Morgunblaðið - 10.10.1976, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.10.1976, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÖBER 1976 25 ÚR DJÚPUNUM Maxfm Gorki: KYNLEGIR KVISTIR. Þættir úr dagbók minni. Kjartan Ólafsson þýddi úr rússnesku. EKas Mar þýddi vfsur 1 bókinni. Mál og menn- ing 1975. „Bókmenntir — einkum rúss- neskar — eru rotnun, eitraður hlutur fyrir menn yfirleitt, vit- firringslegur fyrir ykkur rit- höfunda, afskrifarara, sagna- menn.“ Þannig mælir einn af hinum kynlegu kvistum í samnefndu smásagnasafni Maxíms Gorkis. Lesendur þessara sagna fá að kynnast einkennilegum og öfgafullum heimi rússneskrar alþýðu, fólkinu í djúpunum sem Gorki þekkti svo vel. Þætti úr dagbók sinni ritaði Gorki á ítaliu 1922—25. Kjartan Ólafs- son, helsti Gorkiþýðandi okkar, hefur þýtt bókina, en eins og kunnugt er þýddi hann einnig sjálfsævisögu Gorkis í þremur bindum sem út komu 1948—50. Eina kunnustu skáldsögu Gork- is, Móðurina I—II, þýddi Halldór Stefánsson og var þýð- ing hans prentuð 1938—39. En ekki má gleyma frábærum þýð- ingum Jóns Pálssonar frá Hlíð: Sögur I—II, en þær komu út 1934—35. Áður en lengra er haldið verð ég að játa að ég sætti mig ekki fyllilega við mál- far Kjartans Ólafssonar, að minnsta kosti ekki eins og það birtist í Kynlegum kvistum. Mér virðist margt sérviskulegt og stirt f munni Kjartans. En maður venst texta hans og því ber að fagna að Gorki skuli vera sýnd ræktarsemi. Hann er einn af meiriháttar höfundum rússneskra bókmennta, stund- um kallaður upphafsmaður sósíalrealismans. Gorki er þó að mínu mati merkari og marg- lyndari höfundur en þeir sósíal- realistar sem ég hef lesið. Aftur á móti gerði hann öreiga og stéttabaráttu að verðugu yrkis- efni. Majakovskf,' höfuðskáld sovétkommúnismans, orti ljóð til Gorkis meðan hann dvaldist i Sorrento á Italfu. Majakovskí hafði hugsað sér að þetta ljóð yrði til að sætta Gorki við ástandið heima fyrir, hvetja hann til að snúa aftur. En Majakovskí var prakkari í skáldskap, ófágaður orðhákur. Þegar hann í ljóðinu bendir Gorki á að andrúmsloft bylting- arinnar í Rússlandi sé hollara en sólböð í Suðurlöndum og fleira í þeim dúr reiddist Gorki. I grein eftir Gorki er Maja- BIRGIR Svan Sfmonarson: NÆTURSÖLTUÐ LJÓÐ. LETUR 1976. I LJÓÐUM margra ungra skálda er áberandi hálf- súrrealfskur leikur að orðum og hugmyndum, en tilgangurinn oftast sá að brjóta til mergjar heim hversdagsins, borgaralegt umhverfi skáldanna. Þetta er til dæmis algengt f ljóðum Ólafs Hauks Símonarsonar og nú bætist bróðir hans, Birgir Svan Símonarson, í hópinn. I Nætursöltuðum ljóðum Birgis Svans Sfmonarsonar eru fjölmörg dæmi um vinnubrögð af þessu tagi. Mannkær leikur hefst á þessu erindi: Bókmenntlr eftir JÓHANN: HJALMARSSON kovskf kallaður stjórnleysingi i menntamannastétt og leynir fyrirlitningin sér ekki. Síðustu sögurnar f Kynlegum kvistum eru myndir úr bylting- unni 1917. Ein þeirra, Utblást- ur, er um margt forvitnilegt. Þar segir frá föður sem lýsir syni sínum með eftirfarandi hætti: „Sonur minn var ekki skyn- samur, hann myndaði skoðanir sínar bóklega og klaufalega, en hefur þú séð Ijón nei ég á ekki við f dýragarði hefur þú séð ljón f kórónafötum hefur þú séð konung frumskógarins nei ég á ekki við tarsan hefur þú séð konung frumskógarins ganga hús úr húsi með Ijósaperu miskunnarinnar f snyrtri arðránskló nei ég á ekki við aflakló Frá ljóði eins og þessu er ekki nema spölkorn til ljóðsins Fjöður þar sem skáldið fullyrðir að penninn sé „fjöður f