Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐJ 266. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGIJR 16. NÓVEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tito forseti tók innilega á móti Leonid Brezhnev flokksleiðtoga þegar hann kom til Hvítu hallarinnar í Belgrad í gær. Brezhnev vel tekið í Belgrad Belgrad. 15. nóv. Reuter. SOVÉZKI kommúnistaleiðtoginn Leonid Brezhnev fékk hlýjar við- tökur hjá Tito forseta þegar hann kom til Belgrad f dag f fyrstu heimsókn sfna til Júgóslavfu f fimm ár. Brezhnev mun einkum reyna að eyða þeim ugg Júgóslava að Rúss- ar hafi hafið nýja tilraun til að halda fram yfirráðum sfnum f Austur-Evrópu. Stórar myndir af Tito og Brezhnev með vfgorðinu „Vel- komnir kæru sovézku vinir" héngu við götur sem Brezhnev ók um frá flugvellinum. Grunsemdir Júgóslava í garð Rússa hafa aukizt við starfsemi harðlínumanna sem fylgja Rúss- um að málum. 130 þeirra hafa verið handteknir og Rússar hafa afneitað þeim en það hefur ekki eytt tortryggni Júgóslava. Blaðið Borba sagði í dag, að samskipti Rússa og Júgóslava gætu aðeins eflzt á grundvelli virðingat fyrir sjálfstæði og full- veldi. Kunnugir segja, að Tito muni leggja fast að Brezhnev að lýsa því afdráttarlaust yfir, að Rússar muni ekki skipta sér af júgóslavneskum innanlandsmál- um eftir dauða sinn. Tito og Brezhnev ræddust við Framhald á bls. 33 Vaxandi uggur í hafn- arbæjunum í Bretlandi Neydarástand segja talsmenn í Hull Frá fríttariUra Mbl. I Hull I ga-r. VAXANDI uggs gætir í brezku hafnarbæjunum vegna þess að ekkert hefur miðað áfram f tilraunum Finn Olov Gundelachs, fulltrúa Efnahagsbanda- lagsins, til að fá fiskveiði- samning Breta og ís- lendinga framlengdan. Togaraeigendur telja ðlík- legt að þeir geti haldið áfram veiðum við Island eftir 1. desember, þegar núverandi samningur rennur út, án herskipa- verndar sem þeir telja ólfklegt að þeir fái. Togarar sem sigla frá Hull og Grimsby frá og með deginum f dag verða Ifklega við tsland þegar núverandi samningur rennur út. t næstu viku Beirút á valdi Sýrlendinga Beirút, 15. nóvember. Reuter. SVRLENZKIR skriðdrekar sóttu inn f miðborg Beirút f dag til að koma á friði eftir 19 mánaða borgarastyrjöld f samræmi við friðaráætlun Arabaleiðtoga. Vinstrisinnar og hægrimenn skiptust á skotum fyrir dögun en yfirgáfu götuvfgi sfn þegar Sýrlendingarnir komu með jarð- ýtur sfnar. Palestínskir og vinstrisinnaðir skæruliðar föðmuðu sýrlenzku hermennina og konur létu hrís- grjónum rigna yfir skriðdreka þeirra. Samkvæmt friðaráætluninni geta báðir aðilar haldið vopnum sinum og talsmenn beggja aðila sögðu i dag að þeir hefðu ekki í hyggju að láta þau af hendi. Sýrlendingar settu vörð við all- ar helztu krossgötur og við út- varps- og sjónvarpsstöðvar en sendu ekki menn inn f íbúðar- hverfin. Þegar á daginn leið voru aðeins forvitnir áhorfendur á ferli á markaðstorgunum auk sýrlenzku hermannanna sem leituðu að jarðsprengjum. verða togaraeigendur að fara að gera upp við sig hvort þeir ætla að leggja togurum sfnum eða rffa þá og hvort þeir telja líklegt að þeir geti nokkurs staðar veitt. Harry Lewis, forseti byggðaráðs Humberside, sagði á blaðamanna- fundi i dag, að neyðarástand blasti við ef enginn nýr samning- ur yrði gerður. Hann hyggst kalla saman samstarfsnefnd sjávarút- vegsins og vonast til að hún geti þrýst á ríkisstjórnina en þó aðal- lega Efnahagsbandalagið þannig að finna megi leiðir til að tryggja Bretum rétt til áframhaldandi veiða við Island. Togaraeigendur töldu f dag lftil likindi til þess að þeir gætu haldið áfram veiðum við Island eftir 1. desember án herskipaverndar. Þeir töldu litlar líkur til þess að slíkrar verndar væri að vænta. Eigendurnir töldu einnig litlar horfur á þvf að utanríkisráðherr- ar