Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 33 — Mynt Framhald af bls. 12 óskað er eftir. Merkið bréfið „Safnarinn“, og sendið til Morgunblaðsins. Mun þá verða reynt að ráða gátuna, en þess ber að geta, að það er svo með myntsöfnun, sem fleira, að því meir sem maður les sig til því minna virðist maður kunna, af svo miklu er að(taka. Hafa ber i huga að itarlegar skýringar eru oft í upplýsingabókum um ein- staka peninga; þarf þvi að lesa þær af athygli, svo ekki skapist misskilningur um gæði, verð- mæti, upplag, afbrigði og ann- að, sem til greina kemur. Myntkaupmenn gegna mikil- vægu hlutverki fyrir safnara. Þar er oft að finna einmitt þann, eða þá peninga, sem mann vanhagar um, eða: úrval myntsalans af mynt frá ýmsum timum eða löndum getur gefið nýja hugmynd til að safna eftir. Myntsalar kaupa oft upp söfn, eða komið er með til þeirra bauka fulla af ósamstæðu smápeningarusli, og er það al- gengara. Er þá vandinn að finna meðalhófið í verðlagning- unni, en einhvern veginn tekst það oftast. Það er mikið verk fyrir myntkaupmann að flokka e.t.v. hundruð smápeninga eftir árgöngum og svo eftir gæðum þegar honum berst peninga- baukur, sem í hefir verið fleygt smápeningum gegnum árin. Það er ekki hægt aó ætlast til þess, að hann borgi einhverja stórfúlgu bara til þess að kom- ast yfir peningana. Til þessa eru ekki islenzkir peningar orðnir það sjaldgæfir. Einnig vildi ég benda á hve mikilvægt það er að peningar eru óskadd- aðir. Sem dæmi um þetta vitna ég í „íslenzkar myntir 1974“. Verð á 10 aurum 1942, zink peningnum er: Fyrir 1. flokks pening kr. 1200. Fyrir 2. flokks pening 750 kr. Fyrir 3. flokks pening 50 krónur. En þess er einnig getið að venjulegt eintak af þessum pening sé ekki nema 25 krónu virði. Þetta dæmi, ásamt mörgum öðrum, sem auð- velt er að tilgreina, sýnir, að ekki er nóg að fleygja i ein- hvern bauk peningum, sem svo skulu mala gull í bauknum og hækka og hækka i verði, i kappi við óðaverðbólgu. Þarna koma gæði peningsins svo mjög til greina og er ekki of oft endu tekið að; peningur, sem er ein. og nýr frá sláttunni, er dýr- mætastur. Strax og hann er f ar- inn að rispast eða slitna eitt- hvað rýrnar verðgildi hans: Því skaddaðri og máðari sem hann er þeim mun minna virði er hann i augum myntsafnarans og myntsalans. Enginn lausn er það, að fægja peninginn áður en hann er sýndur eða seldur. Fægður peningur er nánast einskis virði, það rýrir svo gæði hans. Einasta aðferðin sem ég þekki, til að ná óhreinindum af peningum, er að vöðla honum milli fingra sér og þvo hann þannig upp úr handsápu. Þetta er seinlegt verk þvi ekki má þvo nema einn og einn pening í einu og liklegast er ekki sama hvaða sáputegund er notuð. Ragnar Borg — Bókmenntir Framhald af bls. 10 skil ég það svo að með því vilji höfundurinn leggja áherslu á hið táknræna i sögunni, hið myndræna og i vissum skilningi — dulúðuga. Þessi uppsetning gerir textann margbrotnari, erfið- ari að brjóta til mergjar þar eð hún jafngildir fyrirmælum um hvernig hann skuli lesinn. Meðal annars þeirra hluta vegna hlýtur maður að virða söguna sem form- tilraun fyrst og fremst, tilraun sem höfundur ætli sér svo að hag- nýta, endurskoðaða og er.dur- bætta, seinna. Þvi einhvern veg- inn finnst manni hann eiga eftir að segja svo miklu meira um sama efni og umframt allt segja það ljósar og eðlilegar. Ingimar Erlndur hefur í öllum sinum sögum lýst hrolli andspæn- is elli og hrörnun. Maður hlýtur