Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 rw r '* 39 Minning skipverjanna sem fórust af bv. Guöbjörgu Er ég nú mæli fyrir munn allra starfsfélaga Ágústs þessa síðustu 7 mánuði, kveðjum við hann með kærum minningum og þökk fyrir eftirbreytniverða viðkynningu f starfi. Ekki er oss mönnum gert að meta tilgang lifsins eða þætti þess, en þungbært er þegar ung hjón með óskabörn sín verða að skilja kærleiksrikum samvistum, en með það i huga að — „anda, sem unnast fær aldregi eilífð aðskilið" — skulum við treysta umhyggju hins alvalda og biðja eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum Ágústs styrks og blessunar. Fyrir hönd starfsfélaga Friðgeir Grímsson. Þeir deyja ungir, sem guðirnir elska, er manni efst i huga, þegar maður þarf að sjá á bak svo ungum og hæfileikarikum vini, sem Gústi var. En hvers vegna var svo snemma á hann kallað og til hverra heima fór hann. Um það efaðist hann raunar aldrei sjálfur og taldi jarðlífið einungis for- skóla að æðra tilverustigi. Gústi fæddist i Reykjavik 14. september, 1942, einkasonur hjónanna Gyðu Ágústsdóttur og Höskuldar Helgasonar, en auk Gústa áttu þau eina dóttur, Þor- björgu, unga listakonu hér í borg. Gústi sleit barnsskónum í mið- bænum, þar sem hann framdi sín bernskubrek, sem hann með frá- sagnargleði skemmti okkur svo oft með. Síðan tók við alvara lífs- ins og lögð var stund á húsasmíði, en ekki var látið þar við sitja, því takmarkið var hátt og maðurinn ákveðinn og þar sem mikill lista- maður bjó í honum, var stefnt að þvi að læra byggingarfræði, sem og var gert. Rúmu ári áður en haldið var utan til náms, varð ung og indæl stúlka á vegi hans, Auður Haf- steinsdóttir og segir mér svo hug- ur um, að þar hafi verið gagn- kvæm ást við fyrstu sýn. Þau Fyrir hartnær tuttugu árum stóðu vinir tveir uppi á Arnarhól og horfðu yfir höfnina. Annar þeirra var sjötugur verkamaður, en hinn var þriggja ára dreng- hnokki. Gamli maðurinn var afi minn, en snáðinn ég. Þetta var árla sunnudagsmorguns, og við félagarnir stóðum þarna og héld- umst í hendur. I raun og veru er það aðeins tvennt, sem ég man greinilega frá þessum sunnudags- morgni. Annars vegar afa minn og hins vegar kolakranann gamla, sem gnæfði yfir höfnina í allri sinni sótsvörtu dýrð. Þegar maður er lítill snáði, heimspekilega þenkjandi og óviss um heiminn í kring um sig, tengir maður gjarnan tilveruna við ákveðnar persónur og ákveðna hluti. Hugsunin nær enn þá svo skammt, að persónur þessar og hlutir afmarka í rauninni til- veruna og verða jafnframt hald manns í henni. Þegar snáðinn svo nær meiri þroska og fullorðnast, verður honum ljóst, að það er engu líkara, en þessar persónur og þessir hlutir séu það eina, sem minningin geymi óskert. Þannig er því farið með afa minn og kolakranann. Þeir rísa hátt i minningunni, eins og fjallhnúkar upp úr skýjabelti. Við þá var allt miðað, út frá þeim allur skilning- ur dreginn. En síðan þetta gerðist eru liðin tuttugu ár, og heimurinn hefur stöðugt verið að breytast. Fyrir nokkrum árum var kolakraninn fjarlægður, og í dag kveð ég afa minn, Stefán Guðnason, í hinsta sinn. Þeir afi minn og kolakran- inn, sem fyrir tuttugu árum voru hald mitt í tilverunni, þeir tveir, sem ég tengdi helst hugtökum eins og eilífð og varanleika, eru nú horfnir af sjónarsviðinu og birtast þar aldrei á ný. gengu í hjónaband 10. október, 1964, þá hún aðeins 17 ára gömul og sjálfsagt yngsta brúðurin það árið. Þá var haldið til Kaup- mannahafnar til náms, þar sem Gústi lauk prófi i byggingarfræði. Stuttu eftir heimkomuna, komu litlu sólargeislamir, fyrst Haf- steinn Höskuldur sem er 6 ára og siðan prinsessa Auður Gyða sem er 4 ára. Nú fengu