Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 24
/ 24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 slandsmótið 2. deild Þróttur — KR 22-15 ALLT bendir til að keppnin I 2. deild islandsmótsins ( handknattleik verSi hin tvlsýnasta I ár. LiSin, sem flestir hafa spáð sigri, hafa veriS a8 reyta stigin hvert af öSru. Þannig vann K.A., frá Akureyri Þrótt á dögunum, og á sunnudagskvöldiS sigraði Þróttur K.R.-inga nœsta auðveldlega meS 22 mörkum gegn 15, og það þó K.R. skartaði öllum slnum beztu mönnum. Þeirra á meSal var þjálfari þeirra Ingólfur Óskarsson, áður leikmaður með Fram. Þróttarar náSu þegar I upphafi afgerandi forystu I leiknum. Segja má, aS þeir hafi gert út um leikinn á fyrstu tuttugu mlnútunum, en þá var staðan orSin 8 mörk gegn 3 þeim I hag. Undir lok fyrri hálfleiks sóttu K.R.-ingar þó nokkuð I sig veðrið, þannig að ( ieikhléi var aðeins þriggja marka munur, 12—9. í síðari hálfleik héldu Þróttarar uppteknum haetti og juku forskot sitt stöðugt. Lyktir leiksins urðu svo yfirburðasigur Þróttar 22 mörk gegn 1 5 K.R.-inga. Þróttarar sýndu nú annan og mun betri leik heldur en gegn K.A. á dögunum. Leikur þeirra var vel yfirvegaður, einkum var varnarleikurinn ágætlega leikinn og markvarzla góð. Sóknin var á köflum vel útfærð, og er greinilegt að þjálfari þeirra, Bjarni Jónsson, er á réttri leið. Ef fram heldur sem horfir, virðist Þróttur sigurstranglegasta liðið (deildinni. Einna beztir Þróttara I þessum leik voru Bjarni, Halldór Bragason og Friðrik Friðriksson. Annars er Ktið um veika hlekki í liðinu. K.R.-ingar hafa valdið nokkrum vonbrigðum það sem af er vetrar. Sóknarleikurinn er alveg ( molum, Ktil ógnun og þvf þægilegt að verjast þeim. Varnarleikurinn hefir verið þeirra sterkasta hlið til þessa, en nú brást vörnin gersamlega. Ef KR-ingar ætla sér fyrstu deildar sætið sem losnar, verða þeir að gera mun betur en þeir hafa gert til þessa. Einn var þó sá F K.R.-liðinu sem athygii mína vakti fyrir skemmtilegan leik, en það var Ingi Steinn Björgvinsson, laginn og snaggaralegur leikmaður. Auk hans áttu Haukur Ottesen og Björn Blöndal ásamt Ingólfi þokkalegan leik. Mörkin. Þróttur: Halldór 7, Friðrik 6 (1v), Bjarni og Jóhann 3 hvor, Sveinlaugur 2 og Björn eitt. K.R.: Haukur 5 (1v), Björn 3, Hilmar 3(2v), Ingólfur og Ingi Steinn 2 hvor. Leikinn dæmdu Ingvar Viktorsson og Þórir Úlfarsson og gerðu hlutverki sínu bara góð skil þegar á heildina er litið, alla vega mun betur en „kollegar" þeirra Valur og Magnús (leiknum á eftir. Sigb.G. Hilmar Bjornsson, tyrrum lanasliösþjálfari, er heldur ófrýnilegur á svipinn, þar sem hann gerir tilraun til marksskots (leik KR og Þróttar. Staðan Stáöan I 1. deild Islandsmóts- Agúst Svavarsson, ÍR 15 ins í handknattleik er nú þessi: Geir Hallsteinsson, FH 14 FH 4 4 0 0 84:74 8 Jón Astvaldss., Armanni 14 Haukar 4 3 0 1 76:68 6 Björn Pétursson, Gróttu 13 Fram 4 2 2 0 64:57 6 Jón P. Jónsson, Val 13 Víkingur 4 2 0 2 68:66 4 Páll Björgvinss., Víkingi 13 Armann 4 2 0 2 66:69 4 Þorbjörn Guðmundss., Val 13 Valur 4 1 0 3 63:68 2 Þórarinn Ragnarss., FH 13 Grótta 4 0 1 3 73:81 1 Björn Jóhanness., Armanni 12 1R 4 0 1 3 69:80 1 Björgvin Björgvinss., Fram 12 Jens Jensson, Armanni 12 Guðmundur Sveinsson, Framll MARKHÆSTU LEIKMENN: Jón Karlsson, Val 11 Hörður Sigmarsson, Haukum38 Ölafur H. Jónsson, Val 11 Viðar Símonarson, FH 23 Magnús Sigurðss., Gróttu 11 Stefán Halldórsson, Vlkingi 18 Árni Indriðason, Gróttu 10 Einar Magnússon, Vfkingi 16 Elías Jónasson, Haukum 10 Pálmi Pálmason, Fram 16 Ölafur Ölafsson, Ilaukum 10 Mikill handa- og fótagangur f leik Vfkings og Hauka. Arnór Guð- 2) hefur stjakað við honum. Páll Bjöi mundsson hefur fengið Ifnusendingu, en Magnús Guðmundsson, (nr. Skarphéðinn Öskarsson og Stefðn Jón Fram vann upp sex mark ystu IR-inga og náðu jöfn EFTIR að ÍR-ingar höfðu náð sex marka forystu f leik sfnum við Fram f 1. deildar keppni islands- mótsins f handknattleik f Laugar- dalshöllinni á sunnudagskvöldið, ætluðu margir að úrslit leiksins væru ráðin. Og þá ekki sízt fyrir þá sök, að ÍR-ingarnir höfðu allt til þessa tfma sýnt miklu betri hand- knattleik en Framararnir og raunar leikið með mikilli prýði á köflum. En þegar staðan var þannig, misstu ÍR-ingar með öllu tök á leiknum, — duttu niður f þaö fum og ráðleysi sem einkennt hefur leiki liðsins það sem af er keppnistfmabilinu, og þegar upp var staðið að leikslokum, máttu ÍR-ingar þakka fyrir að ná öðru stiginu út úr viðureigninni, þvf fyrsta sem þeir hljóta f keppn- inni f ár, en örugglega ekki því sfðasta nái liðið að leika eins og það gerði í fyrri hálfleik þessa leiks. