Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 27
hversu vel honum tókst að láta margt óvant fólk flytja margar perlur tónbókmenntanna, svo að unun var á að hlýða. Slíkt gera ekki aðrir en afburðamenn. Hann kom til íslands ungur að árum, flóttamaður frá Hitlers Þýska- landi, en sú vitfirringsstefna flæmdi marga bestu syni Þýska- lands í útlegð, eins og öllum er kunnugt. Þetta varð oft til góðs fyrir þær þjóðir, sem tóku við þessu fólki, og þar á meðal erum við íslendingar, sem fengum að njóta starfskrafta manna eins og dr. Edelstein, dr. Urbancic og dr. Róberts o.fl. Svona geta hlutirnir stundum snúist til góðs, þó að þeir virðast alveg vonlausir fyrst. Dr. Róbert náði snemma mjög góðu valdi á isienskri tungu, og er mér ekki aiveg grunlaust um, að hann hafi kunnað málið betur en marg- ur ,,innfæddur“. Persónulega áég dr. Róbert margt að þakka, og ég minnist þess nú með þakklæti, þegar ég hafði þá ánægju að spila með honum 1. konsert Tsjæ- kovskís í mars 1953, og ári síðar 3. konsert Beethovens, en hann stjórnaði hljómsveitinni. Eg gleymi aldrei þeirri alúð, sem hann lagði í starfið, og þvi músi- kalska innsæi sem hann sýndi. Guðríður kona dr. Róberts, átti sinn mikla hlut í afrekum bónda síns. Hún stóð alltaf eins og klett- ur á bak við hann og studdi hann eins vel og hún mátti. Fyrir það á hún skilið alþjóðarþökk. Ég og fjölskylda mfn sendum henni og fólki hennar okkar dýpstu samúð. Rögnvaldur Sigurjónsson Mér hefur ekki brugðið við andlátsfregn nokkurs manns, sem mér var óskyldur, svo mjög sem við fregnina um fráfall Róberts Abrahams Ottóssonar. Svo mikið og vandfyllt skarð lætur hann eft- ir sig í íslenzku menningarlffi og svo mikils finnst mér ég persónu- lega hafa misst, nú þegar hann er til moldar borinn. Kynni okkar Róberts hófust á Akureyri veturinn 1935—’36. Hann var þá nýkominn til ís- lands, kornungur maður, fullur af eldmóði og áhuga, gáfaður og há- menntaður, glæsilegur fulltrúi þeirrar evrópsku tónmenningar, sem við skólapiltar á Akureyri þekktum varla nema af óljósri af- spurn. Þó að aldursmunur á okk- ur væri nokkur og enn meiri mun- ur á þekkingu og þroska, stofnað- ist brátt með okkur góður kunningsskapur og varð með árunum að vináttu, sem aldrei bar skugga á. < Þegar ég nú lít til baka yfir nálega fjögurra áratuga kynni, finnst mér sem hann hafi jafnan verið veitandinn, en ég þiggjand- inn i samskiptum okkar. Því verð- ur ekki breytt héðan af. Þess vefena verður að láta sitja við fá- tækleg þakkarorð á skiinaðar- stundu. Róbert A. Ottósson helgaði tón- listinni líf sitt og allt starf. Um aðra menn gæti slík staðhæfing látið í eyrum sem innantóm orð. En um hann eru þau bókstaf legur sannleikur. Ævilöng þjónusta hans í musteri tónlistargyðjunn- ar, bæði sem listamanns og visindamanns, var honum heilög köllun, og sú staðreynd setti mark sitt á öll verk hans. Um leið og konu Róberts, Guðrfði Magnúsdóttur, einkasyni þeirra hjóna og öðrum vanda- mönnum er vottuð djúp samúð við þessi hörmulegu og óvæntu umskipti, hljóta allir vinir Róberts að flytja Guðríði sérstak- ar þakkir fyrir þann mikla þátt, sem hún átti í því, að hann gat gengið svo óskiptur að hugðarefn- um sínum sem raun var á. Hlutur hennar i ævistarfi og lífs- hamingju Róberts verður seint of- metinn eða fullþakkaður. Jón Þórarinsson. Við andlát Róberts A. Ottósson- ar svo löngu fyrir aldur frant get ég ekki stillt mig um að senda honum fátæklega vinarkveðju. Ég man þá stund, er hann kom fyrst til min í Brekkugötu 9 á Akureyri MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 27 eins og það væri í dag. Er ég leit í augu hans fannst mér gneista af honum dvanalega miklar gáfur, en