hinir listrænu hæfileikar hjónanna að fullu notið sín við að opna börnunum ævintýraheim og þvi til sönnunar þurfti ekki annað en að koma inn í barnaherbergið og sjá þau sofa þar vært, hann á vörubílspalli og hún i dúkkuhúsi, hönnuðu af byggingafræðingnum og frú. Fyrir tæpum fjórum árum síðan dró þó ský fyrir sólu, er í ljós kom, að Gústi gekk ekki heill til skógar. En þrátt fyrir harðan dóm, var hafist handa við að byggja upp framtíðarheimilið að Þernunesi 4, Arnarnesi. Heimili, er endurspeglaði í mótun sinni alla þá auðgi hugans, sem ungu hjónin áttu til að bera. Hver af- lögufær stund var nýtt til hins ýtrasta við uppbygginguna og þó að af Gústa drægi stöðugt og sjúk- dómslegan gerðist æ lengri og þyngri, fékk ekkert brotið á bak aftur lífslöngun hans, festu og áræði. Karlmennskan og bjart- sýnin var svo rík hjá honum, að hann lét aðra alrei finna til þess i návist sinni, hve aðþrengdur hann var orðinn í lokin. En nú er komið að leiðarlokum og ég bið Guð að geyma góðan dreng, styrkja góða eiginkonu og hugga litil hjörtu. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga! Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (TG). Haukur Hauksson. Agætt skáld hefur likt lífi sinu við sandkorn og sagt, að and- spænis dauðanum muni lífið aðeins mælast sem ein svipstund. Og vist er, að lif eins manns virðist ákaflega smár og snubb- óttur kvistur, sé það borið saman við þann meið, sem það er hluti af. En því má hins vegar ekki gleyma, að frá öðru sjónarhorni getur sandkornið virst stærra en sólin og svipstundin sem eilífð. 1 það minnsta finnst mér lifsferill afa mins svo langur, að ég á erfitt með að gera mér fullkomlega grein fyrir honum. Afi minn, Stefán Guðnason var fæddur 8. október 1882 á Lauga- vegi 30 i Reykjavík, og var hann þvi 92 ára, er hann lést. Það má vera, að þessi 92 ár séu ekki mikill hluti mannkynssögunnar, en sannarlega eru þau hin við- burðaríkustu sem um getur, og á það ef til vill ekki hvað síst við um sögu okkar lands. Þjóðfélagið allt hefur raunar umturnast. Hér hafa skipat á uppgangsár og krepputimar. Island hefur breyst Laugardaginn 30. nóv. s.l. barst sú hörmulega frétt til Isafjarðar að þrjá skipverja hefði tekið út af b/v Guðbjörgu og þeir drukknað er straumhnútur gekk yfir skipið er það var statt djúpt út af Látra- bjargi daginn áður. Þessir menn voru: Ari Jónsson bátsmaður, fæddur á Hvammstanga 16. ágúst 1933. Ari lætur eftir sig eiginkonu, Kol- brúnu Sigurðardóttur og fjögur börn. Garðar Jónsson háseti, fæddur á Isafirði 25. sept. 1950. Garðar var giftur Sesselju Ingólfsdóttur og áttu þau tvær dætur. Guðmundur Gislason háseti, fæddur á Isafirði 19. maí 1935. Guðmundur var giftur Rögnu Sól- berg og áttu þau tvö börn auk þess lætur Guðmundur eftir sig stjúpson og dóttur er hann átti i áður en hann giftist Rögnu. Guðmundur hafði um nokkur ár verið formaður Sjómannafél. ís- firðinga og gegnt öðrum trúnaðar- störfum fyrir sjómannasamtökin. Þessum mönnum var það sam- eiginlegt, að þeir byrjuðu lífsstarf sitt á því að sækja á fiskimióin til fanga og undu sér við það starf til hinsta dags. Það er mikils um vert fyrir hvern einstakling, þegar hann mótar viðhorf sitt til lifsins og velur sér ævistarf, að þá hverfi hann að þeim vettvangi þar sem hann fær starfsþrá sinni fullnægt og sú tilfinning sé ráðandi i huga hans.að hann sæki einhverja lífs- gleði í starfið. Þó að sjómannsstarfið sé oft og eftilvill oftar unnið við erfiðar aðstæður hvað viðkemur veður- fari og á það sérstaklega við hér útaf Vestfjörðum, þegar sótt er á úr smábænda þjóðfélagi í þjóð- félag nútima framleiðsluhátta. Reykjavík sem fyrir aldamótin var aðeins smábær, er nú borg. Með henni hefur afi minn alist frá bernsku til dauða. Hún hefur því jafnan sett sitt mark á hann, en sömuleiðis hefur hann skilið eftir sin spor í henni. Hann hefur lifað með henni og háð lífsbaráttu sína innan marka hennar. 