Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974
45
J
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jöhanna v
Kristjónsdöttir
þýddi ,
70
slæmt að vera hankaður, en að
mistakast í þessu — mikilvægasta
verki lífs síns það var ófyrirgef-
anlegt og gæti orðið til að hans
eigin menn afneituðu honum.
Þeir verða að komast til hennar,
hugsaði hann. Og hann vonaði af
öllu hjarta þeir yrðu nógu fljótir
til. Hann hafði hringt í bezta sam-
starfsmann sinn og þann sem bar
höfuðábyrgð á Reggazzi-málinu
og hann treysti honum til að láta
þetta ekki fara í hundana.
King leit upp og sá að mennirn-
ir horfðu rannsakandi á hann.
— Ég þarf að fara á salernið,
sagði hann.
Fyrir enda gangsins var litið
salerni. Þeir stóðu við dyrnar í
hálfa gátt og biðu eftir honum.
Hvað var klukkan? Honum fannst
allt vera á fleygiferð inni í höfð-
inu á sér og hann langaði mest til
að öskra á þá og skipa þeim að
segja sér hvað klukkan væri. Það
voru sjálfsögð mannréttindi að fá
að vita, hvað liði tímanum. King
ávitaði sjálfan sig. Þetta voru
fyrstu merki þess að hann væri að
gefa sig. Og þó myndi líða langur
timi unz hann gæti látið eftir sér
þann munað að gefast upp.
Nú tóku nýir menn við. Ef þeir
unnu á tíu stunda vöktum þýddi
það að kominn var mánudags-
morgunn. Hann reyndi að herða
sig upp. Ég verð að standa þetta
af mér enn um hríð sagði hann.
Það varð að ljúka málinu drepa
Regazzi og láta myrða Elizabethu.
Þá fyrst gæti hann leyft sér að
stinga smábitum upp í þá. Hann
gekk aftur að stólnum sínum og
settist og leit á þessi þrjú nýju
andlit.
— Jæja, herrar mínir. Kannski
þið leyfið mér að kveðja lögfræð-
ing minn á vettvang, sagði hann.
Peter Mathews hafði ekki kom-
ið blundur á brá alla nóttina.
Hann hafði setið i bílnum sínum I
hnipri og reykt og starað á dyrn-
ar. Hún hafði ekki farið úr ibúð
sinni, nokkrir höfðu komið og far-
ið, en hann hafði ekki trú á að
tengiliður hennar myndi koma
sjálfur. Hann hringdi tvívegis um
nóttina til að spyrjast fyrir um
King.
Þar var ekkert að gerast var
honum sagt. Hann hafði heldur
ekki búizt við að neitt gerðist í því
strax. Leary þekkti þessa mann-
gerð og það voru aðeins fáráðling-
ar sem vanmátu þrek þrautþjálf-
aðs sovétnjósnara. Persónuleg
skoðun Mathews var sú, að þeir
væru alltof mildir við hann. En
hann vissi að ekki þýddi fyrir
hann að blanda sér í það.
Klukkan var átta og það var
orðið bjart og borgin var vöknuð
til lífsins á ný eftir helgina. Um-
ferðarvörður kom til hans og skip-
aði honum að færa bilinn tafar-
laust, þetta væri ekki bifreiða-
stæði. Mathews sýndi honum
kortið sitt og maðurinn hneigði
sig lítiliega og baðst afsökunar.
Peter stakk kortinu aftur i vasa
sinn. Hann fór að óska þess að
hafa tekið með sér kaffi á brúsá,
en hann þorði ekki að víkja af
verðinum eitt andartak, Elizabeth
gat birzt á hverri stundu.
Hann ákvað að færa sig um set
inn á bílastæðið, og hugsaði með
sér að hann gæti laumað nokkrum
dölum að verðinum til að fá að
vera þar, enda þótt bilastæðið
væri einvörðungu fyrir heima-
menn. En Mathews og vörðurinn
voru kunnugir. Þegar hann var að
setja bilinn af stað kom sendibill
frá sjónvarpsverkstæði aðvífandi
og varð rétt seinni til að ná stæð-
inu. Mathews varð allt í einu glað-
vakandi. Kannski var það eðlis-
ávisunin sem sagði honum að hér
væri ástæða til að vera á verði.
