Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 eftir JON AÐAL- STEIN JÓNSSON ÞÁ HEFUR póst- og símamála- stjórnin birt ákvörðun sína um frímerkjaútgáfur á árinu 1975. Kom tilkynning hennar hér í Mbl. 28. f.m. og er því óþarft að fjölyrða um hana í einstökum atriðum. Ef rétt er skilið, verður hér um 13 ný frímerki að ræða, og er þá um örlitla fækkun frá því á þessu ári og eins 1973. Á árinu, sem nú er að kveðja, komu út 15 frimerki, og er það óvenjumikið, enda líka þjóðhátíðarár, þar sem 11 frí- merki voru gefin út af því til- efni einu. Að minum dómi er sjálf- sagt, að frímerkjaútgáfu hvers árs sé i hóf stillt. Um eitt skeið gaf póststjórnin út árlega frá 7 til 10 frímerki, og veit ég, að margir safn- arar eru þeirrar skoðun- ar, að sú tala sé nokkuð hæfileg. Auóvitað er erfitt að fastákveða tölu nýrra frímerkja á ári hverju, en ég hygg, að ísl. póststjórnin eigi fremur en hitt að vera íhaldssöm í þessum efn- um. Þá hefur sú hugsun verið nokkuð áleitin við mig, að gefa eigi út almenn frímerki, eins og fyrr á árum var venja, og þá ekki fyrirferðarmeiri á bréf en t.d. gömlu Gullfoss-merkin eða fiska-merkin. Slík frímerki eru engu siður eftirsóknarverð fyrir safnara en eilíf minningarfrímerki af þessu eða hinu tilefninu, en þá verður eðlilega að vanda vel til þeirra, bæði um val mynda og eins um prentun. Vissulega má hér ekki gleyma þvi, að við höf- um búið við verðbólgu og óstöðugt verðlag um langt ára- bil. Það hefur aftur haft I för með sér svo örar breytingar á burðargjöldum póststjórnar- innar, að henni hefur reynzt nauðsynlegt að gefa út ný og hærri verðgildi oft á ári. Af þeim sökum er e.t.v. erfitt að fara eins að og áður tíðkaðist, þ.e. nota frimerki með sama verðgildi árum saman og einungis endurprenta það eftir þörfum. Engu að síður álít ég, að hina fyrri stefnu um frí- merkjaútgáfu beri að hafa í dag á pósthúsinu í Vestmanna- eyjum og síðan árlega hinn 23. janúar um óákveðinn tima. Póststimpill þennan hefur frú Margrét Arnadóttir teiknað. Sýnishorn hans fylgir þessum þætti, og verður ekki annað séð en hann sé mjög táknrænn fyrir þá hörmungaratburði, sem gerðust á Heimaey árið 1973. Er enginn efi á, að stimpill þessi verður eftirsóttur af söfnurum. Ný sænsk frímerki Sænska póststjórnin gefur út þrjú frímerki 10. þ.m. til að minnast Nóbelsverðlaunahafa árið 1914, að verðgildi 65 og 70 framan við háskólann í Vín, en hann fékk verðlaunin í læknis- fræði. Síóar varð hann pró- fessor við háskólann f Uppsöl- um í Svíþjóð. Frímerki þessi eru teiknuð af Lennart Forsberg og grafin af Arne Wallhorn, en djúpprent- uð í frimerkjaprentsmiðju sænsku póststjórnarinnar í Stokkhólmi í rúllum með 100 frímerkjum. Þar af leiðir, að þau hafa einungis lóðrétta tví- hliða tökkun. Að venju er notaður sér- stakur fyrstadagsstimpill með tákni Nóbelsstofnunarinnar. Þennan sama dag gefur sænska póststjórnin einnig út tvö frímerki í tilefni 50 ára afmælis sænska útvarpsins, Sveriges Radio. Eru þau bæði að verðgildi 75 aurar. Annað frímerkið táknar starfsemi útvarpsins. Á því er mynd af Sven Jerring og tveim- ur börnum I þættinum „Póst- kassi barnanna". Hóf sá þáttur göngu sína 1925 og var þannig einn fyrsti fasti þáttur útvarps- ins og var í 47 ár undir stjórn sama manns. Hitt frímerkið minnir á sjón- varpið og starfsemi þess og sýnir litmyndavél i gangi við Osq Ar | I ík faw'v* \ 3 * x!!gMi' ■ '1 SVERIGEU 75 huga, þegar aðstæður Ieyfa slfkt. Fyrstu islenzku frímerkin á næsta ári verða með myndum af eldgosinu á Heimaey. Koma þau út 23. janúar, en þá eru liðin tvö ár frá því eldgosið hófst. Merkin verða tvö, 20 og 25 kr. að verðgildi, og birtust myndir af þeim með áður- nefndri tilkynningu. Sérstakur stimpill verður notaður þann aurar og 1 króna. Á 65 aura merkinu er mynd af Max von Laue (1879—1960) framan við háskólann f Munchen, en hann fékk verðlaun í eðlisfræði. Á 70 aura merkinu er mynd af Theodore W. Richards (1868—1928) framan