Morgunblaðið - 10.12.1974, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.12.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 19 Varði doktorsritgerð um taugaveikissjúkdóma KJARTAN R. Guðmundsson, læknir, varði í gær doktorsrit- gerð við Háskóla Islands. Rit- gerðin, sem er samansafn margra ritgerða Kjartans, fjallar um taugasjúkdóma alls- konar. Nefnist hún „Epidemio- logical studies of neurological diseases in Iceland". Andmælendur doktorsrit- gerðarinnar voru þeir Mogens Fog frá Kaupmannahöfn og Jennies Williams frá Lundún- um. Búnir að pakka 3 tonnum af fötum — önnur 3 bíða eftir pökkun Popphljómsveit með Sinfóníunni FRA Doktorsvörn Kjartans R. Guðmundssonar i hátíóarsal Háskólans í gær. A myndinni eru (t.v.) Olafur Bjarnason, formaður læknadeildar Há- skólans, Kjartan R. Guðmunds- son, og andmælendurnir Willi- ams og Fog. Ljósm. Mbl.: 01. K.M. Aðeins ein sala í sl. viku AÐEINS eitt íslenzkt síldveiði- skip seldi sildarafla í Danmörku i síðustu viku, en Óskar Magnússon frá Akranesi seldi þá fyrir 1,6 millj. kr. Ekki er vitað hvort ein- hver sildveiðiskip eru enn eftir á Norðursjávarmiðum, en þeim hef- ur farið ört fækkandi á undaförn- um vikum. Atta islenzkir bátar munu selja fisk í Bretlandi og Belgiu á næst- unni og verða það síðustu fisksöl- ur islenzkra skipa á erlendum mörkuðum fyrir jól. Tveir þess- ara báta munu selja i Bretlandi, en hinir í Belgiu. Þeir sem selja í Bretlandi eru Steinunn RE sem selur i dag og Sturlaugur 2. SU, sem selur á föstudag. I Belgiu selja svo Danski Pétur VE í dag, Alsey VE á fimmtudag og Helga Guðmunds- dóttir BA á föstudag. Jón Helga- son ÁR selur siðan þann 17. desember og sama dag Gunnar SU. Daginn eftir stendur til að Árni i Görðum selji. Húsasalan gengur vel hjá Húseiningum Siglufirði, 9. desember. HÉR hefur verið stórhríð og leiðindaveður um helgina. Vegur- inn út frá bænum er nú lokaður, en byrjað verður að moka strax og veður leyfir. Húseiningar hafa nú selt 2 hús til Borgarness, 2 í Garðahrepp, 1 hús til Seyðisfjarðar og 1 hús til Drangsness og meira er á döfinni hjá þeim. Þegar er búið að reisa eitt hús á Siglufirði og verður flutt í það í vikunni og ennfremur er búið að reisa eitt hús á Hegra- nesi. Matthfas. Síðasta sýning á Kertalog SlÐASTA sýning á Kertalogi eftir Jökul Jakobsson verður, á morgun, miðvikudag kl. 20.30 I Iðnó. Búið er að sýna leikinn f meir en 40 skipti. Leikurinn hefur vakið mikla athygli fyrir þjóðfélagslega skírskotun. SINFONlUHLJÓMSVEIT Is- lands og hljómsveitin Change munu leika saman á hljómleikum f Laugardalshöllinni f næsta mánuði og á allur ágóði af hljóm- leikunum að renna til Barnavina- félagsins Sumargjafar. Verður þetta f fyrsta sinn sem Sinfónfu- hljómsveitin leikur með íslenzkri popphljómsveit. Ekki er búið að ákveða efnisskrána, en Change mun þó leggja til talsverðan hluta efnisins. Upphaflega hafði verið ráðgert aó halda hljómleikana nokkrum Bátarnir, sem selja í Bretlandi, eru að mestu með þorsk, ýsu og löngu, en þeir sem selja I Belgíu eru aðallega með stórufsa. dögum fyrir jól og það að flytja jólatónlist fyrir unga sem aldna. En tfmi var naumur til undirbún- ings og þvi var tekin sú ákvörðun að fresta hljónleikunum. Hljóm- sveitin Change kom til íslands á sunnudaginn og mun dveljast hér næstu vikurnar og leika opinber- lega á skemmtistöðum. Hljóm- sveitin hefur verið í Englandi um nokkurra mánaða skeið við hljóm- plötuupptökur og í þessari viku er væntanleg á markað glæný, stór plata með hljómlist hljómsveitar- innar. Bandariskur maður, H. R. Barnum að nafni, sem er