Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Nýstárlegur fyrirlestur um heilbrigðisþjónustuna Danssýning íHáskólabíói ÐANSKENNARASAMBAND íslands minnist 10 ára afmælis síns um þessar mundir og efnir í þvf tilefni til danssýningar í Háskólabíó á laugardaginn kemur kl. 2 síðdegis. Sérstaklega hefur verið til þessarar sýningar vandað, segir f fréttatilkynningu frá samtök- unum Þar munu dansa ne> -irpd'ii og kennarar frá f jór- um skólum borgarinnar, ball- ett, djassdans, stepp, barna og samkvæmisdansa. Einnig mun islenzki dansflokkurinn dansa frumsaminn ballett, er sérstak- lega var saminn fyrirþessa sýn- ingu af Alan Carter við tónlist eftir Brahms. Myndin var tekin á æfingu nú fyrir skömmu. Kratar Framhaldaf bls. 40 ild til niðurskurðar á fjárlögum og minni hækkun sdluskatts. Þessar tillögur hefðu allar verið felldar og því væri ekki um annað að ræða en að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Fluttu sjálf- stæðismenn 3 breytingartillögur við frumvarpið við umræðuna í neðri deild í gær, en þær voru allar felldar. í fyrsta lagi fluttu þeir tillögu um meiri lækkun tekjuskattsins. Var hún felld með 20 atkvæðum gegn 20, en Alþýðu- flokksmenn og Bjarni Guðnason greiddu breytingartillögu þessari atkvæði. I öðru lagi fluttu þeir breytingartillógu um að söluskatt- ur skyldi aðeins hækka um 3%. Sú tillaga var felld með 20 at- kvæðum gegn 16, en Alþýðu- flokksmenn sátu hjá. Loks var svo breytingartillaga frá sjálf- stæðismönnum um að launaskatt- ur yrði áfram 2H% og rynnu 2% í Byggingarsjóð en H% i ríkissjóð. Áður runnu VA% í ríkissjdð og 1 % í Byggingarsjóð. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyr- ir 1% í viðbót í Byggingarsjoð, en óskertu framlagi í ríkissjdð, svo að launaskattur hækkar um 1%. Þessi tillaga sjálfstæðismanna var felld með 21 atkvæði gegn 16. Bjarni Guðnason og tveir Alþýðu- flokksþingmenn sátu hjá, en Björn Pálsson studdi tilldguna. Nánari grein er gerð fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins á þingsíðu blaðsins í dag. bls. 18. 1 upphafi fundar í neðri deild í gær gerði Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra grein fyrir breytingartillögu sinni um, að söluskattur hækkaði um 4% í stað 5%. Sagði hann að nauðsynlegt væri fyrir ríkisstjórnina að gera þessa breytingu til að koma mál- inu fram, þar sem við meðferð málsins hefði komið fram, að rikisstjórnin hefði ekki nægileg- an þingstyrk til að koma frum- varpinu fram óbreyttu. Ekki þýddi að deila um keisarans skegg, þar sem allir væru sam- mála um, að skattkerfisbreytingin væri æskileg. Ef frumvarpið næði ekki samþykki, myndi það reyn- ast þrándur í götu síðar, þegar ríkisstjórn þyrfti að semja við verkalýðshreyfinguna, þar sem hún myndi glata trausti á stjórn- völdum. Gylfi Þ. Gíslason sagði, að Al- þýðuflokkurinn myndi styðja frumvarpið með 4% söluskatts- hækkuninni, ef skýlaus yfirlýsing fengist um það frá ríkisstjórn- inni, að hætt yrði við að lækka niðurgreiðslur á landbúnaðaraf- urðum á árinu um 400 milljónir og annað hvort kæmi ákvæði í frumvarpið um, að útgjöld fjár- laga yrðu skorin niður eða yfirlýs- ing um að slíkur niðurskurður yrði framkvæmdur. Ölafur Jóhannesson sagði, að rikisstjórnin hefði samþykkt á fundi sínum, að niðurgreiðslurn- ar