Morgunblaðið - 21.03.1974, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974
21
Giinter Grass: Það er ekki hægt að vinna með kommún-
istum meðan skuggi Stalfns grúfir yf ir þeim.
. .. stalínistar útrýmdu milljónum fólks f nafni réttlæt-
isins, jafnréttisins og frelsisins og útrýmdu þar með
vonum margra kynslóða um sósíalsima. ..
. .. enginn hugsandi maður getur verið f vafa um
fasismann. Menn þurfa ekki annað en að lesa Mein
Kampf þar sem Hitler segir skýrt og greinilega að hann
ætli að koma á glæpastjórn ... (Teikningar: David
Levine).
Statínismi fasismi
„STALÍNISMI er verri
en fasismi“ — þetta eru
orð Giinters Grass. I mikl-
um hringborðsumræðum
rithöfunda og mennta-
manna í París, þar sem
skeggrætt var um frelsi og
sósíalsima, lagði Giinter
Grass á það áherzlu að
meðan skuggi Stalins, og
ekki aðeins hans heldur
skuggi Lenins líka, grúfði
yfir kommúnistum, gætu
sósíalistar og sósíaldemó-
kratar ekki starfað með
þeim.
Áheyrendur voru margir, og
nokkrir fóru að ókyrrast og létu
reiði sína í Ijós með ýmsu móti.
En Gilnter Grass hélt áfram eins
og ekkert hefði í skorizt þegar
hann hafði vafið saman vindling
— ,og á endanum komst hann að
þeirri niðurstöðu að glæpir stalín-
ismans væru verri en glæpir fas-
ismans.
Hvers vegna? spurði GUnter
Grass þegar reiðin sljákkaði (og
nokkrir útlægir menntamenn frá
Austur-Evrópu hættu að klappa I
hrifningu). Af því aðmerkisberar
lenínisma og stalínisma hafa út-
rýmt milljónum og aftur milljón-
um fólks í nafni réttlætis, jafn-
réttis og frelsis og hafa þar með
útrýmt vonum margra kynsióða,
en á fasismanum var ekki (og er
ekki) hægt að villast.
Menn geta bara lesið Mein
Kampf, sagði GUnter Grass. Þar
segir Hitler skýrt og greinilega að
ef hann nái völdum muni hann
koma á glæpastjórn. Enginn hugs-
andi maður getur verið i vafa um
fasismann, hann er glæpsamleg
hugsjónafræði sem viðurkennir
að hann er glæpsamlegur, en stal-
ínisminn sáir fræjum efasemda í
hjörtu góðra manna af því hann
er glæpsamleg hugsjónafræði
sem ber fyrir sig stórar, heilagar
hugsjónir.
UMMÆLI GUnters Grass komu
af stað áköfum umræðum. Komm-
únistamálgagnið l’Humanité
hneykslaðist — hvernig dirfðist
þýzkum rithöfundi að halda slíku
fram (ekki stafur um áralöng
reikningsskil GUnters Grass við
nasismann), í kaffihúsum menn-
ingarvita var Grass sakaður um
að vera sósialfasisti, en hægri-
sinnar gátu að sjálfsögðu (mis)-
notað ummæli hans á sama hátt
og þeir hafa (mis)notað Solzhen-
itsyn. En hvað sem þessu líður
hefur GUnter Grass sagt opinskátt
það sem nokkrir franskir mennta-
menn hafa gert ljóst í nokkurn
tíma og fyrir áhrif frá máli Solzh-
enitsyns: að nú hljóti að vera
kominn timi til þess að fram fari
gagngert uppgjör við stalínism-
ann — i nafni sósíalismans. Það
er ekki nóg að halda því úl streitu
að líta á stalínismann sem „mis-
tök“, ,jtarmleik“ — hann er brjál-
æðisleg og glæpsamleg afskræm-
ing á sósialismanum og afskræm-
ingin hefst um leið og agnar lítið
spurningarmerki er sett við það
tjáningarfrelsi sem róttækum
vinstrisinnum finnst oft góð lat-
ina að afgreiða sem „borgara-
lega“ (hvað sem það er nú, en í
þess orðs beztu merkingu).
