Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 12
 12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Skáld lesa í 5 tíma Ijóð sín á Kjarvalsstöðum BaldurOskarsson Dagur Sigurðarson A LISTAHATÍÐ i sumar verður nýstárlegt form á ljóðaflutningi. Ljóðskáld lesa úr verkum sínum á Kjarvalsstöðum, þar sem verður uppi sýning á fslenzkri list frá upphafi. Lesa skáldin þar upp í fimm tfma samfleytt og geta áheyrendur komið og farið að viJd, en tilkynnt verður fyrirfram hvenær hvert skáld byrjar. Þarna munu nær 20 Ijóðskáld lesa upp I 15 mínútur hvert, frá kl. 2 e.h. sunnudaginn 9. júnf til kl. 7. Skáldunum eru sett þau skil yrði, að þau flytji verk sfn sjálf og vs'i; Moðin. Gttur þetta orðfð ákaí ->',a '.<.;!(irejítur ljóðaflutn- ingur, (> I sumir munu ætla að nota seguiband og aðrir undir- leik, sumir syngja Ijóðin og leika á gftar og aðrir sýna skuggamynd- ir með verkunum. Sigurður A. Magnússon er einn af þremur í nefnd tiJ undirbún- ings ljóðaflutningnum. Hann sagði Mbl., að hann hefði hlustað á svona Ijóðalestur í gamla þing- húsinu T Stokkhólmi. Þar lásu skáld úr verkum sínum í 8 tíma við gífurlegar vinsældir, voru all- an timann á þriðja þúsund áheyr- endur. Þaðan er hugmyndin kom- in, sagði Sigurður. Hann skýrði stjórn Rithöfundasambands Is- lands frá hugmyndinni, sem var vel tekið og kosin þriggja manna undirbúningsnefnd. Auk Sigurð- ar skipa hana Ási í Bæ og Jónas Guðmundsson Ljóðaflutningurinn á Kjarvals- stöðum mun gefa hugmynd um ljóðgerð skálda innan við sex tugt. Menn velja ljóðin sjálfir og Sigurður A. Magnússon flytja bæði gömul og ný ljóð eftir sig. Nær 20 skáld, sem öll hafa kom- ið fram eftir seinni heimsstyrjöld- ina, verða væntanlega með. Þau eru: Baldur Óskarsson, Böðvar Guðmundsson, Dagur Sigurðar- son, Einar Bragi, Gunnar Dal, Jó- hann Hjálmarsson, Jón Öskar, Jón úr Vör, Kristinn Einarsson, Kristinn Reyr, Matthías Johann- essen, Olafur Haukur Símonar- son, Nína Björk Arnadóttir, Njörður P. Njarðvík, Sigurður A. Magnússon, Stefán Hörður Gríms- son, Steinunn Sigurðardóttir, Vil- borg Dagbjartsdóttirog Þorsteinn frá Hamri. Sigurður A. Magnússon sagði, að tvö ljóðskáldin, Nina Björk og Kristinn Einarsson, væru að vísu erlendis (Kristinn er jarðeðlis- fræðingur og er þar við nám) en vonazt er til, að þau komi heim í tæka tíð. Og í þrjá hefur ekki náðst endanlega. Aftur á móti færðust 5 undan að koma fram, Hannes Pétursson, Jakobína Sig- urðardóttir, Sigfús Daðason, Þor- steinn Valdimarsson og Þuríður Guðmundsdóttir, en sum þeirra kváðust aJdrei lesa sjálf upp úr verkum sínum. Hannes Sigfússon er búsettur erlendis og getur því ekki tekið þátt í þessu. Ljóðskáldín eiga því ekki svo lítinn hlut í listahátíð og verður fróðlegt að sjá hvort þessi aðferð til að flytja ljóð nær til ljóðaunn- enda. Væntanlega munu þeir þd a.m.k. sækja þennan ljóðaupplest- ur, þegar hann er hafður uppi í fyrsta sinn og ganga úr skugga um hvort hann fellur þeim í geð. — E. Pá. EinarBragi Jón úr Vör NjörðurP.Njarðvfk Gunnar Dal Nina Björk árnadóttir Ölafur Haukur Sfmonarson Stefán HörðurGrfmsson Steinunn Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.