Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 HESTAR, rétt eins og menn, geta verið kenjóttir. Þar eð hesturinn er margfalt sterkari en knapinn, verður sá síðar- nefndi að ná yfirhöndinni með meiri hyggindum. Komist hest- ur upp með kenjar sínar, reynir hann aftur, og hálfu ákveðnari en fyrr. Erfitt getur verið að stöðva hest sem „rýkur" með því að toga stanslaust á móti. Ráðlegra er að reyna að rugla hestinn meó því að taka í tauma og sleppa til skiptis. Sársauka und- an keðju í stangarbeizli getur hestur reynt að flýja með þvi að hlaupa enn hraðar. Ef aðstæður eru fyrir hendi er einnig gott að beina rokuhesti á brekku eða knýja hann til aó beygja I hringi. Til að venja hest af þvi að rjúka er gott að ríða honum á hægu brokki eða tölti í stóra STÓÐ- RÉTT hringi, i báðar áttir, láta hann hægja ferðina, þar til hann nær stöðvast og auka siðan ferðina aftur o.s.frv. Gott er einnig að nota hringa- mél og nasamúl á rokuhesta. Hestur sem ekki vill t.d. fara yfir trébrú eða hræðist ein- hvern hlut þarf að fá að kynn- ast þvi að ótti hans er ástæðu- laus. Sökum næmleika sins finnur hestur mjög greinilega ef knapinn gerist órólegur eða kvíðinn þegar komið er að þeim hlut t.d. sem knapinn man að hesturinn óttaðist. Kviði hans yfirfæríst því til hestsins sem verður hálfu verri en áður. Þolinmæði, en þó ákveðni hjá knapa þurfa að fylgjast að. Al- gengt er að hestar séu „kaldir" á annan tauminn þ.e. hlýði ekki taumhaldi þeim megin. Marg- víslegar ástæður geta legið til þessa og engin ráð því einhlít. Ein ástæða getur verið sú að hestar eru að upplagi stirðari á aðra hliðina og getur þá verið gott að mýkja skrokk hestsins upp með því að ríða honum i stóra hringi þannig að stirðari (kaldari) hliðin vísi inn. Þá er algengt að hestar fái gadd með þeirri afleiðingu m.a. að þeir verði kaldir á annan eða jafn- vel báða tauma. Gaddur kallast það þegar brúnir jaxlanna verða hárbeittar vegna slits á tannfleti, og særa kinnholdið. Er gaddur algengari en menn almennt virðast gera sér grein fyrir. Með þar til gerðum rasp er auðvelt að lagfæra þetta og eru hestar þá aðeins örfáa daga að gróa sára sinna. Að handsama styggan hest getur verið erfitt verk og taf- samt. Það borgar sig því vel aó venja slika hesta á brauðgjöf í haga. Það líður oft ekki á löngu þangað til styggur hestur kem- ur hlaupandi á móti þeim sem hann veit að kemur færandi hendi. Þeim styggustu getur verið gott að gefa úr fati t.d. sem lagt er eins nálægt þeim og þeir leyfa, án þess að hlaup- ast brott, og láta éta eina úr því. Eftir kannski 1—2 vikur fást þeir oftast til þess að éta úr fatinu þó mað- urinn haldi á því og er þá stutt í sigurinn. Það er ágæt regla að sýna styggum hesti áhugaleysi, látast ekki hafa minnsta áhuga fyrir að ná hon- um. Hestar lesa ótrúlega vel úr augum manna hvað fyrir þeim vakir. Agætt er að flauta eða kalla á hesta í haga og munu þeír koma um langan veg á fullri ferð áður en langt um líður, þegar þeir heyra kall- merkið, að sjálfsögðu til þess að Nokkrar ábendingar við tamningu og umgengni hrossa fá sitt brauð. Ekki er hægt að hverfa frá þessu atriði án þess að vara um leið við því að venja t.d. ungviði eða gæf hross á of mikla brauðgjöf þar eð þau geta orðið með einsdæmum að- gangsfrek fyrir vikið. Við meðhöndlun og tamningu hrossa eru nokkur grundvallar- atriði sem gagnlegt er að koma inná, þó mörgu sé sleppt. 