Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 Stoke heldur sínu striki Everton komið í annað sætið STOKE City heldur sfnu striki í 1. deildar keppni ensku knattspyrn- unnar. Á laugardaginn vann Stoke 3—0 sigur yfir Birming- ham á útivelli, og þótti það vel af sér vikið, þar sem Birmingham- menn hafa jafnan þótt erfiðir heim að sækja og hafa hlotið 13 af þeim 20 stigum, sem liðið hefur hlotið i vetur á heimavelli slnum. En Stoke lék leikinn á laugardag- inn sérlega vel. Mikill hraði var f spili liðsins, knotturinn gekk frá manni til manns langtfmum saman og stöðug ógnun var f sókn- arleiknum. Vörnin stóð svo fyrir sfnu, og þau skot Birmingham- manna sem á annað borð náðu að markinu tök Peter Shilton af miklu öryggi. Sammy Mcllroy — einn leik- manna Manchester United sem blómstrað hefur f vetur. Hann skoraði f hinum sögulega leik United við Sheffield Wed. á laugardaginn. Segja má að stöðugar sviptingar séu nú í 1. deildar keppninni. Lið Ipswich Town sem var í öðru sæti fyrir laugardaginn hrapaði niður í sjötta sæti, er það tapaði nokkuð óvænt fyrir Middlesbrough, liði Jackie Charltons — á útivelli reyndar. Þau úrslit sem komu þó einna mest á óvart i þessari um- ferð var sigur Carlisle yfir Arsenal, 2—1, en Carlisie-liðið hefur ekki þótt upp á marga fiska nú að undanförnu. Er Arsenal því enn við botninn í 1. deildarkeppn- inni — aðeins eitt stig skilur það og liðið sem er í næst neðsta sæti. Luton Town er hins vegar í neðsta sæti, með 9 stig, og hefur liðið ekki unnið nema einn Ieik í vetur. Má því ætla að viðdvöl þess í 1. deildinni verói stutt að þessu sinni. Annars spá flestir sérfræð- ingar því að liðin sem falli verði Luton Town og Carlisle, en menn eru meira ósammála um hvert verði það þriðja, en flestir virðast þó hallast að því að það verði annaðhvort Chelsea, Coventry eða Arsenal sem fylgi þeim í 2. deildina. WEST HAM — LEEDS West Ham, sem lék þennan leik an Trevor Brooking, þótti sýna mjög góðan leik, og baráttan fór að mestu fram fyrir framan mark Leeds United. Markverði Leeds, David Harvey, tókst að halda marki sínu hreinu þangað til á 28. minútu er Keith Robson skoraði fyrir West Ham, eftir að Graham Paddon hafði tekið mjög góða hornspyrnu. Á 68. minútu bætti West Ham svo um betur, er Billy Jennings skoraði, einnig eftir hornspyrnu, og stóðu leikar þannig 2:0, þangað til á lokamfn- útunni að Duncan McKenzie tókst að rétta hlut Leeds með ágætu marki. Ahorfendur að leiknum voru 39.562. og skoraði tvö mörk á tveimur minútum í fyrri hálfleiknum, en Alan Foggon bætti svo þriðja markinu við i seinni hálfleik. Atti Middlesbrough mörg góð tæki- færi til þess að bæta við fleiri mörkum, en sóknarmenn liðsins voru nokkuð mistækir uppi við markið. Áhorfendur voru 23.735. LEICESTER — EVERTON Mikil barátta var í þessum leik, og beittu leikmenn beggja lið- anna ýmsum brögðum. Martin Dobson, sem Everton keypti fyrir 300.000 pund fyrir nokkru varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, þegar eftir 10 minútur, en Liver- pool liðið lét það þó lítt á sig fá og var mun betri aðilinn í viðureign- inni. Á 18. mínútu var dæmd hornspyrna á Leicester og upp úr henni skoraði John Hurst fyrra mark liðsins. Stóð þannig í hálf- leik, en i seinni hálfleik náði Leicester-liðið miklu betur saman og lék oft á tíðum góða knatt- spyrnu og ógnaði marki Everton, þó án árangurs. Tveimur mín- útum fyrir leikslok tókst svo George Telfer að innsigla sigur Everton. Ahorfendur voru 21.451. MANCHESTER CITY — SHEFFIELD UNITED