Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976 Kosningar í Portúgal í dag: eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Sófáalistum og alþýðudemó- krötum spáð mestu fylgi en talið að CDS fylgi fast á eftir Cunhal formaður P(!P. Carneiro, formaður PPD Soares formaður PS. Amaral, formaður CDS MARGIR eru þeirrar skoðunar að aðalbaráttan í þeim fyrstu þingkosn- ingum í röska hálfa öld, sem fram fara i Portúgal i dag, standi milli tveggja manna og flokka þeirra Það eru þeir Mario Soares, formaður Sósialistaflokksins PS, og Fransisco Carneiro, formaður Alþýðu- demókrataflokksins Alls bjóða fram sextán flokkar og flokksbrot og við- búið er að kosningaþátttaka verði mjög mikil Það er og augljóst að stjórnarmyndun að kosningum lokn- um getur orðið flókið starf, svo fremi Mario Soares standi við þá yfirlýsingu sína að taka alls ekki þátt i samsteypustjórn Að öllum likind- um er þetta þó aðeins kosninga- bragð til að reyna að sópa atkvæð- um til sósíalista, þar sem mikill fjöldi óbreyttra og óákveðinna kjósenda hyggur það óhugsandi að stjórn verði mynduð sem sósíalistar sætu ekki i Sú stjórn sem mynduð verður er sekki öfundsverð Efnahagsvandi landsins hefur vaxið stöðugt, verð- bólgan færist i aukana með hverri vikunni sem líður Vandamál flótta- fólksins frá Angola og Mósambik eru leyst til bráðabirgða, með því að flóttafólkið hefur m a fengið inni á velflestum gistihúsum i landinu og nýtur ótakmarkaðra atvinnuleysis- bóta, en slíkt er vitanlega engin framtiðarlausn En þótt forystumenn PS og PPD séu mest i sviðsljósinu nú eru þó fleiri sem við sögu koma, þar er Diego Freitas do Amaral, formaður Miðdemókrataflokksins, CDS, og einn bíður enn átekta, hinn fráneygi foringi kommúnista Alvaro Cunhal og er hann langelztur þessara fjögurra flokksleiðtoga Milli flokka þessara manna mun baráttan standa og flestir gera sér grein fyrir að aðrir flokkar sem bjóða fram munu hljóta sáralítið fylgi og naumast svo að nokkrum sköpum skipti Soares: Föðurlegurog klók- ur atkvæðaveiðari Mario Soares, formaður Sósíalistaflokksins þykir þeirra slyngastur kosningamaður. föður- legur ásýndum og hefur sýnt að honum er einstaklega lagin sú list að sannfæra kjósendur sína Ekki leikur heldur neinn vafi á að Soares er sá sem persónulega nýtur langmests og almenns trausts meðal landa sinna Hann er maður alþýðlegur í framkomu, og kann einnig vel að vera með höfðingjum. Hann er frábær mælskumaður, hugdjarfur og snjall. Hann ríkir yfir flokki sínum af fágætri lagni, þar sem hann glím- ir við þá erfiðleika að innan vébanda sósíalistaflokksins er marglitari hóp- ur en innan hinna flokkanna þriggja Þegar Soares sneri heim úr útlegð inni í París eftir byltinguna fyrir tveimur árum, bjuggust fæstir við því að hann væri nægilega harð- skeyttur til að ganga á hólm við hin þrautskipulögðu samtök kommúnista í landinu. Engu að síður tókst honum með harðfylgi og seiglulegri þrjósku að draga smám saman úr framsókn kommúnista á síðasta ári Hann tefldi í mikla tví- sýnu í fyrrasumar, þegar hann tók þá ákvörðun að fara með flokk sinn úr ríkisstjórn og sumir spáðu að pólitískum ferli hans væri lokið Síðar hefur komið í Ijós að sú ákvörðun varð býsna drjúg til árangurs Þeir sem gagnrýna Soares segja að hann hagi seglum um of eftir vindi og hann búi ekki yfir pólitískri dýpt. En þar kemur aftur til sögunn- ar sá margþætti skoðanamunur sem er á flokksmönnum hans sem spanna allt frá marxistum til hæg fara sósíaldemókrata og þarf þvi ótrúlega leikni og festu til að halda flokknum saman. Sjálfur á Soares sjálfsagt meira samleið með stefnu jafnaðarmannaflokka í Vestur Evrópu og hefur enda sýnt það, þó svo að slíkt hafi einnig verið gagn rýnt heima fyrir Svo kann að fara að Soares bjóði sig fram við forsetakosningarnar i landinu síðari hluta júnímánaðar. Er þá talið að við forystu flokksins taki Fransisco Salgado Zenha, núverandi fjármálaráðherra og" náinn sam starfsmaður Soares Zenha nýtur mikils álits meðal portúgalskra