hatt auðvaldsins / nema við lærum að smfða / vopn úr orðum“. Þessari stefnuyfir- lýsingu er Birgir Svan trúr f Nætursöltuðum ljóðum, en þrátt fyrir hinn félagslega tón er bókin fjölbreytt. Rússneskir hermenn í Wroclaw í Póllandi eru honum jafn ógeðfelldir og bandarfskir hermenn á Kefla- hann var heiðvirður náungi. Hann gerðist bolsevikki strax eftir að ritgerð Lenfns birtist. Sonur minn hafði á réttu að standa, því að hann trúði á kraft afneitunar og tortím- ingar. Að skynsemi féllst ég einnig á bolsevisma, en í hjarta minu gat ég ekki samþykkt hann. Þetta sagði ég líka rannsóknar- dómaranum þegar þeir tóku mig fastan sem andbyltingar- mann.“ Rannsóknardómarinn þyrmdi að vísu lffi þessa manns, en hann svaraði játn- ingu hans svo: „Má vera, að yður væri betra að deyja, ekki satt? Að lifa við slfkan klofning í sjálfum sér sem þér lifið, hlýt- ur að vera kvöl, ekki satt?“ Um dauða Gorkis 1936 er enn ekkert vitað með vissu. En margir hafa talið að ekki hafi allt verið með felldu f sambandi við lát hans. víkurflugvelli. I Hnita þú stjarna, lokaljóði bókarinnar, játar skáldið að „undir hvftri tfmans tönn“ sé ævi þess „andartaks söngljóð / á ómælis- stiku“. Það eru einmitt þau ljóð bókarinnar sem kalla mætti söngljóð, æskulegar myndir úr lífi ungs manns, sem vekja mesta forvitni. Það kemur ekki lengur á óvart þótt skáld sé á móti rfkjandi þjóðskipulagi, skopist að stjórnmálamönnum eða ráðist gegn vaxandi mengun umhverfisins. Birgir Svan veit að skáld þarf að bera á borð „eitthvað fyrir alla fjöl- skylduna“ (samanber Ljóða- unnendur athugið). 1 ljóði sem er hugleiðing um tilgang skáld- skapar er klykkt út með eftir- Sagan Eldsvoðar í Kynlegum kvistum fjallar um aðdráttarafl elds, hvernig eldur vekur í senn ógn og hrifningu. Þessi saga eins og fleiri í bókinni er til marks um hinn margorða og litrika stH Gorkis. Lýsingar eru nákvæmar, sömu stefin síendurtekin. Þessi breiði frá- sagnarmáti getur orðið þreyt- andi, en gegnir þó veigamiklu hlutverki og er umfram allt samkvæmt rússneskri hefð. Vfða f þessum sögum veitist innsýn f mannlegt eðli, eymd lífsins blasir hvarvetna við. Það er freistandi að grípa til orða eins og rotnun, lfkja þessum bókmenntum við eitraðan hlut og vitfirringu, eins og vitnað var til í upphafi þessarar umsagnar. Það hvarflar ekki að Maxim Gorki að velja einföld- ustu lausnirnar f sögum sfnum. Hann er í þeim jafnan f gervi sögumannsins sem lætur áheyr- anda sínum eftir að draga ályktanir. farandi orðum: „Hvaða ljóð verða ekki að ástarleikjum / þegar vorið brennur f trjánum“. Það er vor í mörgum ljóðum Birgis Svans, lífsfögnuður ungs skálds sem fýsir „ að nema ný lönd“ og virðist á þroskabraut með hliðsjón af fyrri bók hans Hraðfryst ljóð (1975). Þótt ljóðin skorti oft hnitmiðun vegna þess að skáldið hefur enn ekki lært til fulls þá list að takmarka sig eru þau oft hressi- leg. Öfund er ljóð sem sannar listræna getu Birgis Svans: ég öfunda skjaldbökuna hún hefur svo flna brynju ég öfunda spegilinn hann er sannsögull ég öfunda steininn hann er svo harður ég öfunda vatnið af mýkt þess ég er öfundsjúkur þð Ijðtt sé frá að seg ja. Ný ljód og nætursöltud mest uppeldisáhrif til góðs eða ills. Losið og upplausnin, sem nú er mest rætt um, rekja vafalítið mjög rætur til þess, að staða heimilisins f þjóðfélaginu hefur veikzt“, og blaðið segir enn- fremur, að nú sé eitt mikilvæg- asta verkefni þjóðfélagsins, „að styrkja stöðu heimilisins á ný og samræma hana nýjum og breytt- um tíma. Þetta verður að vera eitt aðalhlutverk félagsleiðtoga og stjórnmálamanna á komandi tímum, ef ekki á verr að fara.