Morgunblaðið - 25.04.1976, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.04.1976, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1976 Jónína Jónsdóttir frá Jómsborg — Minning Mig langar aö setja á blað nokkur kveðjuorð um hana ömrnu mína, þótt hún hefði sjálfsagt lát- ið sér fátt um finnast, þvi amma lét ævinlega litið yfir sér. Það sem henni hafði áunnizt um dag- ana þakkaði hún guði og góðu fólki. Amma fæddist að Efri-Holtum undir Eyjafjöllum 11. júlí 1892. Foreldrar hennar voru Karólína Oddsdóttir og Jón Sighvatsson bóksali. Þau hjónin fluttust til Vestmannaeyja árið 1894. Börn þeirra voru; Þorvaldur, sem drukknaði í sjóróöri í Vestmanna- eyjum í blóma lífsins. Sagt var að hann hefði eftirlátið unglingspilti fleka þann sem hann hefði getað bjargað sér á. Oddur, sem fluttist til Vesturheims, Sæmundur, kaupmaður og útgerðarmaður, Þorsteinn kaupmaður og Kristín gift Jóni Waagfjörö hakarameist- ara. Amnia var yngst og sú eina eftirlifandi af systkinum sínum. Öll voru þau systkinin mesta myndarfólk, hávaxin og glæsileg á velli. Minnist ég þess að amma var mjög stolt af systkinum sínum og sagði oft sögur frá hjörtum bernsku- og unglingsárum. 8. nóvember 1917 giftist amma Birni Jónssyni frá Akurey í Land- eyjum og eignuðust þau hjónin fjögur börn; stúlkubarn er lézt nokkurra mánaða, Karólínu, bú- setta í Hafnarfirði, gifta Lárusi Jönssyni organleikara, Odd sem lézt árið 1950 og Björney hjúkrun- arkonu á lsafirði, gifta Magnúsi Elíassyni. En ýmislegt átti amma eftir að reyna um dagana. Eitt sinn dreymdi hana draum. Henni fannst hún vera að ganga upp fjallshlíð. Leiðin var löng og tor- sótt. Björn bóndi hennar gekk henni við hlið og naut hún stuðn- ings frá honum. En skyndilega er hann kominn á undan henni og sér til angistar sét hún hann hverfa i fjarska. Verður hún nú að ganga ein og óstudd. Var leiðin framundan það erfið að hún var að því komin að láta bugast. En eftir nokkurn spöl finnst henni hún vera komin með staf sér við hönd og sér fram á að hann muni létta sér gönguna. En fyrr en var- ir er stafurinn horfinn líka. Hún er nú komin nokkuð vel áleiðis, en sárt þykir henni að missa staf- inn. En smám saman finnst henni birta til og hún sér fram á að leiðin framundan sé mun léttari yfirferðar. Segja má að draumur þessi haft verið fyrirboði og táknrænn fyrir lifsferil ömmu i stórum dráttum. Mann sinn missti hún þegar hún gekk með 4. barn þeirra hjóna. Má nærri geta að erfiður var róð- urinn fyrir ekkju með börn á framfæri i þá daga, en sem dæmi um dugnað hennar og þrautseigju má nefna að þar að auki annaðist hún nú foreldra sína sem komnir voru að fótum fram. Amma fluttist til Hafnarfjarðar árið 1946 og sá nú fram á bjartari framtíð, þar sem börn hennar voru nú komin til manns. Hún og Oddur sonur hennar réðust i að bystíja að Öiduslóð 1 í Hafnar- firði. En brátt dregur ský fyrir sólu og segja má að þá hafi annað atriði draumsins komið fram: Oddur deyr skyndilega frá hálf- unnu verki 28 ára gamall. Þetta varð ömmu erfitt tímabil en hún átti sina sterku trú sem aldrei brást. Góðir menn hjálpuðu henni til að gera húsið íbúðarhæft og var amma þeim ævinlega þakklát, því hún gleymdi aldrei því sem henni var vel gert. Eins og fyrr segir var amma mjög trúuð kona og sótti styrk