Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 11 örn og örlygur: Frumherjar í landaleit BOKAUTGÁFAN örn og örlygur hefir sent frá sér fyrstu bókina í stórum og fallegum bókaflokki, sem fjallar um könnunarsögu jarðarinnar og nefnist Lönd og landkönnun, en fyrsta bókin: Frumherjar í landaleit. Hér er i rauninni mannkynssagan sögð með nýjum hætti eins og hún blasir við af sjónarhóli landkönn- uðanna. Þróunarsaga mannkyns- ins er samofin sífelldri leit þess að löndum og leiðum og hver nýr áfangi að baki þeirra er gerðust frömuðir landafunda er merkur kafli í mannkynssögunni. I hinum nýja bókaflokki er saga mannsins þvi rakin frá nýju og spennandi sjónarhorni. Höfur. ar bókanna eru Anthea og Felix Barker, en þýðandi er Steindór Steindórsson frá Hlöð- um og umsjón með Islenzku útgáf- unni hafa Hákon Tryggvason og örnóifur Thorlacius. Bækurnar eru prentaðar hjá Mladinska Knjiga í Ljubljana í Júgóslaviu og prýða litmyndir hverja einustu síðu. Myndirnar eru valdar af sérfræðingum og eru þær nátengdar efni bókanna. Myndatextar eru mjög itarlegir, svo að lesandinn fær mjög góða yfirsýn yfir efni bókanna, þótt hann jafnvel tileinki sér ein- göngu þann fróðleik sem mynd- irnar og myndatextarnir geyma. i þeirri bók, sem nú er út komin, segir m.a. frá ferðum Pýþeasar sem margir telja að komið hafi til íslands (Thule), en í næstu bók sem kemur út snemma árs 1975 verður itarlega sagt frá ferðum víkinga hingað til lands og landafundum þeirra í vesturveg, á Grænlandi og Vín- landi. Aftast í hverri bók er itarleg tímatalsskrá er sýnir þátt hverrar þjóðar i könnunarsögunni, auk yfirlits um alla helstu könnuðina og kort er sýnir ferðir hvers og eins. Þá eru og skýringar á öllum helstu erlendu orðunum í bók- inni. Auk sérkortanna aftast i bók- inni yfir ferðir hvers könnuðar, þá eru fjölmörg heildarkort, þar sem lesandanum ergefin heildar- sýn yfir allar könnunarferðir hvers tímabils. Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar og umbrotin þar, en filmuð hjá Prisma hf. Prentun og band var gert i Júgóslavíu. Sjómenn Eyjafjarðar: Vilja eflingu landhelgis- gæzlunnar FUNDUR i Sjómannafélagi Eyja- fjarðar, haldinn á Akureyri 24. nóvember 1974, lýsir eindregnum mótmælum við hverskonar undanslætti stjórnvalda í land- helgismálinu — frekar en orðið er. Telur fundurinn, að engar gildar ástæður séu fyrir þvi að semja nú við Þjóðverja eða aðrar þjóðir um veiðar innan 50 mílna landhelginnar, og að framlenging þeirra samninga, sem gerðir voru við Breta og fleiri þjóðir, komi ekki til mála, þar sem afleiðing ofveiði á ýmsum mikilvægustu fisktegundum fyrir afkomu þjóð- arinnar er öllum, sem til fiskveiða þekkja, vel ljós. Væntir fundurinn þess, að stjórnvöld landsins efli land- helgisgæzluna sem mest má og standi nú og framvegis óhvikul við hlið þjóðarinnar, sem er vel sameinuð i þessu mesta lífshags- munamáli sínu. Jafnframt verði nú allt kapp lagt á að tryggja landsmönnum einum veiðar á öllu landgrunninu við island, allt að 200 mílur frá landinu, svo fljótt sem kostur er. RAFTÆKIN VINSÆLU I MIKLU URVALI __________frá Hoover og Pifco____________ Brauðristar, hárliðunarjárn, gigtarlampar, hárþurrkur, nuddtæki, _ __ ljosalampar, og mafgt fleira StrokvaaTalJós og handljós Fást víða um land FÁLKINN Sendum gegn póstkröfu |^°“d*0brau'8 KONFEKTMARSIPAN, SKRAUTSYKUR, TERTUBLÓM, SÚKKAT, HESLIHNETUKJARNAR, VALHNETUKJARNAR, MÖNDLUR, BÖKUNARHNETUR, LYFTIDUFT, PERLUGER, KÓKOSMJÖL, SÝRÓP, SUÐUSÚKKULAÐI, SÚKKULAÐISPÆNIR, HVEITI, SYKUR, FLÓRSYKUR, PÚÐURSYKUR, LJÓS OG DÖKKUR, KÚRENUR, ALLS KONAR, SULTUR, 10TEG. VANILLUSTENGUR, MATARLÍM, ALLAR TEGUNDIR AF ESSENSUM OG DROPUM. ÍUUeUöldl,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.