Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 3 Er vísitölu- binding kaup samninga ólögleg? HINN 25. nóvember var dómur kveðinn upp I Borgardómi Reykjavfkur f máli, sem íbúðar- kaupandi höfðaði gegn seljanda fbúðar, en kaupandi neitaði að greiða áfatlna vfsitölu, sem bund- in var kaupunum. Niðurstaða dómarans var sú að samkvæmt lögunum frá 1966 væri ekki heim- ilt að binda kaupverð vísitölu og var því krafa seljanda um ákveðna vfsitöluupphæð dæmd ógild. Þessi dómur getur, ef hann verður staðfestur í Hæstarétti, orðið afdrifarfkur, þar sem það hefur mjög tíðkast undanfarið, að kaupverð íbúða sé bundið vfsi- tölu. Dómnum hefur enn ekki verið áfrýjað, en áfrýjunarfrest- urer3 mánuðir. Kaupandi íbúðarinnar gerði kröfu um afhendingu afsals íbúð- arinnar gegn greiðslu á einhverj- um eftirstöðvum kaupverðs. Af- sal hafði ekki verið gefið út, þar sem kaupandinn hafði neitað að greiða vísitölu á íbúðarverðið. Ibúðarbyggjandinn, sem seldi íbúðina fokhelda gagnstefndi til greiðslu á vísitölubótum. Þróaðist málið sfðan út i það, hvort vísi- tölubinding væri lögmæt eða ekki. Seljandi byggði mál sitt upp þannig að vísitölubinding væri lögmæt eða ekki. Seljandi byggði mál sitt upp þannig að vísitölu- binding væri orðin að viðskipta- venju. Dómarinn, Auður Þor- bergsdóttir, komst að þeirri niðurstöðu að vísitölubindingin bryti í bág við lög frá 1966 um verðtryggingu fjárskuldbindinga og taldi dómarinn rökin fyrir við- skiptavenju ekki það þung, að vikja bæri ákvæðum laganna til hliðar. V ar þvi vísitöluákvæðið dæmt ógilt. Lögmenn málsaðila voru Skúli Pálmason fyrir kaupandann og Gunnar N. Guðmundsson fyrir seljandann. Kaupsamningurinn, sem lagður var til grundvallar i máli þessu, var frá árinu 1972 og var f járhæð- in, sem vísitalan hafði hækkað hann um, rúmlega 180 þúsund krónur. Knattspyrna og guðfræði — Sjálfsævisaga séra Róberts „ÞESSI bók er samansafn að ýms- um atburðum f lífi mínu, allt frá þvf ég fæddist f húsi einu f hliðar- götu í stórborginni Glasgow á Skotlandi. Ekki skráði ég þá alla f dagbækur eða minnisbækur. Þegar ég var búinn að skrifa nokkra kafla og lesa þá yfir fannst mér „egóisminn" f mér svo herfilegur, að það beinffnis hvarflaði að mér að salta hand- ritið og láta aðra sfðar ákveða örlög þess. En ég fékk hvatningu til að halda áfram með sögu mfna og lauk henni f þeirri von að pflagrfmsför mín gæti vakið aðra til umhugsunar á hinum sfbreyti- lega vegi lffsins.“ Þetta segir séra Róbert Jack f aðfararorðum nýútkominnar sjálfsævisögu sinnar, „Séra Róbert Jack, — knattspyrnu- þjálfarinn, sem gerðist sveita- prestur á lslandi“. Utgefandi bókarinnar er Hilmir hf., en Jón Birgir Pétursson bjó hana til prentunar. Formála bókarinnar ritar Albert Guðmundsson, en séra Róbert kenndi honum sem fleiri knattspyrnu á sínum tima. Bók Séra Róberts er 320 bls., prýdd fjölda mynda, og aftast er nafnaskrá. Höfundur mun verða til staðar i anddyri Hótel Borgar á þriðjudag og árita bók sína, frá kl. 1—5. Rafmagn skammtað á Norðurlandi — Dísilvélarnar eyða olíu fyrir 840 þús. kr. á sólarhring ALLT Norðurland varð rafmagns- laust um hrfð um kl. 18.30 f fyrra- kvöld og sfðan hefur þurft að skammta rafmagn. Er Norður- landi nú skipt i 4 skömmtunar- svæði, þannig að hver hluti hefur rafmagn í 6 klukkustundir, en rafmagnslaus f 2 klst. Miklar klakastfflur hafa verið f Laxá og orkuframleiðsla virkjunarinnar hefur komizt niður f 11 megavött en er 21 að jafnaði. Knútur Otterstedt rafmagns- veitustjóri Laxársvæðisins sagði, er við spjölluðum við hann í gær, að núverandi ástand hefði byrjað með því, að smátruflanir hefðu komið á hinum ýmsu veitum og um kl. 18.30 hefði rafmagn farið af öllu Norðurlandi vegna sam- sláttar á Laxárlinu. — En siðan fór rafmagnið aftur og þá var bilunin i háspennutengivirki við Laxá. Viðeerð lauk ekki fyrr en kl. 3.30 í fyrrinótt, en þegar