Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 Breiðfirðingur lítur um öxl Bergsveinn Skúlason: Q Útskæfur □ Prentsmiðjan Leiftur. Rvík ’74. ÞETTA er áttunda bók Berg- sveins Skúiasonar úr Skáleyjum um Breiðafjörð og Breiðfirðinga — og þá einkum um eyjarnar og Þá, sem þar hafa lifað. Ekki eru allar þessar bækur jafnmerkar, samt yfirleitt lipurt ritaðar og á góðu og eðlilegu máli, og margt er það markvert sem Bergsveinn hef ur markað og dregið að landi, svo að notað sé orðalag Fornóefs. Skemmtilegustu bækur hans og bezt gerðu tel ég Um eyjar og annes 1.—2. bindi, sem komu út 1964 og ’67, og Áratog, sem voru gefin út 1970, þegar liðnir voru réttir tveir áratugir frá því að bók kom fyrst f rá Bergsveini. I formála þessarar bókar lætur höfundur i það skína, að þetta kunni að verða seinasta bókin frá hans hendi. I hana hefur hann safnað ýmsum greinum, sem hann hefur birt á víð og dreif. ' Fyrsti af þremur þáttum hennar heitir öll gamni fylgir nokkur al- vara, of fyrstu grein þess þáttar nefnir hann Leikir og leikföng barna í Eyjum. Hún hefur ekki verið áður birt. Hún er 38 blaðsið- ur, — og að ég hygg einna merk- ust alls í bókinni. Ymsir hafa lýsl leikjum barna á stórum heimilum í sveit, þar sem jöfnum hönd- um var lifað á lands- og sjáv- argagni og leikföngin voru ekki úr kaupstað, heldur léku börnin sér að hornum og leggj- um, kjálkabeinum og völum, skútum og bátum af ýmsu tæi — og stældu í leikjum sínum það athafnalíf fullorðna fólksins, sem fram fór undir beru lofti. En eng- inn hefur lýst þessu, svo að ég muni, jafnrækilega og skipulega og Bergsveinn, og auk þess kemur sitthvað fram í frásögnum hans, sem — eins og hann kemst að orði — „ekki var daglegt við- fangsefni í öðrum sveitum,“ enda mótað að sérstæðum samgöngu- og atvinnuháttum. Þá lýsir Bergsveinn í fyrsta þætti eða hluta bókarinnar all- mörgu, í lífi eyjabúa, sem fróðlegt er og vert að geyma einmitt nú, þá Bókmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN er byggð er svo til eydd í Breiða- fjarðareyjum, sem áður voru slíkt nægtabúr, að þær ekki aðeins björguðu þeim er það bjuggu svo til alltaf frá hungurvofunni, held- ur og ærið oft fólki úr nálægum héruðum og jafnvel öðrum lands- fjórðungum, og er þar eftirminni- legast það rausnarafrek Eggerts Ölafssonar i Hergilsey að taka upp á arma sina sjö tugi manna, flytja þá út í Oddbjarnarsker, þar sem þeir gátu notið húsaskjóls, veita þeim vistir af búi sinu og leiöbeina þeim og hjálpa til sjálfs- bjargar af sjósókn. I öðrum þætti bókarinnar er kafli, sem heitir búmennska. Þar eru skemmlilegar og hugðnæmar frásagnir af umhyggjusemi eyja- bænda við æðarfuglinn og selinn, og er auðsætt, að þótt gagnsemi þessara húsdýra hafi ráðið þar miklu, hefur og annað komið til. Menn eins og til dæmis Ólafur Teitsson í Sviðnum hafa verið sannir dýravinir — eóa Jón bóndi Jónsson í Rauðseyjum er var hinn mesti kappsmaður við allt, sem hann tók sér fyrir hendur, en gerði hlé á smíði sinni, þegar æðarkolla hafði gert honum þann óleik að verpa undir bátnum! Gaman er að frásögninni af hinum í tilfinningalandi Ingimar Erlendur Sigurðs- son: □ FISKAR Á FJALLI. 111 bls. □ UNDIRHEIMUR, skálds. 173 bls. □ Letur. Rvík. 1974. 