1 henni lifði hann og dó. Árið 1906 gekk afi minn að eiga Vigdisi Sæmundsdóttur, ömmu mína. Þau lifðu saman í 63 ár eða þar til hún lést fyrir nokkrum árum. Hjónaband þeirra var far- sælt. Eignuðust þau 9 börn og eru 7 þeirra á lífi. Afkomendur þeirra munu nú vera á annað hundrað. Stefán, afi minn, var lærður skósmiður, en í kreppunni miklu gerðist hann verkamaður. Vann hann lengst af sem verkstjóri hjá Reykjavikurborg og hætti þeim starfa ekki fyrr en hann var orðinn aldraður. Þó að starfs- dagur hans væri langur og erfiður, átti hann sér tómstundir, sem hann helgaði að miklum hluta tónlistinni. Tónlistin átti hug hans allan. Hann var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Hörpu sem seinna varð Lúðra- sveit Reykjavíkur. Eg kynntist afa minum ekki fyrr en hann var kominn á sín efri ár. En í minum augum var hann alltaf tákn hins hlýja, ein- læga og mannlega. Þegar ég var smásnáði, var mér oft tyllt upp á borð í stofunni heima hjá afa og ömmu að Bergstaðastræti 17. Var ég þá látinn syngja kvæðið um héraskinnið, sem biður ásjár hjá jólasveininum undan vopnum veiðimannsins. Sjálfsagt hafa þau ekki verið fögur I mér hljóóin, en fólkið á heimili afa og ömmu hafði gaman af þeim. 1 minum huga hefur afi minn alltaf verið Iikastu jólasveininum i kvæðinu. Hann var ákaflega barngóður, og það var alla tíð eins og hann segði börnunum að koma til sín; hann væri vinur þeirra. Skafti Þ. dýpstu mið, þá er þrátt fyrir allt eitthvað sem heillar þá menn sem til langframa hasla sér þar völl. Tilbreyting er ávallt nokkur í þessu starfi. Stundum gefur á að lita himin og haf í því formi að það sem fyrir augun ber heillar hugann og vekur upp góðar kenndir. Sjómennska er séð frá köldum raunveruleika venjuleg atvinnu- grein, sem er allmjög áhættu- meiri en margar aðrar atvinnu- greinar og áhættumesta atvinnu- greirt, sem stunduð er hér á landi. Það fylgir allri vinnu og öllu mannlifi viss áhætta, misjafnlega mikil. Maður sem velur sér sjó- mennsku að lífsstarfi, veit um þá hættu sem starfinu fylgir, en velur það samt. Þeim hinum sama getur gengið margt til. 1 dag verður kvödd hinztu kveðju Anna Elísabet Vignir, Samtúni 40, en hún lézt á Borgar- spítalanum 30. nóv. Þótt Anna hafi ekki verið við fulla heilsu undanfarið, kom okkur sem næst henni stóðum lát hennar mjög á óvart. Anna fæddist að ögri við Stykkishólm 2. sept. 1903. For- eldrar hennar voru Soffía Jóhannesdóttir og Þorgrímur Ölafsson, og var hún yngst fjögurra systkina. Hún missti for- eldra sína mjög ung, fyrst móður sína og skömmu síðar föður sinn. er bátur hans fórst á Breiðafirði. Er þetta gerðist mun Anna hafa verið aðeins þriggja ára og var hún þá tekin til fósturs af Ragn- heiði Snorradóttur, sem skömmu síðar gerðist ráðskona hjá Bald- vin Bárðdal organleikara og bóka- verði við amtsbókasafnið i Stykkishólmi. Hjá Ragnheiði og Baldvin átti Anna sitt æskuheim- ili og reyndust þau henni á allan hátt sem bezt mátti, enda kallaði hún þau ávallt mömmu og pabba. Anna naut venjulegrar skóla- göngu i Stykkishólmi, en það kom brátt í ljós að hún hafði óvenju- lega góða námshæfileika og þráði að læra meira, en fósturforeldrar hennar voru f átækt fólk, sem ekki hafði tök á að kosta hana til frek- ara náms, en hún sagði mér að hún hafi grátið beiskum tárum vegna þess að hún fékk ekki að læra meira. Þó má segja að Anna hafi verið heppin að vera í Stykkishólmi, því fræðslumögu- leikar voru meiri þar en