Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 25,00 kr. eintakið. olíumöl. En nú er fyrirsjá- anlegt, að nýtt átak þarf að gera f þessum málum og mikill áhugi hjá forráða- mönnum sveitarfélaga á þvf. Til marks um þann áhuga, sem nú er f dreif- býlinu á varanlegri gatna- gerð má nefna samtök, sem þéttbýlissveitarfélög á Vestfjörðum hafa stofnað með það fyrir augum að leggja varanlegt slitlag á allar götur, sem byggð er GATNAGERÐ í DREIFBÝLI Eitt stærsta vandamál þéttbýlisstaða f dreif- býlinu um þessar mundir er hið lélega ástand gatna- kerfisins. Víðast hvar í kaupstöðum og kauptúnum úti á landi er gatnakerfið aðallega malargötur, sem verða að algjöru svaði yfir vetrartímann, þegar skipt- ast á frosthörkur og þíða. Þetta er sérstaklega baga- legt, þar sem þéttbýlis- kjarnar á landsbyggðinni hafa yfirleitt risið í kring- um fiskvinnslustöðvar og nýjar hreinlætiskröfur gera það að verkum, að ekki er lengur talið viðun- andi, að umhverfi fisk- vinnslustöðva sé hreinasta svað. í kjölfar þeirrar bylting- ar, sem varð í gatnamálum í Reykjavík á síðasta ára- tug, i_ar hafi/,t handa um varaniega gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum og hefur talsvert áunnizt í þeim efnum á undanförn- um árum, bæði í sveitarfé- lögunum í nágrenni Reykjavíkur og eins úti á landi, þar sem aðalgötur hvers staðar hafa ýmist verið steyptar eða lagðar arlaganna og gerðar verði ráðstafanir, sem geti gert fámennum þéttbýlisstöð- um úti á landi kleift að leggja varanlegt slitlag á götur. Það tryggir sæm- andi umhverfi f kringum fiskvinnslustöðvar og hreinlegri byggð fyrir þá, sem þar búa. MISRETTI við, í viðkomandi bæ eða þorpum. Hefur verið gerð framkvæmdaáætlun, sem spannar yfir 6—10 ára tímabil og er gert ráð fyrir, að kostnaður verði um 700 milljónir króna. Þau sveitarfélög, sem hér eiga hlut að máli, eru yfirleitt mjög fámenn og hæpið, að þau hafi fjárhagslegt bol- magn til að standa undir þessum framkvæmdum. En um nauðsyn þeirra get- ur enginn deilt. Þess vegna sýnist nauðsynlegt, að Al- þingi fjalli um þetta mikil- væga hagsmunamál byggð- Margvíslegur aðstöðu munur þess fólks, sem býr í dreifbýli og þéttbýli, veldur miklum áhyggjum og getur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir byggðaþró- unina í landinu, þegar fram í sækir. Augljóst er, að það er þjóðhagslega hagkvæmt, að landið allt verði byggt og þá ekki sízt þeir staðir, sem liggja vel við nálægum fiskimiðum, enda er reynslan sú, að hin fámennustu byggðarlög úti á landi Ieggja ótrúlega mik- ið af mörkum til verðmæta- sköpunarinnar í þjóðfélag- inu. En á það fólk, sem velur þann kostinn að búaí fásinni og hálfgerðri ein- angrun hluta úr ári, ekki nokkurn rétt á þvf að búa við jafna aðstöðu og þeir, sem í þéttbýlinu starfa? Sjálfsagt væri gagnlegt, að gerð væri nákvæm at- hugun á þeim aðstöðumun, sem um er að ræða, en nokkur atriði liggja þó í augum uppi. Framfærslu- kostnaður úti á lands- byggðinni er líklega tals- vert meiri en á höfuðborg- arsvæðinu. Því veldur flutningskostnaður nauð- synjavara frá Reykjavík til hinna dreifðu byggða, sem kemur fram f hærra verð- lagi úti á landi en hér í Reykjavík. Margvísleg þjónusta, sem dreifbýlis- fólk verður að sækja til höfuðborgarsvæðisins, veldur þvf einnig töluverð- um útgjaldaauka. Aðstaða atvinnurekstrar er heldur ekki hin sama. Sums staðar er raforkuverð til frysti- húsa margfalt hærra en það rafmagnsverð, sem frystihúsin á höfuðborgar- svæðinu verða að greiða. