Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 RAUÐI Krossinn á íslandi á fimmtíu ára starfsafmæli í dag. Þegar RK var stofnaður hérlendis höfðu alþjóðasamtök hans starfað í 61 ár. Ein af ástæðum þess að félag var ekki stofnað hér fyrr var að sem ófullvalda ríki gat ísland ekki tekið þátt í alþjóðlegu starfi. [ heimsstyrjöldinni fyrri höfðu Alþjóðasamtök RK unnið mikið starf, reynt að bera friðar- og sáttarorð milli aðila og auk þess innt af hendi hjálpar- og líknarstarf í ófriðnum. Rauði krossinn hafði að vísu fyrir styrjöldina 1 914—1 91 8 aflað sér trausts fyrir margháttuð störf [ þágu friðar- og líknarmála, en vegur RK óx mjög vegna framlags hans ípfriðnum. Formenn Rauða krossins Aðdragandi og stofnun Sumarið 1924 hafði komið hingað fyrir milligöngu Alþjóðasambands Rauða kross félaga yfirlæknir I danska hernum, Frants G.J. Svend- son að nafni. Flutti hann erindi ð fundi Læknafélags fslands og hvatti þar mjög til stofnunar íslandsfélags Rauða krossins. Munu læknar og ýmsir fleiri hafa byrjað undirbúning að stofnun. Þann 10. desember er siðan hald- inn stofnfundur i Kaupþingsal Eim- skipafélagshússins. Sveinn Björns- son, hæstaréttarmálaflutningsmaður og síðar forseti lýðveldisins íslands. og Steingrímur Matthiasson læknirá Akureyri voru meðal þeirra sem höfðu undirbúið málið og haft sam- band við Alþjóða rauða krossinn. j fyrstu lögum félagsins segir að tilgangur þess sé að veita aðstoð við sjúka og særða i friði og ófriði, þegar slys, voða eða farsóttir ber að hönd- um, að vinna að útbreiðslu Rauða kross hugmyndanna á íslandi í þeim tilgangi að glæða á þann hátt bræðraþel milli þjóða, að taka þátt i útbreiðslu I þeim tilgangi að bæta heilbrigðishætti þjóðarinnar og varna sjúkdómum, ef ófriður verður milli erlendra aðila; að stuðla að þvi að draga úr böli ófriðarins á þann hátt, sem félaginu er megnugt og að vinna að hvers konar umbótum til hollustu, hjúkrunar og heilsubóta hér á landi og við landið. Fyrsti formaður er siðan kjörinn Sveinn Björnsson, sem áður er getið. varaform. Gunnlaugur Claessen og ritari Guðmundur Thoroddsen. Auk þess voru kjörnir I framkvæmda- nefnd með þeim þeir Björn Ólafsson, Magnús Kjaran og L. Kaaber. Þann 9. marz 1925 veitti ríkis- stjórnin Rauða krossinum formlega viðurkenningu sem eina RK félaginu ar mætti starfa á landinu og nota merki sitt. Og í Alþjóðasamband RK- félaga gekk RKÍ svo 10. júni 1925. Árið eftir að félagið var stofnað gekkst Steingrimur Matthíasson læknir fyrir stofnun Akureyrardeildar og var hún lengi vel eina deildin innan RKÍ. Deildir eru nú nitján og er Reykjavíkurdeildin þeirra fjölmenn- ust og félagar í henni um 3 þúsund. Form. hennar er Ragnheiður Guð- mundsdóttir læknir. Bæði RK i Reykjavik og á Akureyri réðu til sin hjúkrunarkonur strax árið 1925. Á Akureyri var starfið fólgið i heimahjúkrun og efnalitlir sjúklingar fengu aðstoðina endurgjaldslaust. Hjúkrunarkona RKÍ starfaði yfir sild- veiðitimann á Siglufirði og siðar i Reykjavik og nágrenni. Frá byrjun janúar 1926 i Sandgerði. Var þetta hjúkrunarstarf mikils metið og brýn nauðsyn á þvi. Í Sandgerði reisti RKÍ sjúkraskýli með sérstakri baðdeild og var hvort tveggja mikið notað, enda var saman komið fólk svo hundruðum skipti á vertíðum í Sand- gerði á þeim árum. Verkefnin framan af Verður nú stiklað á stóru á þeim verkefnum sem RKÍ fékkst við fyrstu