sinn i trúna. Sterk og stolt var hún og þannig mun ég minnast t Eigmmaður minn, faðir. tengdafaðir og afi HJÁLMAR A JÓNSSON, Víðihvammi 3, verður jarðsungmn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27 apríl kl 3 e h Þórunn G. Thorlacius, Guðfinna Hjálmarsdóttir, Ingibergur Vilhjálmsson og barnabörn Faðir okkar + ÁSBJÖRN STEFÁNSSON. lœknir. Hraunteigi 9, verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 2 / apríl kl 1 30 Guðmundur Karl Asbjörnsson, Lilja Ásbjörnsdóttir og Ragnhildur Ásbjörnsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir GUÐMUNDUR KRISTJÁN BJARNASON, málarameistari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 27 apríl kl 1 30 Sigrún og Ray Poteet. Lillý og Ingólfur Bender. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, GUNNARJÓNSSON. frá Vogalæk, sem lézt 16 þ m verður jarðsunginn Frá Fossvogskirkju, mánudaginn 26 þ m kl 3 (siðdegis) Ferð verður með Sæmundi frá Borgarnesi kl 10 f.h. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. þeir sem vildu minnast hans, er bent á Hjarta- vernd Gyða Gunnarsdóttir, tengdasonur, barnabörn og systkini. hennar. Hún bað aldrei um neitt tvisvar sér til handa og setti metn- að sinn í að geta séð fyrir sér sjálf. Að vorkenna sjálfri sér var henni fjarri skapi, og ef hún fyrir- leit eitthvað var það græðgi og undirlægjuháttur. Þeir vinir sem hún eignaðist voru vinir fyrir lífs- tíð, en hún hafði lært það af lífinu að búast ekki að óreyndu við miklu af vandalausum. Hún lagði mikið upp úr eindrægni innan fjölskyldunnar og gat þar verið kröfuhörð á sína visu. Síðustu árin dvaldi amma á ísa- firði hjá dóttur sinni og tengda- syni og er mér óhætt að segja að fáir hafi fengið betri umönnun í ævikvöldinu. Amma hélt öllu sínu til hinztu stundar og einstök var hin sífellda umhyggja hennar þar sem hún prjónaði og saumaði handa barnabarnabörnunum fram á siðasta dag. Þrátt fyrir tregann er ljúft að hugsa sér hana gengna, sadda líf- daga i sátt við allt og alla til fundar við ástvinina hinum meg- iri Nafna. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eiginmaður minn er veikgeðja. Hann lætur mig um að taka allar veigamestu ákvarðanirnar. Ég hef reynt að axla byrðar og ábyrgð heimilisins, en í seinni tfð er hann farinn að sýna merki um manndóm sinn. Það er ófært að hafa tvo húsbændur á sama heimili. Eruð þér sammála því? Biblían kennir, að eiginmaðurinn sé höfuð fjöl- skyldunnar. Hún segir: „Eiginmaðurinn er höfuð konunnar, að sínu leyti eins og Kristur er höfuð safnaðarins" (Efes. 5, 23). Nú aðhyllist ég jafnrétti kynjanna. Samt virðist mér Biblían kenna skýrt, að maðurinn eigi að hafa frumkvæðið um stjórn heimilisins. Það er svo komið í þjóðfélagi okkar, að við erum langt komin að afnema þetta grundvallarsjónarmið Biblíunnar. Konur eru að verða æ karlmannlegri og karlar kvenlegri. Síðhæröu karlmennirnir og konurnar, sem klæð- ast eins og karlmenn, eru sönnun þessa. Það er sagt, að tvö hippi, sem bæði voru síðhærð og í stuttbux- um, hafi gengið í hjónaband. Þegar athöfninni var lokið, horfði presturinn á þessi undarlegu hjón og sagði hikandi: „Annaðhvort ykkar ætti nú að kyssa brúðina.