setja átti rafmagn inn á kerfið aftur, gekk það ekki og eftir nokkra leit kom í ljós, ao rofi hafði bilað á Skagafjarðarveitu. Síðan hefur ekki verið hægt að keyra inn á Skagafjarðarlinuna. — Þá kom það líka í ljós, sem vió óttuðumst, sagði Knútur, að vegna mikils ofanveðurs og skafrennings mynduðust miklar klakastiflur i Laxá. Vió það féll orkufram- leiðslan úr 21 megawatti niður í 11. Þegar svo var komið var farið að huga að skömmtun og skiptum við svæðinu niður i 4 skömmtunarsvæði, þannig að hvert svæói er rafmagnslaust í tvo tíma, en hefur siðan rafmagn næstu 6 tímana. 1 augnablikinu hafa afköst Laxárvirkjunarinnar aukizt upp í 14 megawött, en við Framhald á bls. 47. 75% þátttaka í prestkosning- um á Akranesi MIKIL kjörsókn var hér í prest- kosningunum s.l. sunnudag. Tvö- þúsund fimmhundruð tuttugu og átta manns voru á kjörskrá. Nítjánhundruð og tveir kusu eða 75,2%. Kosningin hófst með þvi, að sóknarnefndin kom kl. 9 um morguninn saman á kjörstað og lásu þeir Sverrir Sverrisson, for- maður sóknarnefndar, og séra Jón M. Guðjónsson úr ritning- unni. Siðan var sunginn sálmur, enda margir góðir söngmenn komnir á kjörstað. Kostningunni lauk á sama hátt kl. 23 í gær- kvöldi. Atkvæði verða talin á fimmtudag á skrifstofu biskups. Júlfus. Holloway yfirflotaforingi, Þórarinn Þórarinsson formaður utanrikismálanefndar, Joseph Sisco og Einar Ágústsson utanríkisráðherra f upphafi fundarins 1 Ráðherrabústaðnum f gær. Dr. Joseph Sisco og Holloway yfirflotaforingi ræða við íslenzka ráðamenn „Vinnum að því að bæía enn góð og náin samskipti Bandarðkjanna og Wands” VIÐRÆÐUR Joseph Sisco, að- stoðarutanrfkisráðherra Bandarfkjanna, og James Holloways, yfirflotaforingja Bandarfkjanna, við fslenzka ráðamenn hófust f gærmorgun, er þeir hittu að máli dr. Kristján Eldjárn forseta, Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra og Einar Ágústsson utanrfkis- ráðherra. Sfðdegis f gær sátu þeir svo fund með utanrfkis- málanefnd Álþingis. 1 gær- kvöldi hélt Einar Ágústsson utanrfkisráðherra kvöldverðar- boð fyrir gestina. 1 dag fara Sisco og Holloway f heimsókn til Keflavfkurflug- vallar og sfðdcgis halda þeir fund með fréttamönnum. I kvöld verður sfðan boð f banda- rfska sendiráðinu og héðan halda gestirnar ásamt föru- neyti sfnu snemma f fyrramál- ið. Blaðamaður Mbl. náði rétt sem snöggvast tali af Joseph Sisco við komuna hingað til lands kl. 20.30 i fyrrakvöld, en hann og Holloway yfirflotafor- ingi komu hingað í sérstakri þotu Bandarikjastjórnar. Aðspurður um höfuðtilgang heimsóknarinnar hingað sagði dr. Sisco: „Islendingar og Bandarikjamenn hafa átt mjög Dr. Joseph Sisco og James Holloway við komuna til Islands f fyrrakvöld. góð og náin samskipti innan NATO og Atlantshafslandanna. Höfuðtilgangurinn með viðræð- um mínum og Holloways að- miráls við islenzka ráðamenn er að vinna að því að bæta enn þessi góðu samskipti. Við mun- um ræða mál, sem snerta bæði löndin og samskipti þeirra við aðrarþjóðir. Við spurðum ráðherrann því næst hvort hann myndi ræða framkvæmd hins nýja sam- komulags stjórna Islands og Bandarikjanna um varnarmál- in. „Við munum ræða ýmis al- þjóðleg vandamál, sem snerta hagsmuni beggja landa og svo innbyrðis mál okkar og ég geri ráð fyrir, að samningurinn verði einnig ræddur.“ Með þessum orðum kvaddi ráðherrann og hraðaði sér til bifreiðar Fredricks Irvings sendiherra Bandaríkjanna á Is- landi, sem beið hans ásamt lög- regluvernd og ók Sisco ásamt sendiherranum og Herði Helga- syni formanni Varnarmála- nefndar, sem tók á móti ráð- herranum fyrir hönd islenzku stjórnarinnar, áleiðis til Reykjavíkur, en dr. Sisco og Holloway yfirflotaforingi dvelja i bústað sendiherrans meóan á dvöl þeirra hér stend- ur. Dr. Sisco ræðir við Guðmund H. Garðarsson alþingsmann fyrir fundinn með utanrfkismálanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.