kunnur af samstarfi við margar helztu stórstjörnur tónlistarheimsins við plötuupptökur, stjórnaði upptök- unni hjá Change og kom hann með hljómsveitinni hingað til lands á sunnudaginn til að kynna sér aðstæður fyrir hljómleika- haldið, en hann hyggst vinna að útsetningum fyrir hljómsveit- irnar tvær. — Hljómsveitin Change er skipuð þeim Magnúsi og Jóhanni frá Keflavík og Birgi Hrafnssyni og Sigurði Karlssyni, sem áður voru m.a. i hljómsveit- inni Svanfriði. FATASÖFNUN Hjálparstofnun- ar kirkjunnar vegna fátækra- svæðanna f Eþfópfu hefur gengið vonum framar og núna berast stöðugt tilkynningar utan af landi um fatasendingar. Þegar er búið að pakka 3 tonnum af fötum og önnur 3 bfða pökkunar. Vonast er til að 25 tonn safnist, og verður það sent flugleiðis frá Luxem- borg til hinna bágstöddu á hörm- ungarsvæðunum f Eritreu. Ingi K. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Hjálpartofnunar kirkjunnar sagði er við ræddum við hann í gær, að söfnunin hefði gengið nokkuð vel og tilkynning- ar væru komnar frá 10 stöðum úti á landi um fatasendingar á leið til Reykjavíkur, en söfnun hófst s.l. fimmtudag. Nú væri búið að koma upp pökkunarstöð, og aó- staða fengist með vinsamlegu leyfi Kassagerðar Reykjavíkur. Þar væri fötunum pakkað í 50 Leiðrétting I FRÉTTUM frá Félagi ísl. fisk- mjölsframleiðenda, sem birtist i blaðinu s.l. sunnudag, er sagt frá ansjóvetuveiðum og framleiðslu Perúmanna á ansjóvetumjöli. I fréttunum hefur misritast ein lina, sem er rétt þannig: „Á árinu 1973 nam Framleiðsl- an aðeins 423 þúsund tonnum af ansjóvetumjöli...“ kílóa balla, og væri það gert með gömlum pappirspressum, sem fengnar hefðu verið að láni nokk- uð viða. Allt væri starfið unnið i sjálfboðavinnu og þegar væri bú- ið að pakka 3 tonnum og önnur 3 biðu pökkunar. Þá sagði Ingi að stefnt væri að þvi að safna 25 tonnum, en 5 tonn væru send i einu meó Flugleiðum til Luxemborgar. Þar verður birgðunum síðan safnað saman þangaó til 25 tonn eru komin og þá mun Cargoluxvél fljúga með farminn til Eritreu. Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd: Hr. ritstjóri. Á forsiðu blaðs yðar 4. des, er frásögn frá nýlegri grein úr ameriska blaðinu Washington Post undir fyrirsögninni „Verð- bólgulandið". 1 grein þessari eru prentuð innan tilvitnunarmerkja ummæli, sem gætu virzt eftir mér höfð. Af þessu tilefni vil ég taka fram, að ég hef ekki átt viðtal við blaðamenn frá Washington Post. Ég hef raunar ekki séð greinina í hinu ameríska blaði, en vil koma því á framfæri, að hér sé ekki eftir mér haft. Reykjavfk, 4. des. Jón Sigurðsson, Þjóðhagsstofnun. Eru Israelar orkuvopn — eftir Arye Wallenstein, fréttamann Reuters í Tel Aviv með kjarn- í bakhöndinni? • ISRAELAR fara enn dult með það, hvort þeir hafi nú yfir að ráða kjarnorkuvopnum eða ekki. Ephraim Katzir, forseti, varð til þess í síðustu viku, að menn fóru aftur að velta þess- ari spurningu fyrir sér, þegar hann sagði fréttamönnum, að Israelar hefðu þekkinguna til að framleiða slik vopn, en þeir ætluðu hins vegar ekki að verða þeir fyrstu, sem kæmu með þau inn i Miðausturlönd. Leyndar- dómurinn um hugsanleg kjarnorkuvopn Israela byggist að verulegu leyti I kringum kjarnakijúf þeirra, sem stað- settur er f Dimona f óbyggðum Júdeu. Árum saman hefur hann leikið sitt hlutverk i valdatogstreitunni f Miðaustur- löndum, og umræðum Banda- rikjamanna og Sovétrfkjanna um framtíðarskipan mála þar um slóðir. Israelar hafa sjálfir kosið að segja litið sem ekkert um kjarnakljúfinn og þær tilraun- ir, sem með hann eru unnar. Ef visindamennirnir i Dimona