Morgunblaðið - 20.07.1975, Page 35

Morgunblaðið - 20.07.1975, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JULl 1975 35 föður síns. Um það efni segir hann sjálfur svo í „bókinni um Sigvalda Kaidalóns": „Ég leit upp til föður míns og dáði hann. Eftir að ég var kominn á fullorðins ár, fékk ég dýpri skilning á verkum hans og fannst að á mér hvíldi skylda að heiðra minningu hans og koma verkum hans á framfæri með útgáfum. Að þessu hef ég unnið milli 20 og 30 ár, og nú er svo komið að flest tónverk hans eru komin út i heftum, og á plöt- um eru 60 til 70 lög. 180 lög eru f heildarútgáfu og að auki sér- prentanir á einblöðungum." Ekki mun ofmælt, að í þessu efni hafi Snæbjörn unnið umtals- vert afrek þjóðinni til gagns og ánægju og honum sjálfum til hins mesta sóma. Hefur hann með þessu verki reist sjálfum sér verð- ugan bautastein. Nú að leiðarlokum fylgir hinum látna heiðursmanni hlýr hugur samstarfsmanna i STEFi og þakkir skulu hér fram bornar honum til handa frá STEF-stjórn, starfsmönnum félagsins og rétt- höfum öllum fyrir mikið og gott starf í þess þágu. Eftirlifandi dætrum hans frú Ester og Erlu Kaldalóns, svo og systkinum hans og öðrum vanda- mönnum eru fluttar samúðar- kveðjur. Sigurður Reynir Pétursson. Minning: Bjarni Jóhann Oskarsson Fæddur 16. 4.1955. Dáinn 12. 7.1975. Lifa og gleðjast lífs um fáa daga. Heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Ósjálfrátt flugu mér í hug þessi orð þegar ég mjög að óvörum frétti um hið sviplega fráfall vinar míns og vinnufélaga Bjarna Óskarssonar, sem lést af slysför- um 12. júlí s.l. Þegar ég kvaddi hann að loknum vinnudegi daginn áður, grunaði mig síst að það yrði okkar hinsta kveðja i þessu lífi. Svo mjög kemur dauðinn að óvörum þegar hann á svipstundu heimtar lif ungs manns sem átti með réttu að eiga lifið framund- an. Bjarni var fæddur 16. apríl 1955 og var þvi tvitugur þegar dauða hans bar að höndum. Hann var sonur hjónanna Sigurjónu Marteinsdóttur og Óskars Bjarna- sonar, Leifsgötu 21 hér i borg, Guðlaug Guðmunds- dóttir - Minningarorð Fædd 16. september 1892 Dáin 11. júlí 1975 Þeim fækkar nú óðum sem minnast bæjarlífsins eins og það var hér í upphafi þessarar aldar þegar fólk lifði einföldu lífi og undi við sitt. Þá voru morgnarnir langir og bjartir í vesturbænum, en lítil stúlka kvik á fæti og dálítið freknótt i framan gaf öllu vökult auga sem gerðist í kring- um hana og geymdi það trúlega í minni um langa ævi. Þessi stúlka hét Guðlaug Guðmundsdóttir. Hún var fædd í Grindavik 16. september 1892 dóttir Guðmundar Einarssonar sjómanns og Herdísar Aradóttur. Brimgarðurinn i Grindavik tók föður hennar frá henni þegar hún var kornung og var henni þá komið i fóstur til Reykjavíkur til hjónanna Bjarna Arnasonar og Önnu Guðmundsdóttur. Reyndust þau henni sem bestu foreldrar, en dóttir þeirra hjóna Elísabet gift- ist síðar Jóni Guðmundssyni seglameistara og batt Guðlaug eða Lauga eins og hún var venjulega kölluð, mikil tryggðabönd við það ættfólk allt. Hún gekk í barnaskóla i Reykja- vik en fór siðan að vinna fyrir sér, og svo lánsamir voru foreldrar mínir að ráða hana í þjónustu sína inn að Kleppi að gæta barna- hópsins. Komu þá brátt mann- kostir hennar vel í ljós. Móðir okkar fór iðulega i siglingu til ættingja í Danmörku og gat þá ókvíðin skilið barna- hópinn eftir í umsjá Laugu, og svo mikið traust bárum við sjálf til hennar að við héldum að hún kynni ekki að hræðast. A spftalan- um var þá oft mjög sjúkt fólk sem hætta gat stafað af, þar sem róandi lýf þekktust þá ekki, en aldrei urðum við börnin fyrir neinu hnjaski og var það ekki sist árvekni Laugu að þakka og eins þvi hvað hún hafði gott lag á þvi að eyða ótta og tortryggni milli fólks. Það var eitthvað í fari hennar sem bar með sér einhvern æðri mátt, kannski var það augnaráðið sem sumum þótti við fyrstu kynni seiðmagnað, jafnvel stingandi, en við sem þekktum hana vissum að hún sá lengra en annað fólk. Fór um tíma mikið orð af skyggni- hæfileikum hennar, sem hún mikiaðist þó ekki af, en margir leituðú til hennar í raunum sínum og fóru þaðan glaðari i bragði. Eins gat hún undir vissum kringumstæðum fallið í dá, en blýanturinn lék i hendi hennar þó hún lægi fram á borðið og fylgdist