Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 37 Hlutafé Cargolux aukið um 50 millj. A AUKAAÐALFUNDI vöruflutn- ingafélagsins Cargolux fyrr f þessum mánuði var ákveðið að auka hlutafé félagsins um rúmar 50 miMjónir króna. Heildarvelta félagsins var ásl. ári iim 1.2 millj- arðar króna og félagið er nú stærsta fragtleiguflugfélag á meginlandi Evrópu. t fréttatil- kynningu frá Loftleiðum segir svo um þennan fund: Aukaaðalfundur vöruflutninga- félagsins Cargolux var haldinn í Luxemborg hinn 6. þ.m., en hinn 4. sama mánaðar voru fjögur ár liðin fíá stofnún þess. Stofn- endur auk Loftleiða voru sænska skipafélagið Salénia og flugfé- lagið Luxair, auk nokkurra ein- staklinga og fyrirtækja í Luxem- borg. Á fundinum var ákveðið að auka hlutafé félagsins úr 9 milljónum fslenzkra króna i 60 milljónir. Þá var og ákveðið að fjölga stjórnarmönnum úr 9 i 13. Hinir nýju stjórnarmenn eru Halldór Guðmundsson deildar- stjóri hjá Loftleiðum, Steen Grotenfelt fulltrúi frá Salénia, Constant Franssens fram- kvæmdastjóri Credit-bankans í Luxemborg og Armand Delvaux bankastjóri íLuxemborg. í stjórn- inni eiga því sæti fjórir fulltrúar frá Loftleiðum, fjórir frá Salénia og fimm frá Luxemborg. Fram- kvæmdastjórn félagsins helzt óbreytt, en f henni eiga sæti Jóhannes Einarsson frá Loftleið- um, Roger Sietzen frá Luxair, Ar- mand Delvaux fráLuxemborg. Miklar byggingaframkvæmdir standa nú yfir á vegum Cargolux á Luxemborgarflugvelli. Má þar m.a. nefna flugskýli, sem verður 9,405 fermetrar að stærð og áætlað að kosta muni allt að 129 milljónir íslenzkra króna. Hafizt var handa um byggingu flugsky'l- isins í byrjun febrúar sl. og gert ráð fyrir, að henni verði lokið f byrjun nóvember n.k. Loks kom það fram á aukaaðal- fundi Cargolux að heildarvelta félagsins s.l. ár var 1.2 milljarðar íslenzkra króna, en var kringum 900 milljónir 1972. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Luxem- borg í lok næsta mánaðar. Framkvæmdastjóri Cargolux er Einar Ölafsson, fyrrum stöðvar- stjóri Loftleiða á Luxemborgar- flugvelli. Starfsmenn félagsins eru nú kringum 200, en voru 5 á stofndegi, hinn 4. marz, 1970. Flugfloti félagsins eru fimm Cl-44 vélar og ein þota af gerðinni DC8-61, og fljúga þær með Setning féll niður Fallið hefir út lína við prentun greinar minnar í blaðinu 19. þ.m. Þar sem greinin byggist mikið á þessum atkvæðamismun milli flokka, má þessa línu ekki vanta og væri ég þakklátur ef þið vilduð leiðrétta þetta með því að birta aftur kaflann milli greinaskil- anna. Finnbjörn Hjartarson Fer umræddur kaf li hér á eftir: „Nú er varla hægt að tala við nokkurn mann, sem segir ekki, að fólkið hafi kosið þannig, þ.e. að fólkið hafi viljað vinstri stjórn. En þetta er ekki rétt. Fólkið kaus ckki þannig. Það er einfaldlega búið, með brenglaðri hugsun, að gera þau atkvæði, sem fara frá f lokki, miklu stærri eða þyngri en þau atkvæði, sem eftir eru, þann- ig að smáflokkur stendur sem „sigurvegari" gegn margfalt stærri flokki, en þau eiga auðvit- að að vera jafnrétthá. Þannig að þeir eiga að ráða, sem flest at- kvæði hafa, hvort sem meiri hluti er eitthvað breytilegur milli kjór- timabiía, eða ekki og styðja áfram flokk ánn." vörur til svo að segja allra heimshorna. Undirstaðan í flugrekstri Cargolux er reglubundið flug með vörur milli Evrópulanda og Hong Kong. Er félagið nú stærsta fraktleigu- flugfélag á meginlandi Evrópu og rúmlega 67.5% af vöruflutn- ingum um Luxemborgarflugvöll eru á vegum Cargolux. Aðrar helztar fréttir af fram- kvæmdum á Luxemborgarflug- velli eru þær, að nú er unnið að byggingu nýrrar flugstöðvar, sem tekin verður í notkun í árslok. Áætlaður kostnaður er um 365 milljónir islenzkra króna. Þá hefur flugfélagið Luxair ákveðið að byggja vöruskemmu við hlið flugskylis Cargolux. Verður sú bygging um 6.000 fermetrar að stærð og áætlaður kostnaður um 64 milljónir íslenzkra króna. Frá fundi olíuráðherra Araba, sem hafa ákveðið að létta olfubanninu af Bandarfkjunum. Oánægður með gömlu fötin? Færð þú stundum þessa tilfinningu, þegar þú kemur innan um fólk, að þú hafir eitthvað til að skammast þín fyrir? Skálmarnar ættu að vera víðari, uppslögin breiðari, vasarnir Öðruvísi i laginu, þú sért einhvern veginn ekki i takt við tímann? Jú, það fylgir því öryggiskennd að klæðast eftir nýjustu tizku. Kóróna fötin veita þér þetta öryggi. KÓRÓNA BÚÐIRNAR^ Herrahúsið Aðalstræti4, Herrabúðin við L&kjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.