Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 67. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pavel Litvinov ásamt konu sinni og tveimur börnum ræðir við fréttamann við komuna til Vínarborgar í fyrradag. Gert er ráð fyrir að Litvinov setjist að í Bandarfkjunum. Irland: Tveir skotnir vegna mistaka Belfast 20. marz. AP LÖGREGLUMENN á N-Irlandi skutu í gær til bana tvo brezka hermenn vegna hörmulegra mis- taka. Hermennirnir féllu í tveim- ur skotbardögum fyrir utan þorp- ið Glenanne nálægt landamærum Irska lýðveldisins.Talsmaður lög- reglunnar sagði f morgun, að þarna hefði verið um að ræða hörmuleg mistök, en benti á, að á þessu svæði hefði undanfarið verið mikið um hermdarverk og lögreglumenn því mjög á verði. Fyrra atvikið átti sér stað, er lögreglumenn hófu skothríð á lít- inn flutningabíl, sem var að flytja brezka hermenn heim úr frii og voru þeir allir óeinkennisklædd- ir. Hermennirnir svöruðu skot- hríðinni, en einn var fallinn áður en aðilar gerðu sér grein fyrir mistökunum. ' Hitt atvikið átti sér stað, er lög- reglumenn komu að biluðum her- bíl á sömu slóðum og voru óein- kennisklæddir hermenn að reyna að gera við hann. Héldu lögreglu- mennirnir að hér væri um hermd- arverkamenn að ræða, sem hefðu stolið bifreiðinni og hófu skothrið og féll einn hermaður, áður en mistökin uppgötvuðust. 9 brezkir hermenn hafa nú fallið á N-ír- landi frá áramötum, en alls hafa 979 manns fallið frá þvi að átökin hófust árið 1969. Nixon mildari 1 afstöðu sinni í garð Evrópuþjóða Washington og Bonn, 20. marz AP. STJÓRNIWALAMENN I V- Evrópu létu f dag í Ijós ánægju með sýnu mildari afstöðu Nixon Bandaríkjaforseta í garð Evrópu- þjóða, sem fram kom I ummælum hans á blaðamannafundi í Houston f fyrrakvöld. Ummæli Nixon nú voru mun mildari en í hinni hörðu gagnrýni hans í ræð- unni í Chicago á dögunum. Hann dró mjög úr gagnrýni sinni á EBE-löndin og óskaði aðeins eftir frekari og nánari samvinnu og lýsti þvf síðan yfir, að hann myndi leggjast gegn tillögum um einhliða brottflutning bandarísks herliðs frá Evrópu Walter Scheel utanríkisráð- herra V-Þýzkalands viðurkenndi i v-þýzka þinginu f dag, að mikill klofningur væri innan Atlants- hafsbandalagsins og lofaði að stjórn V-Þýzkalands myndi gera það sem i hennar valdi stæði til að styrkja samvinnuna við Bandarík- in á sviði öryggismála, efnahags- mála og gjaldeyrismála. Scheel sagði hins vegar: „Vandamálið er það, að Bandaríkin vilja vera með í ráðum frá upphafi, meðan verið er að mynda skoðanir og stefnur, en Evrópumenn vilja fyrst mynda sínar skoðanir og marka sínar stefnur áður en þeir ráðgast við Bandaríkjamenn. -Talsmaður EBE f Briissel sagði að ráðamenn þar teldu ummæli Nixons væru til þess ætluð að skapa betra samband milli Ebe og Bandaríkjanna og að þeir væru sammála um að hið nána sam- starf, sem Nixon óskaði eftir, væri lffsnauðsynlegt fyrir stjórnmála- legt jafnvægi í heiminum og eðli- legar framfarir beggja vegna Atlantshafsins. Á París var um- mælum Nixons fagnað, en fransk- ir embættismenn sögðu að hin hörðu viðbrögð frönsku stjórnar- innar við gagnrýni Nixons á dögunum hefðu greinilega borið árangur. I stuttri tilkvnningu Hvíta húss; Framhald á bls. 22. •• Onnu og Mark sýnt banatilræði London, 20. marz AP. ÖNNU Bretlands- prinsessu og manni hennar Mark Phillips var sýnt banatilræði f London í kvöld, er þau voru að koma í bifreið til Buckinghamhallar. Vopnaður óþekktur mað ur skaut fjórum skot- um að bifreið þeirra, en hæfði hvorugt, hins vegar særðist bíl- stjórinn, öryggisvörður og lögreglumaður, sem voru með þeim í bílnum. Atvikið gerðist í Pall Mall, sem er á leiðinni frá Trafalgar- torgi að Buckinghamhöll. Arásarmaðurinn lagði bifreið sinni í veg fyrir bifreið prinsessunnar og hóf skothríð, er bifreiðin staðnæmdist. Gífurlegur fjöldi lögreglu- manna hóf þegar leit að til- ræðismanninum, en