Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974
Annríki hjá
rannsóknar-
lögreglunni
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
í Reykjavík átti óvenju ann-
rlkt um helgina. Að sögn
Helga Daníelssonar lögreglu-
manns, sem var á vakt ásamt
þremur öðrum rannsóknar-
lögreglumönnum, bárust
30—40 tilkynningar um helg-
ina. „Við höfðum varla undan
að taka við tilkynningum,"
sagði Helgi. 1 flestum til-
fellunum var um smá mál að
ræða, en um stærri mál verður
getið hér á eftir:
100 þúsund-
um stolið úr
peningaskáp
EINS og fram kom i Mbl. á
sunnudaginn, var logskurðar-
tækjum stolið frá Sindrastáli
við Borgartún aðfararnótt s.l.
laugardags, og fundust þau
síðar í Vöruflutningamiðstöð-
inni við sömu götu. Höfðu þau
verið notuð til að skera sundur
peningaskáp fyrirtækisins. Nú
liggur ljóst fyrir, að í peninga-
skápnum voru um 100 þúsund
krónur í peningum, og var allt
hirt.
1 frétt blaðsins um innbrot
þetta s.l. sunnudag sagði, að
ekki hefði tekizt að ná í for-
ráðamenn fyrirtækisins þegar
fréttin var skrifuð. Það rétta
er, að ekki hafði náðst i gjald-
kera fyrirtækisins, sem einn
vissi nákvæmlega hve mikið
variskápnum.
Skemmdu
bíla
UM HELGINA var stungið
með eggjárni á hjólbarða
fólksbfls, sem stóð fyrir utan
hús I Fossvogshverfi. Er þetta
I þriðja sinn á stuttum tíma,
sem stungið er á hjólbarða
þessarar sömu bifreiðar.
Maður á þritugsaldri hefur
verið handsamaður vegna
þessa máls. Hefur hann viður-
kennt að hafa stungið á barð-
ana nú um helgina, en vill
ekki kannast við að hafa valdið
skemmdum á bflnum I hin tvö
skiptin.
Þá voru piltar staðnir að því
að brjóta spegla í bflum, sem
stóðu við Egilsgötu, Barónsstfg
og Þingholtsstræti. Hafa þeir
viðurkennt skemmdir á 4 bfl-
um en ekki er Ijóst hvort þeir
hafa fleiri slfk skemmdarverk
á samvizkunni.
Dekkin hurfu
undan bflnum
UM HELGINA var dekkjum á
felgum stolið undan vörubíl,
sem stóð á nýjum knattspyrnu-
velli, sem Vaiur er að gera
norðan Flugvallarvegar. Var
öllum hjólum á afturöxli,
fjórum að tölu, stolið og auk
þess bremsuskál öðru megin.
Skiptir verðmæti þeirra hluta
sem stolið var, tugum þúsunda
króna.
60—70 þús-
undum stolið
A LAUGARDAGINN var
stolið 60—70 þúsund krónum
frá starfsfólki DAS í Reykja-
vfk. Gerðist þetta á tfmabilinu
8—13. Var peningunum stolið
úr hlífðarfötum f fatageymslu.
Skal enn einu sinni vakin á þvf
athygli, hve óráðlegt er að
skilja fjármuni eftir f fatnaði,
seui gcymdur er í sameigin-
l-;g".m klæðaskápum starfs-
fÓ>i(S.
Fjallvegir
víðast ófærir
Óveður á Norðausturlandi og Austfjörðum
ÓVEÐUR var í gær á norð-
austanverðu landinu og á Aust-
fjörðum og litið vitað um færð á
þeim slóðum. Þó var vitað, að
fjallvegir allir á Austurlandi
væru ófærir. Á Suðurlandsundir-
lendinu er aftur á móti ágæt
færð, allt austur á firði, en að vfsu
mikil hálka á nokkrum stöðum.
I Borgarfirði og á Snæfellsnesi
er sömu sögu að segja nema hvað
fjalivegirnir á Fróðárheiði og
Kerlingarskarði eru þungfærir.
Sjónvarpið
sést ekki
Neskaupstað 9. desember.
SJÓNVARP hefur svo til ekkert
sézt hér i þrjá daga og þannig
hefur það verið langan tíma á
þessu hausti. I gærkvöldi kom
hljóðið af og til, en á skerminn
kom einu sinni texti frá sjónvarp-
inu: „smá hljóðtruflanir eru nú á
Norður- og Austurlandi“.
Brattabrekka var talin ófær i gær
en fært var um Heydal og þaðan
áfram vestur í Reykhólasveit
fyrir stóra bíla og jeppa. A
norðanverðum Vestfjörðum voru
allar heiðar lokaðar en ágæt færð
innan fjarða á þeim -slóðum. Á
sunnanverðum Vestfjörðum var
stórum bílum fært frá Patreks-
firði suður yfir Kleifaheiði og
vegurinn um Hálfdan var ruddur
i gær. Þorkafjarðarheiði var aftur
á móti ófær.