yrðu ekki lækkaðar frá því sem nú væri. Þá hefði ríkisstjórnin í undirbúningi tillögur, sem stuðla ættu að jafnvægi í efnahagsmál- um. Einn liður þeirra tillagna væri lækkun á útgjöldum ríkis- sjóðs, hvort heldur væru útgjöld, sem eingöngu væru inni á fjárlög- um eða einnig bundin í lögum. — Nixon Framhald af bls. 1 ins í dag sagði að samkomulag hefði náðst milli Bandaríkjanna og V-Þýzkalands um greiðslu á kostnaði við dvöl bandaríska her- liðsins í V-Þýzkalandi. Ekki var skýrt frá efni samkomulagsins, en gert er ráð fyrir að það verði undirritað eftir viku eða svo. Heimildir herma að V-Þjóðverjar hafi fallist á að greiða 75% kostn- aðarins, en hann mun nema um 1 milljarð dollaraá ári. Á fyrrnefndum blaðamanna- fundi var annars mest fjallað um Watergatemálið og endurtók Nix- on þar, að hann myndi ekki segja af sér embætti, en myndi eins og hann hefði lofað að- vinna með dómsmálanefnd þingsins í undir- búningi hennar að hugsanlegri málss'dkn og á hendur sér. Öldruð kona í bílslysi KONA hátt á áttræðisaldrí varð fyrir bifreið á Hringbraut við Furumel um kl. 18:15 í gær. Var hún áleiðsuður yfirHringbraut á gangbraut, er hún varð fyrir fólksbifreið, sem var á leið vestur. Var konan flutt á slysadeild og i fyrstu skoðun var talið, að hún væri lærbrotin. — Bifreiðinni virðist hafa verið ekið allgreitt, þvi að hemlunarförin voru tæpir 23 metrar á þurru malbikinu. ----------•» ? ?---------- Bandarískur sendiherra Stokkhólmi, 20. marz NTB SÆNSKA sjónvarpið skýrði frá því í kvöld að leiðin væri nú opin fyrir Bandarikin og Sviþjdð að skiptast á sendiherrum á ný. Sagði sjonvarpið að Wilhelm Wachtmeister, yfirmaður stjdrn- máladeildar sænska utanríkis- ráðuneytisins, yrði sendiherra Svíþjððar í Washington. Þá sagði sjönvarpið að Nixon hefði valið mann, sem nú er sendiherra i öðru Evrðpulandi, til að vera sendiherra Bandaríkjanna f Svíþjöð. Tvö ár eru nú liðin frá því að Bandaríkjamenn kölluðu sendiherra sinn í Svíþjdð heim, eftir að Olof Palme forsætisráð- herra haf ði tekið þátt í mötmæla- göngu gegn Vietnamstriðinu í Stokkhdlmi. Leita vit- stola manns á stolnum báti SLYSAVARNAFÉLAG íslands fékk kl. 14 i gær tilkynningu frá Björgunarmiðstöðinni í Þdrshöfn i Færeyjum, að þar hefði 29 tonna bát — Röde kross að nafni — verið stolið í höfn af vitstola manni og siglt á haf út.Færeying- ar höfðu sjálfir hafið leit en án árangurs. Þeir höfðu gert ráðstaf- anir til að láta leita frá Noregi f átt að Færeyjum og eins frá Skot- landi norður eftir. Fóru þeir nú fram á, að íslendingar leituðu bátsins frá íslandi og vestur á bdginn í átt að Færeyjum. Að sögn Hannesar Hafstein, fram- kvæmdastjdra SVFÍ, hefur verið ákveðið að hef ja leit héðan í dag. Nýlagðar háspennulínur I FRASOGN Morgunblaðsins 19. marz. um nýtítkomna skýrslu Raf- magnseftirlits ríkisins (Rafveitur áíslandi) brenglast frásögnin um nýlegar háspennulínur. Fer hér á eftir leiðrétt frásögn um þetta atr- iði: Veigamestu breytingar á aðal- flutningslfnum (háspennulfnum) hafa orðið þær, að ný 220 kV lfna var lógð frá Búrfellsvirkjun til Reykjavíkur (spennistöð við Geit- háls), 60 kV Iína var lögð frá Búr fellsvirkjun að Hvolsvelli, og 30 kV lfna var lögð frá Laxárvatns- virkjun í Húnavatnssýslu að nýjum greinivirkjum í Vatnsdal, og 