að óska slíkum höfundi langlífis og hlakka til að lesa það sem hann skrifar sjötugur! Verst er að þeg- ar þar að kemur má hann ekki sjálfur lesa þessa bók sina þvi hún er að sjálfs hans boði „bönn- uð fólki yfir fertugt". Þess skal svo getið að Gunnar S. Magnússon hefur gert kápumynd- ir á báðar bækurnar, en ljóðabók- ip er að auki myndskreytt af höf- undi. Er sú myndlist bæði áhrifa- mikil og húmorísk. — Morðbrennan Framhald af bls. 32 góðri sögu, hverjum lesanda mun ætlað að veita fyrir sér. Natan lætur í ljós við ástkonu sina Vatnsenda-Rósu, að hann sé feig- ur, hann hafi dreymt fyrir því, — og hún yrkir vísuna: Glöggur maður, gáðu að þér, gæfu mun það varða. Máski þyrna beitta ber blómið Kiðjaskarða. Natan lætur hið sama í ljós við Björn umboðsmann Ölsen, og dag- inn áður en Natan er myrtur segir hann Jóni hreppstjóra, vini sínum í Stapakoti, að hann hafi dreymt fyrir þvi, að hann verði drepinn, segir honum og þá drauma sína, sem hann ræður þannig. Hann dregur þá jafnvel i efa, aó hann lifi til næsta morguns, en ekki kveðst hann vita, hverjir bruggi honum banaráð. Og þrátt fyrir grun sinn, neitar hann því boði að gista næstu nótt hjá Jóni. Glögg- lega kemur fram, að hann veit, að ekki aðeins Agnes, heldur og Sigríður sitja á svikráðum við hann og hafa bundið trúss við Friðrik í Katadal, sem er til alls vís og hefur ekki farió leynt meó það, enda stæltur af móður sinni. Hvað er það svo, sem veldur því, að Natan fiýtur sofandi að feigðarósi, leggst rólega til svefns, þegar hann býst jafnvel við að verða myrtur þá nótt, sem í hönd fer? Þetta er það, sem var fyrst og fremst hvati minn til að fara allrækilega út í þau atriði, sem varða Natan og aðdragand- ann að morði hans, og ég tel mig hafa komizt að nióurstöðu, ein- mitt sakir þess, hve vandlega og skilmerkilega Guðlaugur greinir frá því, hvernig örlagavefurinn spinnst: Oft hefur verið um það rætt, að „ekki verði feigum forðað.“ Hinn ósýnilegi örlagavaldur svo sem blindi þá, sem hann hefur dæmt til dauða. Enginn vafi er á þvi, að trúin á óumflýjanleg örlög hefur haft ekki aðeina lamandi, heldur og seiðandi áhrif á Natan, sem auðvitað hafði fyllstu skilyrði til að forða sér. En án efa hefur það átt nokkurn þátt í andvarleysi hans, að hann hafi verið orðinn maður mikilla vonbrigða. Það, Ný verzlun í Fellunum I dag opnar - verzlunin IÐUFELL glæsilega kjörbúð að Iðufelli 14, Breiðholti. Við bjóðum Breiðholtsbúa velkomna í hina nýju verzlun, sem mun leggja áherzlu á fjölbreytt vöruval, þægilega aðstöðu til verzlunar og góða þjónustu. VERZLIÐ í BREIÐHOLTI KOMIÐ í IÐUFELL IÐUFELL Iðufelli 14 sfmi 74550, BREIÐHOLTI. sem hann hafði fram að þessu unnið, náði að efnast og komast yfir gott ábýli, hefur ekki fært honum þá lífsfyllingu, sem hann hafði vænzt, og þó að hann hafi vitað sig með vaxandi búi og umbótum að Illugastöðum, sam- hliða auknu trausti og tekjum af lækningum, hefur hann þótzt sjá fram á það, að hann hlyti ekki þær vinsældir og enn síður þá virðingu jafnt æðri sem lægri, sem hann hefur vissulega á æsku- og unglingsárum sinum haft að markmiði. Frekar þykir mér ókostur á bókinni, minnsta kosti fyrir al- mennan lesanda, að þrátt fyrir það, þó að höfundurinn segi frá yfirheyrslum og dómum með eig- in orðum, hefur hann fleygað sög- una með því að skjóta inn í frá- sögn sína afriti af réttarhöldum, bréfum og dómum. Þar er líka skoiið inn skrám yfir reytur þeirra, sem hlutu dauðadóm og ennfremur