Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÖBER 1976 MARGIR íslenzkir tónlistarmenn hafa mænt vonaraug- um út yfir hafið og látið sig dreyma um frægð og frama á erlendum poppmörkuðum. Og ýmsir hafa reynt fyrir sér f útlöndum, en nær allir hrökklazt heim aftur innan tíðar við lftinn orðstír. En undantekningar eru þó frá þessu og Þórir Baldursson er meðal þeirra. Hann hefur um nokkurra ára skeið starfað í Míinchen í Þýzkalandi sem tónlistarmaður, framan af sem hljóðfæraleikari í stúdíóupptökum, en upp á síðkastið einnig sem útsetjari. Hefur vegur hans stöðugt farið vaxandi og starfar hann nú með ýmsum kunnum listamönnum. Þórir kom hingað til lands í stutta heimsókn fyrir nokkrum vikum og hélt f hljómleikaferð með Lónlf blú bojs um landið. Við lok ferðarinnar ræddi Slagbrandur við Þóri um feril hans og störf, einkum um dvöl hans í Þýzkalandi og störf hans þar: — Hvenær hófstu að spila opin- berlega? Ég byrjaði 10 ára gamall með Baldri föður minum, en fór fyrst að spila í hljómsveit 14 ára gamall með hljómsveit Guðmundar Ing- ólfssonar í Krossinum. Og það má segja að frá þeim tíma hafi ég haft aðaltekjur mínar af hljóm- listinni. 18 ára gamall fór ég að spila í Savanna-tríóinu og gerði það næstu fimm árin, en framan af lék ég einnig með danshljóm- sveit um helgar. Eftir að Savanna- tríóið leið lék ég með ýmsum hljómsveitum, m.a. Heiðursmönn- um í Leikhúskjallaranum og Klúbbnum. 1970 fór ég til Sví- þjóðar og var þar í tæp þrjú ár. Fyrst lék ég einsamall á börum, en var síðan í hálft annað ár i hljómsveit sem hét Nilsmenn og lék um alla Svíþjóð, m.a. mikið í útiskemmtigörðum. Þaðan fór ég í þekkta hljómsveit hjá Bruno Glenmark og var þar samtímis öðrum Islendingi, Hjörleifi Björnssyni bassaleikara. — Og síðan fórstu til Þýíka- lands. Já, ég réð mig i þýzka hljóm- sveit sem lék um nokkurra mán- aða skeið í Sviss. I framhaldi af þessu bauðst mér að leika á plötu í Munchen i Þýzkalandi og þar varð ég síðan eftir. — Hvernig gekk þér að komast inn 1 raðir þeirra hljómlistar- manna sem leika 1 upptökum? Það gekk frekar hægt. Maður fær bara vinnu á þeim forsendum að fólk hafi kynnst manni og treysti manni til verksins. Það er þannig með upptökumeistarana og plötufyrirtækin, að ef þeir hafa einhvern tímann fengið eitt- hvað gott frá einhverjum hópi hljóðfæraleikara, þá vilja þeir helzt nota hann áfram. — Hljóð- færaleikarinn er yfirleitt hvergi fastráðinn. Hann er í sambandi við ákveðna skrifstofu sem sér um ráðningar hans í upptökur. Það geta bæði verið stórar plötur eða litlar eða þá kannski sjón- varpsþáttur. Hljóðfæraleikarinn er í rauninni algerlega á eigin vegum. — Spilarðu eftir nótum? Já, ég geri það, ef þess er þörf. En stundum er lítið skrifað í nót- ur. Það fer eftir ýmsu. Því að jafnvel þótt þetta sé milljóna- markaður og Miinchen sé stór borg, þá er það lítill hópur manna sem vinnur í þessari grein. Allir þekkjast, þeir sem spila saman og útsetja, og þess vegna er ekki endilega þörf á að hafa stífar nót- ur. — Hve mikill hluti tónlistar- innar sem þú leikur I upptökum fyrir hina og þessa aðila er frá þér sjálfum kominn? Mjög mikill hluti. Jafnvel þegar nótur eru skrifaðar, þá eru þær í flestum tilvikum bara hljómar, sem maður útfærir sjálfur. Þann- ig er til dæmis um diskótek- ‘ónlistina, þar er tónlistin að mestu leyti frá manni sjálfum komin. — Er ekki erfitt að skipta skyndilega úr einni tegund tón- listar yfir i aðra tegund, þegar .nargar upptökur eru á skömmum tfma? — Nei, yfirleitt ekki. Það er þá bara ef maður er búinn að vera lengi i sömu tónlistinni og á svo að fara að skipta yfir í aðra. —Hvernig gengur að gefa nýj- an og ferskan hljóm 1 hverri upp- töku? Vilja ekki allir upptöku- stjórar fá eitthvað nýtt? Nei, það er ekki endilega nauð- synlegt að koma alltaf með eitt- hvað nýtt. Þetta fer eftir manni sjálfum. Það gera allir upptöku- hljóðfæraleikarar sömu vitleys- una framan af — að spila of mik- ið, og reyna of mikið að „glansa" með innskotum. I flestum tilvik- um er slfkt rangt. Upptökustjór- arnir vilja yfirleitt fá þetta lát- laust og rétt. — Eru launin góð? Þau eru ágæt. En þau fara eftir markaðsgetunni. Stundum er lá- deyða í kaupgetu fólks og hún Ljósm. Friðþjófur. gegn með, Love to love you baby. — Getur hljóðfæraleikari ekki átt langa starfsævi f upptöku- störfum? Ég hef ekki trú á þvi. Ég hef unnið við þetta í 3—4 ár og ég var kominn vel inn í þetta starf strax eftir hálft ár. Ég er orðinn þreytt- ur á þessari vinnu, hún gefur manni enga ánægju og þess vegna halla ég mér frekar