við Harvard-háskóla í Cambridge í Bandaríkjunum, en hann fékk verðlaun í eðlisfræði. Á 1 krónu frímerkinu er svo mynd af Robert Bárány (1876—1936) upptöku af umræðum í ríkis- deginum sænska. Var þessi mynd sérstaklega valin vegna þess, að menn voru mjög á báð- um áttum, þegar sjónvarpið hóf göngu sfna, hvort sjónvarpa ætti beint frá umræðum í þing- inu, þar eð menn gætu mis- notaó það á margan hátt. AÐ SAFNA MYNT Hvers vegna verða menn myntsafnarar? Sjálfsagt liggja til þess næsta ólíkar aðstæður frá manni til manns. Ég t.d. varð myntsafnari, er ég fór að safna saman í myntalbúm handa eldri dóttur minni. Komst þá að því, að í kössum, skúffum, buddum og boxum og baukum á minu heimili, foreldra og tengdaforeldra lágu hinir og þessir aurar og krónur, annaðhvort stakt eða í slöttum. Þegar ég var svo búinn að ná saman einu safni af kórónu- og lýðveldispeningum lá beinast við að halda áfram og ná öðru. Eg náði því ekki að öllu leyti á þeim slóðum, sem ég hefi að ofan greint. Gekk svo í Mynt- safnarafélag Islands og þar gat ég með því að skipta á pening- um, sem ég átti fleiri en einn af t.d., fengið annan, sem mig vantaði. Eg náði þannig allgóðu safni af íslenzkri mynt, en tók um leið þá bráðskemmtilegu bakteriu, sem leiðir til mynt- söfnunar. Svipaða sögu hygg ég að margir hinna 250 félaga Myntsafnaraféla'gsins hafi að segja. Söfnunarnáttúran liggur nokkuð djúpt I mannseðlinu samhliða þörfinni eða ósk- hyggjunni aó eiga eða eignast eitthvað. Margir eru—fæddir safnarar, eins og það er kallað, aðrir ávinna sér þennan eigin- leika eftir því sem efni og tími leyfa. Myntsöfnun og Islands- sagan eða mannkynssagan eru skyld efni. Myntsöfnun leiðir hugann að því, sem var að gerast þegar hinar ýmsu myntir eða seðlar komu út. Litill peningur getur sagt merkilega sögu, svo sem Kúfiskurpening- ur I Gaulverjabæjarsjóðnum eða rómverskur peningur fund- inn á Suó-Austurlandi, svo dæmi séu tekín úr bókum dr. Kristjáns Eldjárns. Ég gat þess áður, að ég hefði náð saman safni af kórónu- og lýðveldismynt. Þannig er það sem flestir íslenzkir safnarar byrja. Og það er góð byrjun. Það er af nógu að taka. Elzta íslenzka inyntin er frá árinu 1922. Fram að þeim tíma hafði verið notuð hér aðallega dönsk mynt, einnig gUti hér önnur mynt frá Norðurlöndum, ef á þurfti að halda. Staffan Björk- man, ágætur sænskur mynt- fræðingur, sem gaf út bækling- inn „Myntir Islands" árið 1965 lætur þess þó getið að árin 1836 hafi Friðrik sjötti Dana- konungur látið myntsláttuna í Altona slá tveggja, þriggja og fjögurra skildinga skiptimynt til notkunar á Islandi og I her- togadæmunum. Þar sem ekki virðist hafa neitt sérstaklega orðið vart við peninga þessa hérlendis, má gera ráð fyrir, að fáir þeirra hafi komið til lands- ins og því varasamt að telja þá til íslenzkrar myntar. Margir íslenzkir safnarar hafa safnað danskri mynt, sem slegin hefir verið eftir að samkomulag var gert um mynteiningar á Norðurlöndum 1873, þ.e. krón- um og aurum, fram að 1922, er íslenzkt mynt tók við. Vandinn við myntsöfnun er nefnilega sá að takmarka það svið, sem mað- ur vill safna. Ef sviðið er of þröngt, verður það varla safn, ef sviðið verður stórt, getur það orðið hverjum manni of viða- mikið. Það svið, sem hér greinir að framan, lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en peningarnir verða nú allmargir þegar allt kemur til alls og margir þeirra ill- eða torfengir og dýrir að lokum. Hafa ber í huga að ekki er nóg að eiga einhvern pening með ákveðnu ártali, peningurinn verður að vera góður; því minna slitinn, sem hann er, því verðmætari er hann. Mynt frá ofangreindum árum er oft á uppboðum hjá Myntsafnarafélaginu og er einnig í myntverzlunum. Einn- ig eru margir myntsafnarar, sem eiga fleiri en einn pening af hverri árgerð, sem þeir vilja láta í skiptum fyrir annan, sem þá vantar. Þannig verða tengsl myntsafnara til og þannig er einmitt komin ein af ástæðun- um fyrir