Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 Eplaleikurinn frœgi eftir Robert Newton Peck Fólkiö mitt var ekki baptistar. En hún var kunningjakona mömmu og Carrie frænku og kom í heimsókn vikulega. Trúmál voru hennar eftirlætis- umræðuefni. Varla var sá ofar moldu, sem vissi meira um guð en frú Stetson. Hún var eins og biblían holdi klædd og vitnaði í hana statt og stöðugt. Þegar hún var komin á skrið, fékk ekkert stöðvað flaum- inn. 1 fjörutíu daga og fjörutíu nætur. Það var eins og að lenda úti í heilliidembu Þau orð, sem fóru henni nú um munn, voru þó ekkert skyld heilagri ritningu. Hún átti líka töluvert bágt með að skattyrðast. við mig um leið og hún baksaði uj)p brekkuna. Þegar hún komst loks upp til mín var hún svo móð, að hún kom ekki upp nokkru orði. Ég svipaðist um eftir Matta, en hann var þá horfinn. Matti karlinn! Ég stóð þarna með lárviðar- teinunginn í hendinni og eplablettina í skyrtunni. Blettirnir voru varla þornaðir. Fætur mínir voru enn eins og blýlóð. í eyrum mínum hljómaði brot- hljóðið, sem aldrei virtist ætla að þagna. „Þú þarna!“ sagði bún. Or augum hennar brann öll reiði gamla testament- isins. Það var augljóst mál, að frú Stetson var þeirrar skoðunar, að syndarar skyldu slegnir þar til jörðin litaðist af blóði þeirra öðrum til viðvörunar. „Robert Peck!“ sagði hún fullum hálsi. Það var ég. Hún greip báðum höndum um höfuð mér og hristi mig, svo að ég missti af mér annan skóinn. Þegar hún var búin að því, sneri hún á mér höfðinu svo nefið á mér vissi beint að svarta gapinu í kirkjuglugganum. „Sérðu hvað þú gerðir?“ sagði frú Stetson. „Horfðu í augu mér og segðu sannleikann. Þorirðu að neita?“ „Ég gerði þetta ekki.“ Þessu svari bjóst hún ekki við. Hún bjóst áreiðan- lega við fullri játningu og einlægri bæn minni um fyrirgefningu frá guði og henni... eða henni og guði, svo röðin sé rétt. „Ég gerði þetta ekki, frú Stetson. Ég skaut ekki eplinu svona langt. Þér sjáið það sjálf, hvaö þetta er langt.“ „Víst gerðir þú það. Ég sá til þín. Og hérna er eplið, sem þú kastaðir." Jölamerkimiðar: Efni: Teiknipappfr Litir Skæri Garn Það er gaman að geta sjálfur útbúið merkimiða á jólapakkana sína. Miðana sem sýndir eru á teikningunum hér á sfðúnni er mjög auðvelt að gera. Þið notið teiknipappfrsörk og setjið myndina með merkimiðunum ofan á og hafið kalkipappfr á milli. Sfðan litið þið miðana og klippið þá út. Gerið gat með prjóni til þess að hægt sé að festa band f merkispjöldin. Farið með oddinum á skærunum ofan f punktalfnurnar svo hægt sé að brjóta miðana saman. Þið getið svo auðvitað búið til marga merkimiða — rniklu fleiri en hér eru sýndir. Ægisútgáfan: Stóra drauma- ráðninga bókin Stóra draumaráðningabókin heitir ein af nýútkomnum bókum Ægisútgáfunnar. Þrátt fyrir tækni, menntun og vís- indi er það staðreynd að enn dreymir fólk og alla dreymir. Misjöfn er trú manna á draum- speki manna, en tæpast verður á móti mælt, „að oft er mark á draumum" ef rétt er ráðið. Þessi bók er ekki alls- herjarlausn á þeim vanda að ráða drauma, en draumspök- um ætti hún að vera nokkur stoð. STÚRA ORAUMA RÁOIMIIMGA BÖKIIM I ólgusjó lífsins með sagnaþætti í ÓLGUSJÓ LÍFSINS Bækur Vigfúsar Kristjáns- sonar rithöfundar, 1 ólgusjó lífsins og Sagnaþættir hafa að gyyma fjölda af merkum og forvitnilegum atburðum víða að. I ólgusjó lífsins segir Vig- fús frá ýmsum atburðum í ævi sinni, sem spannar vítt svið, en í sagnaþáttunum eru fjölmarg- ar frásagnir úr lífi lands- manna. M.a. er þar fyrsta frá- sögnin á prenti af brúðarrán- inu 1870 á Suðurnesjum. Bæk- ur Vigfúsar eru til sölu heima hjá honum að Hátúni 8. JHor0u«bInt>ib nucivsincnR #^»22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.