Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 23 Dave Methchick Margir reka eflaust upp stór augu þegar þeir sjá nafnið Dave Methcick. Og ekki er það furða, þvf mað- urinn er alls ekki mjög kunnur fþróttamaður. Þó hefir knattspyrnuferill hans vakið nokkra athygli, eínk- um fyrir þær sakir, að hann einn fárra Englendinga hef- ir verið atvinnumaður f Bandarfkjunum. Auk þess hefir hann leikið með f jölda enskra félaga. Þeirra á með- al eru Fulham, Orient, Peterborough, Queen’s Park Rangers, og Arsenal. Sfðan fór hann til Bandarfkjanna, en er nú á reynslusamningi hjá 4. deildar liðinu Brent- ford. Þessi reynslusamningur tekur yfir 28 daga. Þegar honum lýkur vonast Met- hcick til að verða fastur maður hjá Brentford. „Eg vil vera hjá Brentford, og ég er þeim þakklátur að gefa mér þetta tækifæri eftir að hafa verið á annað ár f Bandarfkjunum, þar sem ég lék aðallega fyrir Atlanta Appollos. Eg kann mun bet- ur við þá knattspyrnu sem leikin er f Englandi," segir þessi þrftugi miðvallarleik- maður. Um muninn á enskri og amerfskri knattspyrnu segir Methcick: „Andinn er allur annar þar en hér á Englandi. Það er leikið á lélegum völlum, og áhorfendum hefir stöðugt farið fækkandi. Einnig var samheldni knattspyrnu- mannanna mun minni held- ur en hér þekkist. Það var aidrei komið saman eftir feik til að ræða það sem bet- ur mætti fara. Þó fannst mér þann tfma sem ég dvaldi f Bandarfkjunum að knatt- spyrnan væri f framför." Bandarfkjamenn hafa veitt miklum fjármunum f knattspyrnu, einkum eftir að hún varð Olympfugrein. Þrátt fyrir það hefir vöxtur- inn ekki orðið eins ör og menn bjuggust við. Flestir þeirra sem knatt- spyrnu leika þar eru útlendingar, bæði Evrópu- búar og SuðurAmerfku- menn. Þó eru þau Iög f gildi, að hvert lið verður að hafa á sfnum snærum þrjá inn- fædda. Þó er ekki þar með sagt að þeir þurfi að vera inni á vellinum. Bandarfkjamennirnir eru nú farnir að leggja minna upp úr að flytja inn leik- menn heldur en þeir gerðu áður. Þeir reyna nú með ýmsum ráðum að laða unga drengi að fþróttinni. Þeim hcfir orðiö nokkuð ágengt, en mikið skortir þó á að knattspyrnan nái þeim vin- sældum sem þjóðarfþrótta- Framhald á bls. 27. Júdómenn á æfingu hjá Júdófélagi Reykjavíkur. Rætt við Sigurð Kr. Jóhannsson og Magnús Olafsson Júdó veitir al- hliða líkamsþjálfun MARGIR állta að júdónfingar mi8i einkum a8 þjálfun I slagsmálum. Þetta er mikill misskilningur. Ég efast stórlega um. aS I nokkuri (þróttagrein fái fólk jafn alhliða líkamsþjálfun og I júdó. Hver sfing miSar a8 þvi a8 auka likamsgetu einstaklingsins. Þetta og margt fleira kom fram I viðtali sem Morgunblaðið átti við Sig- urð Kr. Jóhannsson, formann Júdó- félags Reykjavlkur, og gjaldkera þess, Magnús Ólafsson. Júdó. sem eins og mönnum er efa- laust kunnugt, er upprunnin I Austur- löndum, einkum I Japan. Þar hefir Iþróttin verið stunduð um margra alda skeið. Til Vesturlanda barst Iþróttin þó ekki fyrr en fyrir tiltölulega fáum árum, og það er ekki fyrr en á allra slðustu árum sem Islendingar fara að leggja stund á þessa grein. Árið 1960 lagði Sigurður H. Jóhannsson, sá fslendingur sem hvað lengst hefir náð I júdó (3 dan), land undir fót og hélt til Lundúna til að kynna sér júdó. Þar sótti hann nám- skeið I iþróttinni og flutti siðan kunn- áttu slna með sér hingað heim, og fór að miðla af þekkingu sinni. Fljótlega varð áhugi talsverður á Iþróttinni og var þá lagt út á þá braut að fá erlenda þjálfara hingað til leiðsagnar Nú er svo komið, að júdó á all miklum vinsaeldum að fagna hér á íslandi. Til þess að byrja með var júdó nær eingöngu stundað I Reykjavlk, en nú hefir júdóiðkun náð út