Flestir sendibilstjórar hefðu rifið
kjaft út af því að missa af stæði,
setn þeir höfðu ætlað sér.' Þessi
hafði ekki sagt orð og kannski var
það vegna þess hann vildi ekki
láta á sér bera. Hann setti sendi-
bílinn skammt frá, þar sem hann
var fyrir þremur öðrum bílum og
hvarf i flýti inn í húsið. Peter
eyddi ekki tima til að hugsa síg
um, heldur þaut á hæla honum.
Það var eitthvað bogið við þennan
vinnugallaklædda mann, þótt
hann gerði sér ekki grein fyrir
hvað það var.
— Hvert fór viðgerðarmaður-
inn? sagði hann 'móður og más-
andi við húsvörðinn.
— Upp til ungfrú Cameron.
Hann sagði hún hefðisent út boð
um að sjónvarpið hennar væri
ekki í lagi. Hann sagði það væri
mikið að gera i dag, vegna þess að
sem flestir vildu fylgjast með I
hátíðagöngunni.
Auðvitað var þetta fyrirsláttur ,
og Mathews var í einu skrefi kom- I
inn að lyftunni. Vinnugalli og |
sendibíll. Einmitt þannig gætu •
þau hafa talað sér saman um að '
maðurinn sem hún var að vernda |
kæmist til hennar og hún gæti I
siðan farið fáeinum minútum á :
eftir honum. Og þess vegna hafði I
hann forðast að vekja á sér at- I
hygli, þegar hann missti af bíla-
stæðinu fyrir utan. Hann hafði
ekki dirfst að vekja athygli á sér.
Lyftan hélt áfram upp og Peter
hafði höndina á byssunni i vasa
sinum.
Elizabeth var i dagstofunni,
þegar dyrabjallan hringdi. Hún !
hafði vaknað í bíti um morguninn I
og hvert aukahljóð vakti henni
ótta og skelfingu. Hún hafði farið
fram í eldhúsið og búið til kaffi og
reynt að róa sjálfa sig. öryggis-
keðjan var á dyrum hennar og
hún reyndi að segja við sjálfa sig
að hún hefði ekkert að óttast og
nú væru aðeins fáeinar klukku
stundir, þar til hún legði af staó
til flugvallarins.
Hún var fullklædd og reiðubúin
til að fara, þegar bjallan hringdi.
Hún bjóst við það tæki að minnsta
kosti eina og hálfa klukkustund
að komast út á Kennedyflugvöll. I
töskunni hennar var hún með
bréf sem hún hafði skrifað kvöld-
ið áður. Það var til Francis Leary
og hún ætlaði að senda það um
leið og hún og Keller gengju um
borð i flugvélina. Þegar bjallan
hringdi stirðnaði hún upp af
ólýsanlegri skelfingu.
Aftur kvað hringing við og var
sem kenndi óþols í hringingunni.
Keller. Kannski var það Keller,
sem hafði breytt áætlunum sínum
og hafði ákveðið að koma beint til
hennar. Hún sá að húnninn
hreyfðist.
— Hver er það?
Hinum megin við dyrnar hafði
maðurinn tekið byssuna upp úr
vasanum og hann var reiðubúinn
að skjóta gegnum dyrnar. Hann
þurfti aðeins að tryggja sér að
hún stæði við dyrnar, skotið
myndi fara i gegnum hana.
— Ungfrú Cameron? Eruð þér
þarna?
VELVAKAIMDI
----------!-----------------"j
Velvakandi svarar i sima 10-100
kl 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags
____________________________
0 Enn um
„fullveldissam-
komuna“
Þ.Þ. skrifar frá Akureyri:
„Kæri Velvakandi.
Dagskrá útvarpsins kl. 14 á
mesta merkisdegi þjóðarinnar var
fullveldissamkoma stúdenta í Há-
skólabíói.
Yfirskrift samkomunnar var:
ísland, þjóðsagan og veruleikinn.
Ekki amalegt.
Ég flýtti mér að vaska upp og
settist i hátiðaskapi með prjónana
mína í bezta stólinn, og hlakkaði
mikið til að hlusta sem sannur
íslendingur og aðdáandi þjóðsög-
unnar.
En hvilik vonbrigði.
