Morgunblaðið - 20.07.1975, Side 48

Morgunblaðið - 20.07.1975, Side 48
PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingagóðar Hagstætt verð. c§b Nýborg? O Ármúla 23 — Síml 86755 \ ALLTÁ EINUM STAÐ IÐNVAL BYGGINGAÞJÓNUSTA I 9 83155 83354 BOLHOLTI 4 REYKJAVÍK SUNNUDAGUR 20. JÍJLl 1975 Ljósm. Mbl. Kristinn ólafsson. SKÁTAMÓT — Skátar f jölmenntu út í Viðey um helgina á mót Landnema. Á mótinu var fjölbreytt dagskrá og sýnir myndin skátana ganga fylktu liði að varðeldi á föstudagskvöld. Togarar fá kol- muna í trollin Tveir bátar eru farnir á loðnuveiðar TVEIR BÁTAR, Guðmundur RE og Eldborg GK, héldu til loðnu — og kolmunnaveiða úti fyrir Norð- ur- og Austurlandi f gærkvöldi. Eru þetta fyrstu bátarnir, sem halda til þessara veiða á þ. ssu sumri, en fleiri skip munu brátt bætast f hópinn. Allt eins getur verið að skipin leggi áherzlu á kolmunnaveiðar úti fyrir Aust- fjörðum, en fregnir hafa borizt þaðan um mikla kolmunnaveiði togara þar. Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur og leiðangursstjóri á Arna Friðrikssyni, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að togara- skipstjóri hefði haft samband við sig á föstudag og skýrt frá mikilli kolmunnaveiði togaranna á Austfjarðamiðum. Hafa togararn- ir fengið nokkur tonn af kol- munna i hverju haii, en henda honum öllum, þar eð verð á bræðslufiski er það lágt, að ekki borgar sig að halda kolmunnan- um til haga. Jakob sagði að þeir á Árna hefðu haldið austur fyrir Langa- nes i fyrrakvöld, þar eð illa gengi að leita að loðnu úti fyrir Norður- landi vegna íss. í gærmorgun var Árni Friðriksson staddur í Bakka- Framhlið bæjarins 50 m löng Uppgröftur hefet að nýju við bæjarrústirnar í Álftaveri UNDANFARIN 3 sumur hefur Gísli Gestsson og að- stoðarfólk hans unnið að bæjaruppgreftri austur í Álftaveri. Þar hefur fund- ist geysistór bær, alls 8 hús, og er framhlið bæjar- rústanna yfir 50 metra löng. Talið er að bærinn sé frá miðöldum og hafi eyði- lagst í Kötluhlaupi. Gisli Gestssbn sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að nú stæði til að taka til höndum við uppgröftinn á ný 4. sumarið f röð og vonandi yrði hægt að ljúka við uppgröftinn á þessu ári. Þessi uppgröftur væri mikið fyrirtæki og aðstæður allar frekar erfiðar. Hann sagði, að þessar bæjar- rústir væru mjög merkilegar, að líkindum væru þær frá miðöldum og hefðu eyðilagst í Kötluhlaupi á sinum tíma. Allar bæjartóftirnar væru óvenju skýrar. Þegar væri búið að grafa upp, — sem þeir kölluðu, — 8 hús og 2 væru eftir. Húsin væru geysilega stór og ef hægt væri að bera þau saman við einhverjar fornminjar hér á Gróðureyðingin er að stöðvast í Þingeyjarsýslu „GRÓÐUREYÐINGIN er greini- lega að stöðvast núna og það skemmist ekki öllu meira á þessu sumri. Hins vegar er það spurn- ing hvað gerist næsta sumar/ sagði Bjarni Guðleifsson, til- raunastjóri á Möðruvöllum við Akureyri, er Mbl. ræddi við hann f gær. Bjarni skoðaði i fyrradag gróðurskemmdirnar á þingeysku heiðunum. Bjarni sagðist hafa séð maðkinn i eyðileggingarstarfinu, en það eru lirfur birkifiðrildisins sem talið er að skaðanum valdi. Étur maðkurinn bæði brum og blöð. Hafa víðir og fjalldrapi orðið langverst úti en lyng er einnig illa farið oggætiþarveriðumað ræða samspil maðksins og hinna miklu þurrka sem þarjia hafa verið að undanförnu. Er svæðið alsvart yf- ir að líta á 60 ferkilómetra svæði. Bjarni sagði, að hins vegar virtist grasið lifa af þennan ófögnuð og taldi hann að með áburðargjöf yrði þetta jafnvei betra beitiland en áður, en einhæfara. Bjarni Guðleifsson sagði að lok- um að tvö siðustu vor hefðu verið þurr á þessum sióðum og gæti þær aðstæður hafa skapað hag- stæð skilyrði fyrir þennan vágest. Ekkert væri hægt að gera til að stöðva þetta, náttúran ein