á lands- byggðina, t.d. til Keflavlkur og Grinda- vlkur. Þvl þótti til hlýða að stofna Júdósamband íslands, og var það gert I ársbyrjun 1 973. Eftir að sambandið var stofnað, hafa samskipti við erlendar þjóðir aukizt nokkuð, en þó höfðu samskipti átt sér stað fyrir þann tima, einkum við hinar Norðurlandaþjóðirnar svo og Tékka. Reyndar er núverandi þjálfari Júdó- félags Reykjavlkur og sambandsíns Tékki að nafni Mikael Vacan, sem hefir gráðuna 4 dan. Marga hefir fýst að fá skilning á hinum ýmsu fræðiheitum sem heyra júdó til. Einnig hafa margir orðið til að spyrja hvl þessi japönsku heiti séu ekki þýdd yfir á Islenzku. Þeir félagar svöruðu þvl til, að til að auðvelda samskipti þjóða I milli væri þetta al- þjóða „júdómál" látlð standa óhreyft eins og I öðrum löndum þar sem júdó er stundað. Júdómönnum er raðað niður I flokka eftir þvl hver árangur þeirra I keppni hefir orðið. Byrjendur bera titilinn kyu. Á kyu-stiginu eru svo nokkrar gráður. Til að gefa til kynna hvar á júdóbraut- inni menn eru staddir. bera þeir mislit belti Sá sem er algjör byrjandi nefnist 5 kyu og ber hvltt belti. Sá sem er kominn lengst I kyu-skalanum kallast 1 kyu og belti hans er brúnt. Eftir að kyu-stigunum sleppir taka við svo- nefnd dan. Dan-gráðurnar eru tlu tals- ins. Þegar dan-gráðu er náð bera menn svört belti. Þó mega menn bera rautt belti ásamt þvi svarta þegar 6 dan er náð. Enn sem komið er hafa aðeins fimm íslendirrgar náð dan-gráðu. og sem fyrr getur hefir Sigurður H. Jóhannsson náð þeirra lengst. hefir 3 dan. Til að öðlast gráðurnar, þurfa júdómenn að taka þátt I mótum sem viðurkennd eru. Fyrir sigur yfir ein- staklingi fá þeir stig, mismörg eftir þvl hvar I skalanum andstæðingurinn er staddur. Fyrir að leggja lengra kominn andstæðing er gefið eitt og hálft stig, jafningja eitt stig og hálft stig fyrir að leggja styttra kominn andstæðing. Þeir sem komnir eru yfir 5 dan eru yfirleitt hættir keppni Hærri gráðurnar öðlast þeir fyrir að gefa út og skrifa fræðirit um Iþróttina. Þvl er það svo um júdó, að menn á öllum aldri geta verið virkir þátttakendur I Iþróttinni. Júdófélag Reykjavlkur var stofnað árið 1967. Félagið telur nú um 100 félaga Af þeim eru þó ekki virkir nema 60—70%. Félagið hefir húsnæði á leigu inni I Brautarholti Þar er salur um 1 50 fm á stærð ásamt búningsher- bergjum, böðum og gufubaði, sem er ákaflega vinsælt af félögunum. Hús- næðið hafa þeir á leigu til nokkurra mikla áherzlu á hvers konar upphitunar- Æfingar eru stundaðar þrisvar til fjórum sinnum I viku, og fer fjöldi þátttakenda stöðugt vaxandi. Þó er talsverður hópur sem gefst fljótt upp, enda koma nokkrir til að læra slags- málabrögð, en gefast svo upp þegar þeim verður Ijóst að slíkt er ekki á boðstólum. Júdófélag Reykjavlkur hefir náð mjög góðum árangri I keppnum hér- lendis. Á flesta islands- og Reykja- vlkurmeistarana. Einnig hafa íslend- ingar náð all góðum árangri I Norður- landamótum, höfnuðu t.d. I öðru sætr sveitakeppninnar I slðasta móti á eftir Finnum. í einstaklingakeppninni kræktu þeir sér I 3 brons. Þeir félagar, Sigurður og Magnús, kváðu ekki minnsta efa á, að fslend- ingar væru I sókn I júdó. Aðspurðir um hvort kynning á júdó væri nægjanleg ekki sízt með tilliti til þess misskilnings sem um Iþróttina gætti, sögðu þeir að margt hefði verið skrafað 1 þvl sam- bandi, og allir væru sammála um að átak þyrfti að gera. Þvl hefir t.d. verið hreyft að bjóða unglingum til að horfa á sýningarmót þar sem skýringar yrðu gefnar á hinum ýmsu brögðum og heitum, og þar sem uppbygging júdós yrði kynnt. Fjárhagur Júdófélagsins er fremur bágborinn. Þvl hefir félagið nú hleypt af