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en að þarna hafi verið um að ræða einn bezta leikinn sem handknattleiksliðin hafa boðið upp á það sem af er þessu Islands- móti. Einkum var leikur ÍR-inga skemmtilegur og ógnandi í fyrri hálfleik, og réð þá hin annars ágæta Framvörn illa við sóknarmenn liðs- ins. Auk þess léku ÍR-ingar vörnina vel. Voru ákveðnir og hreyfanlegir, og hinn ungi markvörður liðsins, Hákon örn Arnórsson varði oft með mikilli prýði. Þessi leikkafli ÍR-ing- anna var rétt til að staðfesta það, að það býr mikið í þessu liði, og það hefur yfir nægum mannskap að ráða. Það sem það skortir fyrst og fremst er meiri festa og vilji, en það eru einmitt þessi tvö atriði sem hafa orðið þess valdandi á undanförnum árum að lR-liðið hefur sjaldnast náð því að vera annað en efnilegt. ÍR-ingar léku af miklum hraða í fyrri háifleiknum og tókst þá að nýta vel sóknir sínar. Leikur liðsins var þá mjög fjölbreyttur og allir leikmennirnir virkir og ógnandi. Þannig komu t.d. tvö skemmtileg mörk eftir ógnun frá skyttunum sem síðan gáfu óvænt inná línuna, eftir að hafa dregið varnarmenn Fram að sér. Varnarleikurinn var einnig góður hjá ÍR og var það ekki fyrr en á 19. mínútu sem Fram tókst að skora með skoti í gegnum vörn liðsins, en áður hafði Fram skorað eitt mark úr vítakasti. I seinni hálfleiknum snerist leik- urinn algjörlega í höndum iR-ing- anna. Einstöku leikmaður gerði sig sekan um hin klaufalegustu mistök. öryggið sem verið hafði i varnar- leiknum hvarf, og mesti broddurinn fór úr sóknarleiknum. Má vera að leikmenn liðsins séu ekki í nægjan- lega góðri úthaldsþjálfun, en þó er mun sennilegra, að þeir hafi ekki nauðsynlega trú á sjálfum sér og getu sinni. Er þetta raunar áberandi með suma leikmenn liðsins t.d. Sig- trygg Guðlaugsson, sem er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem var með Þórsliðinu í fyrra. Óöryggi ÍR-inganna kom m.a. fram f því, að þeir voru of seinir á sér að stöðva Framarana, sem náðu oft að hnoða inn í vörn þeirra og þannig fékk liðið dæmt fimm vitaköst í seinni hálfleiknum, mest vegna klaufalegra brota ÍR-inganna. Þegar 8 mínútur voru til leiksloka var staðan orðin jöfn 13:13 og upphófst þá baráttan fyrir alvöru — barátta sem bar mestan svip að taugaveikl- un og fumi og voru þessar loka- mínútur leiksins langlélegasti hluti hans. Aðal Framliðsins í þessum leik, eins og raunar í fyrri leikjum þess í vetur, er vörnin, en hún leikur með miklum ágætum og gefur litið eftir. Það var ekki af því að hún stæði sig illa að ÍR-ingar náðu svo góðri forystu í fyrri hálfleiknum, heldur fyrst og fremst vegna þess hve sóknarleikur ÍR-inga var góður. Sóknarleikur Fram er hins vegar ekki nægjanlega afgerandi. Þarf engan að undra þótt það taki liðið nokkurn tima að jafna sig eftir þá blóðtöku er það varð fyrir er Axel Axelsson fór til Þýzkalands. 1 liðinu eru þó ágætar skyttur, þar sem eru þeir Stefán Þórðarson, Guðmundur Sveinsson og síðast en ekki sizt Hannes Leifsson. Þetta eru allt ungir leikmenn og ekki fullmótaðir ennþá. Þyrftu þeir einnig meiri að- stoðar við frá félögum sir.um til þess að fá skotfæri, en það var sárasjald- an í þessum leik, sem góðar „blokk- eringar" sáust hjá Fram. Pálmi Pálmason var einna at- kvæðamestur Framaranna í þessum leik og skoraði hann átta mörk, þar af sex úr vítaköstum sem hann framkvæmdi af miklu öryggi. Þá var Pálmi sá Framari í þessum leik, sem mest ógnaði, og var jafnan op- inn fyrir möguleikum til gegnum- brota. Er greinilegt að Pálmi er nú að komast í sitt allra bezta form, og er þá ekki að sökum að spyrja að hann er mjög drjúgur leikmaður. Þá eru Björgvin Björgvinsson og Sigur- bergur Sigsteinsson leikmenn sem sjaldan bregðast og eru sennilega einir allra beztu varnarleikmenn sem íslenzk lið hafa yfir að ráða um þessar mundir. Við markaskorunina ber hins vegar minna á Björgvin en áður, enda enginn Axel til þess að senda inn á línuna. Úrslit þessa leiks voru hagstæð fyrir toppliðið i 1. deildinni, FH, sem jók þar með forystu sína á Hákon Arnórsson, hinn ungi markvör f leiknum á sunnudargskvöldið. Þarna hafði brotizt í gegn og skotið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.