Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 Moröbrennan <>(j aflökurna'r i IIiuiaþinqi Seinni hluti BÖK Guðlaugs Guðmundssonar ber því glöggt vitni, hve sú morð- brenna, sem ræmdust hefur orðið hér á landi að Njálsbrennu og Flugumýrarbrennu undanskild- um, er ennþá sárhugstæð þeim Húnvetningum, sem á annað borð um það hirða að líta um öxl sér til aukins skilnings á mannlegu eðli og áhrifum félagslegra aðstæðna. Bókin hefst á ekki löngum, en skilríkum formála höfundar, og birti ég hér þann hluta, sem ég tel skýra allgreinilega, hvað hefur svo að segja knúið hann til að rita þessa bók og safna ýmsum gögnum, sem ekki hafa áður kom- ið fyrir sjónir almennings, en vissulega eru nokkurs verð. „Bók þessa skrifaði ég eftir miklar vangaveitur. Ég hafði lesið allt, sem ég náði í um þetta efni, án þess að fá svör við þeim spurn- ingum, sem á hugann leituðu: Hvað var það, sem sameinaði vel greint fólk, svo að það myrti Natan Ketilsson, gáfaðan mann og lækni góðan? Hvað hafði hann gert af sér? Þá fór ég að lesa réttarskjölin, en það var mikil lesning. I gegnum þau greindi ég, hverni örlagavefurinn spannst uns hann umlukti þetta fólk og ýtti því áfram f biindu hatri, sem spratt upp úr ástinni. Sennilega er ekkert hatur heitara í mann- legu brjósti en það er í stað ástar kviknar, enda brenndi það hér að lokum. Það var ein manneskja, sem óf þennan örlagavef, er fleiri festust í... í bók þessari reyndi ég að varpa ljósi á tlðarandann, þegar þessir atburðir gerast, og umkomuleysi, menntunarskort og fátækt alþýðu, sem var eins og kiafabundin vinnudýr húsbænda sinna.“ Ennfremur segir í formálanum: „Ég vil láta þess getið, að auk réttarskjalanna og bréfa sýslu- mannsembættis Húnvatnssýslu hefi ég stuðst við handrit Tómas- Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN ar Guðmundssonar á Þverá í Vesturhópi og bók Brynjólfs Jónssonar á Minna-Núpi um Natan Ketilsson og Skáld-Rósu, sem að mestu byggist á handriti Tómasar, en i þeim er að finna þær sagnir, sem bezt hafa varð- veist í munnlegri geymd. HÖfundur þakkar síðan Sigurði Nordal hvatningu og heilræði, og svo ýmsum, sem hafa veitt honum drengilega aðstoð við uppsrift skjala og prófarkalestur. Er þar það einna merkast, að Inga Huld Hákonardóttir fann í Kaup- mannahöfn órækar heimildir um ævilok þeirra Daniels Guðmunds- sonar og Sigríðar Guðmundsdótt- ur, sem urðu mjög að vonum á annan veg en sagt var manna á meðal i Húnaþingi. Daníel dó úr brjóstveiki árið eftir að hann kom í hið illræmda Rasphús i Kaup- mannahöfn, og Sigríður lézt árið 1839 í spuna- og betrunarhúsi — einnig úr brjóstveiki, en sá eða sú, sem bjó til þjóðsöguna um ævilok þessara olnbogabarna hamingjunnar, greip til þess rómantíska hugarflugs, sem löng- um var harmbót islenzkrar alþýðu á nauðöldum þjóðarinnar: Daníel, sem var talinn hraustmenni, átti að hafa verið skráður í her Dana- kóngs og að lyktum hlotið þar liðsforingjatign, en danskur heldri maður var sagður hafa komið i tyftunarhúsið og litizt svo vei á Sigríði, að hann hefði keypt hana lausa og kvænzt henni, en hún því miður látizt af barnsför- um! Undirtitill bókarinnar er: „Sagnfræðilegt skáldrit, sem varpar nýju ljósi á morðmálin í Húnaþingi, aðdraganda þeirra og afleiðingar." Ég hef lítillega kynnzt höfundinum — og af þeim kynnum dreg ég það, að meiri- hluta þessa undirtitils megi eigna útgefanda bókarinnar, þó að höf- undurinn telji, að þarna sé satt sagt. Annar er bókinni með titil- blöðum skipt i tvennt. Á titilblaði fyrri hlutans stendur: „Sagn- fræðilegt skáldrit," en titill seinni hlutans er: „örlög fanganna, sem utan voru fluttir og ýmis eftir- mál.