“ Undir allt þetta vill Morgun- blaðið taka, enda hefur það áður — og það margoft — lagt höfuð- áherzlu á mikilvægi heimilanna, því að þau eru sá hornsteinn, sem þjóðfélagið byggir á. Og það vita allir, sem eitthvað hafa ferðazt, að norræn heimili eru mikilvægari þáttur þjóðfélags og þjóðlífs en gerist annars staðar f heiminum. Undanfarið hafa verið lögfestar ýmsar vanhugsaðar ákvarðanir, sem miklu frekar hafa veikt heimilin en styrkt. Ymislegt hefur verið aðhafzt, sem gert hefur heimilin tortryggileg — og þá ekki sízt húsmóðurstörfin — en þau hafa frá aldaöðli verið einn mikilvægasti þáttur þjóð- lífsins hér á landi. Jafnvel konur hafa gengið fram f því að lítils- virða húsmóður- og heimilisstörf- in, og í raun og veru hafa húsmæður orðið eina öreigastétt landsins, svo litla umbun sem þær hafa fengið af hálfu hins opin- bera. Húsmóðirin situr ekki við sama borð og aðrir þjóðfélags- þegnar — allra sfzt konur sem úti vinna og fá helming launa sinna frádráttarbæran, áður en gefið er upp til skatts. Nú eru ýmsir farnir að staldra við þessi atriði — og þá ekki sízt konurnar sjálfar — og leggja áherzlu á mikilvægi húsmóðurstarfsins og heimilisins f heild sem mikilvægustu stofn- unar þjóðfélagsins, eins og Tíminn talar réttilega um. Æ háværari raddir heyrast nú um að húsmóðirin eigi að sitja við sama borð og aðrir, jafnvel eigi hún heimtingu á launum — og þá ekki sfður frádráttarbærum — en aðrir, sem forréttinda njóta. Þeir, sem vinna að heimilisstörfum, eiga ekki síður að njóta þess en þeir, sem önnur störf vinna, hvort sem þeir eru húsmæður eð^ ekki, þvi að í sumum tilfellum annast karlar þeimilisstörf og f enn öðrum einstætt fólk, sem verður að sinna heimili sínu ásamt störf- um utan þess, eins og raunar fjöldi fslenzkra kvenna. Það hlýtur að vera unnt að finna ein- hverja réttláta og sanngjarna við- miðun, þegar ný skattalög verða nú innan tíðar lögð fram, þvf að enginn vafi er á þvi að núverandi skattalög eru að kippa stoðunum undan heimilunum og vinna að því að draga konur burt frá heimilisstörfum. Þeir sem annast um börn sfn og sjá um uppeldi æskunnar eiga að njóta þess til fulls. Við eigum að leggja áherzlu á að konum verði gert kleift að vera með börnum sfnum og ánnast uppeldi þeirra, eins og menn eru nú farnir að hallast að, jafnvel f þeim löndum, þar sem félagslegar hreyfingar hafa sett þjóðfélagið meira og minna úr skorðum og stórlega veikt stöðu heimilanna. I þessu sambandi er rétt að minna á forystugrein, sem birtist hér í blaðinu 19. marz, 1975, undir fyrirsögninni „Hin undirokaða stétt: húsmóðirin...“ Þar er minnt á frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt, þar sem segir að tekjum og eignum hjóna, sem i samvistum eru „skal skipta til helminga og skattur reiknaður af hverjum helmingi um sig, enda þótt séreign sé eða sératvinna...“ Og Morgunblaðið segir: „Segja má að upphaf þessa máls hafi verið það að fyrir um tveimur áratugum var með skattalaga- breytingu ákveðið að helmingur af launatekjum eiginkonu yrði frádráttarhæfur til skatts. Ástæðan var m.a. sú ..., að þetta ætti að vera hvatning til að fá konur út í atvinnulífið, þar sem vantaði fólk, t.d. í verstöðvum, og sérmenntaðar konur t.d. hjúkrunarkonur, svo að dæmi séu tekin. Ekki er nógsamlega undir það tekið, að þessi breyting átti fullan rétt á sér og örvaði konur til virkari þátttöku í atvinnulífinu og annars staðar, þar