á bak við þær fann ég líka bjarta og hlýja barnslund, sem mér fannst verma mig, og þannig hafa mín kynni verið af honum til hinztu stundar. Ég vil nú þakka fyrir mitt leyti alla ánægju og vináttu, sem verð- ur mér ógleymanleg. Þar sem ég veit ekki, hvort nokkur úr litla samkórnum hans Róberts á Akur- eyri muni taka sér penna í hönd og senda honum hinztu kveðju, leyfi ég mér að þakka honum fyr- ir hönd okkar allra þær stundir, sem hann fórnaði okkur. Ekki er því að leyna, að allstrangur var hann stundum, því að falska tóna þoldi hann ekki og gat þá komizt í nokkurn ham, en það get ég líka sagt, að sjaldan hitti ég félaga úr þessum kór hans svo ekki væri minnzt á, hversu ómetahlegur timi það hafði verið, er við nutum leiðsagnar hans, og geislaði þá hvert andlit við minningarnar og voru þau orð látin falla, að slíkan söngstjóra ættum við eflaust ekki eftir að fá í annað sinn. Það kunni vel að meta að verðleikum hans frábæru hæfileika. Eg kveð Róbert með þúsund þökkum fyrir alla hlýju mér auð- sýnda. Góður Guð blessi og vermi sál hans og gefi honum óendan- lega möguleika til að vinna að hugðarefnum sínum á landi ljóss og friðar. Elskulegri eiginkonu hans og fjölskyldu sendi ég mínar fyllstu samúðarkveðjur. Guð styrki þau til að bera hina miklu sorg, en minningin um ástkæran maka og föður mun að eilífu lifa. Sesselja Eldjárn. Gunnlaugur Markússon Akureyri - Minning Fæddur 11. janúar 1906 Dáinn 24. febrúar 1974. Gunnlaugur Markússon fæddist að Mel við Reyðarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Sigrún Einars- dóttir og Markús Gissurarson. Móðir Gunnlaugs dó er hún ól sitt níunda barn. Þá var heimiiið leyst upp og Gunnlaugur, þá tveggja ára gamall, tekinn í fóstur af Þor- björgu Jónsdóttur að Hrauni við Reyðarfjörð. Hún var þá ógift, en giftist síðar og eignaðist fimm börn, sem Gunnlaugur leit jafnan á sem systkini sin. Samband við eigin systkini var hins vegar lítið þar til á fullorðinsárum, en þá voru tekin upp fjölskyldutengsl á ný. Gunnlaugur dvaldist á Hrauni þar til um fermingu, en þá fór hann að vinna fyrir sér og var ýmist á Fáskrúðsfirði hjá Mar- teini Einarssyni, útgerðarmanni, eða á Reyðarfirði, og hélt tengsl- um við fóstru sina og fjölskyldu hennar. Eins og þá var títt um fram- gjarna unga menn, leitaði Gunn- laugur í síldina á Siglufirði. Það var ein mesta gæfa hans, því þar kynntist hann lífsförunaut sínum, Önnu Halldórsdóttur frá Bakka- seli i Öxnadal og vöru þau gefin saman árið 1930. Þau hjón settust að á Akureyri og fluttust árið 1935 f nýtt hús, sem þau höfðu reist að Munkaþverárstræti 12. Þar bjuggu þau til dauðadags Júlíana Magnúsdóttir Bolungarvík - Minning Júlíana andaðist 18. febr. sl. í Bolungarvík. Hún fæddist 9. marz 1896 að Kollabúðum við Þorska- fjörð. Foreldrar hennar voru þau góðu hjón Sigriður Halldórsdóttir Og Magnús Þórðarson. Ung flutt- ist hún með þeim til Bolungarvík- ur, en þar áttu þau heimili æ síðan. Móðir mín andaðist árið 1925 aðeins 31 árs gömul frá fimm börnum. Þá tóku þau Magnús og Sigríður að sér tvö okkar syst- kina, þau Jóhannes og Kristinu, en Kristín lézt svo aðeins 6 ára gömul. Þegar mamma dó var Júlí- ana við störf í Noregi, en hún kom fljótlega heim til að hjálpa for- eldrum sínum með barnahópinn, enda voru tvær fósturdætur fyrir á heimili foreldra hennar, — þær Hólmfriður og Rannveig. Júlíana giftist föður minum, Magnúsi Kristjánssyni, 31. des. 1932. Hjónaband þeirra var far- sæltog eignuðust þau 4 börn, sem öll hafa komizt á legg og reynzt mætar manneskjur. Þau eru: Hans, nú hreppstjóri í Hólmavík, kvæntur Steinunni Guðbrands- dóttur. Kristín, sem býr í Bolung- arvik og er gift Sigurjóni Svein- björnssyni