“ Hvernig hefur svo hið sagn- fræðilega skáldrit tekizt? Þar er sá galli auðsær, að ekki er sam- stæður skáldsögublær yfir frá- sögninni, heldur kemur aftur og aftur fram orðalag manns, sem er að segja sanna sögu, en getur sér til um það, sem honum þykir skorta í bókfærðum eða munnleg- um heimildum. Læt ég hér nægja aðeins þrjú dæmi: Á blaðsíðu 11 segir svo um Natan: „Vafalaust hefur það haft áhrif á skaplyndi drengsins, að hann mátti ekki lesa bækur nema í pukri og átt sinn þátt í að vekja kala hans til samfélagsins." Þarna hefði skáldsagnahöfundur sagt: Hafði það djúp áhrif... Og: Atti það sinn þátt í... Á blaðsíðu 13 segir svo: „Er sagt að þeim ^emundi hafi fallið vel ásamt.“ I skáldsögu ætti þarna við að segja: Fór vel á með þeim Sæmundi. Um Agnesi segir á blaðsiðu 89: „Ef til vill hafði hún aldrei ætlað sér að taka virkan þátt i framkvæmd morðsins.Orðalagið „ef til vill“ hæfir ekki í þessu sambandi í skáldsögu. Annars er sagan yfirleitt vel sögð og gerð ljós greirí fyrir því fólki, sem þar lætur einkum til sín taka. Athyglisvert er það sem höfundurinn mun hafa heimildir fyrir, að fornsögurnar, sem stæltu margan IsLending til þess mann- dóms að láta ekki baslið beygja sig, áttu sinn þátt I þvi, hve purkunarlaust þau Agnes og Friðrik gengu að morði Natans Ketilssonar. Um Agnesi segir svo meðal annars: „Hún var bókhneigð að eðlis- fari og voru fornsögurnar henni kærar.“ Um Friðrik: „Islendingasögurnar voru hans uppáhalds lestur. Hetjur þeirra voru sem guðir i huga hans, sér- staklega Grettir, sem aldrei vægði, og Gunnar á Hliðarenda og Skarphéðinn Njálsson.“ Um fermingaraldur ræddi hann það og við föðurbróður sinn að vega mann, sem honum hafði orðið sundurorða við. Sextán ára fór hann að heiman og varð vinnu- maður á prestssetrinu Vestur- hópshólum. Þar gerðist hann sauðaþjófur, og hann stakk upp á því að kveikja í rúmum mæðgna, sem þar voru vinnukonur. Hann batt þar og trúss við kvenmann, sem var miklu eldri en hann. Hún var lauslát mjög og ekki fyrirleitin. Bætti hún ekki um ófyrirleitni hans frekar en móðirin, fordæðan Þorbjörg Halldórsdóttir, sem vissulega hefur haft meira en lít- ið við sig sem eiginkona, þar eð Sigurður bóndi hennar orti til hennar, þegar hún sat í fangelsi i Kaupmannahöfn, kvæðið Vetrar- kvíða, sem í er hin dáða og víð- kunna visa: „Þó að kali heitur hver o.s.frv." en sú vísa var lengi vel eignuð Vatnsenda-Rósu og átti sinn þátt í vinsældum hennar sem skáld. Friðrik, sem var flugnæm- ur og snemma lesinn, eftir því sem þá tíðkaðist, hefur verið skapmikill og örlyndur með af- birgðum. Því var það, að þegar hann hafði verið dæmdur til dauða og presti var falið að tala um fyrir honum, varð hann grip- inn slíkum trúarhita að allir undr- uðust og dáðu. A aftökustaðnum kyssti hann öxina og kallaði hana „blessaðan hirtingarvönd," og þegar hann skyldi höggvinn, sneri hann sér að mannfjöldanum og hvatti fólk til að láta sér víti hans að varnaði verða. Ég veit, að lýs- ingin á Friðriki er í samræmi við heimildir, en hins vegar hef ég ekki við höndina gögn, sem sýndi hvað Guðlaugur hefur lagt til, hitt er vist, að honum hefur farizt þarna vel og skáldlega að sam- Um bók Guð- laugs Guð- mundssonar: Enginn má undan líta ræma heimildir og það, sem hann hefur þar aukið við. Sama má segja um kaflann um sálarstríð Agnesar. Agnes var eins og Friðrik vel greind og til- finningarik. Hún var ástriðuheit