Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 47 Chile vill kommún- ista fyrir Bukovsky Kaupmannahöfn — 15. nóvember — Reuter STJÓRN Chíle hefur boðizt til að láta kommúnistaleiðtogann Luis Corvalan lausan gegn þvf að sovézka rithöfundinum og andðfs- manninum Valdimir Bukovsky verði sleppt úr haldi, en hann situr f fangelsi f Moskvu, að þvf er fulltrúi Sakharov-nefndarinnar f Kaupmannahöfn skýrði frá f dag. Barst nefndinni bréf um þetta frá stjórninni f Chile f sfðasta mánuði, en enn sem komið er hefur ekkert svar borizt við mála- leitan nefndarinnar frá Sovét- rfkjunum. Luis Corvalan var hnepptur í varðhald eftir byltingu her- foringjaklíkunnar f Chile árið 1973. Hann er sextugur að aldri. Bukovsky er 33 ára. Hann var dæmdur til 12 ára útlegðar og fangelsisvistar fyrir „andsovézkan áróður“ árið 1972. Á eins árs afmæli byltingar- innar á Chile skoraði stjórnin þar á sovézk stjórnvöld að skipta á Vladimir Bukovsky pólitískum föngum, en Sovét- stjórnin hafnaði þvf tilboði. Fulltrúi Sakharov- nefndarinnar segir, að lagt hafi verið til, að þeim Corvalan og Bukovsky væri báðum sleppt úr haldi og leyft að fara úr landi, auk þess sém móður Bukovskys yrði veitt fararleyfi. Grafhýsi Maós f or- manns á Torgi hins himneska friðar Peking — 15. nðvember — Reuter ÞdSUNDIR verkamanna og her- manna hófu f morgun byggingu grafhýsis Maós formanns á Torgi hins himneska friðar f Peking. Fáeinum klukkustundum eftir að framkvæmdirnar hófust skók harður jarðskjálfti borgina og olli mikilli skelfingu. Kalt var f veðri og hljóp fólk fáklætt og sveipað rekkjuvoðum út á götur Maó formaður borgarinnar. Skjálftinn stóð f 20 sekúndur, en fregnir hafa ekki borizt af skemmdum eða mann- tjóni. Undirbúningsframkvæmdirnar á Torgi hins himneska friðar komu á óvart, enda þótt tilkynnt hefði verið af opinberri hálfu, að hinum látna formanni yrði búinn verðugur beður þar sem þjóðin gæti vottað honum virðingu sfna. Mikið brambolt var á torginu í dag, og flykktust borgarbúar þangað þúsundum saman til að horfa á skurðgröfur grafa þriggja metra djúpan skurð þvert yfir torgið. Tré voru felld, ljósker tekin niður og hátt grindverk var brotið niður. Á svæðinu voru reist opinber veggspjöld með skömmum um „Shanghaí- mafíuna", en áður hefur ekkju Maós og félögum hennar verið borið á brýn að ætla að koma í veg fyrir byggingu grafhýsis til heiðurs Maó. A torginu voru einnig veggspjöld með hvatningarorðum til byggingar- verkamanna. Þar var meðal annars sagt að nauðsynlegt væri að ljúka verkinu sem allra fyrst. Háhyrningarnir hafa það gott HÁHYRNINGARNIR tveir, sem Iscargo flutti til Hollands á laug- ardagsnótt, eru nú báðir í sædýra- safninu í Haderwijk í Hollandi. Að því er Jón Kr. Gunnarsson, forstöðumaður Sædýrasafnsins, tjáði Mbl. í gær, er ekki annað vitað en að þeir hafi það gott, en ekki var þá vitað hvort þeir væru byrjaðir að borða. Svartolfuráðstefnan var fjölsótt og fjörug skoðanaskipti áttu sér þar stað. Sjávarútvegsráðuneyt- ið vinnur úr gögnum svartoliuráðstefnunnar Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú til athugunar upplýsingar þær sem