múrara, en þau góðu hjón reyndust stoð og stytta Júlf- önu, þegar hún mest þurfti á að- stoð að halda. Og svo yngri syst- urnar tvær, báðar búsettar f Reykjavík, Sigríður Maggy, gift Asgeiri Sverrissyni fulltr. hjá Samvinnutryggingum, og Salome Halldóra, gift Jóni Helgasyni verzlstj. hjá Kristjáni Siggeirs- syni. Þegar Júlíana og pabbi höfðu komið barnahópnum upp tóku þau börn tveggja dætra sinna á heimilið og önnuðust uppeldi þeirra á meðan líf og heilsa ent- ust, en pabbi dó 1970, þau eru Júlíana yngri og Guðmundur. Júliana heitin var mjög félags- lynd kona og naut hún þess að syngja i kirkjukórnum heima i Bolungarvík, enda gerði hún það jafn lengi og heilsa hennar leyfði. Hún tók þátt i hvers konar félags- málum, en leiklistin var í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún var glaðvær, kímin, góðsöm og sann- trúuð kona og þakka ég henni mikla góðsemi við mig og þá drenglund, sem hún bæði sýndi mér og systkinum mínum ungum og alla tíð. Ég bið guð að blessa hana. Jósíana Magnúsdóttir. beggja, en Anna andaðist 24. okt. 1968. Heimilið var þekkt að mynd- arskap, þangað komu ættingjar og vinir, þar var gjarnan gist og virt- ist ekki þröngt. Gunnlaugur starfaði m.a. sem hleðslustjóri i skipum, sem lest- uðu saltsíld og ferðaðist þá um Norðurland með skipunum. Fyrstu árin sín á Akureyri vann hann öll algeng verkamannastörf, mest þó við höfnina, og alltaf var hann reiðubúinn til að vinna, hvort sem var á nóttu eða degi. Fyrir um það bil 30 árum fór Gunnlaugur að vinna við pipu- lagnir hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og vann þar síðan til æviloka. Hann öðlaðist full starfsréttindi i iðninni. Auk vinnu sinnar við pípulagnir annaðist hann margs konar viðhald á húseignum KEA á Akureyri og annars staðar. Gunnlaugur var annálaður dugnaðarmaður, kappsamur, sam- vizkusamur og greiðvikinn, ósér- hlifinn og afkastamikill við vinnu. Honum var sérstaklega umhugað um það, að störf þau, sem honum voru falin, væru vel af hendi leyst og alltaf þurfti að vinna það strax, sem gera þurfti. í mörg ár var Gunnlaugur í slökkvi- liðinu á Akureyri og þurfti að sinna kalli fyrirvaralaust. Hann var alltaf fljótur til og viðbúinn, hvort sem það var síld, skipakoma til Akureyrar, viðgerð hjá KEA, útkall slökkviliðs, eða margvísleg störf fyrir ýmsa Akureyringa, sem leituðu til Gunnlaugs, þegar leysa þurfti vanda. Gunnlaugur hafði fastar skoðanir á mönnum og málefnum og var þekktur fyrir að vera ómyrkur í máli og hafði óbeit á þeim, sem hann taldí ónytjunga og letingja, enda samrýmdist slfkt ekki skapferli hans. Hann var traustur og virtur af starfsfélög- um. Gunnlaugur saknaði Önnu konu sinnar mikið og fór margar ferðir upp í kirkjugarð til að hlúa að leiði hennar. Síðasta kallið kom jafn skyndilega og svo mörg önn- ur. Hann var lagður inn á sjúkra- hús á laugardegi og andaðist að kvöldi daginn eftir, sunnudaginn 24. febr., konudaginn. Um morguninn hafði hann beðið þess, að blóm yrðu sett á leiði Önnu í tilefni dagsins.Nú hvílir hann við hlið hennar í kirkjugarðinum. Kynni okkar Gunnlaugs hófust vorið 1940. Þá kom ég til Akureyr- ar til þess að taka inntökupróf í Menntaskólann, þá nýfermdur. Mér hafði verið komið fyrir hjá Gunnlaugi og Önnu, frænku minni. Gunnlaugur hafði farið á fætur um hánótt til þess að taka á móti mér. Næstu sex vetur var ég Minning: Þorsteinn Ingvarsson Mig langar með örfáum orðum að minnast afa míns Þorsteins Ingvarssonar, er lézt þ. 11. marz 1-974. A slíkri stundu sem þessari er margs að minnast frá liðnum ár- um. Hann, sem alltaf var svo létt- ur í lund og miðdepill allsfagnað- ar, hvort sem var með fjölskyld- unni eða utan hennar, er