19 kV línur lagðar þaðan um Austur- og VestunHúnavatnssýsI- ur. En meiri og minni breytingar hafa orðið á háspennudreifikerf- um ýmsra rafveitna. NYSTARLEGUR fyrirlestur verður fluttur f Norræna húsinu annað kvöld um tölvustýrða upp- lýsingamiðlun til heilbrigðis- þjónustunnar. Fyrirlesarinn er dr. Gunvor Svartz-Malmberg frá Karólfnsku stofnuninni f Stokk- hólmi og í sambandi við fyrir- lesturinn verður komið á beinu sambandi við tölvu í Stokkhólmi, og geta fundarmenn lagt fyrir hana spurningar er varða heil- brigðisþjónustuna og fengið svör við. Um þennan fyrirlestur segir svo í fréttatilkynningu frá Nor- ræna húsinu: Breytingar og framfarir á sviði heilbrigðisvísinda eru mjög mikl- ar og örar. Stöðugt er verið að finna upp ný lyf, nýjar aðferðir og ný tæki til þess að auðvelda meðferð sjúkddma, draga úr þján- ingum ogflýta fyrirbata. Þessi aukna þekking gerir aftur á mdti miklar kröfur til bættrar menntunar og simenntunar lækna og allra annarra starfs- manna heilbrigðisstétta. Um 19.000 tímarit koma nú út á sviði læknisfræði og skyldra greina, og getur hver og einn sagt sér sjálfur, hve erfitt er að fylgj- ast með og vinza úr þessu þekk- ingarfldði það, sem máli skiptir hverju sinni. Til þess að auðvelda mönnum þessa úrvinnslu hafa verið tekin í notkun í vaxandi mæli ýmiss kon- ar hjálpargdgn, miklar bdka- og greinaskrár, sem raðað er eftir efni og getur leitandinn þannig auðveldlegar fylgzt með, hvað rit- að er um hans áhuga- og fræði- svið. Á síðustu árum hefur efni ým- issa þessara skráa verið sett í tðlv- ur, sem geyma upplýsingarnar og skila þeim á mjög fljdtvirkan hátt, þegar leitað er ákveðins efn- is. Þessi tölvustýrða upplýsinga- miðlun er í stdðugri framþröun, og nú þarf notandinn ekki lengur að bfða eftir svari í nokkra daga, heldur getur hann sjálfur fengið beint samband viðtölvuna og lagt inn sína upplýsingabeíðni og fengiðsvar samstundis. Næstkomandi fdstudag og laug- ardag mun læknum, starfsfdlki heilbrigðisþjdnustu, bókavörðum, og öllum öðrum, sem áhuga hafa á þessum málum, gef ast kostur á að hlusta á lýsingu á upplýsinga-1 — Gagnrýni Framhald af bls. 1 han fer til Bonn á morgun og ræðir við Walter Seheel utanríkis- ráðherra, en V-Þjdðverjar eru áhyggjufullir vegna ákvdrðunar brezku stjdrnarinnar um að endurskoða samninginn við EBE og eru hræddir um að það kunni að verða áfall fyrir evrópska ein- ihgu. Mun Scheel reyna að fá það á hreint hvað Bretar vilja, en yfir- lýsingar þeirra um málið hingað til hafa veriðmjögdljdsar. — Fjölmenni Framhald af bls. 2 kirkjunni önnuðust Lárus Sveinsson og Jdn Sigurðsson. Kistu hins látna báru úr kirkju kennarar og nemendur guðfræði- deildar Háskdla íslands, en f kirkjugarðinum báru fyrst félagar dr Skálholtskdrnum og síðasta spolinn aðstandendur og vinir hins látna. Söngsveitin Fíl- harmonía söng við gröfina „Allt eins og blómstrið eina" i útsetn- ingu dr. Róberts undir stjdrn Martins Hungers. Utvarpað var frá útförinni. -----------? ? ?