EBE væru fúsir til að beita bókun sex gegn íslenzkum afurð- um. Hins vegar töldu þeir að út- færsla fiskveiðilögsögu EBE I 200 mílur gæti stuðlað að því að gera tslendinga fúsari til að fallast á einhvers konar nýtt samkomulag. Þeir töldu jafnframt að ís- lendingar stæðu frammi fyrir þvf að þurfa að leggja hringnóta- Framhald á bls. 46 Samstaða um hækkað verð á olíu Vin, 15. nóv. Reuter. FULLTRÚAR aðildarlanda Samtaka olfuútflutningsrfkja, OPEC, hófu í dag viðræður um hækkun á hráolfuverði er get- ur leitt til þess að olfuinn- flutningur vestrænna rfkja verði um 15 milljörðum doll- ara dýrari. Sérfræðingar OPEC eru f grundvallaratriðum sammála um hækkun á olfuverði sem hefur verið óbreytt í 15 mán- uði. Lokaákvörðun verður tek- in á fundi 15 olfuráðherra f Qatar 15. desember. íraksstjórn lýsti því yfir í dag að hún mundi berjast fyrir minnst 25% hækkun. Tayeh Abdul-Karim olíuráðherra sagði í Bagdad að meðalverð- hækkunin í heiminum hefði verið um 28% á undanförnum tveimur árum. íran hefur harðast barizt fyrir verðhækkun en Saudi- Arabia berst sem fyrr gegn verðhækkun. Vestræn riki flytja inn olíu fyrir 125 milljarða dollara frá OPEC- löndunum og ef krafa írans um 15% verðhækkun nær Framhald á bls. 46 Skelfing í Peking eftir jarðskjálfta Peking, 15. nóvember. AP. Reuter. SNARPUR jarðskjálfti skók Pek- ing f dag og þúsundir flúðu með eigur sfnar út á göturnar þrátt fyrir mikinn kulda, en fréttir hafa ekki borizt um manntjón eða eignatjón. Fréttaritari japönsku frétta- stofunnar Kyodo sagði, að 15 hæða bygging þar sem hann vinnur hefði leikið á reiðiskjálfi 90 Kúbumenn og hundruð MPLA-liða á valdi Unita — segir fulltrúi skærulióanna Dakar — 15. nóvember — Reuter FULLTRÚI Unita-hreyfingarinnar f Angóla skýrði frá þvf í dag, að skæruliðar, hefðu náð á sitt vald 90 kúbönskum hermönnum, sem ætlunin væri að nota f skiptum fyrir Unita-menn, sem stjórnin hefði á valdi sínu. Hann skýrði frá þvf, að jafnframt hefðu skæruliðarnir á sfnu valdi hundruð hermanna úr röðum MPLA. Georges Sangumba, fulltrúi Unita, sagði að lojcnum þriggja daga fundi sínum með Leopold Senghor, forseta Senegals, að Unita-menn rækiu skæruhernað í tveimur þriðju hlutum Angóla, og væri ætlun þeirra að lama efna- hagslíf landsins með því að hindra samgöngur. En Sangumba sagði iafnframt. að Unita- hreyfingin væri reiðubúin að semja við MPLA með því skilyrði, að kúbanskir hermenn yrðu á brott úr landinu. „Markmið okkar er stjórnmála- leg lausn í Angóla og við viljum koma á sameiginldgri stjórn þjóð- ernissinna i landinu," sagði Sang- umba. Hann sagði að Sovétmenn, sem aðstoðuðu MPLA við að ná landinu á sitt vald, hefðu nýlega tekið við stjórn flotastöðvar I Lu- Framhalrl á hls. 33 og kippurinn hefði virzt snarpari en jarðskjálftinn mikli f Tangs- han f Norður-Kfna 28. júlf er mun hafa kostað 100.000 manns lffið. Skjálftinn f dag stóð f um 20 sekúndur. Byggingar skulfu, rúður titruðu og sprungur mynd- uðust á veggjum sjö hæða bygg- ingar. Japanski fréttaritarinn sá marga hlaupa hrópandi út úr íbúðarhúsum í erlenda hverfinu. Margir höfðu eigur sínar með sér og komu sér fyrir f bráða- birgðaskýlum sem voru reist á víðavangi eftir jarðskjálftann í júlí en fóru aftur heim til sín að klukkutima liðnum. 1 sumar létu yfirvöld sex milljón ibúa Peking sofa á götunum í 16 daga. Opinber talsmaður hafði engar upplýsingar á reiðum höndum um áhrif jarðskjálftans. Borgarbúar virtust vera rólegir. I Tokyo sagði japanska veður- stofan, að jarðskjálftinn hefði mælzt milli 6.5 og 6.7 stig á Rictherkvarða og staðið i rúman hálftíma. Upptök jarðskjáftans voru talin vera í Hopei-fylki í Norður-Kfna, eða á svipuðu slóðum og jarðskjáftinn f sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.