Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Gunnar Thoroddsen: Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki að þyngingu heildarskattbyrðar GUNNAR Thoroddsen formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins gerði við umræður í neðri deild í gær grein fyrir andstöðu þing- manna Sjálfstæðisflokksins f deildinni til frumvarps rfkis- stjórnarinnar um skattkerfis- breytingu, eins og það lá fyrir deildinni þá, en flokkurinn greiddi atkvæði gegn frum- varpinu við endanlega afgreiðslu þess. Hann sagði: „Það er stefna Sjálfstæðis- flokksins, að almennar launa- tekjur landsmanna skuli skatt- frjálsar, og að tekjuskattur sé að öðru leyti stillt svo i hóf, að hann dragi ekki úr framtaki og vinnu- löngun. Þessi stefna er mótuð í því frumvarpi um stórfellda lækkun tekjuskatts, sem sjálfstæðismenn hafa flutt á þessu þingi. Núverandi stjórnarflokkar hafa gengið f þveröfuga átt við þessa stefnu. Vorið 1972 fengu þeir lög- festar skattabreytingar, sem lögðu stórauknar byrðar á allan almenning. Þessi skattalög vinstri stjórnarinnar hafa vakið svo magnaða andúðaröldu, að stjórn- inni er ekki stætt lengur á skatt- piningarstefnunni. Barátta stjórnarandstöðunnar, almenn- ingsálitið og nú síðast þrýstingur frá samtökum launþega hafa knúið stjórnarflokkanna til undft'.haláá. Ber að þakka þá við- leitni veikaiýðssamtakanna að fá leiðréttinga á hinum ranglátu skattalögum, þótt hún hafi vegna framkomu stjórnarinnar ekki borið þann ávöxt, sem við teljum æskilegan. Stjórnarfrumvarpið, sem hér liggur fyrir, felur í sér allt of litlar umbætur á tekjuskattslög- unum. Skattprósentur eru or háar, bilin milli þeirra, skatt- þrepin, of þröng, skattstiginn ris of ört. Þessir alvarlegu ann- markar munu valda því, að fjöldi manna með meðaltekjur mun lenda i hámarksskatti. Auk þess eru ákvæði frum- varpsins um svokallað skattaaf- sláttarkerfi gö'Iluð og að sumu leyti ranglát. Stjórnarflokkarnir hafa hafnað sérhverri uppástungu um lagfær- ingar í þessum efnum. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki fallizt á áætlanir ríkis- stjórnarinnar um væntanlegt tekjutap rikissjóðs af skattbreyt- ingunni á þessu ári. Það, sem gerir áætlanir stjórnarinnar um tekjutap vafasamar í meira lagi, er meðal annars þetta: a. Stjórnin miðar ekki við þá fjárhæð tekjuskatts, sem í fjárlög- um stendur, heldur aðra miklu hærri, hugsaða upphæð, sem núgildandi skattaólög myndu skila ríkissjóði umfram fjárlög, og hún heimtar allan þennan umframgróða bættan. b. Allar líkur eru til þess, að álagður skattur í ár skv. stjórnar- frumvarpinu verði töluvert hærri en stjórnin vill áætla. c. öruggt má telja að innheimta skattsins í'ár verði miklu meiri en stjórnin áætlar. Af þessum og fleiri ástæðum teljum við, að tekjutap rikissjóðs af breytingunni verði mun minna, svo hundruðum milhóna skiptir, en stjórnin heldur fram. Því tekjutapi, sem rikissjóður verður fyrir, vill Sjálfstæðisf lokk- urinn fyrst og fremst mæta með því að draga úr risavöxnum útgjöldum ríkisins. Þess vegna var flutt tillaga um 1.500 milljóna lækkun á litgjöldum fjárlaga á þessu ári. Eftir að talsmenn stjórnarflokkanna hér í heild höfðu andmælt þessari tillögu, talið hana óframkvæmanlega með öllu, hrakti hæstv. forsætisráð- herra allar þessar fullyrðingar með atkvæði sínu i neðri deild í ræðu i efri deild. Þar lýsti hann slíkan niðurskurð framkvæman- legan og rak staðhæfingar þessara talsmanna svo kyrfilega ofan i þá, að siðan hafa þeir þagað þunnu hljóði. Þurfum við stjórnarandstæðingar engu að bæta við þá hirtingu. En samt gerist það undur, sem er raunar f samræmi við önnur furðuverk þessarar stjórnar, að þessi tillaga, sem