Leikur þessi var fremur þóf- kenndur í fyrri hálfleik, og fátt um fína drætti. Ekkert mark var skorað í hálfleiknum. í seinni hálfleik snerist dæmið svo algjör- lega við. Bæði liðin léku af fullum krafti og sýndu skemmtileg til- þrif. A 60. minútu náði Manchest- er City forystu er Geoff Hammond skoraði með skoti af um 40 metra færi, en þegar á næstu mínútu jafnaði Tony Currie fyrir Sheffield-liðið. Þannig stóð 1:1 þangað til ör- skammt var til leiksloka, en þá skoruðu þeir Rodney Mars og Colin Bell sitt markið hvor fyrir Manchester City og breyttu stöð-, unni í 3:1. Sheffield átti svo sfðasta orðið í þessum fjöruga hálfleik og var það Tony Field sem markið skoraði. 29.675 áhorf- endur voru að leiknum. MIDDLESBROUGH — IPSWICH Greinilegt er, að lið Jackie Charltons er eina 2. deildar liðið sem komst upp í fyrra, sem ætlar að spjara sig vel í 1. deildinni, og sigurinn á laugardaginn þýðir það fyrir Middlesbrough að liðið á fulla möguleika á að blanda sér alvarlega í baráttunni á topnnum 1. deildinni. Jafnframt minnka svo möguleikar Ipswich Town verulega við þennan ósigur. Það var Graham Souness sem var mjög atkvæðamikill í þessum leik David Harvey — hinn snjalli markvörður Leeds átti mjög góðan leik með liði sfnu gegp West Ham, en það dugði ekki til. CARLISLE — ARSENAL Leikur þessi var hinn söguleg- asti fyrir þá sök að hann leystist upp f hrein slagsmál milli leik- manna um tíma. Skeði það f seinni hálfleiknum og varð lög- reglan að blanda sér í málið og ganga á milli leikmanna, eftir að dómarinn hafði misst gjörsam- lega tökin á þeim. Voru það leik- menn Arsenal sem áttu upptökin að látum þessum, en það virtist fara ákaflega í taugarnar á þeim að hafa ekki roð við leikmönnum Carlisle i þessum leik og vera orðnir 0:2 undir í leiknum. Eddie Prudham skoraði fyrsta mark leiksins á 15. minútu, en Dennis Martin bætti öðru marki við beint úr hornspyrnu á 64. minútu. Eftir það mark upphófust mikil læti á vellinum og tók góða stund að stilla til friðar. Þegar það tókst loksins leið ekki á löngu unz Brian Kidd, langbezta manni Arsenal, tókst að skora fyrir lið sitt. Ahorfendur að leiknum voru aðeins 12.926. Steve Heighway — skoraði fyrir Liverpool f leiknum við Derby. BURNLEY— QUEENS PARK RANGERS Burnley datt ofan á sitt allra bezta í fyrri hálfleiknum, og var liðið þá allsráðandi á vellinum. Skall hurð oft nærri hælum við mark Lundúnaliðsins á fyrstu mínútum, en það hafði heppnina með sér allt til 20. minútu er David Clement mistókst að hreinsa frá og spyrnti knettinum í eigið mark eftir mikla pressu Burnley og stangarskot Doug Collins. Á 33. mínútu skoraði svo Collins sitt fyrsta mark á þessu keppnistímabili og breytti stöð- unni i 2:0 og þegar 12 mínútur voru til leiksloka bætti Colin Waldron þriðja markinu'við fyrir Burnley. Áhorfendur voru 16.487. TOTTENHAM — NEWCASTLE Tottenhamliðið var allsráðandi. í þessum leik og aðeins góð mark- varzla Tony Bell i Newcastle- markinu kom í veg fyrir stórsigur Tottenhams. Bjargaði hann t.d. meistaralega skotum frá Cyril Knowles og Martin Peters snemma í leiknum. Bell átti þó Framhald á bls. 27. mmmm mmmmmmí mm^mmmm c c 1. DEILD | Heima Uti Stig Stoke City 21 7 4 0 21—9 3 3 4 15—16 27 Everton 20 5 6 0 16—8 2 6 1 13—11 26 Manchester City 21 10 1 0 22—6 13 6 7—21 26 Liverpool 20 6 2 2 19—10 4 3 3 8—8 25 West Ham United 21 7 12 27—12 3 4 4 12—17 25 Ipswich Town 21 8 2 0 20—3 3 0 8 8—15 24 Burnley 21 6 2 3 23—15 4 2 4 15—17 24 Derby County 20 6 2 1 22—11 2 5 4 12—18 23 Middlesbrough 