Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 itii.n.i;i*.4\ 'ALUM? LOFTLEIÐIR BILALEIGA w CAR RENTAL ^21190 21188 LOFTLEIÐIR V tel 14444 • 25555 Wfilfíff/fí BÍLALEIGA car rfntal MMX fHverfisgötu 18 SENDUM [^j 86060 HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR Æbilaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIONŒŒR ÚTVARPOG STEREO KASSETTUTÆKI HOPFERÐABILAR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8 — 50 far- þega bílar. Kjartan Ingimarsson S/mi 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S.Í Sími 22300 FERÐABÍLAR HF. Bilaleiga. — Sími 81260. Fimm manna Otroen G.S. stat- lon. Fimm manna Citoen G S 8—11 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m bilstjórum). SKODA EYÐIR MINNA. SHODH LEICAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. STAKSTEINAR J Verðbólgufyllirí Það er háttur manna að gera sér dagamun á stórum stund- um, halda veizlu og margir fara á fyllirí. Og vissulega var stundin stór og langþráð, hjá vinstri flokkunum sumarið 1971, þegar þeir höfðu sigrað í kosningum og fengið meiri- hluta á Alþingi, eftir 12 ára setu viðreisnarstjórnarinnar. Vonbrigði margra ára voru gleymd, sigurvíman tekin við og það skyldi haldin veizla. Það voru líka til nægilega gildir sjóðir til að unnt yrði að halda upp góðu fylliríi með þjóðinni um nokkurt skeið. Það var heldur ekkert sparað til að gera mætti veizluna sem veg- legasta. Ausið var úr öllum sjóðum á báðar hendur brosað og sagt: „Skál brdðir, njótlu meðan endist." En það gleymdist f þessari veizlu, sem svo oft vill gleym- ast, þegar menn hef ja gleðskap- inn, að timburmennirnir fylgja jafn óhjákvæmilega og nótt fylgir degi. Að vísu reyndi rík- isstjórnin að framlengja fyllirí- ið, eins og kostur var með því að kynda undir verðbólgunni, afla meiri tekna, ausa meiru út og fresta þannig timburmönn- unum. En nú er svo komið, að ekki verður lengur komizt hjá þvf að horfast í augu við raun veruleikann. Timburmennirnir eru að skella yfir. Þjóðarbúið rambar á barmi efnahagslegs hruns og þolir ekki nein áföli, þrátt fyrir að mesta góðæri í sögu þjóðarinnar hafi verið á undanförnum 3 árum. Magnús Óskarsson, hrl., lýsir þessu ástandi ágætlega í grein- arstúf, sem hann ritar hér f blaðið í gær. Hann segir: „Þegar ný rfkisstjórn tók við völdum 1971, hún hafði þann einkennilega húmor að kalla sig „stjórn hinna vinnandi stétta", var eins og hendi væri veifað, komið á eitt allsherjar- ríkisstjórnarfyllirí. Sjóðutn var ausið í allar áttir, ráðherrafrúr fluttar ókeypis á fyrsta farrými Ianda á mi Ili, ekki átti að vinna nema 40 tíma á viku (raunveru- Iega 37), samt áttu allir að fá 20% meira af lifsgæðum I sinn hlut. Til að sanna hvað óhætt væri að vera flott á því, var reist raflína milli landshluta, þótt rafmagn væri á hvorugum enda hennar. 1 leiðinni átti að slást samtímis við Breta og Bandarfkjamenn og reka horn- in í aðrar vinveittar þjóðir, þ. á m. Norðurlöndin." Og síðar segir Magnús: „Þrátt fyrir stórhöpp í þjóð- arbúinu, loðnuveizlu og met- hækkun á öllu fslenzku verð- lagi erlendis, gat fyllirfið ekki farið nema á einn veg. Það hlaut að enda með timbur- mónnum á æðra stigi. Nú er málið að nálgast þetta stig. Þessi orð eru ekki rituð til að koma með neina patent lausn. Þó rifjast upp að lokum, að stundum, þegar allt hefur um þrotið, hefur ekki verið annað eftir að gera, en „taka menn úr umferð"." Hvorki geta, vilji né vald Þetta er hverju orði sannara. Ekki er um annað að ræða fyrir þjóðina en að taka rfkisstjórn Olafs Jóhannessonar dr um- ferð. Hún hefur enga getu til að takast á við