Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 48
Ronson Electronic gjöfin, sem vermir RONSON ÞRIÐJUDAGUR 10.DESEMBER 1974 Enn eitt morð í Reykjavík: Stakk mann til bana og særði annan hættulega 57 ÁRA gamall maóur, Friðmar Sædal, var stunginn til bana með hnífi, og annar maður Björgvin Óskarsson, 51 árs, særður lífshættulega í húsinu númer 18j við Þver- holt í Reykjavík að morgni s.l. sunnudags. 35 ára gamall maður, Kristján Kristjánsson, var tíandtekinn strax um morguninn, og játaöi hann á sig verknaðinn við yfir- heyrslur seinna um daginn. Lögreglan fékk tilkynningu um atburðinn skömmu fyrir klukkan 10 á sunnudagsmorguninn. Kona, sem var að koma með mat til Björgvins húsráðanda og ætlaði einnig að laga til i húsinu, fann Björgvin liggjandi á legubekk i stofunni, mikið særðan, og i her- bergi innaf stofunni lágu tveir menn Friðmar og Kristján, annar þeirra særður, að því er virtist. Hún hringdi strax i slökkviliðið úr sima, sem er í íbúðinni, og bað um að sjúkrabifreið yrði send á staðinn. Slökkviliðið lét lög- regluna þegar vita, og komu bæði lögregla og slökkvilið að húsinu um svipað leyti. Var aðkoman sú sama og þegar konan kom á vett- vang. Þegar lögreglan kom inn í herbergið, reis Kristján á fætur, en Friðmar hreyfði sig ekki, og við nánari athugun kom í ljós, að hann var látinn. Húsráðandinn var þegar fluttur á Borgsspítal- ann til aðgerðar, en lögreglan tók Kristján i sína vörzlu, enda beind- ust böndin að honum. Játaði hann við yfirheyrslur að hafa stungið báða mennina í brjóstið með búr- hnífi, sem til var á heimilinu. Var sá látni með 8—9 stungusár á Framhald á bls. 47. Hnífurinn, sem notaður var við verknaðinn. Hann fannst brotinn á vettvangi. iM ■ . .*#■: v* eítr ♦>' iMMDttm m t iiáiW Rækjuveiðideilan við Húnaflóa: Óvenju mikið um hvers kyns óhappaverk ALLS kyns óhappaverk hafa verið óvenju mörg upp á síð- kastið, svo þess eru engin dæmi hér á landi. A rúmum þremur mánuðum hafa átt sér stað sex morð eða manndráp, auk ýmissa likamsmeiðinga. Það, sem fyrst gerðist, var, að gamall maður lézt eftir átök við annan mann í kjallaraibúð við Vesturgötu í Reykjavík að kvöldi 4. september. Næst í röðinni var morð á 28 ára gömlum manni i húsi við Suðurlandsbraut, en vinkona hans stakk hann til bana með hnífum og skærum. Þá lézt ungur maður eftir átök fyrir framan skemmtistaðinn Þórs- eafé. Á Akranesi lézt 18 ára piltur, einnig eftir átök, og i Vestmannaeyjum lézt mið- aldra maður eftir að hafa lent í átökum að loknum dansleik. Loks er það morðið í Reykja- vík um síðustu helgi, sem nánar er greint frá I blaðinu í dag. Þá má geta þess, að rann- sóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar er unnin með það í huga, að hugsanlega geti verið um morðmál að ræða. Blönduósverksmiðjan ekki í vandræð- um með að fá þriðja bátinn í viðskipti EKKI dró til neinna stórtíðinda i deilunni við rækjubátana tvo á Blönduósi nú um helgina. Tals- maður sjávarútvegsráðuneytisins telur, að skipstjórar bátanna tveggja muni ætla að virða veiði- leyfissviptinguna og að þeir hafi ekki farið á sjó frá því fyrir helgi. Forstöðumaður rækjuverksmiðj- unnar Særúnar á Blönduósi og skipstjóri annars bátsins segir það hins vegar stafa af þvl, að bræla hafi verið á miðunum og að bátarnir muni ekki virða leyfis- sviptinguna. Rækjuverksmiðjan á Blönduósi hefur nú auglýst eft- ir þriðja rækjubátnum í viðskipti og fengið jákvæð svör. 1 samtali við Morgunblaðið i gær sagði Þórður Ásgeirsson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðu- neytisins, að ekkert yrði frekar aðhafzt í máli þessu af hálfu ráðu- neytisins, þar eð allt benti til þess, að rækjubátarnir tveir frá Blönduósi myndu ætla að virða veiðileyfissviptinguna. Bátarnir hefðu ekki farið á sjó í gær og þrátt fyrir að þeir hafi róið á laugardag eftir að ákvörðunin um sviptingu leyfanna hafði verið tekin, sagði Þórður, að áhöld væru um hvort skipstjórunum hefði borizt vitneskja um það nógu timanlega eftir formlegum leiðum. Þórður var þá spurður um það hver viðbrögð ráðuneytisins yrðu við auglýsingu rækjuverksmiðj- unnar á Blönduósi eftir þriðja rækjubátinum í viðskipti, þ.e. ef umsókn kæmi frá skipstjóra ein- hvers rækjubátsins með veiðileyfi á Húnaflóanum um að færa kvóta sinn yfir til Blönduóss. Þórður kvaðst ekki geta svarað öðru til en því, að það yrði tekið til athugun- ar eins og önnur erindi, er