1 FYRRA sendi Ingimar Erlendur frá sér ljóðabókina Ort á öxi. Þá voru liðin sex ár frá útkomu næstu bókar á undan. Nú sendir hann frá sér tvær bækur, ljóða- safn og skáldsögu. Hann er í sókn, um það er engum blöðum að fletta. Ingimar Erlendur er að ýmsu leyti sérstæður höfundur. Séu bækur hans, sjö talsins, bornar saman kemur i ljós að þær eru harla fjölbreyttar að formi og efni. Sé ferillinn þannig rakinn frá fyrstu bókinni til hinna síð- ustu verður viðurhluta- minnst að gefa höfundinum þá gamalkunnu einkunn að hann sé Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON — leitandi, leitandi að efni, leit- andi að formi. Ef litið væri á þrjár síðustu bækurnar aðeins gæti þó sýnst svo að hann hefði varpað akkeri sínu sem rithöfundur því þær eru býsna samstæðar; að vissu leyti koma þær f yrjr sjónir sem heild. Lesa má Ort á öxi og síðan Fiska á fjalli, allt í striklotu, án þess að verða var við stórvægileg skil. Að- eins er hin síðari meiri í öllum skilningi, meira unnin, meiri bók. Ingimar Erlendur yrkir ýmist rímað eða órimað; hann er hvorki smeykur við að ganga í berhögg við hefð né þá heldur að fara eftir hefð. Hann notar rim og Ijóðstafi með nýstárlegum hætti, ekki til að láta formið hugsa fyrir sig heldur þvert á móti til áherslu- auka. Tilfært skal sem dæmi Ijóð- iðGrænt: Allt hiógódagrf.r grænt f lund og mó; veröld þess er vær og von þar aldrei dó; bersl mér eins og blær boð um frið og ró: komdu vinur kær komdu vinur kær að kveða í grænum skóg; gleymdu degiog gær, og grænt þitt hjarta slær. Víst er þetta ljóðrænt á sína vísu og raunar kemur skáldið ekki á óvart fyrr en með siðustu hendingunni. En þar koma líka nýs*árleg hugmyndatengsl sem bregða óvæntu ljósi yfir allt er- indið. Til enn fremri áréttingar tek ég sem dæmi ljóðið Trúarkal: Svikin reyndist sólin, sendir engin blóm; skreiðumst við f skjólin, skelfumst okkar dóm á jörðu — næstu jólin: Eftirtektarverðast við þessa bók, eins og Ort á öxi, eru átök hugans, sviptingar sálarinnar. Ingimar Erlendur er ekki andleg- ur einsetumaður með auðn og tóm í kringum sig, heldur borgarmað- ur innan um fólk, og þvi yrkir hann meir alhæft en sérhæft: um dæmi sem varða heildina, en ekki einsdæmi; um almenna eðlisþætti fremur en einstaklingsbundin vandamál. Til að mynda síðasta ljóð bókarinnar, Kærleikur heitir það: jatan verður tóm. Hin rauða rós er raunar I jós; sem guði grær og geislum slær á myrka mold og mannsins hold; sú rauða rós er ræktað I jós. í ljóðinu HarðfuIIorðinn lýsir skáldið hvernig maður þroskast með neikvæðu forteikni, gerir sig smeðjulegan með árunum, læðist, firrist tilfinning fyrir lifinu („missir hjartað“), og svo fram- vegis. Eða með öðrum orðum: hið falska og „tilbúna“ vex á kostnað hins ósvikna, upprunalega, náttúrlega. Ingimar Erlendur er ekki þess konar höfundur að hann láti mál- efni ekki koma sér við og þá ligg- ur í hlutarins eðli að hann er líka pólitískur höfundur. Ljóð er i bókinni sem heitir Kommúnisti og annað sem heitir Sósfalrealismi. Ahrifamest hinna pólitísku kvæða er þó Solzhenitsyn, rétt vel gagnort: Þau óttast ekki að deyja orðum meðan bifa skáld sem þurfa að skrifa er skelfdir aðrir þegja þau sverðúr höndum sveigja — og sannleikanum lifa þau böðla andans beygja er bók á höggstokk fleygja. En áður áminnst ljóð, Harðfull- orðinn, eftir á að hyggja, ef til vill er það merkilegast fyrir þá sök að i því felst eins konar uppdráttur að skáldsögunni, Undirheimur, sem er bæði formtilraun og al- hæfð mannlífssaga þar sem persónurnar bera að vfsu nöfn en eru þó fremur