Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson Aðalstræti 6. sfmi 10 100. Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35.00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Lúðvík Jósepsson, fyrr- verandi sjávarútvegs- ráðherra, hefur eins og al- þjóð er kunnugt verið einn helzti undanhaldsmaður- inn í baráttu okkar íslend- inga fyrir fullnaðarsigri í landhelgismálinu með út- færslu fiskveiðilögsögunn- ar í 200 sjómilur á næsta ári. Af einhverjum ástæð- um hefur þessi þingmaður bitið það í sig, að fiskveiði- mörk íslands skuli vera 50 sjómílur og hefur jafnan brugðizt ókvæða við, þegar bent hefur verið á nauðsyn þess, að við helgum okkur landgrunnsmiðin öll. Fræg eru viðbrögð ráðherrans við áskorunarskjali nokk- urra einstaklinga um út- færslu í 200 sjómílur, sem birt var sumarið 1973, en viöbrögð ráðherrans þá voru þau að fyrirskipa kommúnistablaóinu aó hefja ófrægingarherferð á hendur þeim mönnum, sem forystu höfðu haft um áskorun þessa. Og Lúðvík Jósepsson lét ekki sitja við orðin tóm. Hinn 1. sept. 1973 meðan hann enn var valdamaður í landinu og ráðherra sjávarútvegsmála, flutti hann þjóðinni þann boð- skap í blaði sínu, að 200 mílurnar væru markmið, sem hægt væri að tala um einhvern tíma i framtíð- inni og sagði orðrétt: „Hitt er allt annað mál, hvort við íslendingar tökum okkur 200 mílna landhelgi ein- hvern tíma í framtiðinni, þegar slíkt er heimilt sam- kvæmt breyttum alþjóða- lögum eða að aflokinni haf- réttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna.“ Eins og sjá má af þessari tilvitnun er komið annað hljóð í strokk- inn hjá Lúðvík Jósepssyni. Þegar fært var út í 12 míl- ur og 50 mílur sá hann enga ástæðu til þess að huga að alþjóðalögum eða niðurstöðum hafréttarráð- stefnu, en svo undarlega bregður við, að þegar rætt er um stærsta áfangann í landhelgisbaráttu okkar, útfærslu í 200 sjómílur, má að mati Lúðvíks Jóseps- sonar ekki til slíkrar út- færslu koma undir nokkr- um kringumstæðum nema hafréttarráðstefna Sam- einuðu þjóðanna hafi lagt blessun sína yfir út- færsluna. Þrátt fyrir undanhalds- stefnu þingmannsins í landhelgismálinu hefur hann þó látið undan þrýst- ingi almenningsálitsins og léð fyrir sitt leyti máls á því aö færa út í 200 sjómíl- ur á næsta ári, en alls ekki fyrr en 13. nóv. n.k. og ítrekar hann það sjónar- mið enn í grein í Þjóð- viljanum í fyrradag. Hér í Morgunblaðinu hafa hins vegar verið færð sterk rök fyrir því, að einmitt sá dag- ur, þegar samkomulagið við Breta fellur úr gildi sé óheppilegasti dagurinn, sem hægt er að velja til útfærslu í 200 sjómílur. Þvert á móti hefur Mbl. bent á nauðsyn þess að færa fiskveiðimörkin út i 200 sjómílur allmiklu fyrr og þá t.d. 17. júní 1975. Rökin fyrir þessu eru aug- ljós. Ef fiskveiðimörkin eru færð út i 200 sjómílur áóur en samkomulagið vió Breta fellur úr gildi hafa þeir enn veiðiheimildir innan 50 markanna um nokkurra mánaða skeið og þess vegna má ætla, að við- brögð þeirra verði ekki eins neikvæó og þau væntanlega yrðu, ef út- færslan í 200 sjómílur bæri upp á sama dag og þeir yrðu reknir út fyrir mörk- in. Þá er einnig á það að n'ta, að allt er í óvissu um niður- stöðu hafréttarráðstefn- unnar á næsta ári. Aö vísu eru sumir svo bjartsýnir að telja, að á hafréttarráð- stefnunni muni 200 sjómíl- ur verða samþykktar, en um það er ekki hægt að spá með nokkurri vissu. Is- lenzka ríkisstjórnin hefur hins vegar skuldbundið sig til að færa út í 200 sjómílur hvað sem líður niðurstöð- um hafréttarráðstefnunn- ar og sýnist þá augljóst, að aðstaðan til þess sé sterk- ari meðan hafréttarráð- stefnunni er ekki enn lokið heldur en ef útfærslan yrði framkvæmd að lokinni haf- réttarráðstefnu, sem e.t.v. hefði ekki borið þann árangur, sem við ís- lendingar vissulega hljót- um aó vona. Það gildir því einu frá hvaða sjónarhorni litið er á þetta mál. Brýna nauðsyn ber til aö færa fiskveiði- mörkin út í 200 sjómílur sem fyrst á næsta ári og undanhaldsmenn á borð við Lúðvík Jósepsson mega ekki verða til að tefja þá útfærslu. UNDANHALDS MAÐURINN Alifktanir landshlutasamtaka: Stefnumörkun í mál- efnum landsbyggðar Samstarfsnefnd lands- hlutasamtaka á Vestur- landi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austur- landi kom fyrir skemmstu saman til fundar á Isafirði. Fund- urinn gerði ýmsar ályktanir í málefnum landsbyggðarinnar, sem verða birtar hér á strjál- býlissíðunni. Sam- þykktirnar eru í 11 mála- flokkum. Að þessu sinni verða birtar ályktanir nefndarinnar í 5 fyrstu málaflokkunum. Eftir- stöðvar birtast siðar. 