að því að semja tónlist og útsetja, bæði vegna ánægjunnar og fjárhags- hliðarinnar. — Hefurðu samið mikið hingað til? Nei, ég hef ekki samið svo mik- ið, heldur fyrst og fremst verið í útsetningunum. Nú bfða til dæm- is eftir mér tvær stórar plötur til að útsetja. Það eru plötur með þeim Don Anderson og Jimmy Patrick. Þeir eru báðir vel þekkt- ir í Þýzkalandi. Þetta eru þó ekki fulltrúar þeirrar þýzku slagara- tónlistar sem íslendingar þekkja helzt úr útvarpinu. — Er mögulegt að eiga sjálf- stæðan tónlistarferil að auki, þeg- ar menn vinna störf eins og þessi, sem þú hefur unnið? Það er þá í því tilviki, að manni sé boðið að gera sólóplötu. Ég hef haft tækifæri til þess, en það hef- ur ekki orðið af þvi. — Veldur það þér einhverjum erfiðleikum að hafa alizt upp f fslenzkum tónlistarheimi en ekki þeim þýzka? Nei. Þetta er mjög svipaður uppruni sem við eigum allir í þessum hópi; við komum allir úr hljómsveitum, og enginn okkar hefur lært klassiskan hljóðfæra- „Það mnnaði minnstn að ég léki með Rolling Stones” bitnar þá fyrst á þessum markaði, plötumarkaðnum. — Hljóðfæra- leikari i upptökum fær borgað visst gjald fyrir hvert lag, 70 þýzk mörk (rúmlega 5 þús. krónur) og svo eru greidd 40 mörk fyrir hvert aukaverk við þetta sama lag. Þannig getur maður fengið kannski 70 mörk fyrir grunn- undirspilið og síðan koma auka- hljóðfærin, kannski fjögur f allt, samtals 160 mörk og þá eru þetta 230 mörk fyrir lagið (17—18 þús. ísl. krónur). — Er samkeppnin hörð meðal hljóðfæraleikaranna f þessari grein? Það er sama hvar maður er, i Munchen, Reykjavík, London. Það myndast einn hópur sem er eftirsóttastur og þegar hann er ekki til staðar, þá bíða hinir hljóð- færaleikararnir verkefnanna. Þetta eru meira og minna sömu andlitin sem ég sé i upptökunum og ákveðinn hópur okkar gengur undir nafninu Munich Machine. Það nafn kom til vegna þess, að á einu plötuumslaginu átti að telja upp öll nöfn þeirra sem leikið höfðu á plötunni og þetta varð svo löng runa að talið var heppilegra að nota eitt nafn yfir hópinn. Þetta er á vissan hátt auglýsing fyrir okkur. — Annars er ég að draga mig að mestu úr úr þessari spilamennsku. Ég hef unnið að þvi að skapa mér nafn sem útsetj- ari og er kominn mikið f það starf. Sem hljóðfæraleikari sá ég fram á stutta starfsævi. Það er alltaf hætta á því að fram komi nýir menn sem fylgjast betur með hræringunum. Ég verð ekki 32 ára til eilífðar. Sem útsetjari gæti segir Þórir Baltoson í viðtali við Slagbrand um feril sinn og störf í Þýzkalandi ég átt miklu betri og öruggari framtíð fyrir mér. Og útsetjari fær allt upp í 6—700 mörk (50 þús. krónur) fyrir hvert lag. — Hefurðu útsett fyrir ein- hverja kunna listamenn? Já, t.d. Donna Summers er þekkt. Ég vann mikið með henni áður en hún varð fræg. Ég hringdi gjarnan í hana og þel- dökkar vinkonur hennar og fékk þær til að syngja raddir á plötum, sem ég útsetti. Hún gaf svo annað slagið út tveggja laga plötur og ég útsetti tvær þeirra fyrir hana og einnig tvær nýjustu stóru plöt- urnar, Love Trilogy og Four Seasons of Love. Hins vegar út- setti ég ekki lagið sem hún sló í leik. Þessir strákar eru eins og strákar hér, bara menn með góða hæfileika. — Hvernig kemur fslenzkur tónlistarheimur þér fyrir sjónir nú? Ég er búinn að vera svo lengi fjarverandi, að ég á erfitt með að dæma um það. En af því sem ég hef kynnzt á þessum stutta tíma hér, þá finnst mér hann vera mjög hneigður fyrir „country“- tónlist. Þið virðist byggja mjög mikið á textunum, þeir verða að vera fyndnir eða smellnir til að lögin geti orðið vinsæl. Það er eins og tónlistin sjálf sé í öðru sæti á eftir textunum. En ég get ekki dæmt um þetta af neinni reynslu, þvi að ég þekki ekki til allrar þeirrar tónlistar sem hér er vinsæl. — Er einhver munur ð tónlist- armönnum hér og 1 Þýzkalandi? Það finnst mér ekki. Ég fór á tónleikana í Laugardalshöllinni og mér fannst það mjög gott sem ég heyrði. Ég var sérstaklega hrif- inn af gítarleikaranum í Eik og píanóleikurinn var einnig mjög góður hjá Eik. — Hvað tónlistina sjálfa snerti, þá fannst mér hún vera góð. Mér finnst 'hún vera svolitið á eftir timanum hvað stil viðkemur, en þetta var mjög vel gert. — En hver er staða þýzka poppsins t.d. f samanburði við það brezka og bandarfska sem tslend- ingar þekkja bezt? Þýzkt popp skiptist í tvo flokka og það eru tveir mismunandi markaðir fyrir þessa flokka. Ann- ar flokkurinn er það sem ég vil kalla slagara og það er sú tónlist sem heyrist.oftast í íslenzka út-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.