Einnig var vegurinn yfir Holta-
vörðuheiði talinn ófær i gær en
hann verður ruddur i dag ef að-
stæður leyfa. I gær var þó fært
um Norðurland allt austur að
Akureyri en Öxnadalsheiðin var
að visu þungfær. Siglufjarðarleið
var lokuð i Fljótunum, og ekki
tókst að ryðja hana í gær og hún
verður ekki rudd fyrr en á föstu-
dag aftur. Eins var vegurinn til
Ólafsfjarðar ófær í Múlanum —
bæði vegna snjókomu og snjó-
flóða. Fyrir austan Akureyri var
leiðin um Dalsmynni áleiðis til
Húsavikur mokuð í gær.
Hraðfrystihúsið Flugfiskur í Vogum brann á laugardagskvöldið.
Beitningamenn i næsta húsi urðu fyrstir eldsins varir og var kallað
á slökkviliðin í Keflavfk og á Keflavíkurflugvelli, en þau fengu lítið
að gert. I húsinu var fiskur fyrir nokkrar millj. kr. og er hann að
líkindum að mestu ónýtur. Sjálft húsið brann til grunna, en það
hafði verið endurbætt f fyrrahaust.
Ljósm.: Heimir Stfgsson.
Gamalt og nýtt í bland
Sinfóníutónleikar á fimmtudag með nýju ísl.
tónverki og tékkneskum píanóleikara
Er spurt var um ástæðuna fyrir
þessum bilunum og hvort þær
yrðu ekki lagaðar þá vísaði sjón-
varpið á Landssímanr, og Lands-
siminn á sjónvarpið.
Því finnst okkur úti á lands-
byggðinni ekki timabært að tala
um litasjónvarp á meðan stór
hópur landsmanna hefur ekki
einu sinni „svart-hvítt sjónvarp".
Asgeir.
Akureyri 9. desember.
Akureyringar eru farnir að lita
rafmagnsleysið sem eðlilegan
hlut þegar eitthvert hrfðaráhlaup
kemur. Flest ef ekki öll heimili
eru vel birg af kertum, olfulömp-
um og gastækjum til eldunar.
Menn taka skömmtun og raf-
magnslcysinu með jafnaðargeði,
enda ekkert annað að gera. 1 dag
hefur skömmtun verið hagað
þannig, að veitusvæðinu hefur
verið skipt í 4 svæði og hvert
svæði hefur haft rafmagn f 6 tíma
f senn, en verið rafmagnslaust f 2.
Frf varð að gefa f Gagnfræða-
skólanum eftir kl. 14.30 vegna
rafmagnsleysisins og myrkurs, en
það þykir tiltölulega vel sloppið.
Sundlaug Akureyrar mun verða
óstarfhæf á morgun vegna þess,
að rafmagn til upphitunar hefur
verið tekið af henni. Meiri
óþægindum hefur skömmtunin
valdið á hinum ýmsu vinnustöð-
um, sem eru mjög háðir rafmagni.
Yfirleitt má segja, að almenning-
ur hafi brugðizt vel við áskorun-
um rafveitustjóra um að spara
rafmagn eins og frekast hefur
verið kostur, og það hefur
áreiðanlega stuðiað að því, að raf-
Einar á fund
utanríkisráð-
herra NATO
Einar Ágústsson, utanríkisráð-
herra, heldur til Bríissel á morg-
un þar sem hann mun sitja utan-
ríkisráðherrafund NATO-ríkj-
anna, en hann verður haldinn þar
12. og 13. þ.m. I fylgd með ráð-
herranum verður Hörður Helga-
son skrifstofustjóri í utanríkis-
ráðuneytinu. Utanríkisráðherra
ervæntanlegurheim um helgina.
SJÖTTU reglulegu tónleikar
Sinfónfuhljómsveitar lslands
verða haldnir f Háskólabfói nk.
fimmtudag og hefjast kl. 20.30.
magnsskömmtun hefur ekki verið
strangari en raun er á.
Stjórnandi verður Páll P. Pálsson
en einleikari tékkneski einleikar-
inn Dagmar Simonkova. Á þess-
um tónleikum verður flutt í
fyrsta sinn hérlendis verkið
Flower Shower eftir Atla Heimi
Sveinsson, ennfremur Soirée
Musicale eftir Britten og Píanó-
konsert nr. 1 eftir Tsjaikovsky.
Verk Atla Heimis var samið
sumarið og haustið 1973 og þá
sérstaklega fyrir sinfóníuhljóm-
sveitina í Norrköping að tilhlutan
Nomus-nefndarinnar og frum-
flutt þar í apríl 1974. Páll P. Páls-
son stjórnaði þeim flutningi.
Verkið er tileinkað dr. Róbert A.
Ottóssyni.