sem þær vinna ómetanleg störf utan heimilis. En nú er, eins og Tíminn hefur bent á, augljóst, að þetta kerfi er gengið út í öfgar og engin ástæða er til, að sumar giftar konur njóti einstakra skatt- fríðinda en aðrar ekki. Hitt er svo jafn augljóst, að nauðsynlegt er að heimili, sem hafa ekki yfir að ráða sem svarar miðlungstekjum, geti drýgt rauntekjur sínar með þeim hætti, sem gert var ráð fyrir í breytingunum fyrir tveimur ára- tugum. Konur frá slíkum heimilum eiga sízt af öllum að gjalda þess, að stórtekjukonur, sem kannski eru einnig giftar stórtekjumönnum, hafa beint at- hygli manna að þessu viðkvæma vandamáli...“ í þeirri forystugrein Timans sem Morgunblaðið vitnar þarna til, er sagt að það gæti orðið „eftirminnilegur atburður á kvennaárinu, ef Alþingi stigi þau spor, áður en því er lokið, að tryggt væri fullkomið jafnrétti í skattamálum, og konur, sem vinna „eingöngu" heimilisstörf, séu ekki settar skör neðar en aðr- ar kynsystur þeirra. Það væri ekki heldur óviðeigandi viður- kenning skattalaganna á gildi hjónabandsins, að hætt væri að gera það refsivert á þann hátt að hjón njóti minni skattfríðinda en aðrir. Og Morgunblaðið heldur áfram: „Allt er þetta rétt og orð í tíma töluð. Sizt af öllu ætti það að vera refsivert að vinna að því að treysta þann grundvöll, sem heimilið er, a.m.k. ættu þær kon- ur, sem það vilja á sig leggja, að njóta sömu réttinda og aðrir þjóð- félagsþegnar... Hjón væru skatt- lögð sér þannig að maðurinn greiddi skatta af helmingi tekna sinna, en konan af hinum helmingnum. Þá loks viðurkenndi þjóðfélagið jafnrétti húsmóður- innar sem skattþegns — án þess að ýta henni út af heimilinu til að vinna.. . Meðan eiginkona sem jafnframt er húsmóðir fær ekki fullan persónufrádrátt einstaklings, nýtur hún ekki fullra mann- réttinda i þjóðfélaginu. Fleiri dæmi mætti tína til en einungis látið nægja að drepa á eitt atriði: Hvers eiga ógiftar konur sem vinna úti, að gjalda? Hvers vegna njóta þær ekki sömu skatt- friðinda og giftar konur sem vinna utan heimilis. Er það jafn- rétti?“ Og Morgunblaðið segir enn: „Hitt ætti hverjum manni að vera ljóst, að frumforsenda réttláts þjóðfélags er sú, að menn sitji við sama borð. Á kvennaári mætti vel íhuga þá staðreynd, að sumar konur njóta forréttinda fram yfir aðrar og karlmenn njóta ekki allra þeirra réttinda sem konur njóta samkvæmt íslenzkum skattalögum, eins og hér hefur verið sýnt fram á með dæmurn." Og Morgunblaðið tekur í þessari ritstjórnargrein undir með Tímanum, þegar hann sagði: „Eins og skattalögin hafa verið og eru enn, verður ekki annað séð en þau telji heimilishald refsivert og hvetji fólk til þess að ganga ekki í hjónaband. Karl og kona, sem búa saman án hjónabands, njóta t.d. miklu meiri skattfriðinda en hjón. Einkum gildir þetta þó, ef konan vinnur eingöngu þau störf, heimilisstörfin, sem þjóðfélagið telur þó annað veifið að séu mikil- vægustu störfin, sem unnin eru í þágu þess.“ Morgunblaðið vill enn leggja áherzlu á, að húsmóðurstörfin, sem oft er reynt að varpa rýrð á, eru ein mikilvægustu störf, sem unnin eru i þágu þessa þjóðfélags. Án húsmóðurinnar, án heimil- anna væri stefnt að upplausn, sem sizt af öllu væri bætandi á það rótleysi sem einkennir nútímaþjóðfélag, ekki sízt vel- ferðarþjóðfélög eins og hið islenzka. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum eru byrjaðar að stinga við fæti, við skulum einnig gera það áður en það verður um seinan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.