GUnter Grass sagði það á sinn
hátt: ég neita framvegis að skrifa
undir mótmæli gegn giæpum
gegn mannkyninu f fasistalönd-
um á sama blaði og rithöfundar
sem neita að láta til sín heyra
þegar sömu glæpir eru drýgðir í
sósialistalöndum.
SAMA hefur Ionesco sagt i
grein í le Point og Sartre, sem er
of veikur um þessar mundir til
þess að skrifa, hefur sem ritstjóri
og ábyrgðarmaður dagblaðsins
Liberation (skemmtilegasta og
stundum eina raunverulega um-
deilda dagblaðsins I Frakklandi)
lagt blessun sina yfir grein, sem
frá sjónarhóli róttækra vinstri-
sinna er geysilega kröftugt upp-
gjör við sérhverja úlraun til þess
að kæfa frelsið í þágu ríkisvalds-
ins — enda getur þetta ríkisvald
býsna oft haldið því fram að það
hvíli á marxistískum grunni.
VIÐ HVAÐ erum við hrædd?
spyr Liberation. Eiga hugmyndir
okkar ekki að vera svo kröftugar
að við getum mótmælt árásum
gegn frelsinu — jafnvel þótt le
Figaro mótmæli líka? Verðum við
alltaf frekar að fara niðrandi orð-
um um hægrisinnuðu blöðin en að
fara jákvæðum orðum um hug-
myndir okkar sjálfra um komm-
únisma án einræðis?
Liberation gengur svo langt að
draga Kína inn I málið og líkja
herferðinni gegn Solzhenitsyn við
baráttuna gegn Lin Piao. Lin Piao
kann að hafa gert viss mistök, en
frá slíkum ásökunum og ásökun-
um um glæpi alheimsins er óneit-
anlega stórt stökk.
Er vírus í marxistískum og
lenfnistískum hugsunarhætú?
spyr Liberation — og ennfremur:
hvers vegna breytast svona marg-
ir félagar í löggur i nafni Marx og
Leníns? Þessi orð standa i dag-
blaði, sem eitt allra blaða í Frakk-
landi ver í alvöru rétt verka-
manna gagnvart vinnuveitendum
og flokksbroddunum. Það er ekk-
ert skrýtið að Sartre er um þessar
mundir í hópi þeirra menningar-
frömuða Vestur-Evrópu sem mest
eru ataðir auri i sovézkum blöð-
um. Eins og rúmenskur skáld-
sagnahöfundur, sem var viðstadd-
ur áðurnefndar hringborðsum-
ræður, sagði: Gjaldið fyrir frið-
samlega sambúð austurs og vest-
urs verður greitt af menningar-
frömuðum ásamt verkamönnum:
það verður í austantjaldslöndun-
um þar sem kapítalistar geta fyrir
alvöru fundið vel uppalda verka-
mannastétt án verkfallsréttar.
KANNSKI erum við á leið til
ófreksjuríkisins. Kannski eru
hugtök eins og frelsi einstaklings-
ins, rétturinn til að segja það
sem manni sýnist, að trúa því sem
maður vill — kannski eru þetta
allt dálítið gamaldags lummur frá
öld upplýsingastefnunnar.
Kannski verður kúgunarkerfi
eins og nýstalínismi, sem senn
nær til alls heimsins undir nafn-
inu stalín-kapitalismi, varanlegt
kerfi. Almáttugt skrifstofubákn
mun tortíma öllum draumum um
frelsi og hamingju. Það verður
heimur Orwells, sem við munum
lifa f, þar sem sá sem ræður yfir
fortiðinni ræður yfir framtíðinni
og þar sem sá, sem ræður yfir
nútíðinni ræður yfirfortíðinni.
En Voltaire lifir enn. Hann get-
ur heiúð Solzhenitsyn, Satre eða
Gúnter Grass. Hann virðist ekki
lifa meðal danskra rithöfunda og
menningarfrömuða, sem hafa
brugðist við máli Solzhenitsyns
annað hvort með eigingjörnu
kæruleysi eða þögn hins róttæka
manns, menningar sem roðnar ...
Góða nótt, Grundtvig. Sofðu vel,
Georg Brandes.
