Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974
19
Solzhen-
itsyn fer
ekki til
Banda-
ríkjanna
ALEXANDER Solzhenitsyn, hef-
ur skrifað George Meany, forseta
bandarísku verkalýðssamtak-
anna, bréf, þar sem hann þakkar
innilega boð þeirra um að koma í
fyrirlestraferð á þeirra vegum, en
segir jafnframt, að úr því geti
ekki orðið að sinni, þar sem hann
verði að helga sig ritstörfum
sínum.
„Ég hef verið rifinn með valdi
frá föðurlandi mínu og verð því
að eyða mikilli andlegri og likam-
legri orku til að jafna mig og
halda áfram störfum mínum á
nýjum stað. Ég hef því engan rétt
til að fara frá ritstörfum mínum
til annarra verkefna. Þo'tt ég
stundum tali opinberlega þá er
það aðeins af brýnni nauðsyn og
aðeins um mikilvægustu málefni
föðurlands mfns. Öskrifuð saga
þess neyðir mig til að halda áfram
ritstörfum mfnum.“
Picasso-
myndum
stolið
Bangkok, 20. marz, AP.
TVEIMUR krftarmyndum eft-
ir Picasso var í gær stolið af
listasafni í Bangkok þar sem
58 myndir eftir meistarann
eru til sýnis. Þær eru metnar á
um 10 þúsund dollara hvor, og
kona með stóra handtösku er
grunuð um að hafa stolið
þeim.
Myndirnar heita „Málari og
fyrirsæta hans“ og „Fyrirsæta
I sígarettureyk". Aðeins einn
vörður er yfir myndunum og
talsmaður listasafnsins sagði
að hann teldi að kona nokkur
með stóra handtösku, sem var
einn af fáum gestum sýningar-
innar á þriðjudagskvöld, hefði
stolið myndunum. Þær voru
skornar úr römmum sínum.
Þessar 58 myndir Picassos
hafa verið á sýningunni síðan
13. þessa mánaðar og frá Bang-
kok áttu þær að fara til Tokyo
og Hong kong, á sams konar
sýningar. Þær voru tryggðar
f.vrir 200 þúsund dollara sam-
tpls. Lögreglan leitar nú þjófs-
ins af miklu kappi.
Amin
Beðið eftir dauðanum
Þessi mynd frá Eþfópfu segir meira en mörg orð.
Hrægammar sitja á símastaurum, stara út yfir
skraufþurra auðnina og bíða þess, að einhver deyi,
sem þeir geta sfðan gætt sér á.
Christian Science Monitor:
Kommúnistar sundrað-
ir í deilunni við Kína
EINN af sérfræðingum banda-
rfska blaðsins Christian Science
Monitor, Eric Bourne, segir í
grein f blaði sínu, að sundrung
ríki milli bandamanna Sovétrfkj-
anna f skoðunum á deilu þeirra
við Kínverja. Annars vegar eru
kommúnistaf lokkar landanna í
Austur-E vrópu, fimm af sjö
styðja stefnu Sovétríkjanna og
hins vegar miklir kommúnista-
flokkar á Vesturlöndum, sem um
árabil hafa forðazt að blanda sér f
deiluna og hindrað „sameiningu
gegn Kína“.
í kjölfar þess, að landamæravið-
ræður Sovétrikjanna og Kína fóru
Framhald á bls. 22.
hindraði
flugvélar-
ránið
Nairobi, Kenya, 20. marz, AP.
UNGUR Eþíópíumaður og kona
hans eru nú til yfirheyrslu í
Uganda eftir að Idi Amin, forseti
landsins, fékk þau til að hætta við
að ræna Fokker Friendship
skrúfuþotu, og gefast upp. Amin
kom til Entebbe flugvallarins f
Kampala, skömmu eftir að vélin
lenti þar og ræddi lengi við hjón-
in í gegnum talstöð.