ekki með því sem hún skrifaði. Það varð mér mikið undrunarefni þegar ég sá eitt sinn hvernig rit- hönd hennar sem var mjög við- vaningsleg i vökuástandi gjör- breyttist i þessu dái og varð stíl- hrein og leikandi. Eftir að faðir minn var hættur læknisstörfum á Kleppi og fluttur í Suðurgötuna gerðist Guðlaug um hríð starfsmaður á elli- heimilinu Grund, en síðan varð hún um árabil gæslukona á barna- leikvelli við Grettisgötu. Og þá sem fyrr hændust börn að henni. Hún rækti vináttu við fólk af öllu tagi og á öllum aldrei. Það var ailtaf ró og æðruleysi í fari hennar. Á yngri árum fór hún víða um landið á reiðhjóli, lenti oft í svaðilförum, en alltaf lagðist henni eitthvað til þegar sist varði. Á efri árum fór hún tvívegis til Vesturheims að heimsækja Guðrúnu systur sina í Kanada og Helgu Sigurðsson Potter i Texas. Hún fór ein sins liðs, mállaus á erlendar tungur, um þver og endi- löng Bandaríkin, og það var I senn kátlegt og furðulegt að heyra hana segja frá þvi hvernig hún bjargaði sér út úr vanda fyrir einskærar tilviljahir. En aldrei kom henni neitt á óvart og hún var alltaf jafn æðrulaus. Því hélt hún til hinstu stundar. Alltaf bar hún takmarkalausa umhyggju fyrir öðrum og kvart- aði 'ekki um eigin hag þó að heilsan væri farin. Með þakklæti í huga minnumst við systkinin þessarar góðu konu þegar hún á morgun verður borin til hinstu hvildar. Agnar Þórðarson. næsiyngstur ijogurra systkina. Hann hafði nú stundað nám i húsasmiði um þriggja ára skeið og rækt það með prýði. Atvikin höguðu því svo að við Bjarni unn- um saman siðustu árin og þekkt- umst við því vel, bæði á því sviði og öðrum. Kynning okkar var góð, þvi það ej- ekki ofmælt að Bjarni var oftast léttur í lund og glaður i viðmóti og smitaði aðra með glað- værð sinni. Hann var líka drengur góður og og vinur vina sinna. Aldrei lét hann það á sig fá þótt móti blési, en eygði jafnan björtu hliðarnar á tilverunni. Slikir menn finnast ekki of marg- ir og því er hart að lúta því að þessi lífsglaði drengur sé nú kallaður burt í blóma lífsins. Við drúpum nú höfði vinir hans, þegar burtu er glaðværasti félaginn úr okkar hópi, en foreldrum hans, systkinum og unnustu þið ég blessunar í sorg þeirra. Bjarni er nú horfinn til betri heims að okkar trú. Honum fylgja kveðjur og þakkir okkar vina hans og félaga sem áttum með honum samleið á stuttri ævibraut hans. Nú er stórt skarð í okkar hópi en eftir stendur minningin um einlægan félaga og góðan dreng sem ekki mun gleymast. J.M.Í. Kveðja frá lítilli frænku Vort lff er svo ríkt af Ijóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvfna, er hrynjandi geislar skfna. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, guðs eilffð blasir oss móti. Aímælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðvikudagsblaði, að berast i stðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Vort hjarta er svo rfkt af hreinni ást, að hugir f gegnum dauðann sjást. — Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur — sfðar. (Jóhannes úr Kötlum) Badda þakka ég allt. Ég veit að Guð geymir hann. Birgitta Osk. AUr.I.ÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRvrgnnlihiiiti t Maðurinn minn, VIGGÓ F. SIGURÐSSON, Borgarholtsbraut 48, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. júli kl. 1 3.30 Fyrir mlna hönd, barna, tengdabarna, barnabarna og systkina, ValgerSur Ólafsdóttir. MEKKA Stórglæsileg ný skápasamstæða með höfðingjasvip Nýja skápasamstæðan frá Húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hefur vakið sérstaka athygli fyrir smekklega hönnun, fallega smíði og glæsilegt útlit. Sérstök hillulýsing í kappa. Þér getið valið um einingar, sem hæfa yður sérstaklega, hvort sem þér óskið eftir plötuhillum, vín-og glasaskáp, bókaskáp, hillum fyrir sjónvarp og hljómburðartæki, o.s.frv. Mekka samstæðan er framleidd úr fallegri eik í wengelit, sem gefur stofunni höfðinglegan blæ. Mekka er dýr smíði, sem fæst fyrir sérstaklega hagkvæmt verð. Skoðið Mekka samstæðuna hjá: UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf, Jón Loftsson hf. Híbýlaprýði Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Akureyri: Augsýn hf. Húsavík: Hlynur sf.' Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.