vandann framund- an. *«ar að auki hefur hún ekki lengur starfhæfan meirihluta á þinginu til að gera þær ráðstaf- anir, sem hún þrátt fyrir allt kynni að vilja gera. Það verður þvf að efna til kosninga hið bráðasta til að gefa þjóðinni kost á að segja til um, hverjum hún treystir bezt til að fást við þann gífurlega vandta, sem framundan er f efnahagsmál- uiiiiin. Rfkisstjórn Olafs Jó- hannessonar verður að gera sér grein fyrir að veizlan er afstað- in og blákaldur raunveruleik- inn blasir við. Og hún þarf einnig að átta sig á, að hún hefur eins og Geir Hallgrfms- son komst að orði, hvorki getu, vilja né vald til að taka afleið- ingum gerða sinna og gera þær ráðstafanir, sem nú eru nauð- synlegar til að forða þjóðarbú- inu frá algeru hruni. 4 ár eru of langur tími fyrir rfkisstjórn sem þessa, því ef hún fær að sitja svo lengi, verður ekki forðað stóráföllum. Henni ber þvf að verða við kröfum fólks- ins f landinu um að efnt verði til kosninga, svo að ný rfkis- stjórn geti tekið til við að bjarga þvf, sem bjargað verður. r spurt og svarað I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hnr gið i sima 10100 kl. 10- -1 1 frá mánudegi til föst jdags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- ins. ? Póstútibúið lokar of snemma Erla Tryggvadóttir, Suður- götu 20, spyr: Pósthúsið hefur fyrir nokkru opnað útibú á horni Nesvegar og Hofsvallagötu, Vesturbæing- um til mikilla þæginda. Sá er galli á gjöf Njarðar, að útibú þetta lokar kl. 17.00, eða á sama tíma og fyrirtæki þau I Vesturbænum, sem þurfa að skipta við það. Spurning mín er: Hvers vegna getur póstþjónustan ekki haft útibú þetta opið til kl. 17.30 eða 18.00, svo að það komi að fullu gagni fyrir áðurnefnd fyrirtæki, sem þurfa að koma frá sér póstsendingum strax við lokunkl. 17.00? Póstmeistarinn í Reykjavfk, Matthías Guðmundsson, svarar: Aðalpósthúsið i Reykjavík er opið til kl. 18.00 og strax víð lokun þess er safnað saman öll- um pósti, sem fara á út á land eða til útlanda, og gengið frá honum til sendingar með fyrstu ferðum, sem gefast. Þess vegna er útibúunum lokað kl. 17, svo að hægt sé að safna saman öllum þeirra pósti og koma hon- um niður á aðalpósthús áður en því er lokað, til að hægt sé að afgreiða þann póst einnig til útlanda eða út á land með fyrstu ferðum. Útilokað er að hafa útibúin opin jafnlengi og aðalpósthúsið og koma samt öll- um þeirra pósti á fyrstu ferð- irnar. Hins vegar er alltaf opið eitt útibú til kl. 19.30 alla daga nema sunnudaga, það er úti- búið í Umferðarmiðstöðinni, og þangað getur fólk komið með póst eftir að hin útibúin og aðalpósthúsið loka, en þó getur fólk ekki búizt við þvf, að sá póstur, sem berst í útibúið í Umferðarmiðstöðinni að kvöld- lagi, komist alltaf áfram með fyrstu ferðum, eins og hinn pósturinn. ? TRYGGINGA- BÆTUR VESTMANNA- EYINGA Helgi Pálmarsson, Bólstaðar- hlíð 48, Reykjavik, spyr: Skýrt var frá því í Eyjapistli nýlega, að framvegis yrðu tryggingabætur greiddar í Vestmannaeyjum til þeirra. sem heimilisfang áttu þar, þeg- ar gosið hófst. Nú er ljóst, að ekki eru nærri allir komnir aft- ur til Eyja, og mun ætlunin vera sú, að þeir fái trygginga- bætur sinar sendar þaðan. Væri ekki möguleiki að semja við sjúkrasamlagið eða Trygginga- stofnunina um að annast út- borgun þessara bóta? Hjá Sjúkrasamlagi Vest- mannaeyjum I Hafnarbúðum fengust þær upplýsingar, að hinn 15. marz fluttist starf- semín að öllu leyti til Vest- mannaeyja. Ef fólk, sem átti lögheimili í Eyjum við upphaf goss, en er enn ekki flutt út aftur, vill ekki fá bæturnar sendar, getur það fengið þær greiddar út í Tryggingastofn- uninni með því að flytja heimili sitt til Reykjavíkur um stundar- sakir. 