forsætisráð- herra samþykkti og mælti fyrir, var felld út úr frv. i efri deild, og nú hefur forsætisráðherra Iátið í ljós, að hann mundi ekki sam- þykkja tillöguna hér í annað sinn. Það er víst ærið átak að fylgja rödd skynseminnar einu sinni i sama máli. Skattafrumvarpið á ati hækka launaskatt úr2'/4%: Launaskattur leggst þungt á atvinnureksturinn, m.a. á þann isl. iðnað, sem keppir við erlendar iðnaðarvörur. i reynd verkar hann sem verndar- tollur fyrir erlendan iðnað. Sjálf- stæðisflokkurinn vill ekki hækka launaskattinn og flytur þá tillögu, að 2% renni í Byggingarsjóð og H% til rikissjóðs, eða samtals 2lA% eins og nú er. Rfkisstjórnin setti Alþingi úrslitakosti. Annað hvort 5 sölu- skattsstig eða ekkert tekjuskatts- frumvarp. Hæstv. fjármálaráð- herra tók vel upp i sig: Ef 5 stigin falla, mun stjórnin sitja, en rikis- sjóður fara á hausinn. Vegna hinnar ákveðnu sam- stöðu stjórnarandstöðunnar hef ur stjórnin látið undan síga og lækkar sig nú í 4 stig. Sjálfstæðis- flokkurinn telur heildarskatt- byrðina allt of þunga fyrir og vill ekki bæta ofan á hana. Hann litur svo á, að 5% og 4% söluskattur muni gera töluvert meira en vega á móti tekjuskattslækkuninni og þvi þyngja heildarskattbyrðina. Ef frumvarpið viðendanlega at- kvæðagreiðslu felur i sér 5 eða 4 söluskattsstig, vill Sjálfstæðis- flokkurinn ekki standa í slfkri skattheimtu og mun því greiða atkvæði á mdti frumvarpinu. Matthías A. Mathiesen: 65—70% gjaldenda í skv. tillögum ríkisstj VIÐ umræðuna í neðri deild f gær um .skattaf rumvarpið mælti Matthías A. Mathiesen fyrir breytingartillögum, sem hann flutti ásamt Asberg Sigurðssyni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins við frumvarp ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingu. í upphafi ræðu sinnar sagði Matthfas, að sjálfstæðismenn hefðu við fyrri meðferð málsins gert tilraunir til að fá fram breyt- ingar á frumvarpinu til samræmis við þá stefnu sína i skattamálun- um að létta skattbyrðina. Þá hefðu þeir ennfremur gert grein fyrir, hvernig bæta ætti tekjutap rikissjóðs. Nokkrar af tillögum sjálfstæðismanna hefðu verið samþykktar í neðri deild, en nú efsta þrepi órnarinnar kæmi frumvarpið nánast óbreytt frá því það var lagt fram í fyrstu á þinginu, frá efri deild. Fjármálaráðherra flytti nú breytingartillögu við frumvarpið um, að 4%-stiga söluskattsauki komi í stað 5%-stiga. Með þessari tillögu væri ein meginforsenda hans brostin, þ.e.a.s. sú, að 5% þyrfti til að króna kæmi á móti Geir Hallgrímsson: Ekkert tillit tekið til tillagna sjálfstæðismanna um meiri lækkun tekjuskatts ÞEGAR skattkerfisbreytingin kom til lokaafgreiðslu í efri deild í gær tók formaður Sjálfstæðis- flokksins til máls og gerði eftir- farandi grein fyrir þvf, hvers vcgna þingmenn flokksins f deildinni greiddu atkvæði gegn frumvarpinu að felldum öllum breytingartillögum sjálfstæðis- manna: „Við Sjálfstæðismenn erum fylgjandi skattkerfisbreytingu, sem felur f sér lækkun beinna skatta, þótt það haf i i för með sér samsvarandi hækkun óbeinna skatta. Viðgetum þó ekki greitt þessu frv. atkvæði og munum greiða at- kvæði gegn því af eftirtöidum ástæðum: 1. Heildarskattlagning á lands- menn hefur stóraukist í tíð núv. ríkisstjórnar. 1 stað þess að draga úr þessari skattlagningu með frumvarpinu, eru óbeinir skattar hækkaðir meira en lækkun beinna skatta nemur. 2. Ekkert tillit hefur verið tekið til breytingartillagna okkar sjálf- stæðismanna um breikkum skatt- þrepa, lækkun skattstiga og sér- sköttunar hjóna með þeirri af leið- ingu, að tekjuskattar Ieggjast enn alltof þungt á meginþorra skatt- greiðenda. 