Einleikarinn i hinum vinsæla
pianókonsert Tsjaikovskys —
Dagmar Simonkova — hefur átt
miklum frama að fagna, vann
fyrstu verðlaun 1961 i samkeppni
píanóleikara við skóla sinn, hlaut
heiðursverðlaun listahátiðarinnar
í Prag tveimur árum siðar og sigr-
aði i samkeppni kvenpianóleikara
i hinni alþjóðlegu pianókeppni í
Moskvu árið 1966. Síðustu árin
hefur Simonkova haldið hljóm-
leika víða og hvarvetna hlotið
hina ágætustu dóma.
Sv. P.
,Starfshættir Braga samrýmast
ekki starfi deildarstjóra, menntamála
ráðherra
„Gagnrýndi aðeins yfírboðarana,"
segir Bragi
EINS og Morgunblaðið skýrði
frá á laugardaginn, hefur
menntamálaráðherra ákveðið
að vfkja dr. Braga Jósepssyni
frá störfum sem deildarstjóra f
Menntamálaráðuneytinu frá og
með 9. desember að telja. 1
uppsagnarbréfi menntamála-
ráðherra til Braga segir m.a.,
að ákvörðun þessi sé byggð á
þvl, að ýmsar athafnir hans og
framkoma hafi verið óhæf og
ósamrýmanleg f starfi sem
deildarstjóri. Megi f því sam-
bandi nefna ritgerð f tfmarit-
inu Heimili og skóli, formála,
fjölritun og dreifingu skýrslu
dr. Arnórs Hannibalssonar um
hjálparkennslu f skyldunáms-
skólum, án vitundar ráðherra
og ráðuneytisstjóra, svo og
ákærubréf til menntamálaráð-
herra, dags. 10. október s.I.
Þessu bréfi hefur Bragi
Jósepsson svarað, þar sem hann
segir, að hann muni flytja mál
sitt á opinberum vettvangi. Þá
segir hann einnig, að hann hafi
óskað eftir þvi, að málið verði
tekið upp innan ríkisstjórnar-
innar.
Morgunbíaðið spurði Vil-
hjálm Hjálmarsson, mennta-
málaráðherra, hver væri ástæð-
an fyrir uppsögn Braga Jóseps-
sonar. Ráðherra sagði:
„Ég óska ekki að ræða þetta
mál í einstökum atriðum við
fjölmiðla, en orsök uppsagnar-
innar er að sjálfsögðu sú, að ég
tel starfshætti Braga ekki sam-
rýmast starfi hans sem deildar-
stjóra i ráðuneytinu.“
Vilhjálmur Hjálmarsson
sagði ennfremur, að breytingar
á stöðum innan stjórnarráðsins
gerðust með formbundnum
hætti og væri frá þeim greint í
lögbirtingarblaði, t.d. eins og
þegar um deildarstjóraskipti er
að ræða. „Mér þykir fyrir því,
hvernig þetta mál hefur þró-
azt,“ sagði ráðherra.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við dr. Braga Jósepsson
og bað hann að segja álit sitt á
þessu máli. Bragi sagði:
„Ég tel það algjört einsdæmi,
að opinberum starfsmanni,
skipuðum, hafi verið sagt upp
starfi. Uppsögnin er að minu
mati ólögmæt, enda er hún
fyrst og fremst fólgin i þvi, að
ég gagnrýndi yfirboðara mina.
Menntamálaráðherra hefur
neitað að láta fara fram könnun
á réttmæti gagnrýninnar. Ég
fór fram á, að gerð yrði rann-
sókn á starfsháttum ráðuneytis-
ins og lagði ég fram bréf þar að
lútandi i 28 liðum, sem ég sendi
forsætisráðherra og mennta-
málaráðherra. Menntamálaráð-
herra kallar þetta bréf „ákæru-
skjal" og segir það eina af
ástæðunum fyrir uppsögninni.
Aðrar ástæður, sem mér eru
tilgreindar, eru grein, sem ég
skrifaði í Heimili og skóli, og
útsending skýrslu Arnórs
Hannibalssonar. Ég tel mig
geta sýnt fram á það með óyggj-
andi rökum, að ég hafði fulla
heimild til að senda hana skóla-
stjórum.
Menntamálaráðherra sagði,
er hann sagði mér upp störfum,
að stundum væri það venja að
bjóða mönnum annað starf, en
hann gæti það hins vegar ekki.
Því tel ég, að hann telji sök
mina það mikla, að ég sé óhaf-
andi innan fræðslukerfisins.
Með þessari brottvíkningu er
ráðherra að skapa fordæmi
þess, að hægt sé að vikja opin-
berum starfsmönnum, sem
ráðnir eru til lifstíðar, fyrir-
varalaust úr starfi fyrir þá eina
sök að hafa gagnrýnt yfirboð-
ara sína.
Ég hefði talið liklegra að þess
háttar aðgerðir kæmu frá öðr-
um en þeim, sem segjast til-
heyra lýðræðisflokkunum."
Líta á rafmagnsleysið
sem eðlilegan hlut