sósíalista, enda þótt hann standi enn í skugga hinna persónulegu ástsælda Soaresar Carneiro: Harkaleg afstaða til kommúnista og þykir ekki alltaf samvinnuþýður Fransisco Carneiro, formaður Alþýðudemókrataflokksins PPD, er fertugur að aldri, grannvaxinn mað- ur með skarpa andlitsdrætti og magnaðan og alvörugefinn persónu- leika Hann hefur ákaflega ein- dregna og harkalega afstöðu til kommúnista og segir fráleitt að PPD fari í stjórn með þeim eða hafi nokkuð saman við þá að sælda Innan PPD á Carneiro einnig við sitt að glíma Þegar stjórnlagaþingið sat að störfum var hann sjúkur og við forystu flokksins tók þá varafor- maður hans, maður sem var vinstri- sinnaðri og talið að töluverður ágreiningur hafi komið upp innan forystunnar, vegna þess að Carneiro mun hafa þótt sem flokkur hans hneigðist um of í áttina til kommúnista En þegar áhrif °g ítök kommúnista voru í hámarki að haustnóttum kom Carneiro fram á sjónarsvið á ný, hleypti nýju lifi í flokkinn, boðaði til fjöldafunda, ferðaðist vítt um landið og gaf kjarn- yrtar yfirlýsingar sem allar miðuðu að því að draga úr hugsanlegum vinstriáhrifum á flokkinn. Með þessu vakti Carneiro gremju MFA- hreyfingar hersins, en stuðnings- menn flokksins þjöppuðu sér saman og Carneiro hafði vissulega ekki tal- að fyrir daufum eyrum Enda þótt hann sætti ámæli innan flokksins, skeytti hann því engu og á flokks- þingi PPD um áramótin í Aveiro, treysti Carneiro sig enn í sessi og þá var lýðum Ijóst að flokkurinn átti ekki annan traustari leiðtoga Carneiro er ættaður frá Oporto Hann segist vona að ,,hinn þögli meirihluti" greiði flokki sinum at- kvæði. En vegna þess hve Carneiro er harðskeyttur og óvæginn hafa persónuleg samskipti hans við aðra flokksleiðtoga verið mjög kuldaleg Carneiro hefur sagt að hann geti mæta vel sætt sig við að fara í stjórnarsamstarf með PS og CDS, en alls ekki kommúnistum Hann telur flokk sinn vera hinn eina sanna sósíaldemókrataflokk landsins og hefur hamrað á því í kosningabarátt unni að PS berjist til atkvæða á röngum forsendum Amaral: Uppgangur CDS ævintýri líkastur Þriðja aflið er Miðdemókrata flokkurinn, CDS Leiðtogi hans er Diego Freitas do Amaral, 34 ára háskólaprófessor og utan Portúgal lítt þekktur Hann var persónulegur vinur Caetanos forsætisráðherra sem steypt var í byltingunni. Hann gaf upp á bátinn feril sem háskóla- kennari árið 1974 við stofnun CDS og nú spá því allir að CDS verði þriðji stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar Það í sjálfu sér er ævintýri líkast í kosningunum til stjórnlagaþingsins í fyrra var CDS harkalega leikinn, stimplaður fasistaflokkur og starfsemi hans tor- velduð á alla lund, svo að hann gekk í raun hálflamaður til kosninga CDS kallar sig miðflokk, þar sem óhugsandi væri fyrir land eins og Portúgal að þar kæmi fram á sjónar- sviðið stjórnmálaflokkur sem teldi sig hægriflokk í fyrrasumar, eftir að kosningar voru um garð gengnar var ofsókn- um á hendur stuðningsmönnum CDS haldið áfram og þingmenn hans sættu afls kyns ásóknum, var sagt upp vinnu og flest gert til að torvelda óbreyttum fylgismönnum CDS að standa við sannfæringu sína Einn þingmanna CDS Victor Samachado er kvæntur íslenzkri konu, Kirsten Thorberg, og er hann nú efstur á lista flokks síns í Aveiro. í samtali við Kirsten á dögunum sagði hún að birting allra kosninga- spáa og skoðanakannana hefði verið bönnuð og þar af leiðandi væri erfitt að gera sér grein fyrir styrkleikahlut- föllum flokkanna. Þó mætti ætla að fylgi CDS myndi vaxa geysilega, sérstaklega í Norður- og Mið- Portúgal en í suðri eru kommúnistar sterkastir. í Lissabon, sem löngum hefur þó verið talin nokkuð rauðlit- uð, er búizt við fylgisaukningu CDS frá því að hafa þrjá þingmenn og allt upp í sextán Kirsten sagði að svo virtist sem fólk hefði verið lengur að gera upp hug sinn nú en í kosningunum í fyrra og í samtölum sínum við fólk hefði hún heyrt mun meiri óákveðni hvað kjósa skyldi. Ýmsir hafa talið að hin nýja stjórnarskrá