Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 35 bækurnar ykkar Þjóðsagnabók Sigurðar Nordals I—III. Þetta stórmerka ritverk í þrem- ur bindum er víðtækasta úrval markverðustu þjóðsagna ís- lenskra, sem gert hefur verið fram til þessa. Þar er og að finna stórfróðlega ritgerð Sigurðar Nordals um þjóðsögur. Verð hvert bindi kr. 1.308,00 Saga Eldeyjar-Hjalta I-II Guðmundur Gíslason Hagalín. Um þessa bráðskemmtilegu ævi- sögu Hjalta Jónssonar skip- stjóra, athafnamannsins og ofur- hugans segir dr. Sigurður Nor- dal í formála að bókinni. ,£g er ekki í vafa um, að Saga Eld- eyjar-Hjalta muni jafnan verða talin með bestu ævisögum, sem ritaðar hafa verið á íslenska tungu“. Verð: bæði bindin kr. 3.927,00 Manneskjan er mesta undrið Haraldur Ólafsson. Bókin fjallar um manninn, tengsl hans við aðrar dýrategundir, þróun menningar hans og við- leitni til að viðhalda tegundinni við hin margvíslegustu skilyrði, sem ríkja á jörðinni. Verð kr. 1.071,00 Ást og öngþveiti í íslendingasögum Thomas Bredsdorff. Höfundur kemst m.a. að þeirri niðurstöðu, að á bak við hin blóðugu átök í íslendingasögum um völd og heiður megi greina ástríðufullar ástir, og taumleysi þeirra eigi höfuðorsök á upp- lausn og öngþveiti hins foma ís- lenska þjóðveldis. — Bjami Sig- urðsson íslenskaði. Verð kr. 1.428,00 Leikur að ljóðum Kristmann Guðmundsson. Bókin skiptist í 3 flokka. Æsku- ljóð, Ljóð frá miðjum aldri og Ljóð frá síðari árum. Kristmann hefur áður sent frá sér 2 ljóða- bækur, sem löngu em ófáan- legar. Verð kr. 1.297,00 Hreggbarin fjöll Þórleifur Bjamason. Hér kveður við nýjan tón í skrif- um Þórleifs, hann hefur færst nær nútímanum, en mannlýsing- ar hans og glöggt auga fyrir á- hrifum umhverfisins setja enn sem fyrr sinn sterka þjóðlega blæ á sögumar. Verð kr. 1.666,00 Launráð og landsfeður Um fáa menn hefur staðið jafn mikill styrr og dr. Valtý Guð- mundsson, höfund Valtýskunnar og Bjöm Jónsson ráðherra. Hér birtast bréfaskipti þeirra um ára- tuga skeið og þar með er svipt hulunni af mörgu því, sem gerð- ist að tjaldabaki á einu umdeild- asta tímabili í sjálfstæðisbaráttu þjóðarirmar. Víst er að margt kemur þar á óvart og þá ekki hvað síst hversu heiftúðug stjómmálabaráttan hefur verið. Jón Þ. Þór sá um útgáfuna og ritaði einnig formála og skýr- ingar. Veró kr. 2.261,00 Skipabókin Þessi stóra.og glæsilega bók er unnin af sérfræðingum í fjöl- mörgum löndum. Hún er hafsjór af fróðleik um skip og báta, gerð þeirra og búnað, segl og sigling- ar, vélar og veiðarfæri og ótal margt annað frá fyrstu tíð til okkar daga. í henni era 1580 myndir og teikningar. Skipabókin er unnin af sama framútgefanda og gaf út bókina Víkingamir, sem nú er löngu uppseld. Verð kr. 3.927. Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-197 í bók þessari, sem gefin er út í tilefni 100 ára afmælis Kvenna- skólans í Reykjavík er sögð saga skólans í máli og myndum og greinar era um alla skólastjóra hans frá upphafi. Myndir era af nær öllum nemendum skólans, yfir 4_500 talsins, og einnig er í bókinni skrá yfir alla nemendur og kennara auk skólanefnda frá upphafi. Verð kr. 3.927,00 Iceland — Island Bókin er gefin út í tilefni Þjóð- hátíðar og er ein sú fegursta og best gerða bók, sem AB hefur gefið út. Bókin Iceland er gefin út á ensku og þýsku og fjallar um ísland, náttúra þess og þjóð- líf að fomu og nýju. Bókin er 224 bls. að stærð í stóra broti og þar af era, auk uppdrátta og landabréfa, 100 heilsíðumyndir af litmyndum teknar af þeim Franz-Karl von Linden og Hall- fried Weyer, sem hafa á fáum áram getið sér frægðar fyrir af- burðasnjallar myndabækur um landslag og þjóðlíf víðsvegar um lönd. Meðal höfunda era tveir Islendingar, þeir dr. Kristján Eldjárn og dr. Gylfi Þ. Gíslason. Verð kr. 4.641,00 Simenon hefur verið einn víðlesnasti höf- undur heimsins um áratugi. Vin- sældir sínar á hann ekki síst að þakka hinum bráðsnjöllu bókum um lögregluforingjann Maigrét, en hann er einmitt aðalsöguhetj- an í þessum tveim bókum: 1 helgreipum éfans. Þessi bók Simenons er í sérflokki meðal leynilögreglusagna og skortir þar ekki hina sígildu innviði slíkra bóka, svo sem hjúskaparbrot og morðtilraunir. Athyglisverðust er sagan þó fyrir það, hve hún freistar í sífellu getspeki lesand- ans. Verð kr. 1.190,00 Vegamót í myrkri. Sagan hefst á dularfullu morði og er þar með hrandið af stað þeirri vofeiflegu atburðarás, sem heldur athygli lesandans fastri, uns yfir líkur og allar gátur hafa verið ráðnar — þótt ekki sé það alveg með þeim hætti, sem helst hefði mátt gera ráð fyrir. Verð kr. 1.190,00 Nokkrar aðrar bækur úr bókaskrá AB Grafskrift eftir njósnara Eric Ambler 952,00 I fylgd með Jesú 1071,00 Islenskir málshætir Bjami Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson 1071,00 Islenskt orðasafn Halldór Halldórsson, tvö bindi 2142,00 Merkir íslendingar, nýr flokkur Jón Guðnason sá um útgáfuna, sex bindi 4998,00 Norðan við stríð, Indriði G. Þorsteinsson 833,00 Atburðirnir á Stapa Jón Dan 952,00 Blöð og blaðamenn (1773 til 1944) Vilhjálmur Þ. Gíslason 1488,00 Eldar í Heimaey Árni Johnsen 2380,00 Ferðabók Helga Péturs Ferðabók Ölafs Olavius- 714,00 ar 1775-1777 tvö bindi Gestur, færeyskar smá- sögur Jens Pauli 1428,00 Heinesen 952,00 Skáldverk Gunnars Gunnarssonar Verð kr. Fjallkirkjan I-III 4.795,00 Heiðaharmur 1.598,00 Saga Borgarættarinnar 1.598,00 Svartfugl 1.598,00 Vikivaki 1.598,00 Páll lsólfsson — Matthías Johannessen ræðir við tónskáldið: I dag skein sól 595,00 Hundaþúfan og hafið .. 595,00 Séð og lifað endurminn- ingar Indriða Einarssonar 1309,00 Síðustu dagar Hitlers H. R. Trevor-Roper 1071,00 Skákbók AB - Fischer gegn Spassky Friðrik Ólafsson og Freysteinn Jóhannsson 1785,00 Ur Hamrafirði til Him- infjalla Guðm. G. Hagalín 714,00 Þjófur í Paradís Indriði G. Þorsteinsson 476,00 Stóð ég út í tunglsljósi sjálfsævisaga Guðmundar G. Hagalín 1666,00 Ummrenningar Knut Hamsun tvö bindi 2142,00 Almenna bókafélagið, Austurstræti 18, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.