Ég spyr: Er það hægt í lýð-
frjálsu landi, að fámennur hópur
kommúnista fái útvarpið í lið með
sér til að hella yfir þjóðina
pólitísku ofstæki og áróðri? Er
maður alveg varnarlaus fyrir
þessum ósóma? Getur þú eða ein-
hver, sem þetta les, upplýst mig,
fávísa konuna, hvernig svona lag-
að geti átt sér stað, og hverjir beri
ábyrgðina?
Ég mótmæli þvi, að 1. desember
verði oftar vanhelgaður á þennan
hátt, og veit, að meiri hluti þjóð-
arinnar er mér sammála.
Þess vegna eigum við að taka
höndum saman á móti þessari
pest sem kommúnisminn er.
Væri ekki ráð að láta útvarpa
þessari dagskrá aftur og fá ein-
hvern mætan mann eða menn til
að koma með skýringar og aðvar-
anir. Ég kveð þig svo, Velvakandi,
í þeirri von og trú, að einhverjir,
mér færari, láti þetta mál til sin
taka.
Þ.Þ.“
# Hryðjuverk og
böðulsháttur í
sjónvarpi
Borgari skrifar:
„Heiðraði Velvakandi,
„Næst á dagskránni er brezk
sakamálamynd“. Svona tilkynn-
ingar eru æði oft í sjónvarpinu og
svo fylgir hryllingurinn á eftir.
Hvert stefnum við, hver stjórnar
ferðinni og hvað er til ráða til
þess að fá stefnunni breytt?
Svona spyr ég sjálfan mig oft, og
svo oft, upp aftur og aftur. Ég
reyni að svara mér sjálfur og fæ
ávallt sama svarið. Svar mitt er
hér sett fram til umsagnar ykkar,
sem þessar línur lesið. Má vera að
ég sé of svartsýnn, þó efa ég það
mjög.
Ég hóf þessa hugvekju mína
með þvi að vitna í sjónvarpsdag-
skrána og einmitt hún er skot-
spónn minn hér.
Það fer ekki framhjá neinum að
hryðjuverk hverskoriar og lestir
vaða hér uppi og ef siglt er mikið
lengur með sömu stefnu, fer þessi
þjóðarskúta okkar upp á sker,
brotnar, sekkur og við velkjumst
um í hafrótinu skelfingu lostin og
engrar björgunar von. Við höfð-
um siglt of lengi ranga stefnu,
stefnu, sem flytur okkur óðfluga
að boðanum, sem við vissum af en
hirtum ekki um að stýra hjá. Við
spyrjum hvort annað, þegar við
lesum dagblöðin eða hlustum á
útvarpið flytja okkur hverja
skelfingarfréttina af annarri,
hvar stöndum við og hvert er
stefnt?
0 Hlutverk
sjónvarpsins
Það fer ekki á milli mála að
sjónvarpið, sem er svo til á hverju
heimili í dag, er sterkur fjölmiðill
og margt af því, sem þar fer fram
situr eftir í meðvitund þeirra sem
á horfa og ekki sist unglinganna
og barnanna. Þvf er það skylda
þeirra manna, sem hafa á
höndum val efnis í þennan fjöl-
miðil, að þeir noti hann ekki til
þess að koma fram einhverjum
hugðarefnum sinum, sem gætu
verið sálarspillandi sori, ef við-
komandi er þannig gerður að
hann sér ekki nema lítinn hring í
kring um sjálfan sig. Sjónvarpið
er svo til inni á hverju heimili.
Það er heimskuleg blekking að
halda að nægilegt sé að segja að
þessi og þessi mynd sé ekki ætluð
börnum. Börnin hafa tækifæri til
þess að fylgjast með öllu því, sem
fram fer og gera það viðast hvar.
Það er fullkomið ábyrgðarleysi að
senda inn á heimili landsmanna
hryðjuverkamyndir, sýnikennslu
í morðum, hnífstungum, kyrk-
ingum og öðrum böðulshætti. Ég
spyr: hverjum er verið að gera
gott? Engum, svara ég. Ég spyr
aftur, hverjum er verið að gera
illt? Miklum meirihluta lands-
manna og þá sér í lagi óharðnaðri
æsku í uppvexti og mótun.
