt, að sýslu- nefnd og Búnaðarsamband kysu sinn manninn hvor til fjögurra ára í senn til að vera sveitar- stjórnum og öðrum forkaups- réttarhöfum til aðstoðar og ráð- gjafar ef með þyrfti. Þess vegna vill stjórnin fella niður öll ákvæði um fhlutun Búnaðarfélags ts- \ands og landbúnaðarráðherra í frumvarpi þessu nema um ríkis- jarðir sé að ræða. Alítur stjórnin, að allt það vald, sem þessum aðil- um er ætlað í frumvarpinu, eigi að vera í höndum heimaaðila, þ.e. sveitarstjórna með aðstoð Búnaðarsambands og sýslu- nefndar. Ekki meira vald til opin- berra aðila í Reykjavík. Það virð- ist ganga sem rauður þráður i gegnum frumvarpið að náist ekki samkomulag um söluverð jarða, þá skuli mat dómkvaddra manna ráða. Meðan sams konar ákvæði um sölu fasteigna í kaupstöðum er ekki áformað eða í lög leitt, getur stjórnin ekki fallizt á þetta og mótmælir því, enda vafasamt, að slík skerðing á eignarétti stæð- ist samkvæmt stjórnarskrá, frið- helgi eignaréttarins." Veigamiklar breytingar nauðsynlegar. Síðan sagði Steinþór Gestsson, að minnihluti landbúnaðar- nefndar teldi nauðsynlegt að gera veigamiklar breytingar á frum- varpinu til þess að það nægði megintilgangi sínum. — Sá til-fc gangur er mikilvægur og okkur ber að búa svo um hnútana, að liklegt sé að hann náist, sagði þingmaðurinn. Umsagnir þær, sem borizt hafa til nefndarinnar, undirstrika þá skoðun okkar, að breytinga sé þörf. Það kemur lfka í ljós, að ekki hefur verið haft samráð við þær stofnanir, sem mesta reynslu hafa um meginvið- fangsefni þess mikla málefnis, sem frumvarpið fjallar um, en þar á ég við skipulagsstjórn ríkis- ins, landnámsstjórn rfkisins og Samband islenzkra sveitarfélaga. t ræðu minni við fyrstu umræðu málsins benti ég á, að auðveldast væri að hafa vald á nýtingu og eignarétti jarða með því að færa út skipulagsskylduna, færa hana út yfir strjálbýlið allt. Þess finn- ast nú þegar dæmi, að sveitar- stjórn hefur gripið inn í um ráð- stöfun lands í krafti skipulags sveitarfélagsins. Ég benti einnig á, að það væri með öllu óeðlilegt að fella úr gildi lögin um Land- nám ríkisins og nægir hér að vitna til umsagnar Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga. Þá vakti ég athygli á því, að þau verkefni, sem hin svokölluðu byggðaráð eiga að sinna, væru i eðli sínu sveitarstjórnarmálefni og því sjálfsagt, að sveitarstjórnirnar, sem skipaðar eru lýðræðislega kjörnum fulltrúum allra íbúa í viðkomandi byggðarlögum, hafi með höndum flest þeirra mála, sem byggðaráðunum er ætlað að annast. Við íhugun þessa frum- varps verður æ ljósara, að byggða- ráðin eru alls óþarf ar stof nanir og með góðu móti má leysa þau af hólmi með því að fá stofnunum, sem fyrir eru í stjórnkerfinu öll þeirra störf í hendur. Ég tel, að þrátt fyrir 18 breytingatillögur, sem meirihlutinn flytur, sé frum- varpið litlu nær þvi en áður að ná þeim megintilgangi að fyrir- byggja, að jarðeignum sé ráð- stafað með óeðlilegum hætti miðað við viðskiptavenjur, né að komið verði I veg fyrir brask með jarðeignir í hagnaðarskyni. Hald- betra væri að ganga þannig frá skipulagsmálum strjálbýlisins og ákvæðum um ábúð jarða, að eigendum þeirra væri skylt að halda jörðum í ábúð með hæfileg- um leigukjörum og nauðsynlegu frjálsræði ábúenda til fram- kvæmda á þeim. Minnihluti land- búnaðarnefndar telur, að þar sem ekki hefur tekizt samstaða nefndarmanna um að færa frum- varpið til þess horfs, að viðunandi sé á því Alþingi er nú situr, beri að hafna þvi og leggur minnihlut- inn til, að því verði vísað til ríkis- stjórnarinnar til endurskoðunar, sem væri unnin í samstarfi við Samband íslenzkra sveitarfélaga, landnámið og skipulagsstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.