tákn fyrir tiltekin sjónarhorn eða skeið í lífinu: gamall maður, listmálari og svo framvegis. Undirheimur er erfið lesning. Ingimar Erlendur fer hér inn á nýja braut. Sjötugur karl sem þol- ir önn fyrir að vera ekki lengur hlutgengur til kvennafars og lifir því i draumórum auk þess sem Ingimar Erlendur Sigurðsson hann miklar fyrir sér tilteknar minningar úr lifshlaupi sinu — kannski minnir það á Tómas Jóns- son? Að sumu leyti. Þegar betur er að gætt kemur þó i ljós að munurinn er jafnmikill og á sam- anlögðum verkum þessara tveggja ágætu höfunda, Ingimars Erlends og Guðbergs. Ingimar Erlendur er ekki sposkur áhorf- andi að lífinu eins og Guðbergur, það er honum miklu meira til- finningamál, meira hitamál en svo að hann geti krufið það á þann hátt. Hann tekur í reynd afstöðu til allra hluta og þvi má allt eins segja að Undirheimur sé andstæða Tómasar Jónssonar samanber t.d. alllanga útlistun á þeirri óskmynd sem almenningur gerir sér af listamanni (bls. 23—24, of langt til að tilfæra hér). Ingimar Erlendur er mikill lífsnautnahöfundur: lífið er í skáldskap hans annað hvort hreint og óspillt og þar með fag- urt og til þess fallið að njóta þess, eða ljótt og spillt og þar með einskis nýtt. Fyrir fimmtán, tuttugu árum hefði verið sagt að höfundur semdi sögu sem þessa — svo ber- orð sem hún er — til að ganga fram af fólki, hneyksla. Nú er slikt ekki lengur hægt, enda vart nokkur sem færi að leggja það á sig að skrifa heiia skáldsögu I þvílíkum tilgangi! Undirheimur er ekki neinir „undirheimar Reykjavíkurborg- ar“ né annars konar rökkursögur úr mannlífinu, heldur er hér lýst inn í undirheima sálarinnar, þetta er krufning á tilfinningum manns með hliðjón af atferli annarra manna gagnvart honum og sjálfs hegðun gagnvart öðrum. Þarna gerast ekki félagslegir árekstrar í venjulegum skilningi þeirra orða, heldur fjallar sagan um uppblásturinn mikla í til- finningalandi, um ástleysið, um lostann sem fer um mannlífsakur- inn eins og eyðandi eldur og skil- ur allt eftir þurrt og skrælnað. Einnig um þessar sigildu spurn- ingar sem menn spyrja sjálfa sig á öllum stað og tíma, en þó allra helst á viðsjálum tímum: hver er ég og hver ert þú og hvaða tilgangi þjónar þetta allt? „Einförum reyndi hann ad skilja hvernig og hversvegna hann væri öðruvfsi en aðrir. Hann var ekki verri. Var hann þá betri?“ Sögutextanum er skipt í línur lfkt og um ljóð væri að ræða og Framhald á bls. 33 Bergsveinn Skúlason. guðrækna kappsmanni, Pétri í Skáleyjum, sem aldrei forsómaði húslestra eða kirkjuferðir, en gat þó ekki á sér setið að líta út um glugga, þá er hann var að lesa í postillu meistara Jóns, og blanda svo inn í guðsorðið athugasemd- um um það, sem hann sá út um gluggann. Fróðleg og á köflum skemmtileg er greinin Stykkis- hólmur — Brjánslækur, enda er þar frá mörgu sagt um viðkomu- staðina og um eyjar og sker, sem fyrir augun ber á leiðinni. Þá er og í þessum hluta bókarinnar mjög svo skilmerkileg lýsing á Múlasveit, sem nú virðist vera að leggjast í eyði, en er bæði fagur- gróin og stórbrotin að landslagi. Og þó að sumum kunni að þykja greinargerð Bergsveins nokkuð þurr lestur, þá er hann fróðlegur þeim, sem vilja vita, hvað kann að valda eyðingu byggðarinnar, og ennfremur er greinin mjög glögg leiðbeining hverjum þeim, sem þarna fer um á leið sinni vestur f Firði eða suðurþaðan. Þriðja og sfðasta hluta