landsins, sem er marxistisk í grundvallarskoðun, gæti orðið til að torvelda flokkum eins og CDS og PPD að taka þátt í stjórnar- samstarfi En forystumenn CDS hafa lagt sig fram um að sannfæra fólk um að stjórnarskráin verði engin umtalsverð hindrun, enda eðlilegt að henni verði smám saman breytt í samræmi við vilja þann sem birtast mun í kosningunum í dag Hins vegar voru fulltrúar CDS á stjórn- lagaþinginu þeir einu sem greiddu atkvæði gegn nýju stjórnarskránni þegar hún var borin upp Diego Freitas de Amaral þykir ein- hver mestur gáfumaður í röðum portúgalskra stjórnmálamanna Hann talar opinskátt og hiklaust um vinfengi sitt við Caetano, en hann var fyrrverandi rektor við háskólann í Lissabon þar sem Amaral var prófessor Amaral segir og að Caetano hafi aldrei farið eftir þeim ráðleggingum, sem hann hafi leyft sér að gefa honum. Amaral er ..prestlegur" í útliti og hefur verið dálæti skopteiknara Hann hefur haldið flokki sínum saman á þessu harðindatímabili af aðdáunarverðri stillingu í fyrra þótti hann standa sig bezt stjórnmálaforingja er þeir komu fram í sjónvarpi einmitt þegar vinstri menn höfðu styrkasta stöð- una og CDS átti mjög í vök að verjast og varð það honum mjög til framdráttar Flokkur Amarals hefur tengsl við kaþólsku samtökin Opus Dei gegn- um varaformann sinn Amaro da Costa, sem aftur hefur svo ákveðin tengsl við fyrrverandi stjórnvöld, þar sem hann var aðalráðgjafi hins til- tölulega frjálslynda menntamálaráð- herra Jose Veiga Simao. Aftur á móti er Ijóst að Spinolamálið hefur ekki haft nein veikjandi áhrif á stöðu CDS í kosningabaráttunni, þrátt fyrir ásakanir hins þýzka blaðamanns að CDS og Spinola væru í bandalagi um að koma á hægribyltingu. CDS- menn hafa þá skoðun að Spinola sé pólitískt dauður og það sé fráleitt að hugsa sér'að hann eigi einhver ítök í Portúgal Áhrif hans væru engin nú og almenningur í landinu teldi hann gersamlega úr leik og óskaði ekki eftir honúm Cunhal: Beiskur maður sem berst fyrir tilveru sinni innan flokksins Kommúnistaflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í kosningarbarátt- unni. Alvaro Cunhal formaður hans er elztur flokksleiðtoganna, 64 ára gamall. Hann er þrautreyndur pólitíkus, hörkutól hið mesta og beiskur eftir áralangar ofsóknir fasista og fangelsanir í stjórnartíð þeirra Hugrekki hans á þeim tímum aflaði honum óumdeilanlegrar virðingar en óánægja með forystu hans síðan byltingin var gerð í land- inu fer vaxandi. Ekki hvað sízt þegar haft er í huga hverjar voru hrakfarir flokksins í kosningunum í fyrra og bent er á að enn hafi líkur flokksins til að treysta sig í sessi nú minnkað stórlega Það veiki enn stöðu hans hve hann hafi gloprað niður þeirri óhemju sterku stöðu sem kommúnistar höfðu komið sér upp í fyrrasumar og fram eftir haustinu Þá þykir mörgum sem portúgalski kommúnistaflokkurinn sé steinrunn- inn Moskvuflokkur og hafi lítt gert til að afla sér ákveðins sjálfstæðis eins og bróðurflokkar hans i Vestur- Evrópu hafa gert á síðustu árum Cunhal er agaður maður og hæfari til að leysa ýmis fræðileg vandamál en afla sér hylli hins óbreytta almúga. Verði ófarir kommúnista nú ótviræðar er ákaflega trúlegt að flokkurinn telji ekki stætt á því lengur að Cunhal sé þar í forsæti og munu flokksbræður hans þá litt hika við að leita eftirmanns hans og varpa honum fyrir róða. Cunhal hefur reynt að sannfæra almenning um að stjórnarstarf i Portúgal sé óhugsandi án þátttöku kommúnista Þessar yfirlýsingar hans hafa ekki þótt sérlega sann- færandi og það verður æ Ijósara eftir að meðbyr CDS fór að aukast að langlíklegast er að kommúnista- flokkurinn PCP verði að vera utan ríkisstjórnar og það er heldur ekki óhugsandi að slíkt gæti gert væntanlegri stjórn verulega erfitt fyrir, þrátt fyrir allt. Hvað sem öllu þessu líður mun svo MFA áfram fylgjast vökulum augum með framvindu mála. Þó er víst að þeir fjórir flokksleiðtogar eru þeir sem halda framtíð Portúgals í hendi sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.