Flugvélin var i innanlandsflugi
I Kenya þegar ræninginn ruddist
inn I stjórnklefann, beindi
skammbyssu að flugstjóranum,
sem er brezkur, og skipaði honum
að fljúga til Moskvu. Flugstjórinn
sagði honum að vélin hefði ekki
eldsneyti til svo langs flugs og
heldur ekki til að komast tii
Libyu, án þess að millilenda, en
þann stað völdu hjúin þegar
Moskva var úr sögunni.
Flugstjóranum var þá skipað að
lenda á Entebbe og var mikill
viðbúnaður við komu vélarinnar
þangað. Ekki er vitað hvað ræn-
ingjanum og Idi Amin fór í milli,
en sá fyrrnefndi samþykkti að
gefast upp og þeytti skammbyss-
unni út á flugbrautina. Hann
hafði áður sagt farþegum að hann
hefði rænt vélinni til að mótmæla
„þjáningum þjóðar sinnar undir
stjórn Haile Selassie, keisara."
Meiriháttar orrusta
1 vændum um Oudong
Phnom Penh, 20. marz,
AP — NTB.
LIÐSAUKAR bæði frá stjórnar-
hernum f Kambódfu og úr her-
sveitum kommúnista sækja nú
fram til héraðshöfuðborgarinnar
Oudong sem kommúnistar her-
tóku á mánudaginn. Oudong er
aðeins 38 kílómetra fyrir norð-
vestan höfuðborgina Phnom
Penh og gert er ráð fyrir að meiri-
háttar orrusta verði háð um hana
einhvern næstu daga.
I Oudong voru aðeins til varnar
illa þjálfaðar bráðabirgðasveitir
þegar hersveitir kommúnista
hófu stórsókn sína gegn borginni
um helgina, enda urðu þær fljót-
lega að láta undan siga. Her-
stjórnin f Phnom Penh virðist
ákveðin í að endurheimta hana og
hefur sent 2000 manna lið og
brynvarðar bifreiðar gegn sveit-
um kommúnista sem hafa hana á
valdi sinu.
Þeir virðast hins vegar stað-
ráðnir í að halda borginni og liðs-
auki frá þeim er á leið til borgar
innar til að reyna að komast i veg
fyrir stjórnarhersveitirnar. Oud-
200 MILNA EFNAHA GSLOGSA GA
OG FRJÁLSAR ALÞJÓÐASIGLMGAR
Á óopinberri hafréttarráð-
stefnu, sem brezku blöðin
Financial Times og Fairplay
International Shipping Journal
efndu til fyrir nokkru, var fjall-
að um lögsögu strandrikja og
meðal annars rætt um óskir
brezka fiskiðnaðarins um 200
mflna fiskveiðilögsögu.
Austin Laing, framkvæmda-
stjóri samtaka brezkra togara-
eigenda, sagði meðal annars, að
Bretar ættu að stefna að slfkri
lögsögu f samvinnu við önnur
aðildarríki Efnahagsbandalags
Evrópu. Hann sagði, að þær
breytingar hefðu orðið á
skoðunum forystumanna fisk-
iðnaðarins í Bretlandi, að þeir
styddu nú slíka útfærslu, í
sjálfsvarnarskyni. Þótt brezku
stjórninni væri heimilt að
ákveða eigin fiskveiðisvæði
yrði hún að standa við skuld-
bindingar sínar við önnur EBE-
ríki.
Laing viðurkenndi hins vegar
að alþjóðalög um fiskveiðimörk
væru aðeins hluti af heildarlög-
um um almennar hafréttar-
reglur.
ÍJrelt hugtök
Dr. A. Pardo, frá Bandaríkj-
unum fjallaði um málið á breið-
ari grundvelli og sagði meðal
annars, að hugtök þau, sem
hingað til hefðu rikt um rétt-
indi á hafinu, væru úrelt. Nú-
tíma tækni hefði gerbreytt nýt-
ingu hafsvæða. Það væri nú
nauðsynlegt að vernda fisk-
stofna og hafa stjórn á veiði
þeirra. Notkun stærri skipa og
mengunarvarnir gerðu að verk-
um, að setja yrði ákveðnari
reglur.