og lifsþyrst, en einnig skapföst. Klerkur var látinn búa hana und- ir dauðann, og valdi hún til þess mann, sem hún var að nokkru tengd með dularfullum hætti. En hans hlutverk var erfiðara en klerksins, sem bjó Friðrik undir það, sem beið hans. Henni gekk illa að trúa því, að ekki hefði hún átt þær málsbætur, sem hefðu átt að geta borgið lifi hennar, svo grátt sem Natan hafði leikið hana. Hún segir meðal annars við klerk- inn: „Séra Þorvarður, ég efast ekki um, að þú hafir rétt að mæla. En ég hef stundum hugsað til Guðrúnar Ösvífursdóttur, sem aðargjarn og kemur auga á þá leið til fjár og frama að leggja sig eftir lækningum, sem siðan heilla hann, þegar hann fer að iðka þær. Hann fer utan í þeirri góðu trú, að hann fái þar tækifæri til að auka þekkingu sína á lækningum, jafn- vel, að svo greiðist vegur hans, að hann fái lært það mikið, að hann geti fengið opinbera viðurkenn- ingu sem lærður læknir, en hon um bregðast vonirnar. Hann fær þó tækifæri til að auka verulega þekkingu sína á lyfjum og kemst í samband við lyfsala, sem lofar að senda honum lyf, sem hann panti. Þegar hann kemur heim, er hann bitur yfir vonbrigðunum, en beiskjan verkar ekki lamandi á metnað hans, heldur þvert á móti. Hann einsetur sér að afla sér fjár og áhrifa, hvaða brögðum sem hann þurfti til þess að beita. Hann verður þess vis, að kvenfólk er veikt fyrir honum, og hann svalar um hríð jafnt lífsþorsta sinum og metnaði með því að nota kvenhyllina. En hann forðast að bindast kvenmanni, sem ekki sé þannig ástatt um, að henni fylgi ef ekki verulegt fé, þá að minnsta kosti upphefð í mannfélaginu. Honum hentar sambandið við Vatnsenda-Rósu, sem er gift og ann honum af heilu hjarta, en þó ekki „með ærslum", og hann nýt- ur þess að hafa á heimili sinu dóttur þeirra, Þórönnu Rósu, sem Guðlaugur nefnir aftur og aftur Rúnu, hvernig sem hann kann nú að vera að þvi nafni kominn. Natan sleppur svo naumlega, frá tjóni með hryllilegum hætti. En á einni nóttu hafði fríðleiki og ástriðuhiti Agnesar Magnúsdótt- ur hrifið hann svo, að hann hafði ráðið hana sem ráðskonu sína og heitið henni eiginorði, og hún, sem hafði orðið fyrir vonbrigðum í ástum og siðan ætlað að sætta sig við hjónaband, sem var henni sið- ur en svo neitt girndarráð, hafði notið hans með þeim hætti, að á eftir logaði óslökkvandi ástríðu- eldur í hverri hennar æð og taug, svo að í sömu andrá endurlifði hún hina undursamlegu nótt og naut þeirrar vissu, að hennar biði í framtíðinni himnesk sæla á jörðu. Hún var sem sé öll á valdi þeirrar „ástar“, sem orðið getur, að svo eldlegu hatri, að það svipt- ir þann, sem því er haldinn, allri forsjá vits og raunsæis, unz yfir lýkur. Um hávetur svífur Agnes svo í sól og sumarblíðu ástríðna og drauma yfir hjarnið til fundar við töframanninn á Illugastöðum. En henni bregður þegar í stað illilega í brún. Af Natani hefur vissulega runnið víman. Hann rekur hana ekki á brott, en tekur henni siður en svo opnum örmum, þó allvel í fyrstu. En kvennamað- urinn Natan hefur vissulega gert sér grein fyrir því, að Agnes er stúlka, sem honum getur orðið hált á að njóta, ef sá draumur hans á að rætast, að vel ættuð og helzt nokkuð efnuð húsfreyja setjist i húsmóðursessinn á góð- býli hins góðkunna og vel stæða læknis. Natan lætur Agnesi ekki taka við ráðskonustörfum, þó að A aftökustaðnum, Þristöpum f Vatnsdalshðlum. Höfundur ásamt Guðmundi Þorkelssyni, trésmíðameist- ara. heldur vildi vita Kjartan dauðan en lífs í faðmi annarrar konu. Guðrún þurfti ekki að deyja fyrir syndir