Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 21
Hörkukeppni í fyrsta víða- vangshlaupinu FYRSTA víðavangshlaup vetrar- ins, sem fram fór f Garðahreppi á laugardaginn, bauð upp á mikla og harða keppni, sérstaklega f kariafiokknum, þar sem það varð ekki séð fyrr en á sfðustu metrun- um hver yrði sigurvegarinn. Hlaupið var 2,2 km. og þegar um 100 metrar voru eftir að markinu voru þrfr hlauparanna hnff jafnir. Fór svo að Markús Einarsson, UBK, kom fyrstur i markið á 6:51,1 mín., annar varð FHingur- inn Róbert McKee á 6:51,3 mín., annar varð FH-ingurinn Róbert McKee á 6:51,3 mín. og þriðji varð Erlingur Þorsteinsson úr Stjörn- unni á 6:51,4 mín. Munaði þvf aðeins 3 sekúndubrotum á fyrsta og þriðja manni. Fjórði i hlaupinu varð svo Gunnar Þ. Sigurðsson, FH, á 7:15,5 mín., fimmti Guðmundur R. Guðmundsson, FH, á 7:36,0 mín., sjötti Magnús Haraldsson, FH, á 7:43,0 mín., sjö- undi Öskar Guðmundsson, FH, á 7:49,0 mín., áttundi Sigurður Haraldsson, FH, á 7:56,0 min., niundi Agúst Ágústsson, FH, á 8:20,5 min. og tiundi Sveinbjörn Kjartansson, FH, á 8:21,0 mín. I kvennaflokki bar Ragnhildur Pálsdóttir úr Stjörnunni öruggan sigur úr býtum. Hljóp hún á 3:40,1 min., en vegalengdin sem stúlkurnar hlupu var helmingi styttri en í karlaflokknum. Önnur í hlaupinu varð Anna Haralds- dóttir, FH á 3:42,4 mín., Hildur Harðardóttir, FH varð þriðja á 4:19,1 mín.og Kristjana Jónsdótt- ir, FH varð f jórða á 4:23,3 mín. Ali kjörinn beztur FRÉTTAMENN UPI — fréttastof- unnar kusu Muhammad Ali „iþrótta- mann ársins 1974", en úrslit at- kvæðagreiSslunnar voru nýlega birt. Hlaut Ali 173 stig I kosningunni, en annar I röðinni varS Johan Cruyff. knattspyrnumaSur frá Hollandi, með 147 stig. „íþróttakona ársins 1974" var kjörin Irena Szewinska frá Pól- landi, en hún setti á árinu heimsmet I 200 metra hlaupi — hljóp á 22,0 sek., og I 400 metra hlaupi; varð fyrst kvenna til þess að rjúfa þar 50 sek. múrinn, er hún hljóp á 49,9 sek. Þegar Muhammad Ali var birt niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sagði hann: „Þetta sannar bara það sem ég hef alltaf sagt. Ég er beztur. En ég er líka ánægður. Þrátt fyrir allt eru þetta mér óvænt og góð tíðindi." Sem fyrr segir hlaut Ali 173 stig í kosningunni og Cruyff 147 stig. Þriðji f röðinni varð belglski hjól- reiðamaðurinn Eddy Merckx sem hlaut 117 stig, síðan kom Filbert Bay frá Tanzanlu með 100 stig, þá tennisleikarinn Jimmy Conners frá Bandarikjunum með 99 stig, Franz Beckenbauer, knattspyrnumaður frá V-Þýzkalandi, hlaut 66 stig, Tim Saw, sundmaður frá Bandarikjunum, hlaut 64 stig, Emerson Fittipaldi, kappakstursmaður frá Brasiliu, hlaut 55 stig og Brendan Foster, frjáls- iþróttamaður frá Bretlandi, hlaut 41 stig og aðrir svo færri. Hjá kvenfólkinu hlaut Irena Szew- inska 215 stig, Ludmilla Tourisc- heva, fimleikakona frá Sovét- rikjunum, varð önnur I röðinni