skrá yfir uppboðsverð á eignum Friðriks, en skrárnar eiga að vitna um þá fátækt, sem allmenn var i þennan tima og var ein orsök óaldarinnar og meóal annars ýtti undir fégirni Friðriks. Þessi plögg hefðu átt að vera í seinni hlutanum, þar hefðu þau engu að siður verið tiltæk þeim, sem þykja þau forvitnileg og með- al annars munu vilja bera þau saman við frásögn bókarhöfund- ar. 1 seinni hlutanum eru fyrst andleg ljóð, ort út af örlögum þeirra Friðriks og Agnesar. Næst eru bréf og reikningar, sem veita fróóleik um aftökurnar, og síðan Vetrakviði ljóðabréfið, sem Sigurður í Katadal, sendi Þor- björgu konu sinni í fangelsið i fjarlægu landi. Þá er fjallað um málareksturinn og greint frá Blöndal, birt stutt æviágrip og frásögn Sveins prófasts Níelsson- ar, sem var um skeið skrifari Blöndals, af fyrstu embættisárum hans, þá er hann setur sér að bæla nióur óöldina í sýslu sinni. Og þessu fylgir mjög skýr lýsing á Blöndal, ytra útliti hans, skapgerð og dagfari. Næst fjallar höfundur um Guðmund Ketilsson, sem varð fyrir miklu aðkasti, ekki sízt sakir þess, að hann var sagður hafa boðizt til að höggva Agnesi og Friðrik gegn 60 ríkisdala greiðslu. I þessari bók er birt bréf, sem sýnir, að Blöndal, sem lagði áherzlu á, að aftakan yrði framkvæmd án mistaka, beiddist þess eftir rækilega athugun á hæfum mönnum, að Guðmundur ynni verkið og gekk að þeim kost- um að greiða fyrir það 60 ríkis- dali, en Jón böðull hafði boðizt til að höggva sakborningana fyrir litla þóknun, greidda í brennivíni. Guðmundi fórst aftakan eins og framast varð á kosið, fleygði siðan öxlinni og mælti: „Þetta eru blóð- peningar. Ég gef þá fátækrakassa Kirkjuhvammshrepps." Hann fékk síðan ábúð á Illugastöðum, gerðist þar mikill framkvæmda- maður og hlaut heiðursskjal og verðlaun landbúnaðarfélagsins danska. Sú fæð sem almenn- ingur lagði á hann reyndist lang- varandi., og olli honum beiskju og fáleikum. En verðlaunin glöddu hann svo, að hann orti: Aður hryggð I hug mér bar, hræddist mannadóma. Kættist þegar krýndur var konunglegum sóma. Þessu næst segir höfundur sögu af exi þeirri, er Blöndal fékk frá Danmörku til aftökunnar. Hún var talin hinn mesti óheillavald- ur, unz hún var falin Þjóðminja- safninu til varðveizlu. Næst birtir höfundur, svo sem áður er á minnzt órækar sannanir fyrir ævilokum Daniels og Sigríðar og síðan greinargerð um uppgröft beina Agnesar og Natans og greftrun þeirra i vígðri mold. Sió- asti kafli bókarinnar heitir Dagur á Vatnsnesi, sem segir frá ferð höfundar þangað norður og við- tali hans við Jóninu Gunnlaugs- dóttur sem lengi var húsfreyja á Illugastöðum, gift Gumundi Ara- syni, miklum myndar- og dreng- skaparmanni, en þau hjón voru bæði komin út af Guðmundi Ketilssyni og einnig Bjarna, bróó- ur Friðriks, sem höggvinn var. Er það viðtal athyglisverður bókar- auki. Loks er þess að geta, að i bókinni eru allmagar myndir — ein þeirra af plaggi, sem þannig er gerð grein fyrir: „Hinsta kveðja Agnesar til sveitunga sinna, skrifuð ósjálfráðri hendi miðils.“ Það eru svo lokaorð mín, að Guðlaugur Guðmundsson hafi með þessari bók náð að leiða i ljós velflést, sem hugsanlegt er að máli varði um morðbrennuna margumræddu og það fólk, sem þar kemur við sögu. VOLKSWAGEN- EIGENDUR Látið smyrja bílinn reglulega. SMURSTOÐIN ER OPIN FRÁ KL. 8 F.H. TIL KL. 5:30 E.H. HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Sími 21240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.