hafa náð að koma upp kjarnorkuvopnum hefur því verið haldið algerlega leyndu. Ef því plútónium, sem þarf í kjarnorkusprengjur, hefur ver- ið safnað þar saman um árabil, hefur ekkert lekið út um það. Stefna ríkisstjórna Israels siðastliðinn áratug í þessu máli hefur verið á þá leið að láta heiminn brjóta heilann án þess að vita nokkuð með vissu. En stjórnmálaskýrendur telja, að bæði Bandarikjamenn, banda- menn Israela, og Rússar stuóningsmenn óvina tsraela, Arabanna, séu sér þess meðvit- andi, að Dimona kjarnakljúfur- inn sé tromp á hendi Israels. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að sovézkir njósnarar hafi reynt að brjótast gegnum þagnarmúrinn, sem reistur hef- ur verið umhverfis Dimona. Jafnvel bandaríska leyniþjón- ustan hefur reynt að skyggnast undir yfirborðið eftir sann- leíkanum um kjarnakljúfinn. Þegar Katzir forseti gat þess, að lsraelar hefðu möguleika á að framleiða kjarnorkuvopn, var það ekki gaumgæfilega yfirveguð pólitisk yfirlýsing, heldur miklu fremur svar vió spurningu í litt formlegum samræðum. Opinberir emb- ættismenn minntu fréttamenn á það eftir á, að forseti tsraels sé aðeins þjóðhöfðingi að nafn- inu til, — og færi ekki með framkvæmdavald né stefnu- mótun. Saga kjarnakljúfsins í Dimona á sér nokkur þver- sagnakennd einkenni. Dimona- áætlunin hófst síðla á sjötta áratugnum með aðstoð franskra sérfræðinga. I þá tíð voru Frakkar perluvinir Israela og helztu bandamenn. Fyrir fjórtán árum skýrói David Ben Gurion, þáverandi forsætisráðherra, í fyrsta sinn opinberlega frá Dimonakjarna- kljúfnum i svari við fyrirspurn á þinginu. Hannsagði: „Við er um um þessar mundir að byggja kjarnakljúf fyrir rann- sóknir, og hefur hann afkasta- getu upp á 24,000 kilówatta hitaorku, og mun þjóna þörfum iðnaðar, landbúnaðar, heil- birgðismála og visinda... “ Þótt undarlegt megi virðast spratt þessi yfirlýsing Ben Gurions frá geigvænlegum upplýsingum, sem fram komu í Bandaríkjunum. Allen Dulles, þáverandi yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, hafði gert kjarnorkumálanefnd Bandaríkjaþings viðvart um þá uppgötvun, að griðarstór vefnaðarverksmiðja í byggingu nálægt Dimona væri í- raun og veru kjarnakljúfur. I kjölfar þessarar uppgötv- unar fylgdi mikið írafár og skipti á orðsendingum milli landanna og eitt brezku dag- blaðanna skrifaði: „Israel er langt komið með byggingu kjarnorkusprengju i tilrauna- skyni, og hefur haldið henni leyndri fyrir Bandaríkjamönn- um.. I Tel Aviv var því einnig hvfslað, að athygli Bandarikja- manna á kjarnakljúfnum hefði vaknað vegna vanhugsaðrar athugasemdar israelsks vis- indamanns i veizlu einni með diplómötum. I dag hvílir enn sama leyndin yfir þessari risabyggingu, sem gnæfir yfir óbyggðum norður- hluta Negeveyðimarkarinnar. Þeir, sem þekkja málið gerst, eru þögulir sem gröfin. En sú staðhæfing, að ísraelar muni ekki verða fyrstir til að koma með kjarnorkuvopn til Mió- austurlanda, bendir, — i aug- um þeirra, sem ekki vita meir —, til þess að þau séu innan seilingar fyrir lsrael. Trúi Sovétríkin og Araba- ríkin þvi, að Israel búi i raun óg veru yfir kjarnorkugögnum til hernaðar, kann það vissulega að halda aftur af þeim síðar- nefndu varðandi hugsanlega stórárás á Israel. En sú leynd, sem hvílir yfir málinu i ísrael, hefur verið túlkuð á þann veg, að israelskir leiðtogar vilji fremur að Bandarfkjamenn noti það i umleitunum sinum bak við tjöldin, en að þeir komi sjálfir fram með beinar og blá- kaldar ógnanir. Átta bátar selja í Bretlandi og Belgíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.