Morgunblaðið - 10.12.1974, Side 4

Morgunblaðið - 10.12.1974, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL T2 21190 21188 LOFTLEIÐIfí Fæ I /,/ 7f. l V iit; 22*0*22* RAUOARÁRSTÍG 31 <g BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONEEP Útvarp og stereo kasettutæki ■▼7 T*T RT ín #3í((jt)' 02 BiLALEIGA CAR RENTALJ Hópferðabílar Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716. ' Annast allar * raflagnir og viogeroir \ f NILFISK pegar um gæditt er að tefla.... FONIX HAtUNI 6A.SÍMI 24420 Geigvænleg hætta á ferðum Blaðið Siglfirðingur ræðir ný- verið vanda þann, sem var þjóð- arbúinu og atvinnuvegunum á höndum, er vinstri stjórnin skilaði efnahagslegum af- rakstri sinum eftir þriggja ára valdaferil. Blaðiðsegir: „. . . Fólk veit almennt, að þjóðin lifði langt um efni fram mestan hluta vinstristjórnar- tfmabilsins, flestar greinar at- vinnuveganna, bæði í fram- leiðslu og þjónustugreinum, voru reknar með miklum halla, sem mætt var með skuldasöfn- un, og rekstur þjóðarbúsins var að miklu leiti fjármagnaður með erlendu lánsféi. Sem dæmi um það siðastnefnda má nefna það, að frá því að verðhækkana á olfu fór að gæta á árinu 1973, hefur viðskiptaskuld okkar við Rússa aukist nokkurn veginn jafnmikið og hækkunin á inn- fluttum olfuvörum hefur numið. Að óbreyttri stefnu í efnahagsmálum hefði skuld okkar við Rússa um næstu ára- mót verið orðin sem næst jafn- há öllum gjaldeyrisforða lands- ins. Og þar sem Rússar gátu samkvæmt viðskiptasamningi landanna krafist greiðslu á allri skuldinni fyrirvaralaust þegar þeim þóknaðist, hljóta allir heilvita menn að sjá hve geigvænleg hætta var hér á ferðum þegar erlent stórveldi nær slfkum efnahagstökum á smáþjóð, sem orðið hefði að óbreyttri stjórnarstefnu. En f heild er reiknað með um 12—13 þús. milljóna króna halla á viðskiptajöfnuði þjóð- arinnar við útlönd á þessu ári. Ofan á allt þetta bætist svo, að staða rfkissjóðs gagnvart Seðla- bankanum er vægast sagt hörmuleg. Kommúnistum var ekki sfður ljóst en öðrum, að við lok vinstristjórnartímabilsins var innlend og erlend skuldasöfn- un ríkissjóðs og helstu atvinnu- vega landsmanna komin í há- mark, og ekki varð lengur hjá því komist að skerða lífskjör þjóðarinnar að marki, umfram það sem vinstri stjórnin hafði þegar gert, meðan efnahags- málunum væri komið í lag. Þvf var það, að kommúnistum var aldrei alvara með að vilja taka þátt í myndun nýrrar ríkis- stjórnar, heldur kusu að hlaup- ast brott frá vandanum þegar ekki varð lengur hjá þvf komist að gera óvinsælar ráðstafanir, svo sem þeirra er vandi. Sem óábyrgir stjórnarand- stæðingar geta kommúnistar nú leyft sér að hvetja launþega- samtökin til verkfalla til að brjóta niður efnahagsaðgerðir núverandi rfkisstjórnar, sem þó eru ekki annað en afleiðing stjórnarstefnu þeirra sjálfra undanfarin 3 ár. Vonandi er meirihluti forsvarsmanna laun- þegasamtakanna það réttsýnn og ábyrgur, að hann sjái gegn- um þennan auðvirðilega blekk- ingarvef og geri það, sem bæði launþegum og þjóðarheildinni er fyrir bestu. En það er að gefa núverandi rfkisstjórn tíma til að koma þjóðarskútunni aftur á réttan kjöl. Afkoma sveitar- félaganna Þá ræðir blaðið um afkomu, sveitarfélaganna: Það er óneitaniega dálítið hjákátlegt, þegar aðstandendur nýgenginnar vinstristjórnar eru að hæla sér af umhyggju sinni fyrir landsbyggðinni. Við- skilnaður vinstri stjórnarinnar var nú ekki betri en það, að flest stærri sveitarfélög lands- ins áttu og eiga við meiri fjár- hagsörðugleika að strfða en nokkru sinni áður, og óðaverð- bólga sfðustu missera hefur leikið þau svo grátt, að allar fjárhagsáætlanir hafa gjörsam- lega farið úr skorðum. Við þetta bætist svo, að undirstöðu- atvinnuvegir flestra sveitarfé- laga við sjávarsfðuna, útgerð og fiskvinnsla, voru rekin með miklum halla, og fyrirsjáanleg stöðvun þeirra var á næsta leiti að óbreyttri stjórnarstefnu. Einnig má minna á orkumálin, sem eru i megnasta ólestri f heilum landshlutum. Til þess að kóróna ástandið var svo sveitarfélögunum neitað um heimild til 10% álags á útsvör, og