allt í einu horfinn okkur sjónum. Minningarnar frá liðnum árum lifa þó áfram og eru okkur hugg- un í sorginni. Sérstaklega minnist ég jólanna, þegar öll fjölskyldan safnaðist saman heima hjá foreldrum mfn- um. Þá var með sanni hægt að segja, að afi kæmi með jólin inn á heimilið. Hann var vanur að spila jólalög á píanóið og við krakkarn- ir sungum með. Þó var hátindur jólagleðinnar, þegar afi settist á stól umkringdur jólagjöfum og barnabörnum og las á jólapakk- ana. Eitt er vist, að á slíkum hátíð- um fjölskyldunnar munum við sárast sakna afa i framtíðinni. Oft minnist ég heimilis mfns að Langholtsvegi 152, þaðan sem ég á allar mínar æskuminningar. Afi og amma áttu mikinn þátt í að skapa þá hlýju og fegurð, sem alltaf fylgdi þvi húsi, er ég var barn og unglingur. Garðurinn i kringum húsið bar af öðrum görð- um, hvað fegurð og umhirðu snerti. Þeir, sem leið áttu hjá, dáðust að honum og undruðust, hversu vel hirtur hann var, þrátt fyrir allan barnahópinn i húsinu. Þessi garður bar verkum afa bet- ur vitni en nokkuð annað. siðan heimilisfastur að Munka- þverárstræti 12, fyrstu árin í félagi við bróðurson Gunnlaugs, Jón Einarsson, sem þá stundaði iðnnám á Akureyri. A ég Gunn- laugi og fjölskyldu hans margt að þakka, órjúfandi tryggð og ára- tuga vináttu. Fyrir nokkrum vikum sat Gunnlaugur kvöldstund heima hjá mér. Var hann þá kominn suður til þess að taka á móti uppeldistóttur sinni, Önnu, sem nýkomin var til landsins með ung- um manni sínum og lítilli döttur eftir langa fjarveru. Var Gunn- laugur þá einstaklega ánægður, en trúlega hefir hann ekki gengið alls kostar heill til skógar. Þó hygg ég, að hvorugan hafi grunað, að þetta yrðu síðustu fundir. Dætur þeirra Önnu og Gunn- laugs eru þrjár, Sigrún kennari f Reykjavík, ekkja, Kolbrún, tann- smiður, gift Jóni Birni Helgasyni, búsett í Kópavogi, og Halla, gift Þráni Jónssyni að Espilundi á Akureyri. Hjá þeim Höllu og Þráni dvaldist Gunniaugur mikið síðustu árin, enda þótt hann héldi alltaf heimilinu að Munkaþverár- stræti. Uppeldisdóttir þeirra Gunnlaugs og Önnu er Anna Sverrisdóttir, dóttir Sigrúnar og Sverris Haraldssonar, listmálara, eiginmanns Sigrúnar. Þegar Þor- björg, fóstra Gunnlaugs, dó, flutt- ist til þeirra hjóna yngsta dóttir Þorbjargar, sem það var ungling- ur. Dvaldi hún hjá Gunnlaugi og Önnu í nokkur ár. Útför Gunnlaugs var gerð frá Akureyrarkirkju 2. marz s.l. Ég votta ættingjum Gunnlaugs innilegustu samúð og bið Guð að blessa minningu góðra hjóna. Hjalti Einarsson. Allt, sem afi tók sér fyrir hend- ur um ævina, var unnið af ná- kvæmni, vandvirkni og reglu- semi. Heimili hans bar þessum eiginleikum hansglöggt vitni. Tónlist var mikill þáttur i lffi hans, henni unni hann meir en orð fá lýst. Við, sem urðum þeirr- ar hamingju aðnjótandi að fá að kynnast honum, gleymum aldrei þeim stundum, þegar hann sat við pianóið eða orgelið og spilaði fyr- ir okkur. Anægjan, sem hann hafði af tónlist, kom bezt fram nokkrum dögum fyrir andlát hans, þegar hann gat aftur setzt við orgelið og spilað, eftir að hafa gengið undir aðgerð með höndina, þeirri gieði gleyma ekki hans nán- ustu. Af öllu því, sem mig langar til að segja og minnast nú á þessari stund, er efst í huga minum minn- ingin um góðan og elskulegan mann, sem unni öllu fögru og gat séð bjartari hliðar flestra hluta. Minningin um lífsgleði hans og kæti, sem alls staðar smitaði út frá sér. Elsku hans til sona sinna, tengdadætra og sautján barna- barna, að ógleymdu litlu barna- barnabarni. Eg þakka afa fyrir öll árin, sem hans naut við. Guð blessi minningu hans og gefi hans nán- ustu styrk í sorg þeirra. Rebekka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.