Dr. Pardo sagði, að strandriki
fyndu sig knúin til að færa út
lögsögur sínar af ýmsum ástæð-
um. Sum vildu vernda fiski-
stofna, önnur málma á land-
grunninu og enn önnur vildu
vernd gegn mengun. Það væri
áætlað, að gert væri tilkall til
um 70 af hundraði heimshaf-
anna, en fyrir 20 árum hefðu
það verið aðeins 5 prósent.
Frjálsar siglingar
Sir Robert Jackling verður
formaður brezku nefndarinnar,
sem sækir hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna I
Venezuela I júní næstkomandi.
Á fyrrnefndri, óformlegri ráð-
stefnu, sagði hann meðal
annars, að Bretland myndi sam-
þykkja 12 mílna landhelgi
(ekki aðeins fiskveiðilögsögu)
fyrir strandríki ef i samþykkt
þar um fælust reglur um frjáls-
ar siglingar um sund, á alþjöða
siglingaleiðum. Hann sagði, að
Bretland myndi einnig sam-
þykkja landgrunnsráðstefnu
þar sem samþykkt yrði að veita
strandríkjum einkarétt til
vinnslu málma á landgrunninu
allt að 200 mílur frá ströndum.
Efnahagslögsaga
R.L. Harry, sem verður for-
maður áströlsku sendinefnd-
arinnar i Venezuela, sagði, að
landhelgi ætti ekki að vera
stærri en 12 milur en það væri
þó háð því skilyrði, að efna-
hagslögsagan yrði 200 mílur
fyrir strandríki.
Vmsir fleiri tóku til máls en
fjölluðu einkum um 12 mílna
landhelgina. Meðal þeirra var
F.X. Njenga, lögfræðilegur
ráðunautur utanrikisráðu-
neytisins i Kenya, sem sagði, að
gera ætti 12 mflna landhelgi að
alþjóðalögum, þar sem 51 ríki
hefði þegar helgað sér hana.
Finn Scheie frá Noregi benti
á, að ýmis ríki hefðu tekið upp
á þvi að yfirtaka stjórn á sigl-
ingum skipa á hafsvæðum, sem
þau hefðu helgað sér. Þau
hefðu, undir því yfirskyni að
vernda sig gegn mengun, fjall-
að um að setja alþjóðareglur
um byggingu og siglingu er-
lendra skipa. Scheie kvað það
mjög mikilvægt, að ef einhverj-
ar slikar reglur yrðu settar
yrðu þær samræmdar fyrir all-
an heiminn.
ong er fyrsta stóra héraðshöfuð-
borgin sem fellur í hendur
kommúnista síðan striðið í
Kambódfu hófst fyrir fjórum ár-
um.
Um 15 þúsund íbúar voru í
borginni þegar kommúnistar hófu
sókn sína. Margir þeirra féllu, en
enn fleiri hafa verið fluttir eitt-
hvað inn í skóginn og veit enginn
hvert kommúnistar hafa farið
með þá eða hvað verður við þá
gert.
Þúsund manna lið stjórnarher-
manna var i gær flutt með bátum
upp eftir Tonle Sap ánni og gengu
þeir á land fimm kilómetra frá
Oudong. Þeir lentu þegar i bar-
dögum við sveitir kommúnista.
Þyrlur fluttu þúsund manna lið
til viðbótar til staða í grennd við
borgina.
Sókn kommúnista gegn höfuð-
borginni Phnom Penh hefur
gengið svo erfiðlega að þeir hafa
nú snúið sér að verr vörðum borg-
um og þorpum og má búast við
snörpum bardögum viða um land-
ið næstu daga, fyrir utan orrust-
una um Oudong.
Undirbúa
opnun Súez
Kaíró, 20. marz. AP.
BREZKIR og bandariskir flota-
sérfræðingar ráðgast nú i Kairó
við yfirmenn egypzka flotans um
undirbúninginn að hreinsun
Súezskurðar, svo að unnt verði að
opna hann aftur fyrir skipaum-
ferð. Er gert ráð fyrir að hafizt
verði handa við að hreinsa
tundurdufl og aðrar neðansjávar-
sprengjur í næsta mánuði, en það
verk mun taka marga mánuði.