1. Gott er að umbuna hesti þegar hann gerir vel. Sagt hef- ur verið að maður eigi að fara af baki tamningar folanum þeg- ar hann sé beztur. Smám saman lærir hesturinn að tiltekin hegðun hans færir honum „vinning“. Með sama hætti er hesti refsað fyrir misgjörðir sínar. Refsingu er beitt sam- stundis og hestur gerir eitt- hvað rangt. Að refsa hesti óþekkt eða kenjar slðar er ósið- ur og kennir hestinum ekkert annað en að hræðast knapann, þvi hann fær með engu móti skilið fyrir hvað refsingin er. Ekki þýðir að „kaupa hest til að láta af kergju eða öðrum óknyttum með því að gefa hon- um brauð eða kjassa hann. Brauðið og bliðuhótin verða einmitt þveröfugt við það sem ætlað er í þessu tilfelli. Hestur- inn lærir þá að óhlýðnin færir honum ávinning. Það er skort- ur á raunsæi að ætlast til að hestur sýni „sanngirni“ á svona stundum. 2. Þegar hestur óhlýðnast af kergju, er gott að reyna að rugla hann í riminu. Hesti, sem neitar að fara af stað getur ver- ið reynandi að snúa i nokkra hringi með ákveðinni hvatn- ingu og síðan snöggf af stað. Hesturinn er tiltölulega lengi að hugsa og sé hann búinn að taka eitthvað í sig þarf að fá hann til að hætta þvi sem snöggvast með því t.d. að rugla hann í riminu. Þannig er t.d. líka reynandi, með hest sem neitar að fara af stað, að smokra öðru eyra hans fram og undir ennisólina. Hann kann því ekki vel og athygli hans beinist frá mótþróa að því að hugsa um eyrað. 3. Flest af því sem hestur gerir, stafar ekki af hugsun heldur ósjálfráðum viðbrögð- um. Þetta er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir. Þetta er hægt að skýra með dæmi. Maður kennir hesti t.d. að lyfta hægri framfæti þegar strokið er niður með fætinum. Sé síðar farið að hestinum vinstra meg- in þá mun hann ekki bregðast eins við fyrr en eftir sérstaka þjálfun, þar eð hann getur ekki flutt i huganum reynslu sina frá hægri til vinstri fótar. Það þarf m.ö.o. að byggja alla þjálf- un á endurtekningu góðrar eða réttrar hegðunar. 4. Minni hestsins er með ólík- indum. Þetta er bæði til þess að auðvelda og torvelda tamningu. Folald sem hefur t.d. verið gert leiðitamt, er hægt að beizla og teyma eftir áratug, þó aldrei hafi komið á það beizli i milli- tíðinni. Eins er það að marga hegðunargalla er hægt að rekja til mistaka í tamningu, sem hesturinn ekki gleymir. 5. Hesturinn sér ekki mjög vel, en heyrir afbragðs vel og hefur næmt lyktarskyn. Hesturinn á þvi hægara “með að þekkja vini sina á rödd þeirra og lykt, held- ur en með þvi að sjá þá. Það er því allra hluta vegna gott að tala við hesta sina, þvi þeir eru ótrúlega næmir fyrir rödd manna og auðveldara er að róa hest með því að tala til hans en með öðru móti. Til er frásaga um mann sem annast hafði um hross á unga aldri, kjassað þau og kennt þeim ýmsar kúnstir. Eftir 15 ár kom hann að haga þeirra, kallaði á þau eins og hann hafði áður gert og komu þau öll hlaupandi til hans. Kúnstirnar framkvæmdu þau einnig eftir ábendingu manns- ins, og höfðu þannig engu gleymt á 15 árum. r.t. Tamningamennirnir Peter Behrents og Jóhann M. Jóhannsson að störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.