% Notkun sjónvarps
til góðs eða ills
Sjónvarpið má ekki vera i •
höndum manna sem ekki skilja |
gagn þess og hugsanlegt tjón. Það I
getur verið til mikils gagns sem :
fræðari og hefir verið notað víða I
til beinnar kennslu. Það getur I
líka verið fræðari á fleiri sviðum >
en til þekkingar á náttúrunni og '
til þess að kynnast lifnaðarhátt- |
um dýra og manna fjarri okkar ■
heimkynnum, það getur verið J
kennslutæki i morðum og hryðju- I
verkum. Það ve/ður svo með tim- I
anum að engum finnst mikið til ■
koma að sjá mann skotinn til *
bana, það verður að rífa líkið i I
tætlur, setja hausinn á prik. Allt I
stefnir i þessa átt. Ef lengur er !
stefnt í þá átt, sem sjónvarpinu er I
stýrt i dag, lendum við í ógöngum. |
Við höfðum sóma af þvi að ■
banna hnefaleik á sinum tima •
Það var gert að vel yfirveguðu |
ráði. Nú skulum við hugleiða ■
hvort við ættum ekki að banna '
allar hryðjuverkamyndir og I
morðmyndir í sjónvarpinu, I
hreinsa út allan sora hverju nafni ,
sem nefnist og þá megum við »
vænta einhvers árangurs af |
þessum fjölmiðli til góðs. Meðan ■
horfir sem horfir, megum við eiga •
von á vaxandi voðaverkum og |
getum sjálfum okkur um kennt að l
láta nokkra menn vaða yfir höfuð J
okkar með kennslu í morðum og «
glæpum inni í okkar eigin stofum. |
Borgari.“ ■
— Olíudeila
Framhald af bls.7
nokkuð lýðræðislegu þjóð-
skipulagi.
Eystrasalt var „sænskt
stöðuvatn" þar til snemma á
18. öld. Á þeim tímum náði
Rússland ekki að Eystrasalti,
og jafnvel mýrarsvæðið við
ósa Neva-fljótsins, þar sem
St. Pétursborg (Leningrad)
átti eftir að rísa, var hluti
sænska héraðsins Ingerman-
land. Þegar svo tók að saxast
á sænska stórveldið, teygðist
að sama skapi úr Rússlandi
út að Eystrasalti.
í síðari heimsstyrjöldinni
færðu Sovétríkin út yfirráða-
svæði sitt frá mjórri land-
ræmu við Leningrand í
strandlengju, sem nær frá
Póllandi til norðurstranda
Finnlandsflóa, tæpum 200
kílómetrum fyriraustan Hels-
inki. Á þessum fimm
styrjaldarárum innlimuðu
Sovétríkin hluta fyrrum
Austur-Prússlands, Eystra-
saltsríkin þrjú Eistland, Lett-
land og Lithauen, og neyddi
Finna til að láta af hendi
suð-austurhorn lands síns.
Sambúð Finna við Sovét-
ríkin einkennist af sérstakri
eftirlátssemi, og Rússar hafa
ekkert við þá að sakast varð-
andi lögsögu á Eystrasalti,
En Svíar halda fast við sjálf-
stæði sitt, og því til stuðnings
hafa þeir mikinn og vel búinn
varnarher. Svlar vilja vera
hlutlausir og standa á eigin
fótum — að minnsta kosti
eins og er.
Á öryggisráðstefnu
Evrópu hafa Sovétríkin virzt
driffjöðurin á bak við kröf-
urnar um að núverandi
landamæri ríkjanna haldist
áfram óbreytt. En á norður-
slóðum Evrópu virðist sem
Rússar séu að narta I svæði á
hafsbotninum, sem Svíar og
Norðmenn hafa talið vera
sína eign frá þvl fyrir vlkinga-
tlmann.
AUGLÝSIIMG ATEIK IVl ISTOFA
MYNDAMÓTA
Adalstræti 6 simi 25810
STIGAHLÍÐ 45-47 SÍMI 35645
folaldabuff
folaldagúllas
folaldahakk
folaídakarbonade
folaldabjúgu
saltað folaldakjöt
reykt folaldakjöt
Úrvals kjötvörur
alveg eins og þér
viljið hafa þær.