fram komu á ráðstefnu þeirri, sem ráðuneytið gekkst fyrir sl. laugardag. Að sögn Arn- munds Bachmans f sjávarútvegs- ráðuneytinu voru fjörug skoðana- skipti á ráðstefnunni og margar góðar tillögur sem þar komu fram. Arnmundur sagði, að á næst- unni yrði þess að vænta að innan ráðuneytisins yrði unnið úr þeim gögnum, sem fram komu á ráð-. stefnunni. Mál þetta væri i alla staði hið athyglisverðasta og fjár- hagslega af þeirri stærðargráðu Nígeríumennirn- ir farnir heim NtGERlUMENNIRNIR tveir, sem kenndir hafa verið við kaup- skipið Sögu, héldu heimleiðis s.l. laugardag, en meðan á mála- rekstri þeirra stóð bjuggu þeir á Hjálpræðishernum, og sá Sjó- mannasamband tslands um dvöl þeirra þar. Enn hefur ekki náðst samkomu- lag milli Sjómannasambandsins og útgerðar Sögu um kaupkröfur þær, sem Nígeríumennirnir hafa gert á hendur útgerðar Sögu. Eftir þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, hefur Sjó- mannasambandið í hyggju aðfara í mál við útgerð Sögu ef sam- komulag tekst ekki í deilu þess- ari. Veðursæld á vesturhorni landsins, en allra veðra von að sumir fundarmanna hefðu lfkt því við Kröflu eða Vestmanna- eyjagos, því að sparnaður samfara því að taka upp svartolíubrennslu í þó ekki væri nema um 75% af fiskiskipaflotanum væri orðinn um einn milljarður á ári miðað við núverandi verðlagi Þjóðin hefði naumast efni á öðru en ganga úr skugga um möguleikana á þvi hvort þetta væri tæknilega framkvæmanlegt. Arnmundur minnti á, að þegar væri búið að taka upp notkun svartolíu í allmörgum skipum, og þegar betri reynsla væri fengin frá þessum skipum hlyti málið að skýrast. Lögfræðinga- félagið af- neitar BHM- aðgerðunum MORG UNBLAÐINU barst I gær- kvöldi eftirfarandi fréttatil- kynning frá Lögfræðingafélagi tslands: Stjórn Lögfræðingafélags Islands, sem eru heildarsamtök íslenzkra lögfræðinga tekur fram að gefnu tilefni, að stjórnin hefur enga aðild átt að verkfallsboðun háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna I dag. Jafnframt er stjórn- inni kunnugt um, að stjórn rfkis- starfsmannadeildar félagsins léði verkfalli þessu ekki atbeina sinn. Lausleg könnun var gerð i hinum ýmsu rfkisstofnunum f Reykjavík og nágrenni sfðdegis í gær. Leiddi sú könnun ekki í ljós, að félagar f Lögfræðingafélagi lslands hefði tekið þátt í aðgerðum þessum. Guðmundur Arnlaugsson rektor. Skáldskapur á skákborði Guðmundur Arnlaugsson Útiíefandi timaritið Skák Kápusfða „Skáldskapar áskák- borði“ , ,Skáldskapur á skákbordi” Bók um skákdæmi og tafllok eftir Guðmund Arnlaugsson rektor Látrum, 3. nóv.: Októbermánuður síðastliðinn var sérlega góðviðrasamur, og gaf okkur skemmtilega og hagstæða hausttíð sem enn helst, mikil upp- bót á sumarið. Hér heitir ekki að hafi gránað í fjöll, aðeins eina nótt á hæstu fjöll, en frostnótt engin. Sauðfé veltir sér enn á grænum túnum og vöðlar í sig safaríkum fjörugróðri svo það stynur af vellíðan í blíðunni. S:uðfé tekur miklum haustbata og verður betur búið undir vetur- inn, sem er vel, því heyfóður mun vfðast vera gallað, slæmt og niður í það að vera varasamt fóður. Slátrun er lokið hér f sveit, og reyndust