meinuð eðli- leg hækkun á gjaldskrám ýmissa þjónustufyrirtækja sinna, sem leiddi vfða til óeðli- legrar skuldasöfnunar. Byggðastefna Sjálfstæðis- flokksins er.og hefur verið í því fólgin, að fjölga þeim verk- efnum, sem sveitarfélögin geta unnið sjálfstætt að, með aukn- um tekjustofnum og meira sjálfræði f verðlagningu seldr- ar þjónustu. Þetta gerir sveitar- félögin fjárhagslega sjálfstæð- ari gagnvart rfkisvaldinu, og minnkar Ifkurnar á því, að fjár- hagur þeirra hrynji f rúst þó misvitrar rfkisstjórnir setjist að völdum. Ætli slfk stefna verði ekki affararsælli þegar til lengdar lætur en miðstjórnar- valdsstefna hinna svokölluðu vinstri flokka. Fréttabréf frá Stykkishólmni Stykkishólmur 3. des. SUNNUDAGINN 1. des. var að tilhlutan Kvenfélagsins og sóknarprestsins f Stykkishólmi, sr. Hjalta Guðmundssonar, haldið aðventukvöld f kirkj- unni og var kirkjan full af fólki út úr dyrum. Ingvar Ragnars- son kynnti atriði, Kristfn Nfels- dóttir sagði frá jólum í æsku sinni f Sellátri, Finnur Jónsson las jólasögu, séra Hjalti og Vfk- ingur Jóhannsson organisti kirkjunnar léku tvö lög á flautu og orgel, ungmenni sungu jólasálma og að lokum hafði sóknarpresturinn helgi- stund. Mun þetta vera f fyrsta sinni, að aðventukvöld er hald- ið f Stykkishólmi. □ Lionklúbbur Stykkishólms hefir látið prenta jólakort með mynd af Stykkish. og voru kort þessi boðin til sölu s.l. sunnu- dag og var góð sala í þeim. Agóðinn rennur til liknarstarf- semi. Lionklúbburinn fór fyrir nokkru til skelveiða út f Breiða- fjörð, mannaði flokkurinn 3 báta, m.b. Þórsnes, mb. Svan og Mb. Gullþóri, en útgerðir bát- anna lánuðu þá endurgjalds- laust. Veiddar voru 15 lestir af skel og unnar í Skelfiskvinnslu Stykkishólms h.f. og fékk klúbburinn Skelfiskvinnsluna lánaða án endurgjalds og unnu klúbbfélagar og konur þeirra að vinnslu skeljarinnar. Alls mun klúbburinn hafa haft rúm- ar 400 þúsundir króna upp úr þessari veiðiför þegar allt kem- ur til alls. Þá hefir klúbburinn farið i fisksöluferð í Dalina og tókst sú ferð ágætlega. Tilgang- urinn með þessari söfnun er að veita fé til liknarmála og þegar er ákveðið að gefa sjúkrahús- inu í Stykkishólmi 3 nauðsyn- leg sjúkra- og lækningatæki. Q Nýr og glæsilegur sjúkra- bíll með tilheyrandi tækjum og talstöðvarþjónustu er kominn í Stykkishólm. Hefur hann þegar verið tekinn i notkun og hefir reynst hinn ágætasti f alla staði og þykir að honum mikil bót frá þvi sem áður var. Q Skelfiskveiði hefir verið góð hér í haust og hafa stundað veiðar 6 til 7 bátar. Unnið er á tveim stöðum, þ.e. Skelfisk- vinnslu Stykkishólms og Frysti- húsi Sig. Agútssonar h.f. en þar eru komnar nýjar og fullkomn- ar vélar til skelvinnslu sem reynst hafa ágætlega. Fleiri bátar komast ekki að því tak- mörk eru fyrir hve hægt er að vinna skelina þar sem aðeins er um tvær skeifiskvinnslur að ræða og er það mjög bagalegt og þyrfti að ráða bót á þessu fyrirkomulagi. □ Flokkur simamanna undir stjórn Reimars Snæfells síma- verkstjóra vinnur nú i Stykkis- hólmi að þvi aó færa út síma- kerfið. Tvö ný ibúðarhverfi eru i byggingu f Stykkishólmi og þarf að leggja og flytja síma í flest hús, sem eru í byggingu. Þá þarf að auka leiðslur frá símstöðinni og eins að bæta við númerum, en þau 300 nr., sem tekin voru í notkun á stöðinni, er hún var gerð sjáifvirk haustið 1967, eru nú flest full- nýtt og verður aukið að mun nýjum númerum í vetur. Ekki er gott að segja um hvenær verkinu verður lokið, en það fer að sjálfsögðu eftir veður- fari, og um þetta leyti er alltaf hætt vió frostum og þá stöðvast framkvæmdir að mestu eða öllu leyti. í sumar hefir sami flokk- ur unnið á Snæfellsnesi við að bæta við síma og leggja strengi í kauptúnunum Grundarfirði, Hellissandi og Ólafsvík og er því verki lokið. Q Smærri bátar hér í Hólmin- um hafa róið undanfarió með lóðir og fiskað ágætlega. Mest er þetta ýsa. En vegna þess að frystihúsin hér hafa ekki tekið við aflanum, hefir úthald bát- anna byggst á innanbæjarsölu i matinn, og eins hvað hægt hefir verið að selja út úr plássinu. Hafa smábátaeigendur verið mjög óánægðir með að geta ekki seit aflann. □ Unnið er nú markvist að því að koma í Stykkishólmi upp fullkominni læknamiðstöð og hafa verið haldnir nokkrir fundir þar um. Þessi miðstöð mundi þá þjóna Stykkishólms- læknishéraði, svo og Dalasýslu og byggð við Breiðafjörð. 