víða annarsstaðar á þeim tíma. Eins og þá var títt um unglinga, varð Anna snemma að fara að vinna fyrir sér og dvaldist hún nokkur sumur inni í Dölum, aðal- lega á Hróðnýjarstöðum. Þar var þá stór systkinahópur og fjöl- mennt heimiii. A Hróðnýjarstöð- um kynntist hún tilvonandi eigin- manni sinum, Sigurhans Vigni ljósmyndara og var hún aðeins 17 ára er þau hétu hvort öðru eigin- orði. Tveimur árum siðar gengu þau i hjónaband og hófu búskap i Stykkishólmi. Þar fæddist þeim dóttirin Iris. Arið eftir, 1925, fluttust þau búferlum til Reykja- víkur, þar sem þau hafa búið síðan. Árið 1928 fæddist þeim sonurinn Ragnar. Fleiri barna varð þeim ekki auðið. Bæði börn þeirra eru búsett hér í Reykjavík og eiga f jölskyldur. Kreppuárin komu hart - við önnu og Sigurhans eins og flesta aðra. Ár eftir ár drifu þau sig til Siglufjarðar til að bjarga afkom- unni. Anna fór i síldina en Sigur- hans tók myndir. Á þessum árum kom hinn mikli lífskraftur önnu vel í ljós, sem sagt að duga eða drepast og með samstilltu átaki tókst þeim að yfirstiga alla erfið- leika. Kreppan var ekki fyrr um garð gengin en þau strax árið 1940 fóru að huga að þvi að eign- Ungum og hraustum mönnum er ævintýraþrá og viss löngun til framtakssemi i blóð borin. Fáar stöður eru jafnliklegar til þess að leiða menn á vit ókunnra ævin- týra sem sjómennska, hvort sem þar á í hlut fiskimaðurinn eða farmaðurinn. Að þvi leyti er starfið eftir- sóknarvert í augum fullhugans og ólikt eftirsóknarverðara en störf, sem unnin eru I landi innan fjögurra veggja eða í takmörkuðu umhverfi, þó úti sé. Þar verður oft litið um daglega tilbreytni, en reynslan hefir oft sýnt okkur að jafnvel þar er hættan eftilvill nær en margur hyggur. Þráin eftir hinu ókunna og óvænta er oft yfirsterkari en eðli- Framhald á bls. 30. ast sitt eigið hús. Ég held að ég fari rétt með, að aleigan hafi þá verið tiu þúsund krónur, kannski var það minna, en þeim mun meiri bjartsýni. Húsið að Samtúni 40 reis og þar hafa þau átt sitt heimili siðan 1942. Ég hefi þekkt önnu frá því er ég var unglingur, en raunveruleg kynni hófust er ég varð tengda- sonur hennar árið 1945. Þau kynni hafa öll verið á einn veg. Hún hefur ávallt reynst mér hinn bezti vinur. Anna var skapkona mikil og fór ekki í launkofa með það, sem henni þótti miður, né heldur það, sem henni líkaði vel. Hún var manna sáttfúsust og erfði aldrei stundinni lengur þótt eitthvað bæri útaf. Hún var mikill vinur vina sinna, hjálpfús og þá oft stórtæk ef svo bar undir, trygglynd og föst fyrif. I lands- málum hafði hún ákveðnar skoð- anir og fór ekki dult með. Hún var virkur félagi i Hvöt um árabil. Eins og áður sagði, var Anna yngst þessara fjögurra systkina, sem urðu foreldralaus svona snemma á lifsleiðinni. Systir hennar, Sesselja, dó fyrir nokkr- um árum, en hún var elzt systkin- anna. Bræður hennar tveir eru á lifi, þeir Asgrimur bóndi á Borg og Jóhannes bóndi i Eiðhúsum i Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Mikill harmur er nú kveðinn að eiginmanni hennar, sem nú er aldraður orðinn og farinn að heilsu. Hann þakkar langa og hamingjurika samveru og allt, sem hún hefur verið honum frá fyrstu tíð. Það verður dauft yfir jóladegin- um nú í þetta sinn, en sá dagur hefur ávallt verið tileinkaður afa og ömmu í Samtúni 40 eins og smáfólkið sagði, en minningin lif- ir og þau af barnabörnum önnu, sem komin eru til þroska munu ávallt geyma þessar dýrmætu stundir i huga og hjarta- Börn hennar, barnabörn og tengdabörn þakka henni ástriki og vináttu á lifsleiðinni. Guðm. Hannesson. Stefán Guðnason fyrrv. verkstjóri - Minning ANNA VIGNIR -3RNMNGARORÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.