---------- — Golan Framhaid af bls. 1 að hægt verði að tryggja öryggi landsins. ísraelar gera sér grein fyrir og dttast mjog hve mikinn stuðning þeir hafa misst víða um heim vegna áhrifa olíubanns Araba og eru hræddir við aukinn þrýsting um tilslakanir, sem þeir allsekki vilja gera álandamærum Sýrlands og Jórdanfu. þjónustu með aðstoð tölvu. Dr. Gunvor Svartz-Malmberg frá Karolinska Institutet í Stokk- hdlmi mun halda fyrirlestra um slika þjdnustu, og þá aðallega MEDLINE-kerfið, sem reynzt hefur mjög vel og þykir afar handhægt. A laugardagsmorgun er svo áætlað að koma á beinu sambandi milli Reykjavíkur og Stokkhdlms, þannig að fundarmenn sjálfir geti lagt fram fyrirspurnir til tdlvunnar í Stokkhdlmi og fengið svör samstundis. Arið 1971 var svipuð tilraun gerð hér, þegar IBM kynnti kerfi með beinu sam- bandi við tðlvumiðstdð í Kaup- mannahdfn. IBM mun nú einnig veita tæknilega aðstoð og leggja fram vélakost til þessarar kynn- ingar. Dr. Svartz-Malmberg kemur hingað á vegum Fræðslunefndar læknafélaganna, Félags bdka- safnsfræðinga, og Norræna húss- ins, en Heilbrigðismálaráðuneytið leggur einnig fram fjárstyrk til þessarar kynningar. Fyrirlestrarnir munu fara fram á ensku. Þeir verða í Norræna húsinu, fdstudagskvdld kl. 20.30 og laugardagsmorgun kl. 9.30. — Sundraðir Framhald af bls. 19 út um þúfur síðastliðið haust, hafa Austur-Evrópuríkin hert mjög árásir sínar á Kína og einnig aukið stuðning sinn við hugmynd- ina um alheimsráðstefnu kommúnistaflokka. Kommúnistaf lokkarnir í Vest- ur-Evrðpu, hafa hins vegar stung- ið við fdtum og berjast nú hálfu harðar en áður gegn því að láta blanda sér i deiluna. Fremstur í flokki er ítalski kommúnista- flokkurinn, sem er þungur á vog- arskálunum utan Sovétríkjanna, ekki aðeins vegna þess, að hann er mjög sterkur á Ítaliu, heldur og vegna þess, að hann hafði for- ystu í harðri gagnrýni áStalin allt frá því um 1950. Síðasta alheimsráðstefna kommiínista var haldin árið 1969 og þá reyndu Sove'tríkin árang- urslaust að koma i gegn almennri fordæmingu á kinversku leiðtog- unum. Sovétrikjunum er nú mjdg umhugað um að halda nýja ráð- stefnu og segja, að megintilgang- ur hennar verði að auka tengsl og samheldni flokkanna þannig að þeir standi sameinaðir í samning- um um bætta sambúð milli aust- urs og vesturs. Það er hins vegar almennt vit- að, að það er einnig tilgangur Sovétríkjanna að koma i gegn ein- hvers konar and-kínverskri sam- þykkt. En það er öruggt, að marg- ir flokkarnir munu neita að senda fulltrúa nema þeim verði lofað að ekkert slíkt verði reynt. Þrátt fyrir þetta halda tals- memi kommúnistaflokkanna í Austur-Evrðpu áfram að reyna að æsa til andstöðu við Peking. Jan- os Kadar, leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins, hélt mikla ræðu i siðasta mánuði og þar sak- aði hann meðal annars Kfnverja um að reyna að spilla stefnu Sov- étríkjanna og bandamanna þeirra í öllum alþjdðamálum. Hann nefndi þar meðal annars tilraunir Sovétrikjanna tilbættrar sambiið- ar og meiri efnahagstengsla við Vesturlönd. --------- ? ? ?---------- — Myndlist Framhald af bls. 16 Eg er viss um, að Hafsteinn á eftir að gera ýmislegt, ef hann hefur tækifæri til í þessu tíma- skorts-þjdðfélagi, sem allt virðist vera að fdtum troða, sem útheimt- ir natni og yfirvegun, tíma og af tur tfma. Hafsteinn Austmann er nonfigúratífur listamaður, sem unnið hefur að list sinni af alúð og umhyggju. Hann á það skilið, að verkum hans sé veitt eftirtekt, og ég vona, að svo verði. Vallýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.