dilkar heldur lakari en í fyrra. Heimtur voru ekki góðar, en eitthvað getur átt eftir að skila sér ennþá, þvf enn er fé upp til fjalla. Övenju miklu var slátrað af nautgripum, sem er afleiðing sumarsins, þvi þegar knappt er um fóður losa bændur sig gjarnan við lélegustu gripina. Sjávarhiti hefir verið óvenju hár við vestur- hornið á þessu hausti, er ennþá í tæpum sjö gráðum, Það hefir sín áhrif á lífið f sjónum, fiska og þörunga, svo allar lfkur eru á að lífsskilyrði alls sjávarlífs hér við Vestfirðina ætli að haldast í hámarki allt árið. Má segja þar um, að „þeim gaf Guð er þurfti". Þvf ekki veitir af að bæði Guð og menn hlúi að þessum fisktittum, sem enn eru að flækjast hér við Vestfirði, ef takast á að fá þá til að vera þar eitthvað áfram. Afleit frétt Marga sauðfjáreigendur setti hljóöa við þá frétt að garnaveiki væri komin upp við Djúp, þar sem „Inndjúpsáætlun" er f fullum gangi. Það var nógu slæm frétt að hins forna fjanda fjárkláðans hefði orðið vart hér .vestra, en sá óþrifnaður sauðfjáfeigenda er á svipaðri menningargráðu og lús á mannfólkinu, hvortveggja er óþarfi á seinnihluta tuttugustu aldarinnar, og á að heyra fortfð- inni til. Garnaveikin er sjálfsagt erfiðari við að fást, en hvort- tveggja þetta ofaná erfitt sumar, eru ekkert aðlaðandi aðstæður fyrir bændur hér vestra, aðstæður sem hljóta að leiða til vandræða, eða að minnsta kosti líklegar til þess, ef hið opinbera grípur ekki inní áður en það er um seinan. Látrum 3. 11. ’76. Þórður Jónsson „SKÁLDSKAPUR á skákborði" nefnist bók eftir Guðmund Arn- laugsson, sem tfmaritið Skák hef- ur gefið út. Er bókin f heild greanaflokkur um skákdæmi og tafllok, sem birtist f tfmaritinu Samtfðin á árunum 1966 til 1971. Guðmundur Arnlaugsson, höf- undur bókarinnar, ritar stuttan formála að bókinni og segir hann þar: „Greinarstúfarnir, sem þetta bókarform geymir birtust upphaf- lega sem skákþættir í tímaritinu Samtfðin. Ég hafði þá um langt skeið tekið saman skákþætti fyrir blöð og tfmarit og til flutnings i útvarp. Efni þessara þátta var af ýmsu tagi, einkum þó fréttir og fróðleikur, sem ég leitaðist við að hafa sem fjölbreytilegastan. Nú var mig farið að langa til að fást við sama efni í heiili greinaröð og lét það eftir mér. Tafllok og skák- dæmi urðu fyrir valinu, mér þótti þetta efni skemmtilegt og það hefur mjög orðið útundan í ís- lenzkum skákbókmenntum fram til þessa. Kverið ber uppruna sfnum órækt vitni, okkur þótti það rétt að breyta sem minnstu, en vonum að lesendur ókyrrist ekki við end- urtekningar sem stafa af þvf, að upphaflega leið mánuður milli þátta og mátti búast við að menn hefðu ekki þáttinn á undan við höndina, þegar þeir lásu þann næsta. Það er von mfn að bókin eigi eftir að opna augu eanhverra skákunnenda fyrir fegurð og fjöl- breytni þess sem ort hefur verið á taflborðinu.” Bókin „Skáldskapur á skák- borði“ er 128 bls. að stærð og prentuð í Skákprenti. Aftast í bókinni er listi yfir höfunda skák- dæma og taflloka. Þá má geta þess, að þetta er önnur skákbókin, sem Skákprent gefur út á þessu hausti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.