Helgi Hálfdanarson:
Orð á framabraut
Vegna klausu minnar um
skjáinn hér á dögunum hefur
Helgi J. Halldórsson cand. mag.
látið þess getið í útvarpi, að
hann hafi í þáttum sínum um
daglegt mál komið orði þessu á
framfæri um sjónvarpsmynd-
flöt samkvæmt tillögu annars
manns. Einhvern veginn hafði
það farið fram hjá mér. En þá
get ég varla láð honum að taka
upp vörn fyrir orðið. Sjálfur
hafði ég fyrirlöngu gerzt sekur
um þessa notkun þess, en auð-
vitað í háðungar skyni.
Annars langar mig til að
flytja Helga J. Halldórssyni
beztu þakkir fyrir þætti hans
um daglegt mál; mér hafa þótt
þeir afbragðs góðir, allir sem ég
hef heyrt. Færi betur, að þeir
gætu orðið tiðari framvegis en
til þessa; og vel mætti Helgi
láta til sín heyra daglega.
En hvað um það, ég held að
óhaggað standi það sem ég áður
sagði, að margræð orð, eins og
t.d. skeið, sem Helgi nefndi, séu
allt annað en heppilegur leiðar-
visir um sjálfráða málþróun,
enda þarflaust að láta nýjar
merkingar troða sér upp á orð,
sem fyrir eru lifandi í málinu.
Baginn af slíku úrræðaleysi
hlýtur að liggja í augum uppi.
Eg gat þess, að örðugt gæti
orðið héðan af að snúa aftur
með skjáinn. Það virðist ætla að
reynast svo. Kannski fylgir sá
böggull skammrifi, að þeir sem
spóka sig f sjónvarpi verði
framvegis kallaðir skjátur. En
ef skjár á ekki tað teljast nfðr
andi orð um sjónvarp, þá ætti
skjáta vfst ekki að vera það
heldur.
Og kannski á hugkvæmni af
þessu tagi eftir að leysa margan
vanda. Nokkuð fram eftir þess-
ari öld tíðkaðist orðið kamar i
hverri sveit. En siðan þær
stofnanir, sem svo nefndust,
voru af lagðar, og aðrar full-
komnari komu í þeirra stað,
hefur þetta lipra orð horfið úr
mæltu máli, og það svo gersam-
lega, að lausaskýli, sem komið
er upp til sömu nota á víða-
vangi, skulu nú á tímum nefn-
ast hreinlætisaðstaða.
Og þá ber vel i veiði. Sam-
kvæmt tilkomu sinni og skyld-
leika við önnur orð, erlend og
fín, biður orðið karnar verðugr-
ar upphefðar. Margur hefur lát-
ið sérleiðast klasturyrði eins og
einkaskrifstofa, þrir stofnar
njörvaðir saman, þar sem einn
væri vitaskuld æskilegur.
Hvernig væri að taka þarna
upp orðið kamar? Fyrri merk-
ing ætti varla að setja á það
neinn niðrunarblæ fremur en á
skjáinn góða. Þá kæmi maður
og spyrði efúr forstjóranum, og
ritarinn svaraði: „Forstjórinn
er á kamrinum; gerið svo vel að
hitta hann þar.“
Ég kastaði fram orðinu skimi
til hugsanlegra nota í stað sjón-
varpsskerms. Helgi finnur þvi
það til foráttu, að það ætti
fremur að merkja sjónvarps-
áhorfandi. Nú fer því fjarri, að
ég telji þetta orð girnilegra en
allan þann sæg orða, sem til
greina kæmi. En ekki fæ ég
skilið, hvers vegna það ætti
endilega að skipta um merk-
ingu. Orðiðer gamaltí málinu
og það merkir, eins og ég gat
um, ljómi eða mild birta. Hér er
ekki um það að ræða að breyta
merkingu gamals orðs, heldur
að setja hugtakið skimi i stað
hugtaksins skermur; enda ætti
það hér mun betur við.
Svo ég vanmeti ekki bend-
ingu Helga, vil ég minna á, að
einnig er úl orðið skfmi i sömu
eða líkri merkingu og skimi, og
væri það e.t.v heppilegra.
En sem fyrr segir, nothæf orð
eru á hverju strái. Og þar
sem nóg er til af diskum, er
þarflaust að borða súpuna úr
öskubakka.
Ilelgi Ilálfdanarson.