gæti bægt þessu frá. landi, ætti það að koma fram að þau væru stærri en Stangar- bærinn í Þjórsárdal. Framhlið bæjarins væri yfir 50 metra Iöng. Þá sagði Gísli, að enn hefði ekki fundist margt merkilegra muna, einna merkilegast væri dálitið af timbri og algengustu hlutir, sem notaðir hefðu verið á þeirri tið. Gert er ráð fyrir að uppgröft- urinn hefjist að nýju í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst. Strætisvagnaferðir að hefjast í Eyjum LEIGUBlLSTJÓRI í Vestmanna eyjum, Georg Stanley Áðalsteins- son, hefur nú fest kaup á notuð- um strætisvagni frá Strætisvögn- um Reykjavfkur og hyggst gera tilraun með fastar strætisvagna- ferðir um Vestmannaeyjabæ. Stefnir hann að þvf að hefja aksturinn á þjóðhátfðinni f Eyj- um um verzlunarmannahelgina. flóadýpi og yzt í dýpiskantinum höfðu fundist daufar kolmunna- lóðningar. Innar fundust klesstar kolmunnalóðningar niður við botn, og því auðvelt fyrir togar- ana að ná þessu upp í botnvörp- una, en öðru máli gegnir um nót eða flotvörpu. Sagði Jakob að þeir myndu nú síga suður með Austfjörðum og athuga kolmunnann betur þar, áður en þeir héldu á ný norður i loðnuleitina. Gunnar Hermannsson, skip- stjóri á Eldborgu, sagði að þeir ætluðu sér að fara af stað á laug- ardagskvöld og Guðmundur færi líklega á svipuðum tíma. Þá er búizt við að Árni Sigurður frá Akranesi haldi til loðnuveiða á næstu dögum og jafnvel fleiri skip. Að sögn Gunnars kemur það allt eins til greina, að veiða kol- munnann ef hann gefur sig, en sá fiskur er ekki siðra hráefni en loðnan og þykir ákaflega ljúffeng- ur fiskur. en þá eru að venju geysimiklir fólksflutningar. Vagninn, sem Georg keypti, er af Volvo-gerð, 15 ára gamall, og fékkst hann á það hagstæðu verði, að Georg sá sér færst að gera þessa tilraun. Nú er bæjartækni- fræðingurinn f Vestmannaeyjum að hanna leiðakerfi fyrir Georg og Framhald á bls. 47. Eyjar: Kalda vatnið 60-70 heitt! HJÓNIN Eyvindur Ólafsson og Sólveig Kristjánsdóttir hafa átt við sérstætt vandamál að glfma sfðan þau fluttu inn í húsið Suðurgerði 2 f Vest- mannaeyjum í byrjun júnf sl. Svo mikill hiti er f jarðvegin- um við húsið að kalda vatnið hefur verið 60—70° heitt þegar það kemur úr krönun- um. Hefur orðið að setja upp sérstakan kæliútbúnað svo vatnið sé nothæft. Húsið Suðurgerði 2 er efsta og austasta húsið i Vestmanna- eyjakaupstað, upp við rætur Helgafells. Það grófst í ösku í gosinu en var grafið upp. Keyptu þau Eyvindur og Sólveig húsið og fluttu inn í byrjun júní. Kalda vatnið var vandamál alveg frá byrjun. Það var 60—70 gráður fyrst en hefur síðan kólnað nokkuð en langt frá þvi nægilega. Hefur orðið að setja upp sérstakan tank til að kæla það. Að þessu sérstæða vandamáli frátöldu kunna þau hjón hið bezta við að búa í húsinu. Hvalveiðin álíka og í — hófst nú 14 dögum fyrra síðar HVALVEIÓIN hefur gengið óvenjuvel, það sem af er sumrinu og f gærmorgun voru 168 hvalir komnir f land og hvalbátar voru þá á leið til lands með 6 hvali. Á sama degi f fyrra höfðu veiðst 176 hvalir, þannig að þá hafði borizt 2 hvölum meira til hvalstöðvarinn- ar f Hvalfirði, en þá hófst hval- vertfð 14 dögum fyrr en nú. Að sögn Magnúsar T. Ólafsson- ar verkstjóra í hvalstöðinni, er skipting hvalanna nú þannig, að 24 sandreyðar hafa veiðst, 4 búr- hvalir og 146 langreyðar. Allur er hvalurinn vænn og hefur nýting hráefnis verið með betra móti. Magnús sagði, að þótt veiðin hefði gengið mjög vel fram að þessu, væri ekki víst að það yrði út allt sumarið. Árið 1968 hefði hvalveiðin verið mjög góð til loka júlímánaðar, en eftir það hvarf hvalurinn af miðunum að miklu leyti, auk þess sem náttmyrkur og þokur töfðu fyrir veiðunum. Þá fengust ekki nema 70 hvalir í ágúst og september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.