20 3 4 2 15—12 5 2 4 13—14 22 Newcastle United 20 7 3 1 19—8 13 5 9—20 22 Sheffield United 21 6 3 2 18—13 2 2 5 11—20 21 Leeds United 21 6 2 2 16—6 2 2 7 11—17 20 Birmingham City 21 6 14 21—16 2 3 5 10—16 20 Wolverhampton Wand. 20 4 4 2 17—12 2 4 4 7—13 20 Tottenham Hotspur 21 4 3 4 15—11 3 2 5 11—15 19 Coventry City 21 3 5 2 15—14 2 3 6 13—25 18 Queens Park Rangers 21 3 2 5 9—11 3 3 5 13—19 17 Arsenal 20 4 3 2 16—7 2 18 8—20 16 Chelsea 20 2 5 3 12—15 2 3 5 9—20 16 Carlisle United 21 4 1 5 8—8 2 2 7 11—17 15 Leicester City 19 3 3 4 10—9 2 2 5 10—18 15 Luton Town 20 13 6 10—17 0 4 6 7—16 9 2. DEILD HEIMA (JTI STIG Manchester United 21 9 1 0 24—6 5 3 3 14—11 33 Sunderland 20 7 3 0 21—3 4 2 4 15—13 27 Norwich City 20 7 2 1 16—4 2 6 2 11—11 26 West Bromwich Albion 21 5 4 2 14—8 4 3 3 11—7 25 Oxford United 21 8 0 2 16—10 1 5 5 5—19 23 HullCity 21 6 4 0 14—5 2 3 6 12—30 23 Aston Villa 20 7 2 1 22—4 1 4 5 6—12 22 Bristol City 20 6 3 1 13—3 2 3 5 4—9 22 Bristol Rovers 21 6 3 2 12—6 2 3 5 10—19 22 Blackpool 21 5 3 2 15—9 2 4 5 6—8 21 Notthingham Forest 21 5 3 3 15—11 3 2 5 9—17 21 Notts County 21 5 5 0 21—10 1 3 7 5—20 20 Bolton Wanderes 20 6 3 2 15—7 1 2 6 6—14 19 York City 21 5 3 3 15—10 2 2 6 11—18 19 Fulham 20 5 2 3 18—9 14 5 5—10 18 Orient 20 2 5 3 7—11 2 5 3 8—12 18 Southampton 19 4 4 1 14—10 2 1 7 12—19 17 Oldham Atletic 19 5 2 3 16—13 0 3 6 5—13 15 Cardiff City 19 4 2 4 14—13 1 3 5 7—17 15 Millwall 20 4 4 2 15—9 0 2 8 5—20 15 Sheffield Wed. 21 3 4 3 15—14 13 7 9—19 15 Portsmouth 21 2 6 2 8—8 1 2 8 7—22 14 KNATTSPYRNUÚRSLIT 1. DEILD ENGLANDI: Birmingham — Stoke 0—3 Burnley — Queens Park 3—0 Carlisle — Arsenal 2—1 Chelsea — Luton 2—0 Leicester — Everton 0—2 Liverpool — Derby 2—2 Manchester C. — Sheff. Utd. 3—2 Middlesbrough — Ipswich 3—0 Tottenham — Newcastle 3—0 West Ham — Leeds 2—1 Wolves — Coventry 2—0 2. DEILD ENGLANDI: Blackpool — Notts County 3—1 Bolton — W.B.A. 0—1 Bristol—Aston Villa 1—0 Millwall —Orient 1—1 Norwich — Cardiff 1—1 Nottingham — Fulham 1—1 Oldham — Bristol Rovers 3—4 Oxford—Hull 3—1 Sheffield Wed. — Manch. Utd. 4—4 Southampton — York 2—1 Sunderland — Portsmouth 4—1 Úrslit getrauna Birmingham - Stoke Burnley - Q.P.R. Carlisle - Arsenal Chelsea - Luton Leicester - Everton Liverpool - Derby Manch. City - Sheff. Utd. Middlesbro - Ipswich . Tottenham - Newcastle West Ham - Leeds . Wolves - Coventry Bolton - W.B.A........ 3. DEILD ENGLANDI: Aldershot — Chesterfield 1—0 Brighton — Southend 2—0 Charlton — Blackburn 2—1 Grimsby — Halifax 2—1 Hereford — Swindon 2—1 Huddersfield —Gillingham 0—2 Plymouth — Bournemouth 1—0 Port V ale — Bury 1—0 Walsall — Peterbrough 0—1 Watford — Crystal Palace 1—2 Wrexham — Preston 1—1 1. DEILI) SKOTLANDI: Aberdeen — Rangers 1—2 Airdrieonians — Hibernian 0—0 Arboath — St. Johnstone 0—0 Ayr Utd. — Dundee 2—1 Celtic — Dunfermline 2—1 2. DEILI) SKOTLANDI: Alloa — Raith Rovers 0—2 Brechin — Queens Park 2—1 Cowdenbeath — Stirling Alb. 4—5 East Fife — Stenhousemuir 1—1 Falkirk — Forfar 2—0 Hamilton — Clydebank 0—1 Meadowbank — Albion Rovers 3—1 Hamilton — Clydebank 0—1 Meadowbank — Albion Rovers 3—1 Queen of the South — Berwick 1—3 St. Mirren — Montrose 1—2 Stranraer — East Stirling 1—0 Dumbarton — Kilmarnock frestað Dundee Utd. — Clyde 3—3 Hearts — Morton 3—1 Partick — Motherwell 2—1 1. DEILD V-ÞÝZKALANDI: Bayern Miinchen — Fortuna Diisseldorf 4—0 VFB Stuttgart — MSV Duisburg 2—1 Kickers Offenbach — VFL Bochum 2—0 FC Köln

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.