“ Sagan hefur kennt okkur, að þar sem mæður drottna í þjóðfélaginu, verða drengir kvenlegir i háttum og stúlkur drengjalegar. Síðan verður hver komandi kynslóð óeðlileg, þangað til hámarki úrkynjunar er náð. Hin guðlegu fyrirmæli hljóða svo: „Þér menn, elskið konur yöar... Konurnar séu undirgefnar eiginmönnum sínum.“ Sigurður Agústsson Kveðja úr Stykkishólmi Sigurður Ágústsson fv. alþm. lést að heimili sínu hér í Stykkis- hólmi aðfararnótt annars páska- dags 79 ára að aldri. Með honum hverfur af hinu jarðneska sviði maður sem um langan tíma setti mestan svip á Stykkishólm, fylgdi þróun hans eftir og átti þvi láni að fagna að byggja þar upp iðjuver til athafna og atvinnu fjölda manns. Það var lán Hólmsins á tímum kreppunnar að Sigurður var kominn þar í forystusveit. Þá átti hann einnig þátt i upp- byggingu annarra byggðarlaga á Snæfellsnesi, sérstaklega meðan hann rækti af dugnaði þingmennsku kjördæmisins. Hann naut virðingar og vináttu bæði á þingi og i héraði. Það sýndu kosningarnar best meðan hann bauð sig fram í Snæf. og Hnappadalssýslu einni. Val hans til þingmennsku var einróma árið 1949. Mörgu áorkaði hann fyrir kjördæmi sitt og jafnvel því sem mönnum fannst fjarlægt svo sem vegur um Búlandshöfða og Enni. Hér verður saga Sigurðar ekki sögð enda efni i meira en litla blaðagrein. Það bíður síns tíma. Hins vegar vil ég á þessari stundu minnast hins dugmikla málafylgjumanns, höfðinglega og kurteislega og ljúfa viðmóts sem blasti við þeim sem mættu hon- um. Hann var hamingjusamur. Átti gott og gestrisnimikið heimili sem hans ágæta eiginkona, frú Ingibjörg Helgadóttir, bjó hon- um. Verða þeir ekki með tölum taldir sem þar komu og þáðu beina og alúðlegt viðmót. Þar var alltaf nóg rúm og oft fullskipað. Þau kunnu vel að taka móti gest- um. Meðan heilsa leyfði vann Sigurður langan vinnudag og lagði oft nótt við dag. Það voru mörg hugstæð mál sem ekki þoldu bið. Var undrun hverju hann kom þá í verk. Rithönd hans var hrein og falleg, honum var sýnt um að ganga vel frá öllum hlutum. Hirðusemi nam hann í æsku svo sem annað gott. Æskuheimili hans er enn í ljóma gamalla Hólmara enda foreldrar hans önd- vegis hjón. Það er mikill sjónarsviptir Stykkishólmsbúum að persónu- leika eins og Sigurði Ágústssyni. Hans sakna margir sem samferða- manns í dagsins önn og upp- byggingu staðarins, Hólmari var hann fæddur og Hólmari var hann alla tíð. Við áttum margt saman að sælda um dagana, bæði blítt og stritt. Við mitt mesta gæfuspor var hann svaramaður minnar ágætu konu og á heimili okkar við skírn allra barnanna. Það er tóm í huga sem tekur sinn tíma að fylla. Hólmurinn er rismínni eftir að Sigurður hefir kvatt, þó að aldur væri nokkuð hár og erfiði dagsins farið að segja til sfn í bilaðri heilsu. Við hjónin þökkum honum og fjölskyldu hans liðinn tíma og biðjum honum blessunar á nýjum áfanga. Konu hans og ástvinum vottum við innilega samúð. 'Árni Helgason Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast 1 slð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag oi nliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera 1 sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar, GUNNARS S. JÓNSSONAR, fulltrúa, Skaftahlfð 16 Samstarfsfólki hans i Fjármálaráðuneyti, þökkum við sérstaklega alla vinsemd fyrr og síðar. GuSrún Jónsdóttir, Alfred W. Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.