Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Kirkjusmiðurinn á Reyni Jón Arnason, Islenzkar þjóðsögur Einu sinni bjó maður nokkur á Reyni í Mýrdal. Átti hann að smfða þar kirkju, en varð naumt fyrir með timburaðdrætti til hennar. Var komið að slætti, en engir smiðir fengnir, svo að hann tók að ugga að sér, að kirkjunni yrði komið upp fyrir veturinn. Einn dag var hann að reika út um tún í þungu skapi. Þá kom maður til hans og bauð honum að smíða kirkj- una fyrir hann. Skyldi bóndinn segja honum nafn hans, áður en smfðinni væri lokið, en að öðrum kosti skýldi bóndi láta af hendi við hann einkason sinn á 6/ári. Þessu keyptu þeir. Tók aðkomumaðurinn til verka. Skipti hann sér af engu nema smíðum sínum og var fáorður mjög, enda vannst smíðin undarlega fljótt, og sá bóndi, að henni mundi lokið nálægt sláttulokum. Tók bóndi þá að ógleðjast mjög, en gat eigi að gert. Um haustið, þegar kirkjan var nærri fullsmfðuð, ráfaði bóndi út fyrir tún. Lagðist hann þar fyrir utan í hól nokkurn. Heyrði hann þá kveðið í hólnum, sem móðir kvæði við barn sitt, og var það þetta: „Senn kemur hann Finnur, faðir þinn frá Reyn, með þinn litla leiksvein.“ Var þetta kveðið upp aftur og aftur. Bóndi hresst- ist nú mjög og gekk heim til kirkju. Var smiðurinn þá búinn að telgja hina síðustu fjöl yfir altarinu og ætlaði að festa hana. Bóndi mælti: „Senn ertu búinn, Finnur minn.“ Við þessi orð varð smiðnum svo bilt, að hann felldi fjölina niður og hvarf. Hefur hann ekki sézt síðan. HOGNI HREKKVISI Dœmisögur Esóps Bóndastúlkan með mjólkurfötuna Steingrímur Thorsteinsson þýddi Bóndastúlka gekk til torgs og bar mjólkurfötu á höfðinu. Það lá vel á henni, og á Ieiðinni fór hún að hugsa með sjálfri sér eins og hér segir: „Nú sel ég þessa mjólk og fæ peninga fyrir, að minnsta kosti nóg til þess, að ég geti keypt mér egg í viðbót við þau, sem ég er búin að safna, svo að alls verða þau þrjú hundruð að tölu. Þegar ég nú reikna frá fúleggin, þá munu úr þessum eggjum koma að minnsta kosti tvö hundruð og fimm- tíu kjúklingar. Kjúklingarnir verða orðnir hæfilega stórir, til þess að farið sé með þá á torgið, um það leyti sem alifuglar eru í hæsta verði, svo að það fer aldrei hjá því, að ég hef nóga peninga um nýársleitið til að kaupa mér nýjan stásskjól, já — látum okkur nú sjá — hvernig á ég að fá mér hann litan? grænt þykir mér fallegast, og það fer langbezt við minn hörundslit, já grænn skal kjólinn vera. Nú fer ég á markaðinn, svo stásslega búin, og lízt þá öllum yngispiltunum prýðilega á mig, svo að margir þeirra munu verða til að biðja mín, en þeir þurfa nú ekki annað; — ég slæ þá alla af laginu sný við þeim bakinu og reigi við þeim hnakk- ann.“ Þessi síðsta hugmynd hreif hana svo mjög, að hún framkvæmdi óðara með höfðinu það, sem hún ráðgerði í huganum, en við þá hreyfingu skall fatan til jarðar, helltist niður öll mjólkin. — Farðu vel stásskjóll, farið vel biðlar, hæna, egg og kjúklingar. þú hlýtur að hafa veitt eitthvað. oAJonni ogcTVlanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Heyrðu, Nonni, við gleymdum morgunbæninni okkar, þegar við fórum á fætur í morgun“. Mér þótti ekki lítil minnkun að því, að Manni litli, sem var yngri en ég. skyldi verða að minna mig á þetta. En þetla var aldrei nema satt. og ég gat ekkert á móti því haft. Manni kunni fallegan morgunsálm utan að, og nú las hann sálminn og faðirvorið á eftir. Og þarna uppi á fjöllunum, í kyrrðinni og víðsýn- inu, fannst mér bænin tilkomumeiri og háleitari en vant var. Við komumst báðir í hátíðaskap. Að bænagerðinni lokinni risum við upp og tylltum okkur síðan niður í þurra og dúnmjúka grasbreiðuna. „Nú hjálpar guð okkur áreiðanlega“, sagði Manni. „En í hvora áttina finnst þér, að við ættum að fara?“ sagði ég. „Það veit ég ekki vel“, sagði Manni. „En við getum fengið að vita það“. Hann tók upp steinvölu og sýndi mér. „Sjáðu, Nonni. Þessi steinn er svartur öðrum megin og hvítur hinum megin. Nú skulum við láta það hvíta merkja suður, en það svarta norður. Svo þeyti ég stein- inum upp í loftið. Ef það hvíta kemur upp, förum við í suður, en ef það svarta kemur upp, þá förum við í norður“. Hann kastaði nú steininum, og kom hvíta hliðin upp. „Sérðu, Nonni? I suður eigum við að fara“. „Ég verð að fá að kasta steininum líka“, sagði ég. Ég gerði það alveg á sama hátt og Manni, og aftur kom hvíta liliðin upp. „Nei, líttu nú á“, kallaði Manni. „Nú er það áreið- anlegt, að við eigum að fara í suður“. „En ekki getur steinninn vitað neitt um það“, sagði ég- „Nei, en guð sýnir okkur það með þessu“. „Hvernig veiztu það?“ „Ég bað liann um það “ „En Manni, það máttirðu ekki gera. Mamma segir, að þess háttar sé hjátní, og þetta væri að leggja guðs nafn við hégóma“. mcófnoíflunkomnu — Fyrirgefið herra ... en voruð það ekki þér, sem voruð með hárið f súpunni???

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.