0 ® B Hafliði Jónsson y iaF§bekkBum i Olafur Olavíus FÁIR menn sýndu jafn brenn- andi áhuga fyrir framfaramál- um á Islandi á seinnihluta 18. aldar, sem Ölafur Ölafsson eða Ölavíus eins og hann skrifaði sig að hættí lærðra manna á þeirri tíð, sem latínuseruðu stundum nöfnin sín. Garðyrkju- menn minnast Ólavíusar vegna þess að hann skrifaði og gaf út fyrstu garðyrkjubökina sem gefin var út á íslenzku. „íslendsk Urtagarðsbo'k" var prentuð í Kaupmannahöfn 1770 og með tilstyrk Jóns Eiriksson- ar tókst Olavíusi að fá stjórnina til að kaupa 1000 eintök af bók- inni og dreifa ókeypis til íslenzkra bænda. Ekki studdist Ólafur í samningu bókarinnar við eigin ræktunarreynslu, enda fara engar sögur af rækt- unar viðleitni hans, nema hvað sagt var að hann hafi gert sér garðholu f Hrappsey á Breiða- firði vorið 1776 er hann sáði I rófum, en gaf sér síðan aldrei tíma til að líta frekar á, eða skyggnast um eftir uppskeru. Gengu þar um skopsögur eins og vænta mátti vegna þeirra skrifa er Ölafur hafði sent frá sér á prenti um garðyrkju. Öll hans skrif voru byggð á er- lendri reynslu sem vonlegt var og það var því ekki óeðlilegt að menn eins og Magnús Ketils- son, sem nokkra reynslu hafði, gerði lítið úr fræði Ólavíusar er teldu þó: ,, — að þar sem ekkert hefði verið til um þetta áður, mætti það vera mjög íllt, svo vér tækjum því ekki með þökk- um," eins og Magnús sýslumað- ur kemst að orði um Urtagarðs- bókina. En Ölavíus Iét karp og skop ekkert á sig fá. Arið 1772 fær hann danska Landbúnaðar- félagið til að kosta útgáfu á riti er hann sneri á íslenzku og var eftir danskan prest Jakob Kofed Trojel, „stutt ágrip um Jarðeplanna Nytsemd og Ræktun". Var þessu kveri út- býtt ókeypis hér á landi og mun vafalaust hafa haft töluverð áhrif á menn í þá átt, að hefja kartöflurækt til heimilisneyslu. En Ólavíus lét sér fátt óvið- komandi, sem til framfara horfði. Hann var upphafsmað- ur að stofnun prentsmiðju í Hrappsey á Breiðafirði eins og kunnugt er, en sú saga verður ekki rakin hér. Vért er einnig að minnast þess, að hann lét fyrst prenta Njálssögu og gerði hana að almennri lesningu hjá alþýðu, en auk þess skrifaði hann og lét prenta fjölda rit- gerða um náttúrufræði, land- búnað og sjávarútveg, sem sjálfsagt hafa haft miklu víð- tækari áhrif, en menn gera sér almennt ljósa grein fyrir, með því að sjaldnast hafði verið fjallað um þessi málefni i að- gengilegum ritum áður. Merk- ast er nú talið af ritum Ólavíus- ar, hin mikla Ferðabdk, sem fyrst kom út á islenzku 1964 og 1965 i þýðingu Steindórs Stein- dórssonar frá Hlöðum, á kostn- að Bókfellsútgáfunnar. Segir þar frá ferðum Olafs um norð- vestur-, norður- og norðaustur sýslur landsins á vegum stjórnarinnar sumurin 1775—1777, en til þeirrar ferð- ar var efnt, í þeim tilgangi að kanna Iandshagi og gera gagn- legar tillögur um búnað og sjávarútveg. Ólafur Ölafsson var fæddur oguppalinn á Eyri í Seyðisfirði við Isafjarðardjúp, árið 1741. Hann er ungur sendur til náms í Skálholtsskóla og dvaldist að því loknu um sinn hjá Bjarna Pálssyni, landlækni áður en hann hélt utan til Hafnarhá- skóla, en þar hugðist hann fyrst leggja stund á guðfræði, en snýr brátt að náttúruvísindum, búfræði og heimspeki. Lauk Ólafur þó aldrei neinu embættisprófi, en hafði strax í háskóla færst i fang mikil rit- störf og fræðistórf. Naut hann snemma mikils álits hjá stjórn- völdum fyrir þekkingu og álit- legar tillögur. Ölafur lézt á bezta aldri i Danmörku 1788.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.