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um það misrétti sem ríkir, eftir því hvar menn eru búsettir á landinu. Byggðamálin eru tvímælalaust eitt stærsta mál líðandi stundar fyrir þjóðfélagið í heild, og brennandi mál fyrir fólkið í dreifbýlinu. Mao formaður. Washington. Tveim öldum fyrir Krists burð komst fyrsti kínverski keisarinn af Ch ’in-ættinni að þeirri niðurstöðu, að eina leiðin til þess að brjóta vald lénshöfð- ingjanna á bak aftur væri að ráðast að fylgismönnum heim- spekingsins Kung Fu-tzu. Keis- arinn fyrirskipaði þá herferð, sem f rauninni má kalla and- menningarlega. Bókabrennur voru hafnar í stórum stíl og lærdómsmenn voru hundruð- um saman grafnir lifandi. Nú, tveim árþúsundum síðar, hefur Maó formaður hafið nýja herferð gegn kenningum Kung Fu-tzu, sem á Vesturlöndum gengur undir nafninu Konfúsí- us. Nú hljótum við að spyrja: Hvers vegna telja þeir, sem berjast fyrir breytingum i Kína, fyrr og nú, að kenningar Konfúsíusar séu svo hættuleg- ar? Fyrst ber þess að geta, að Konfúsíus var Ihaldsamur. Heimspeki hans kennir, að menn skuli byggja upp þjóðfé- lag, þar sem hver og einn hafi ákveðnu hlutverki að gegna og sætti sig við það. Sá maður, sem samkvæmt þessu tekur með ánægju við skipunum frá yfir- boðara sínum, hefur þannig leyfi til að gefa sonum sínum skipanir. Af þessu leiðir ákaf- lega, fastmótað og strangt feðraveldi. Þar sem Konfúsíus sagði „sættið ykkur við“, segir Maó „berjist". Á einum stað Konfúsius og menningarbylting Maos segir Konfúsíus: „Menn taka við skipunum ofan frá á ná- kvæmlega sama hátt og grasið beygist fyrir vindinum.“ Maó er á gjörsamlega öndverðri skoðun. í öðru lagi er uppbygging heimspeki Konfúsíusar við- bjóðsleg í augum Maós. Konfús- íus kenndi, að sá sem vitið hefði væri alltaf rólegur, en hinn, sem minna væri gefir, fyndi aldrei frið í sálu sinni. Maó, sem varla getur talizt tregur, telur hins vegar friðleysi, stöð- ug leit hugans, sé byltingunni nauðsynleg. Fréttamennirnir Fox Butter- field og Joseph Lelyvéld í Hong Kong hafa sent frá sér allmarg- ar stórskemmtilegar greinar um ástandið i alþýðulýðveldinu i dag, og hafa þeir sett fram þá hugmynd, að árásirnar á Kon- fúsíus séu í raun dulbúnar árás- ir á Chou En-lai forsætisráð- herra, sem er vfðsýnn, en að sumu leyti borgaralegur í hugs- un. Sé þetta rétt er hér um að ræða afturhvarf frá borðtennis- pólitíkinni, sem leiddi til funda æðstu manna Kína og Banda- ríkjanna, en í kjölfar þeirra hófust ýmisleg menningarsam- skipti. Svona einfalt getur málið þó varla verið. Þegar hálfguð á borð við Maó tekur upp á því á gamals aldri, að ráðast af hörku á heimspeking, sem þjóð hans hefur dýrkað í hálft þriðja ár- þúsund hlýtur eitthvað meira að valda, en afturhvarf í utan- ríkisstefnu eða einfaldlega deil- ur innan hirðarinnar. Með því að leggja til atlögu við kenningar Konfúsíusar set- ur Maó markið hátt og gerir sjálfan sig í rauninni að stór- veldi sem sagnfræðingar og heimspekingar næstu alda hljóta að líta á