3. Launaskattur er hækkaður á sama tíma og viðurkennt er að gera þurfi sérstakar ráðstafanir til þess að atvinnuvegirnir verði reknir hallalaust, og engu er sinnt tillögu okkar sjálfstæðismanna að Byggingarsjóður ríkisins fái fremur hluta þess launaskatts, sem áður rann til ríkissjóðs. 4. Þött tillaga okkar sjálfstæðis- manna um niðurskurð a' rikisút- gjöldum um Vá milljarð hafi ver- ið samþykkt í neðri deild, m.a. með atkvæði forsætisráðherra, þá er nú búið að fella niðurskurð á ríkisútgjöldum burt úr frum- varpinu. Slfk lækkun ríkisút- gjalda hefði leitt til lægri heildar- skatta á landsmenn alla, einstakl- inga jafnt sem atvinnuvegi. í stað þessa hefur frumvarpið um skatt- kerfisbreytingu f för með sér þyngingu heildarskattbyrða landsmanna og var þó ekki á þær bætandi. Með tilvísun til þess, sem hér hefur veriðsagt, greiðaþingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn frumvarpinu. krónu. Kvaðst þingmaðurinn vilja minna á afgreiðslu tollskrárinnar fyrir jólin, þegar ríkisstjórnin hefði talið sig þurfa 1% söluskatt til að mæta tolltekjutapi. I ljós hefði komið, að það sem sjálfstæð- ismenn héldu fram í því máli var rétt. Tolltekjurnar hefðu verið svo vanáætlaðar, að gert hefði meira en að duga til að mæta muninum á áætlun fjárlaga og tollalækkun frumvarpsins, enda hefði það verið afgreitt frá þing- inu án bráðabirgðaákvæðisins um 1% söluskattsauka. Svona væri málum vafalaust einnig háttað nú um þetta frumvarp. Með því að lækka söluskattsaukann um 1% væri f jármálaráðherra að gefa yf- irlýsingu um, að upphaflega hafi hann ætlað að afla aukatekna að upphæð 700 milhónir kr. Þingmaðurinn gerði næst grein fyrir þeim breytingartillögum, sem sjálfstæðismenn enn freist- uðu að koma fram við frumvarpið við þessa umræðu. í fyrsta lagi vildu þeir breyta skattþrepunum í frumvarpinu þannig að af fyrstu 150.000,00 kr. skattgjaldstekjum greiddust 20%, af 150.000,00 kr til 300.000,00 kr. greiddust 30%, en af tekjum yfir 300.000,00 greiddust 40%. Sagði hann að skv. tillögum ríkisstjórnarinnar um þetta efni yrðu menn komnir í hæsta skattþrep, áður en þeir vissu af. Væri þessi tillaga flutt til að forðast það. I annan stað flyttu þeir nú til- lögu um að söluskattsákvæðið hljóðaði á 3% i stað 5% i frum- varpinu. Þetta væri til að mæta tekjutapi ríkissjóðs, ef frumvarp- ið yrði að lögum með þeim breyt- ingum, sem sjálfstæðismenn flyttu. Utreikningar sýndu, að þessi söluskattshækkun myndi nægja. Loks gerðu þeir tillögu um, að launaskattur yrði áfram 2lA% og rynnu 2% í Byggingarsjóð en */í% í ríkissjóð. Nú rennur VA% launaskattur í ríkissjóð og 1% i Byggi ngarsjóð, en skv. frumvarpi rikisstjórnarinnar á að bæta við 1% i Byggingarsjóð en halda iaunaskatti í ríkissjóð dbreyttum þannig að launaskattur á að hækka um 1% í heild. , Matthías A. Mathiesen kvað það gleðiefni, að launþega- hreyfingunni hefði tekizt að knýja ríkisstjdrnina frá skattránsstefnu sínni með því að flytja tillögu um, að skatt- leggja fremur eyðslu manna en tekjur. Þetta væri og í samræmi við þá stefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði haft forystu um að móta. Það væri hins vegar ekki i samræmi við stefnu Sjálf- stæðisflokksins að auka heildar- skattbyrðina, eins og ótvirætt yrði um að ræða jafnvel þó söluskattur yrði hækkaður um 4%. Það ætti eftir að sýna sig, þegar fólk fengi skattseðla sina, að skattar yrðu mun hærri en f fljótu bragði mætti ætla. Skattþrepin væru svo brött, að 65—70% gjaldenda yrðu í hæsta skattþrepi ef frumvarpið yrði samþykkt á móti 72% skv. núgildandi lögum. Að lokum lýsti þingmaðurinn þeirri von sinni að breytingartil- lögur sjálfstæðismanna næðu fram að ganga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.