starfsárin, en óþart mun að kynna starfsemi RKÍ nú, svo umsvifamikil sem hún hefur verið. RKÍ kom á lagg- irnar forskóla fyrir hjúkrunarnema í Hjúkrunarkvennaskólanum. Hófst þessi starfræksla 1937 og var hald- ið uppi til 1949. Árið 1932 keypti RKI blaðið ,,Unga ísland" og sá um útgáfu þess f átján ár. Var það með efni yfir börn og unglinga og hugaði alveg sérstaklega að fræðslu um heilbrigðismál. „Almanak skóla- barna" gaf RKÍ öllum skólanemend um 12 ára og eldri og var þar að finna ýmsar heilsufarslegar ábend- ingar. 1941 —1968 gaf RKÍ sömu leiðis út timarit um heilbrigðismál, „ Heilbrigt lif". Frá árinu 1925 hefur félagið hald- Björn Tryggvason f rá 1971 Dr. Sigurður Sigurðsson 1941 — 1947 Björgúlfur Ólafsson 1 929— 1 933 Sveinn Björnsson 1 924— 1 926 Árin 1 964— 1 969 tók RKÍ þátt i þróunarverkefni i Nígeríu. Námskeið i skyndihjálp hafa alla tið verið mikill þáttur í starfsemi RKÍ. Myndin tekin við slíka stund i Hagaskóla 1 970 Davíð Scheving Thorsteinsson 1 96P —1971 Þorsteinn Scheving Thorsteinsson 1947—1961 Gunnlaugur Einarsson 1938— 1941 Dr Gunnlaugur Claessen 1 926_ 1929og 1933—1938 Sjúkrabílakostur RK og borgarinnar 1 944 ið fjöldamörg ókeypis námskeið um allt land um skyndihjálp og gefið út kennslubækur og leiðbeiningar um þau efni. Sömuleiðis hefur RKÍ hald- ið námskeið I heimahjúkrun og með- ferð ungbarna. Reykjavikurbær hafði átt sjúkra- bifreið I nokkur ár, þegar RKÍ var stofnað. RKÍ gekkst svo fyrir þvi að önnur bifreið var keypt og notuð til sjúkraflutninga utan Reykjavikur. Síðan hefur RKÍ og siðan Reykjavik- urdeildin annast sjúkraflutninga i samvinnu við Slökkviliðið og Reykja- víkurborg og ræður nú yfir 5 bifreið- um, en samtals eru 15 bílar starf- ræktir beint eða óbeint á ýmsum stöðum á landinu, undir handleiðslu RKÍ. Framkvæmdastjóri var ráðinn til félagsins i fyrsta sinn árið 1938, eða fjórtán árum eftir að félagið var stofnað. Siðastliðin sex ár hefur Eggert Ásgeirsson gegnt þeirri stöðu. Er hér var komið sögu voru veður öll válynd og styrjaldarhættan vofði yfir Evrópu. Frá starfi RKÍ á striðsár- unum er sagt í öðrum greinum I tilefni afmælisins og verður þvi ekki vikið að því sérstakleg hér. Sumardvalarheimili RKÍ hóf starf- rækslu 1 952 og var það rekið i fjölda ára og er verið að byggja það starf upp á ný. Eins og fram hefur komið eru nú 19 deildir innan RKÍ og starfa þær að margvislegum verkefnum, blóð- söfnun, fjársöfnun til nauðstaddra, kennslu i skyndihjálp, útlánum sjúkragagna til veikra og sjúkraflutn- inga o.fl. Blóðsöfnunarbíl fékk RKÍ að gjöf frá Seðlabankanum fyrir sjö árum og hefur hann verið rekinn I samvinnu við blóðbankann. Reykjavikurdeildin er stofnuð árið 1950 og var sr. Jón Auðuns, fyrrver- andi dómprófastur, fyrsti formaður. Kvennadeildin varstofnuð 1966 og hafa þær deildir unnið mikið og merkt starf. Má nefna sjálfboðastarf kvennadeildarinnar við rekstur sölu- búða á sjúkrahúsunum, heimsóknir til aldraðra og sjúkra, bókaútláns- vinnu á sjúkrahúsum og ótal margt fleira. Form. kvennadeildarinnar er Katrin Hjaltesteð. Geta má að síðustu tólf árin hefur RKÍ verið til aðstoðar Flóttamanna stofnun S.þ. við fjársafnanir. Er hér aðeins talin upp nokkur atriði i giftudrjúgri sögu RKÍ, sem allir landsmenn eiga þakkarskuld að gjalda. Fáeinir punktar úr starf- semi Rauða krossins +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.