sínar. Konuhjartað hefur ekki breyzt, heldur aldarfarið." Fallega og átakanlega er að orði komizt og í fyllsta samræmi við lífsást og fegurðarþrá Agnesar, þegar höfundur lætur hana líta yfir Vatnsdalinn, frá Hnúki, þeg- ar hún, ásamt hreppstjóra, presti og tikvöddum Vatnsdælum eru á leið til aftökustaðarins. Hvað sem hún lét uppi annað veifið við klerkinn, varð hún aldrei eins og Friðrik sátt við þá hugsun, að hún væri i rauninni sek og ætti að deyja i blóma aldursins, án þess að hafa nokkurs notið af því, sem hún hafði hugsað sér i vonum sinum og draumum. Þá er það Natan Ketilsson, vandgerðasta persóna sögunnar, svo margslunginn sem hann er að gerð. Lýsingin á honum fram að kaflanum, örlagavefurinn spinnst" er blátt áfram, vel rituð og hagleg, en í þessum kafla og þeim næsta, Natan veginn, færist höfundurinn í aukana og sýnir sig þar sem mjög svo vel ritfæran, glöggan og getspakan rithöfund og mannþekkjara, jafnfram því sem hann heldur sér þó við þær heimildir, sem fyrir hendi eru. Natan er gáfaður maður, dverg- hagur og gæddur næmri athyglis- gáfu. Hann er þegar i æsku metn- flóknu þjófnaðarmáli, að hann hlýtur líkamrefsingu fyrir að vera við það bendlaður. Hann safn ar fé á heiðarlegan hátt með lækningum sinum — og fær kom- ið þannig málum, að Blöndal sýslumaður verður honum frek- ast vinveittur. Natan sér og ráð til að beita þannig getu sinni til lækninga og því trausti, sem hann hefur unnið sér með þeim, að sjálfur Björn Ölsen umboðsmaður á Þingeyrum verður í ráðum með honum við að ná ábúð á jörð, sem hann girnist og telur sig munu geta gert að hlunnindaríku stór- býli, þegar fram líði stundir. Þangað flytur hann, hefur með sér Þórönnu Rósu, ræður sér ráðs- konu og sem vinnukonu fimmtán ára telpu, friða og geðþekka. En húsfreyjusætió á Illugastöðum er autt, og er auðskilið, hvers vegna það er svo hjá hinu metnaðarríka kvennagulli, Natan Ketilssyni. Þá er hér var komið, hafði Natan unnið þá sigra í baráttunni til fullnægingar metnaði sínum, að ætla hefði mátt, að hann hefði getað sæmilega við unað þótt sumir sigrarnir hefðu orðið þeim sama metnaði alldýrir. En svo vel sem hann hafði sloppið í kvenna- málum sinum, mun hann sízt hafa órað fyrir, að ein nótt í sæng með blásnauðri og umkomulausri vinnukonu, yrði honum að fjör- raunar sé ráðskona hans farin. Hin unga Sigríður er ráðskona og hún hefur lyklavöldin, þegar Natan eru i lækningaferðum. Agnes vonar í lengstu lög, að úr rætist, en Natan, sem ætlar sér að þoka henni á brott með þumbar- skap og vaxandi kulda i fram- komu, bregzt með öllu vonum hennar um úrbót. Það slær í hart með þeim, og hún hefur í hótun- um. Hann sængar hjá Sigriði Agnesi til kvalar og vísar henni á brott. Hún fer ekki, en nú tekur hún að brugga honum banaráð. Aldarfarið er þannig, að ekki að- eins gripdeildir, sauóaþjófnaður og peningastuldir eiga sér stað, heldur er vitað, að sjálfum hinum röggsama sýslumanni hafa verið brugguð banráð, sem raunar Natan hefur afstýrt. Svo tekur þá Agnes að spinna það net, sem á að duga. Hún kann að nota Sér, að Natan i gremju sinni yfir heimilisbragnum, skeytir skapi sínu á Sigriði, og svo verður Friðrik, þjófurinn og glanninn, henni léttur í vöfum; hann girnist bæði Sigriði og fé og bújörð Natnas. Agnes stekkur á brott, en kemur brátt aftur til að stjórna þeim hermdarverkum, sem hún vill fram koma... Nú er svo komið að þeirri gátu, sem Guðlaugur og aðrir hafa látið hjá líða að geta, en eins og oft er í Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.