hann hafði ekki fundist, er síðast fréttist. Talsmaður Bucking- hamhallar staðfesti, að prinsessunni og manni hennar hefði verið sýnt banatilræði og sagði að þau væru ómeidd, en mjög slegin vegna atburðarins. Enn átök í Golan r Israelar kvíða auknum þrýstingi Gagnrýni á Heath svarað London og Bonn, 20. marz AP—NTB STUÐNINGSMENN Edwards Heaths, leiðtoga brezka thalds- flokksins, snerust í dag hart gegn gagnrýni þeirri, sem Heath varð fyrir innan flokksins og í blöðum, eftir að Oialdsflokkurinn dró til baka á síðustu stundu vantrausts- tillögu sína á stjórn Verkamanna- flokksins t fyrradag. Reginald Maudling, fyrrum innanríkisráðherra, gaf yfirlýs- ingu, þar sem sagði að allt skugga- ráðuneytið hefði staðið að tillög- unni um að draga vantrauststil- löguna til baka, en ekki Heath einn. Maudling sagði að enginn innan flokksins væri hæfari tilað veita honum forystu en Heath, en sagði að Heath myndi í framtíð- inni ráðgast meira við þingmenn flokksins. Ýmsir íhaldsmenn hafa í dag haldið áfram að gagnrýna Heath og segja að flokkurinn þurfi nýjan leiðtoga fýrir næstu kosn- ingar. Þess ber hins vegar að gæta, að ekki er hægt að setja Heath af á móti vilja hans. James Callaghan, utanríkisráð- herra Breta, hóf i dag viðræður við sendiherra Breta hjá EBE- löndunum. Er það fyrsti liðurinn f undirbúningi Breta undir viðræð- ur við EBE um breytt skilyrði fyrir aðild Breta að EBE. Callag- Framhald á bls. 22 Damaskus og Tel Aviv, 20. marz AP—NTB. ENN kom til átaka milli ísraela og Sýrlendinga f Golanhæðum í dag og sagði herstjórnin f Damaskus að ísraelar hefðu reynt að styrkja stöðu sína, en Sýrlend- ingar hrakið þá á brott með stór- skotaliði og skriðdrekasveitum. Talsmaður Israelsstjórnar sagði hins vegar að Sýrlendingar hefðu átt upptökin á átökunum. Ekki var skýrt frá neinu mannfalli. Tilkynnt var í Tel -Aviv f dag, að Moshe Dayan varnarmálaráð- herra myndi fara til Washington í næstu viku til að byrja óbeinar samningaviðræður við Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, um leiðir til að skilja að heri ísraela og Sýrlertd- inga f Golanhæðum. Kissinger skýrði frá því í dag, að hann myndi fara fram á það við stjórn- ina í Damaskus að hún sendi full- trúa til viðræðnanna og herma heimildir f Damaskus, að það verði líklega Abdul Bardarry yfir- hershöfðingi, sem fari til Washington. Kurt Waldheim framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna skor- aði í dag á ísraela og Sýrlendinga að halda aftur af sér og virða til fullnustu vopnahlésályktun Öryggisráðsins. Lét framkvæmda- stjórinn í ljós miklar áhyggjur Færri Gyðingar frá Sovétríkjunum Moskvu, 20. marz NTB. UMSÖKNUM sovézkra Gyðinga um leyfi til að flytjast úr landi hefur fækkað mjög á þessu ári vegna nýrra skilyrða fyrir út- flutningsleyfinu. M.a. verða allir Gyðingar að leyfa lögreglunni að fara í gegn um öll persónuleg skjöl og auk þess verða þeir að yfirgefa heimiii sin 2—3 vikum fyrir brottför úr landinu. yfir þvf hve ástandið í Golanhæð- um hefur farið hriðversnandi undanfarna daga. Abba Eban, utanríkisráðherra Israels, sagði i Washington í gær, að það væri enginn ágreiningur milli ísraela og Bandarikjamanna um hve miklu svæði ísraelar ættu að skíla Sýrlendingum f Golan- hæðum. Hann bar til baka fréttir ísraelskra blaða, þar sem sagði að Bandaríkin hefðu lagt til við ísra- ela að þeir skiluðu Sýrlendingum aftur vissum svæðum, sem þeir tóku í 6 daga stríðinu 1967. Stjórnmálafréttaritarar segja hins vegar að Ísraelar séu orðnir kvíðnir um stöðu sína, þótt þeir láti það ekki í ljós opinberlega. Einkum eru israelar hræddirvið að verða knúnir til samkomulags unt Golanhæðir, sem stofni öryggi þeirra í hættu. israelar eru til- búnir til að gefa nokkuð eftir, en margir staðir i hæðunum eru að þeirra dómi lifsnauðsynlegir til Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.