sem andstæðu hins forna spekings. Sagan mun dæma, og senni- Iega verður dómur hennar um Maó á margan hátt hagstæður. Hann útrýmdi fátækt og að- gerðarleysi, sem átti á margan hátt rætur að rekja til kenninga Konfúsíusar. Hann leysti konur úr ánauð og hann rifti hinum viðteknu fjölskylduvenjum, sem höfðu leitt af sér þann mesta klíkuskap og stjónmála- i VA u7t 1 • K'því' ' ííeúrJIorkSEhneö ..../i l\ V Vi Eftir William Safire spillingu, sem sagan kann frá að greina. Hugmynd Konfúsíusar um feðraveldið, sem hafði svo mik- il áhrif á þróun kínverksrar sögu, var sett fram í fjórum táknorðum: „faðir, faðir, sonur, sonur“. Þetta þýðir það, að fað- ir eða einhvers konar yfirmað- ur getur því aðeins borið nafn með rentu að hann taki á sig allar þær skyldur, sem fylgja stöðu hans. Ef honum mistekst að feta hinn mjóa veg dyggðar innar þá ér hann ei lengur verð- ugur þess að heita faðir,sonur, konungur eða vinur. Hugmynd- ir austrænnar heimspéki um skyldur mannsins eru engu síð- ur mikilvægar fyrir stjórnmála- spekina almennt heldur en til dæmis hugmyndr Vesturlanda- manna um mannréttindin. Ef maður ber saman hinar fjórar Bækur Konfúsíusar og rauða kveriðhansMaós rekur maður strax augun í skemmti- legt samræmi. Maó hefur neyðzt tilþessaðtakaupp kenn ingar Konfúsiusar, þar sem hann hafnar guðdóminum og ekki nóg með það, hann hefur einnig orðið að ganga I smiðju meistarans við lausn eins erfið- asta hugmyndafræðilega vandamálsins, sem hann á við að glíma. 1 augum Maóista er Lin Piao svikari af verstu tegund, hann er sá, sem reyndi að seilast til valda og svikja byltinguna. Maó er hins vegar foringinn og hon- um skeikar aldrei i dómum sín- um. Af þessu leiðir erfitt vandamál: Hvernig gat læri- sveinn Maós gert sig sekan um þvílfkt athæfi sem Lin Piao? Vesturlandamaður myndi leysa málið með þvf að segja, að góð- ur lærisveinn, sem hefði notið trausts meistara síns um ára- raðir hefði á endanum orðið spillingu að bráð og fengið makleg málagjöld. Okkur til mikillar furðu heldur Maó því hins vegar fram, að Lin hafi aldrei verið góður lærisveinn heldur hafi hann alla tíð reynt að blekkja félaga sína. Með þessu viðurkennir Maó f raun og veru. að honum sjálfum hafi brugðist mannþekkingin. Hann hafi ekki í heil 40 ár séð hvern mann Lin Piao hafði að geyma. Konfúsfus. Hvers vegna viðurkennir maður, sem viII vera óskeikull, að hann geti gert mistök? Jú, vegna þess að Konfúsíus segir, að lyndiseinkunn mannsins ráði gjörðum hans. Samkvæmt því hefði Lin aldrei getað barist gegn Maó, nema af því, að hann var illa innrættur. Maó er f erfiðri klemmu, en með þessu getur hann svert Lin með því þó að viðurkenna, að hann sjálfur sé ekki alveg alvitur. Ekki er þvi þó að neita, að þvílíkur undansláttur hins mikla formanns, myndi vafa- laust koma Konfúsíusi til að brosa ef hann mætti líta upp úr gröf sinni eitt augnablik. Hinn hári þulur hefur séð hvernig fórfyrirþeim mönnum sem grófu fylgismenn hans lif- andi, þeir urðu að endurvekja kenningar hans til þess að geta haldið völdum. Og þetta mun hann sjá gerast enn á ný. Eftir- menn Maós munu tileinka sér aðferðir Mandarfnanna til þess að stemma stigu við áhrifunum frá byltíngu formannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.