Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 39 | íl'lilímfliííTlli MOWMflSIIIS Orð þjálfara dönsku meistaranna Arhus KFIJM um Bjarna Jónsson BJARNI Jónsson varð Dan- merkurmeistari f handknattleik f sfðustu viku með Arhus KFUM er liðið vann Skovbakken. A sunnu- daginn innsiglaði Arhus svo sigurinn með 21:19 sigri yfir HG og fór leikurinn fram f Kaup- mannahöfn. Bjarni átti góðan ieik með Arhus og skoraði 4 mörk. Hinir nýbökuðu dönsku meistarar eru væntanlegir hingað til lands f byrjun næsta mánaðar og munu leika nokkra leiki f boði Þróttar. A mánudaginn birti danska blaðið Berlingske Tidende viðtal Bikarkeppni í sundi BIKARKEPPNI Sundsambands- ins fer fram f Sundhöll Reykja- vfkur um næstu helgi, dagana 22., 23. og 24. marz. Keppt verður f 26 greinum og má búast við mikilli þátttöku, en aðeins mega 2 þátt- takendur frá hverju félagi taka þátt f hverri grein og ein sveit f boðsundgreinum. Félag má þó skrá þátttakendur, sem keppa án stiga og þurfa þeir þá að hafa náð settum lágmörkum á löglegum mótum, sem miðast við 6. sæti f Bikarkeppni fyrra árs. Hve ein- staklingur má aðeins taka þátt f 4 greinum auk boðsunds. manninum. Staðan í 1. deildinni dönsku er þessi, þegar einni umferð er ólok- ið. Arhus KFUM 17 337:257 30 Helsingör 17 324:285 25 Frd.cia KFUM 17 348:295 24 Stadion 17:290:288 19 HG 17 305:260 18 Efstersl. 17 317:322 15 Stjernen 17 263:281 14 Skovbakken 17 255:280 12 AGF 17 250:290 11 Virum/S 17 254:385 2 við Erik Holst þjálfara Árhus og segir hann meðal annars. Það er mikilvægt fyrir möguleika Arhus KFUM I Evrópukeppninni næsta haust, að Bjarni Jónsson hefur lofað að dvelja áfram í Árhus svo framarlega sem við getum útveg- að honum gott starf. Bjarni er klettur í vörninni og Arhus KRUM álíka mikilvægur og Jörgen Frandsen er landsliðinu — maður, sem fær sóknarleikinn til að ganga. Forráðamenn Arhus KFUM og danskir blaðamenn halda enn í þá von, að Bjarni verði áfram með liðinu, en sjálfur hefur Bjarni margsagt, að hann ætli heim til Islands að loknu tæknifræðinámi. Það er eins og dönsku blaðamenn- irnir geti í hvorugan fótinn stigið, Tfu af Danmerkurmeisturum Arhus KFUM, fremri röð: Christensen, Berg, Stenskjær, Tolstrup, Bjarni Jónsson. Aftari röð: Vodsgárd, Klitgárd, Larsen, Sörensen og Nielsen. annan daginn segja þeir, að Bjarni verði áfram með liðinu og hinn daginn, að Anders-Dahl Nielsen taki stöðu hans í liðinu. Nielsen þessi er hinn nýi íslands- bani en í leik Islands og Dan- merkur í Heimsmeistarakeppn- inni skoraði hann 8 mörk, en sýndi svo lítið f öðrum leikjum keppninnar. Anders-Dahl Nielsen kemur með Árhus KFUM til Is- lands f næsta mánuði, þannig að ljóst má vera, að forráðamenn Ar- hus hafa mikinn áhuga á leík- „Bjarni er klettur 1 vörn og lætur sóknarleik ganga” Unglingarnir sem kepptu til úrslita á unglingamóti KR í borðtennis. Efnilegir unglingar á borðtennismóti KR NÝLEGA var efnt til borðtennis- móts á vegum KR fyrir unglinga. Keppnin fór fram f Laugardals- höllinni og var f jöldi þátttakenda mikill og gefur til kynna þær auknu vinsældir sem þessi fþróttagrein á nú að fagna meðal unglinganna. Þannig voru t.d. 40 keppendur f flokki 15 ára og yngri. I flokki 15—17 ára bar Hjörtur Gislason sigur úr býtum. Sigraði hann Jón Sigurðsson í úrslitaleik 21—17, 21—17, og 22—20. Báðir þessir piltar eru bráðefnilegir, svo og raunar fleiri sem kepptu í þessum flokki. Til úrslita um þriðja sætið í mótinu léku þeir Jónas Kristinsson og Elías Guð- mundsson og sigraði Jónas I þeirri viðureign 21—8, og 21—17 og21—18. I flokki stúlkna sigraði Emilia Sigurðardóttir, KR, en hún er einnig þekkt fyrir góða frammi- stöðu sfna bæði í knattspyrnu og körfuknattleik. I flokki 15 ára og yngri sigraði Bjarni Jóhannesson. Keppti hann úrslitaleikinn við Odd Sigurðsson og fór sá leikur 21—17 og 21—13. Kjarni 16 leikmanna valinn í upphafi keppnistímabilsins — Fyrsta verkefni okkar verður að ræða við forráðamenn og þjálfara liðanna f 1. deild, setja fram okkar hugmyndir og heyra, hvað þeir hafa fram að færa. Sfðan er ætlunin að koma á leik, sennilega f mafmánuði, á milli landsliðsins eins og það var skipað f fyrrahaust og úrvalsliðs, sem ef til vill verður valið af blaðamönnum. Að þessum leik loknum munum við svo velja 16 manna kjarna, sem koma mun saman til æfinga og funda reglu- lega, að minnsta kosti hálfs- mánaðarlega f sumar. Þetta sagði Jens Sumarliðason, er við ræddum við hann I gær, en Jens er ásamt Bjarna Felixsyni í landsliðsnefnd í knattspyrnu. Jens sagði, að ekki hefði verið ákveðið, hver annaðist þjálfun liðsins, en að öllum lfkindum yrði það einhver erlendu þjálfaranna, sem starfa hjá félögunum í 1. deild. Ekki væri enn farið að ræða við neinn þeirra ákveðið. Eins og fram kemur i orðum Jens hér að ofan verður valinn 16 leikmanna kjarni í upphafi keppnistímabilsins og er það nýmæli. Undanfarin ár hefur 16 manna hópur verið valinn nokkru fyrir hvern leik. Island leikur 4 eða 5 knatt- spyrnulandsleiki á sumri komanda eins og fram hefur komið í fréttum áður. Rétt er að rif ja upp, við hvaða þjóðir verður leikið, hvar og hvenær. Fyrsti leikurinn verður gegn Færey- ingum í Færeyjum og fer hann líklega fram um hvftasunnuna. Við Finna verður leikið f Reykja- vík 19. ágúst og Belga á sama stað 8. september. Gegn A-Þjóðverjum verður leikið ytra 12. október og verið er að reyna að fá leik við Dani í sömu ferð. BERGSTAÐASTRÆTI 4A SÍMI 14350 Austfir&ingar athugiö. Opnum n.k. laugardag útibú á Reyóarfiröi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.