að Myntsafnarafélagið varð til. Skrár um mynt og myntverð- listar leiðbeina söfnurum um útgáfuár og verðmæti einstakra peninga. Stundum er maður heppinn og finnur i fórum sín- um pening, sem hefir hækkað mjög í verði. Ég verð að geta FRlMERKJA- og myntþætt- irnir hér á sfðunni áttu að sjálfsögðu að birtast f blað- inu s.l. laugardag með ýms- um öðrum þáttum, en vegna mistaka varð það ekki. Morgunblaðið biður um- sjónarmenn þáttanna vel- virðingar á þessum mistök- um. þess hér, að nýlega hefir verið sleginn íslenzkur peningur, sem áreiðanlega á eftir að 20- faldast i verði á nokkrum mánuðum. Mun ég gera nánari grein fyrir peningi þessum fljótlega upp úr áramótunum. Annars er venjan sú, að safnarar verða að borga dýrum dómum sjaldgæfa peninga. Myntsafnarar eru ekki endi- lega alltaf að velta fyrir sér hversu verðmætt safn þeirra er eða hversu verðmætt það kann að verða i framtíðinni. Miklu ríkari er söfnunareðlið, sem ég hefi nefnt hér að framan. Það eftir RAGNAR BORG spillir þó ekki fyrir ef maður hefir heppnina með sér stöku sinnum. Agæt leiðbeiningarbók fyrir safnara fæst hjá mörgum bóksölum. Heitir bókin „De gamle mönter“, er úr bóka- flokki Gyldendals, Kubusböger. Höfundur bókar þessarar er hinn þekkti myntfræðingur og myntkaupmaður Johan Chr. Holm, en hann kom til fyrir- lestrarhalds fyrir ári siðan á vegum Myntsafnarafélagsins og Norræna hússins. Holm hef- ir einnig ritað bókina „Nordiske Mönter efter 1808“, sem gefin hefir verið út af Poli- tikens Forlag. Þeirri bók fylgir einnig skrá um verðmæti hinna J&ERIGE /Q SVERIGE Reynslan leiddi þó annað í ljós, og þegar þingið flutti í nýtt hús fyrir fáum árum, má segja, að þar hafi verið komið fyrir sér- stakri sjónvarpsstöð. Frímerkin eru teiknuð af Svenolov Ehrén og grafin af Czeslaw Slania, en djúpprentuð í prentsmiðju sænsku póst- stjórnarinnar í rúllum með 100 frímerkjum og eru því með lóð- réttri tvíhliða tökkun. FYRIR skömmu var tilkynnt, að á næsta ári yrði hafin útgáfa á nýstárlegum fyrstadagsum- slögum, þar sem bæði verður á frímerki og minnispeningur. Er þessi útgáfa sögð vera á vegum Alþjóðasambands póstmeist- ara, sem aðsetur hefur i Sviss. Hér er að margra dómi um mjög svo hæpna starfsemi að ræða. Verður því nánar fjallað um útgáfu þessa i næsta þætti eftir hálfan mánuð. Sérstimpill er notaóur við Framhald á bls. 47. ýmsu peninga, sem gefnir hafa verið út á Norðurlöndum. Sú verðskrá, sem almennast er not- uð af íslenzkum myntsöfnurum er myntverðlisti Siegs; kemur listinn út árlega og eru hinir ýmsu peningar frá Norðurlönd- um þar allvel gæðaflokkaðir og verðlagðir með tilliti til þess hve vel eða illa þeir eru farnir, hve algengir þeir eru meðal safnara o.s.frv. Sama forlag hefir einnig gefið út seðlaskrá Norðurlanda. Frímerkjamið- stöðin í Reykjavík gefur út bók- ina „islenzkar myntir" árlega. Er þar að finna skrá um út- gefna íslenzka mynt frá 1922, minnispeningana frá Alþingis- hátiðinni 1930, Lýðveldishátíð- inni 1944. Skráðir eru þekktir vöru og brauðpeningar, lengist listinn ár frá ári eftir því sem fleiri gerðir þeirra koma í leit- irnar. Að lokum eru myndir af íslenzkum seðlum allt að útgáfu Seðlabankans. Auk ýmissa upp- lýsinga í ritinu um eintaka- fjölda myntar frá hinum ýmsu útgáfuárum, er leitast við að verðleggja seðlana og pening- ana eftir þvi sem tök eru á. Arlegar hækkanir á mynt undanfarin 5—10 ár eru meiri en svæsnasta óðaverðbólga. Hefir mörgum myntsafnaran- um fundist hann gera góða fjár- festingu um leið og hann iðkar þetta skemmtilega tómstunda- starf. Ofangreindar bækur svara flestum spurningum varðandi okkar mynt og nágrannaþjóðanna, en ef menn eiga peninga í fórum sínum, eða seðla, sem þeir ekki kunna deili á, er hægt að notfæra sér lesendaþjónustu Morgunblaðs- ins og skrifa okkur bréf, með sem gleggstum upplýsingum. Látið fylgja mynd eða teikn- ingu og hverra upplýsinga Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.