stokkunum happdrætti. sem þeir vonast til að fólk taki vel. Þó bentu þeir á, að eftir að Júdósambandið var stofn- að hefðu þessi mál fallið I betri veg, og vonuöust þeir félagar til að enn betur rættist úrá næstuárum. Margir halda efalaust að I júdó hljóti að vera mikið um meiðsli. Svo mun þó ekki vera, enda leggja júdómenn mjög mikla áherzlu á hvers konar upphitun- aræfingar Júdó er alls ekki ofarlega á skrá yfir þær Iþróttir þar sem slysatíðni er mikil. Júdómenn telja að heppilegur aldur til að byrja I þessári Iþróttagrein sé um 10 ár. Ef menn byrja svo ungir hafa þeir mikla möguleika á að ná langt. Þess má og geta að kvenfólk leggur einnig stund á júdó. bæði hér á íslandi svo og erlendis Þó er ekki starfandi kvennadeild innan Júdófélags Reykja- vlkur, og stafar það einkum af skorti á rými og tíma til að sinna öllum. fslenzkra júdómanna biða mikil verk- efni. I vor verður haldrð hér Norður- landamót I Iþróttinni og er mikill hugur I mönnum að gera hlut íslands sem stærstan I þvl móti Einnig eru það útbreiðslumálin sem á knýja, og hyggjast júdómenn vinna þar átak. Lokaorð þeirra Sigurðar Kr. Jóhannssonar og Magnúsar Ólafs- sonar voru þau, að vegur júdó mætti sem mestur verða og að augu al- mennings opnuðust fyrir gildi Iþróttar- innar. Magnús Olafsson og Sigurður Kr. Jóhannsson, forsvarsmenn Júdófélags Reykjavíkur. Kristinn Jörundsson Á lSLANDI eru margir fræknir fþróttamenn. Flest- ir þeirra leggja rækt við eina grein iþrótta og kepp- ast við að ná árangri f þeirri grein. Þó eru þess nokkur dæmi að fslenzkir íþrótta- menn hafi getið sér gott orð f fleiri en einni grein. Meðal þeirra eru t.d. Anton Gjarnason, Asgeir Elfasson, Brynjólfur Markússon og Kristinn Jörundsson. Sá er sfðast var talinn hef- ir gert garðinn frægan bæði á knattspyrnu- og körfu- knattleikssviðinu. t báðum þessum fþróttagreinum hef- ir Kristinn verið valínn til þátttöku f landsleikjum. Hann hefir að baki einn knattspyrnulandsleik og þrettán f körfuknattleik. Eins og margir fleiri körf uknatt leiksmenn, kynntist Kristinn fyrst körfuknattleik f Langholts- skólanum. Þar var þá fþróttakennari Einar Ólafs- son, sem hefir um margra ára skeið staðið fremstur f flokki áhugamanna um körfuknattleik hér á landi og verið þjálfari l.R.-inga um árabil. Fljótlega Iá leið Kristins því f t.R. Með þvf félagi lék hann f gegn um alla yngri flokkana. Það var þó ekki fyrr en með meistaraflokki l.R. sem honum tókst að vinna Islandsmeistaratitil. Sfðan Kristinn var átján ára gamall hefir hann verið fast- ur maður f mfl. I.R., og á þvf tfmabili hefir hann fimm sinnum staðið uppi sem ls- landsmeistari, Þess má og geta, að hin sfðari ár hefir Kristinn verið fyrirliði liðs- ins. Aðal Kristins sem körfu- knattleiksmanns er hraði hans og áræði. Þá er dugnað- urinn og ósérhlffnin mikil. Það verður t.d lengi f minn- um haft þegar Kristinn skor- aði 46 stig f einum af fyrstu leikjum Islandsmótsins i ár gegn Val. En með sigri þá lagði l.R. hættulegan and- stæðing að velli f baráttunni um sigurinn f mótinu, sem vitrír menn telja að verða muni eitt tvfsýnasta um ára- bil. t.R. stendur nú eitt liða ósigrað f fyrstu deíldinni og ætlar sér stóran hlut f vetur. En það eru fleiri fþrótta- greinar en körfuknattleikur sem hafa notið krafta Krist- ins Jörundssonar sem fyrr getur. Frá þrettán ára aldri hefir Kristinn leikið knatt- spyrnu með Fram. Þar hefir hann einnig unnið til meist- aratitla. tslandsmeistari f 2. fl. og einnig f mfl. svo og bikarmeistari með meistara- flokki. Kristinn hefir ekki átt svo Iftinn þátt f þessum sigrum, þar sem hann hefir Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.