með 158 stig, a-þýzka sundkonan Korenlia Ender varð þriðja með 146 stig, siðan kom Chris Evert, banda- risk tennisstúlka, með 135 stig, Annemarie Moser Pröll, skíðakona frá Austurríki, hlaut 85 stig, Rose- marie Witchas, frjálsiþróttakona frá A-Þýzkalandi. hlaut 74 stig, banda- riska sundkonan Shirley Babashoff hlaut 56 stig, Faina Melnik, heims- methafi i kringlukasti frá Sovét- ríkjunum, hlaut 55 stig, Rita Salin, frjálsíþróttastúlka frá Finnlandi, hlaut 31 stig og Galina Kulakova, skiðakona frá Sovétrikjunum, hlaut 30 stig. Ellert B. Schram formaður KSI afhendir Matthfasi Hallgrfmssyni guilúrið fyrir 25 landsleiki f knattspyrnu. KSÍ HEIÐRAR ÞRJÁ KNATTSPYRNUMENN Á föstudagskvöldið hélt stjórn Knattspyrnusambands islands hóf að Hótel Sögu fyrir leikmenn fslenzka landsliðsins og konur þeirra, þar sem veitt voru verð- laun þeim knattspyrnumönnum sem unnu það afrek að leika sinn 20. og 25. landsleik á sumrinu. Frá þvf að Islendingar hófu að leika landsleiki hefur það verið venja, að heiðra þá leikmenn sem ná þeim áfanga að leika 20 og 25 landsleiki, og hefur sú verðlauna- afhending ýmist farið fram að þeim leik loknum, eða leikmaður- inn hefur náð þessum leikja- fjölda, eða eins og tiðkast hefur hin sfðari ár, að afhendingin fari fram á ársþingi KSl. Að þessu sinni ákvað stjórnin að bregða út af venjunni og halda sérstakt hóf fyrir leikmenn og konur þeirra, auk þess sem stjórnarmenn sam- bandsins og konur þeirra voru viðstödd. Ellert B. Schram, formaður KSt, ávarpaði leikmenn og þakk- aði þeim góðan árangur á liðnu keppnistfmabili, en eins og kunn- ugt er léku tslendingar þá fimm landsleiki. Gegn Færeyingum í Færeyjum, sem tslendingar unnu 3—2, gegn Belgíumönnum sem tslendingar töpuðu 0—2, gegn Finnum sem lauk með jafntefli 2—2, gegn Dönum f Alaborg sem Danir unnu 2—1 og að lokum jafnteflisleik við A-Þjóðverja f Magdaburg. Hvatti Ellert ieik- menn til þess að æfa vel f vetur og koma f góðu „formi“ til lands- leikjanna næsta sumar, en margir leikir eru þá fyrirhugaðir, bæði heima og erlendis. Þá afhenti hann Matthfasi Hallgrfmssyni frá Akranesi gull- úr frá KSl fyrir að hafa leikið 25 landsleiki, en þeim leikjafjölda náði hann f leiknum við Finna s.l. sumar. Einnig afhenti hann þeim félögum úr Fram, Asgeiri Elfas- syni og Guðgeiri Leifssyni, styttu af knattspyrnumanni, fyrir 20 landsleiki. Að lokum afhenti Ell- ert Jóni Gunnlaugssyni frá Akranesi landsliðsmerki, sem leikmenn fá fyrir sinn fyrsta landsleik. Lítil von hjá FH Drógust á móti a-þýzku meisturunum FH-INGAR drógust á móti a- þýzka liðinu Vorwaerts Frank- furt an-der Oder f átta liða úrsiit- um Evrópu-bikarkeppninnar f handknattleik. Á fyrri leikur lið- anna að fara fram hérlendis f janúar. Verður ekki annað sagt en að FH-ingar hafi verið heldur óheppnir að þessu sinni. Þótt ekki sé vitað mikið um þetta þýzka lið, er þó eitt