bókar- innar kallar höfundur Utan mark- anna. Þar segir hann frá tveimur skemmtiferðum, annarri um Krýsuvík og Þingvelli, hinni upp í Skorradal. Svo vel ritfæf er Berg sveinn og athugull á það, sem fyrir augun ber, að jafnvel fyrir þá, sem oftar en einu sinni hafa farið þar um, sem hann leggur leið sfna eru frásagnir hans og lýsingar þess virði að þær séu lesnar, þó að raunar séu þær þarna óþörf aðskotadýr. Bókin er mjög sómasamleg að ytra útliti, eins og líka að efni og efnismeðferð, en leitt er að sjá, hve lítt hefur verið vandað til prófarkalesturs. Prentvillur eru margar og sums staðar auðsæjar rangfærslur á setningum. Ég hef áðúr á það minnzt, að hinn mikil- virki bókaútgefandi, Gunnar Einarsson, þurfi að ráða sér mann, sem bæði sé fær um að leiðrétta lýti í handritum og villur í próförkum, og sakir þess, að Gunnar Einarsson er prent- smiðjustjóri, á honum að vera auðveldara en flestum öðrum útgefendum að sjá um, að villur i seinustu próförk séu leiðréttar. Hnattsigling Magellans Ian Cameron: □ MAGELLAN OG FYRSTA HNATTSIGLING- IN. □ Inngangur eftir Sir Vivian Fuchs. □ Islensk þýð- ing: Kristfn R. Thorlacius. □ Umsjón með íslensku útgáfunni: □ Örnólfur Thorlacius. □ Bókaútgáfan örn og Örlygur 1974. ÞESSI bók er sú fyrsta f bóka- flokki, sem nefnist Frömuðir landafunda og mun á næstunni koma út i íslenskri þýðingu hjá Erni og örlygi. Bókaflokkurinn er enskur að uppruna og er rit- stjóri hans landkönnuðurinn Sir Vivian Fuchs. Bækur eins og Mag ellan og fyrsta hnattsiglingin eru algengar erlendis, en lítið hefur borið á þeim á íslenskum bóka- markaði. Þótt segja megi að text- inn sé aðalatriðið eru það ekki sist myndirnar, sem úrslitum ráða um gengi slfkra bóka. Magellan og fyrsta hnattsiglingin er ríku- lega myndskreytt bók með kort- um, ljósmyndum, teikningum og málverkum og er myndunum ætl- að að tala sínu máli. Aðeins með því að skoða myndirnar og lesa myndatextann er hægt að gera sér hugmynd um hnattsiglingu Magellans, en meginmálstextinn er i senn fræðilega nákvæmur og einkennist af ljósri framsetningu. Leitast er við að veita lesandan- um nauðsynlega fræðslu og þess jafnframt gætt að slaka hvergi á spennu frásagnarinnar. Hér er Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON um nokkurs konar ævintýrabók handa fullorðnum lesendum að ræða, en hún er einnig tilvalin fyrir unglinga. Hnattsigling Magellans, sem var portúgalskur að uppruna en f þjónustu Spánarkonungs, var áhættusöm og fífldjörf, enda kost- aði hún hann lífið. Fjárhagslegur ávinningur hennar var ekki mik-' ill. Aðrir landkönnuðir komu fær- andi hendi og opnuðu leiðir til auðs og valda. Einn þeirra var Kólumbus, sem er mun frægari en Magellan þótt hann hafi ekki siglt nema átta þúsund milna leið yfir fremur kyrran sjó eins og Ian Cameron bendir á. Magellan sigldi aftur á móti f jörutfu og tvö þúsund milna leið gegnum einhver ægilegustu stormabelti jarðar. Magellan naut hvorki hylli heima fyrir né við hirð Spánar- konungs og^/annálaritara gerðu lft- ið úr afrekum hans. Honum auðn- aðist ekki að snúa heim sigurveg- ari, en varð að þola tortryggni og róg látinn. Saga Magellans er saga margra ofurhuga og brautryðjenda. Nú gera menn sér ljóst að sigling hans 1519—22 varð til að auka þekkingu á heiminum um leið og hún hrakti rækilega ýmsar furðu- kenningar og hégil jur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.