1 sambandi við umræður um þessi mál, hefir það orðió mesta áhugamál hér um slóðir að fá brú á Alftafjörð, en eins og nú er getur vegurinn kringum fjörðinn alltaf teppst, enda liggur hann á þeim slóðum þar sem bæði er hætta af skriðuföll- um og eins snjóþyngslum. Þeg- ar brú yfir Alftafjörð er kom- inn styttist vegurinn verulega úr Dölum í Stykkishólm auk þess sem þeir sem á vetrum fara Heydal, þegar Kerlingar- skarð er illa fært, fá þar örugg- ari leið. Þá verður einnig mjög kleyft að flytja sjúklinga úr Dölum I Stykkishólm með þvi að versta torfæran er úr sögunni. Vegamálastjórnin hef- ir undanfarin ár látið fara fram könnun á brúarstæði og mæl- ingar á botnlagi í Alftafirðinum og vonast menn nú hvað úr hverju að byrjað verði á þessum framkvæmdum og i seinasta lagi í vor. Fréttaritari. Dr. Jónas Bjarnason kjörinn formaður Banda- lags háskólamanna 1. ÞING Bandalags háskóla- manna var haldið að Hótel Loftleiðum dagana 29. og 30. nóvember s.l. Þingið sátu 130 fulltrúar hinna ýmsu aðildar- félaga BHM. Formaður BHM, Markús A Einarsson, setti þingið og síðan ávarpaði fjár- málaráðherra þingfulltrúa, þá flutti Jónas Haralz bankastjóri erindi um efnið: Er hætta á offjölgun háskólamanna? Meðal gesta á setningarfundi voru forsætisráðherra, mennta- málaráðherra, formaður BSRB, formaður Vinnuveitendasam- bandsins og rektor Háskóla ís- lands. Að loknum setningarfundi hófust venjuleg aðalfundar- störf. Tvö félög voru tekin inn i Bandalagið, Félag islenzkra sjúkraþjálfara og Tækni- fræðingafélag Islands. Þá hafði Jónas Bjarnason, formaður launamálaráðs, framsögu um kjaramál og starfshópar fjöll- uðu um eftirtalin efni. I. Starf- semi BHM. starfsáætlun og fjárhagsáætlun. II. Kjaramál og III. Er hætta á offjölgun háskólamanna? Kjörin var stjórn Bandalags háskólamanna tilnæstutveggja ára. Nýkjörinn formaður Bandalagsins er dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræóingur. Aðrir í stjórn eru Hilmar Ólafs- son, arkitekt, Bjarki Magnús- son, læknir, Almar Grímsson, lyfjafræðingur, Skúli Halldórs- son, kennari, og í varastjórn eru: Stefán Hermannsson, verkfræðingur, og Guómundur Björnsson, viðskiptafræðingur. Vinsælustu lögin ! Bretlandi ! dag eru: 1 ( 4) Oh, yes: you're beautiful: ......................... Gary Glitter 2 ( 3) You're thefirst, the last, my everything: ........... BarryWhite 3(1) Gonna make you a star ................................ David Essex 4 ( 9) You ain't seen nothing yet: ........ Bachman Turner overdrive 5 ( 4) Juke box jive: ..................................... Rubettes 6 ( 6) Pepper box: ........................................... Peppers 7 ( 2) Killler queen: ............................................Queen 8 (10) Tell him: ................................................ Hello 9 (17) My boy: ........................................... Elvis Presley 10 (12) Too good to be forgotten: .............................Chi-Lites Þetta er það vinsælasta ! Bandaríkjunum þessa vikuna: 1 ( 3) When will i see you again: ......................Three Degrees 2 ( 8) Kung fuighting: .................................. Carl Douglas 3 ( 1) I can help: ........................................ Billy Swan 4 ( 6) Angie baby: ....................................... Helen Reddy 5 ( 9) Cat's in the cradle: .............................. Harry Chapin 6 ( 7) Do it (till you're satisfied): ..................... B.T. Express 7 ( 2) My melody of love: ........................... Bobby Vinton (2) 8 (11) Sha-la-la: ...........................................Al Green 9 (10) Wishing you were here: ................................ Chicago 10 (12) You're the first, the last, my everything: ........ BarryWhite

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.