öruggt — það er geysi- lega sterkt, eins og þýzk lið eru flest og margir hafa einmitt spáð þessu liði sigri f Evrópubikar- keppninni að þcssu sinni. Þá er það einnig slæmt fyrir FH-inga að þurfa að leika fyrri leikinn hér heima. Helztu möguleikarnir voru að reyna að tapa með sem minnstum mun i Þýzkalandi og vinna siðan heimaleikinn, með aðstoð hinna ágætu fslenzku áhorfenda, sem oft hafa ráðið úr- slitum f jöfnum leikjum. En vitanlega er of snemmt að afskrifa með öllu möguleika FH i keppninni. Nái Hafnfirðingarnir sér vel á strik getur allt gerst. Drátturinn i átta liða úrslitin fór fram f höfuðstöðvum Evrópu- sambands handknattleiksmanna i Basel f Sviss á laugardaginn. Drógust liðin þannig saman: Spartacus Budapest (Ungverja- iandi) —VFLGummersbach, (V- Þýzkalandi). Steaua Bucharest (Rúmenfu) — Skoda Pilsen (Tékkóslóvakfu) FH (tslandi) — Vorwaerts Frankfurt (A-Þýzkalandi). Borac Banja Luka (Júgóslavfu) — ArhusKFUM (Danmörku). Fyrri leikurinn á að fara fram á tfmabilinu 17.—23. janúar og seinni leikurinn á tfmabílinu 31. janúar — 6. febrúar. Þá var einnig dregið um hvaða lið skuli mætast f undanúrslitum Evrópubikarkcppni kvenna, og varð niðurstaðan þessi: KS Ruch Chorzow (Pollandi) — Spartak Kiev (Sovétríkjunum) FIF (Danmörku) — RK Loko- motiv Zagreb (Júgóslavfu) IEFS Bucharest (Rúmeníu) — Mor Mora Swift (Hollandi). Vasas Budapest (Ungverjalahdi — ZSKA Sofia (Búlgariu). Heimsbikarkeppnin hafin HEIMSBIKARKEPPNIN í skíðaíþróttum er nú hafin af fullum krafti. Um helgina fór fram mikið mót í Isere í Frakk- landi þar sem allt bezta skiða- fólk Evrópu var mætt til leiks. Fóru leikar svo i stórsvigs- keppni kvenna að Anne-Marie Pröll Moser frá Austurriki, handhafi heimsbikarsins frá siðasta ári, sigraði nokkuð örugglega á 1:22,22 min. önnur i keppninni varð Monika Kaser- er einnig frá Austurriki, á 1:22,74 min. og þriðja varð Fabienne Serrat frá Frakk- landi, á 1:22,82 min. 1 bruni karla bar Franz Klammer frá Austurriki sigur úr býtum á timanum 2:03,19 min. 1 öðru sæti varð Werner Grissmann frá Austurríki, á 2:04,01 min., og þriðji varð Michael Veith frá VesturÞýzka- landi, á 2:04,09 min. Staðan í stigakeppninni er nú svo i kvennaflokki að Anne Marie Pröll Moser hefur þegar tekið forystuna og er með 29 stig. Wiltrud Drexel frá Austurriki er i öðru sæti með 26 stig og Birgitte Zurbriggen frá Sviss er í þriðja sæti með 20 stig. I sveitakeppninni hefur Austurríki forystu með 81 stig, Frakkland er í öðru sæti með 37 stig og Sviss i þriðja sæti með 30 stig. 1 karlakeppninni er Franz Klammer í forystu með 33 stig, Piero Gros frá ítalíu er annar með 25 stig og þriðji er Werner Grissmann frá Austurríki og Ingemar Stenmark frá Svíþjóð með 20 stig. í sveitakeppninni hefur Austurríki forystu með 162 stig, V-Þýzkaland er með 46 stig og Italía 39.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.