1. ALMENN BYGGÐAÞRÓUN: 1. 1. Straumhvörf — sérstakar aðgerðir: Samstarfsfundurinn vekur athygli á þeirri staðreynd, að í fyrsta sinn um langt árabil hef- ir náðst jafnvægi í íbúa- aukningu Vesturlands, Norður- lands og Austurlands, miðað við Stór-Reykjavíkursvæðið og búsetuaukning hefir átt sér stað á Vestfjörðum. Fundurinn telur, að árið 1973 hafi orðið straumhvarfaár í húsetujafnvægi í landinu, og fylgja beri því eftir með mark- vissum aðgerðum í framleiðslu- uppbyggingu landsins og rétt- um aðgerðum til að ná varan- legu jafnvægi I búsetuþróun landshlutanna. Samstarfshóp- urinn vekur athygli alþingis- manna landshlutanna og ríkis- stjórnarinnar á þvi, að nú sé tímabært að lögfesta til lengri tíma sérstakar aðgerðir til að tryggja jafnvægi í byggð lands- ins. 2. FJARMÖGNUN VARANLEGRAR GATNAGERÐAR: 2. 1. Aukið framlag úr þétt- býlisvegasjóði: Samstarfsfundurinn leggur á það áherzlu, að vegna byggða- jafnvægis er nauðsynlegt að gera stórátak í varanlegri gatnagerð í þéttbýlissveitar- félögum út um landið. Bendir fundurinn á, að landshlutasam- tökin hafa gengizt fyrir sam- starfi sveitarféiaga í landshlut- unum um gatnagerðarfram- kvæmdir og lagningu varanlegs slitlags, sem ýmist hafa þegar hafið framkvæmdir eða þær standa fyrir dyrum. Ljóst er, að dómi fundarins, að varanleg gatnagerð verður stærsta verk- efni margra sveitarfélaga á næstu árum, sem krefst auk- inna tekna og lánsf jár. Samstarfsnefndin telur aug- ljóst, að auka þarf framlag af þéttbýlisvegafé til þessa verk- efnis, svo sveitarfélögunum verði m.a. fært að standa undir lánsfé til framkvæmdanna. Samstarfsnefndin itrekar því fyrri samþykktir landshluta- samtakanna, að úthlutunarregl- um á þéttbýlisvegafé verði breytt á þann veg, að verkefna- þörfin ráði úthlutun en ekki íbúafjöldareglan eins og hingað til. 2. 2. Lánsfé: Samstarfsnefndin skorar á al- þingismenn landshlutanna að beita sér fyrir, í samstarfi við landshlutasamtökin, og við ríkisstjórnina, að fjármagn verði útvegað til varanlegrar gatnagerðar á vegum Lánasjóðs sveitarfélaga og Byggða- sjóðs, svo ljúka megi varanlegri gerð þeirra gatna á þéttbýlis- stöðum, sem nú eru ekki lagðar varanlegu slitlagi, innan næstu 10 ára, og eru þar með taldar íbúðargötur. Framkvæmdir skulu unnar eftir fyrirfram- gerðri áætlun, sem gerð verði i samráði við Framkvæmdastofn- un rikisins. 2. 3. Gatnagerðargjöld: Samstarfsnefndin telur, að með lögum um gatnagerðar- gjöld hafi verið lögfestur gjald- stofn, sem geti bætt úr Fjár- magnsþörf gatnagerðar að vissu marki. A fundinum var lögð fram tillaga um að eftir- taldar prósentur verði notaðar varðandi álagningu gatnagerð- argjalda, samkvæmt lögum nr. 51 frá 16. maí 1974. Gjöld pr. ferm: 1. Einbýlishús3%. 2. Tvíbýlishús, sambyggð ein- býlishús og tveggja hæða hús 2% 3. Fjölbýlishús 0,8%. 4. Verzlunar- og skrifstofu- byggingar 1,8%. 5. Iðnaðar-, vörugeymslu- og annað atvinnuhúsnæði 1,0%. Auk þess greiðist á hvern fermetra lóðar kr. 40.00. Ofan- greint umreiknist miðað við vísitölu 1. nóvember ár hvert. 3. HÚSNÆÐISMÁL: 3. 1. Leiguibúðir á vegum sveitarfélaga: Samstarfsfundurinn átelur seinagang og stjórnleysi í fram- kvæmd laga um leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga. Bendir fundurinn á, að um 10 mánuði tók að ganga frá reglugerð um úthlutun lána til leiguibúða- framkvæmda. Síðan hefir ónógur tæknileg- ur undirbúningur Hús- næðismálastjórnar komið i veg fyrir að sveitarfélög hæfu framkvæmdir eins og ráðgert var af þeirra hálfu á þessu ári, og enn liggja engar tillögu- teikningar fyrir. Samstarfsfundurinn skorar á alþingismenn landshlutanna og félagsmálaráðherra að beita sér fyrir eftirfarandi breytingum á lögum um leiguibúðir á vegum sveitarfélaga. a) Byggingasjóður ríkisins verði skyldur að veita lán allt að 80% byggingakostnaðar leiguíbúðanna. b) Ráðherra skipi fram- kvæmdanefnd fyrir áætlun um 1000 leiguíbúðir á vegum sveit- arfélaga, sem annist fram- kvæmd ianganna. 1 nefndinni eigi sæti fulltrúar landshlut- anna, húsnæðismálastjórnar og félagsmálaráðuneytisins. Framhald á bls. 37 Strjálbýli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.