bærust ráðuneytinu. Hann taldi hins veg- ar öll tormerki á því, að ráðuneyt- ið breytti afstöðu sinni til rækju- bátanna tveggja frá Blönduósi, þeir hefðu fyrirgert rétti sínum til veiða í Húnaflóanum með því að brjóta gegn skilmálum veiði- leyfanna. Kári Snorrason veitir rækju- verksmiðjunni Særúnu á Blöndu- ósi forstöðu en hann er jafnframt skipstjóri Aðalbjargar, annars Blönduóssbátsins, þó svo að 17 ára sonur hans, Snorri, væri með bátinn þegar deilan blossaði upp að nýju fyrir helgina. Hinn bátur- inn heitir Nökkvi og er skipstjóri hans Jón Ámundi Jónsson. „Við munum ekki virða leyfis- sviptingu," sagði Kári Snorrason, þegar Morgunblaðið spurði hann um viðbrögð þeirra skipstjóranna á Aðalbjörgu og Nökkva. Óþolandi ástand r af orkum álunum — 298 stiga heit gufa úr Kröflu Björk, Mývatnssveit 9. desember. 1 GÆR fór veður hér mjög versn- andi og um kvöldið var komið norðan hvassviðri með snjókomu og skafrenningi. Frostlaust var að kalla og setti því víða ísingu á raflinur, enda urðu truflanir á rafmagni i gærkvöldi og fór það Þorskblokkin lækkar Norðmenn reiðubúnir að selja 6000 lestir á 58 sent pundið ÝMISLEGT bendir til þess, að verð á þorskblokk á Bandaríkja- markaði fari lækkandi. Norð- menn eru byrjaðir að selja tals- vert magn af þorskblokk, líklega um 6000 lestir á 58 sent pundið en hingað til hefur verðið verið 60 scnt pundið. Ekki munu Norð- menn ætla sér að selja þetta magn í einu lagi, heldur munu þeir ætla sér að koma því inn á markaðinn á næstu þremur mánuðunum og athuga hvort verðið fari ekki að hækka á ný. Við síðustu skráningu í Banda- ríkjunum var pundið af þorsk- blokkinni skráð á 58—59 sent. Enn hafa engar afskipanir farið fram héðan frá íslandi á iægra verði en 60 sentum, og ekki er vitað hvaða áhrif verðlækkun Norðmanna hefur á markaðinn en seljendur óttast, að þessar söl- ur Norðmanna muni hafa þau áhrif að draga verðið heldur niður. Hinsvegar ber að gæta þess, að mjög lítið magn mun vera til af þorskblokk í geymslum frystihúsanna. í geymslunum er lang mest magn af ýsu- og ufsaflökum. alveg af milli kl. 20 og 21. Eftir að Mývatnssveit og Kisiliðjan voru eingöngu tengd við gufuaflstöð- ina í Bjarnarflagi, virtist allt I lagi og var svo s.l. nótt. Veður er hér skárra í dag, þó er allhvasst og kólnandi og éljagangur. Ekki er annað vitað en færð á vegum til Húsavikur sé góð. Hér hefur raf- magn verið skammtað í dag, 2 tíma í senn, enda er talið, að fram- leiðslan I Laxárvirkjun hafi minnkað um nálægt helming. Eins og áður hefur komið fram í fréttum, er nú lokið borunum á tveimur holum eftir gufu norður i Kröflu. Búið er að láta fyrri hol- una blása út i nokkurn tíma og var hitinn í henni mældur í s.l. viku. Reyndist hann vera 298 stig. Er þessi hola talin ein sú heitasta, sem boruð hefur verið hér á landi. Síðari holunni hefur enn ekki verið hleypt upp, en það verður væntanlega gert næstu daga. Því er ekki hægt að segja á þessu stigi hversu hár hiti reynist Framhald á bls. 47. .Ástæðan fyrir þvi, að við erum ekki á sjó í dag, er einfaldlega sú, að það er bræla á miðunum. Við teljum, að það sé ekki hægt að svipta mann leyfum ef lagt er upp hjá löglegum stöðvum, og raunar ekkert samræmi í þessari ákvörð- un ráðuneytisins, þar sem annar bátanna lagði til skiptis upp á Hvammstanga og Skagaströnd áð- ur en byrjað var að landa hér á Framhald á bls. 47. Samið við hönn- unaraðila að Kröfluvirkjun EINS og getið er í annarri frétt i Mbl. í dag hefur árangur af bor- unum vegna undirbúnings Kröfluvirkjunar orðið góður. Jón G. Sólnes, alþingismaður, for- maður Kröflunefndar sagði i við- tali við Mbl. i gær að mikið starf hefði verið unnið innan nefndar- innar að undirbúningi fram- kvæmda. Hefði ráðuneytið lagt mikla áherzlu á að öllu viðvíkj- andi málið yrði flýtt og kvað hann nefndina nú búna að semja við hönnunaraðila virkjunarinnar. Er það Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, sem hanna mun virkjunina í samráði við banda- rískt verktakafyrirtæki, Rogers Inc. Láta ekki í sér heyra ÞEGAR Mbl. hafði samband við Hauk Guðmundsson rann- sóknarlögreglumann I Kefla- vík f gærkvöldi, var ekkert sér- stakt að frétta af rannsókn Geirfinnsmálsins. Var unnið að rannsókn þess af fullum krafti. Enginn þeirra fimm manna, sem auglýst hefur verið eftir vegna málsins, hefur enn gefið sig fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.