Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 Dregið í happdrætti S j álf stæðisf lokksins DREGIÐ var hjá borgarfóg«ta í happdrætti Sjálfstæöisflokksins s.l. laugardag. Upp komu eftirtalin vinningsnúmer: Nr. 33616 Austin Allegro fólksbifreið Nr. 58863 Úrvalsferð fyrir 2 til íbíza Nr. 31954 Kenwood hljómflutningstæki Nr. 50216 Sanyo útvarps- og kassettutæki Nr. 6964 Sanyo útvarps-og kasettutæki Nr. 53222 Sanyo útvarps-og kassettutæki Nr. 68447 Sanyo útvarps- og kassettutæki Nr. 15745 Sanyo útvarps- og kassettutæki Eigendur ofantaldra vinningsmiða framvisi þeim í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins, Valhöll, Bolholti 7, Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn þakkar öllum þeim fjölmörgu, sem þátt tóku i stuðningi við flokkinn með kaupum á happdrættismiðum. (Fréttatilkynning) — Úthlutun Framhald af bls. 36 sagði að lóðaúthlutanir yrði að miða við að leysa vanda smáiðn- fyrirtækja sem annarra. Björgvin sagði að viðbótarlóðaúthlutun Iðngarða h.f. væri gerð til að hygla máttarstólpum Sjálfstæðis- flokksins f Reykjavík. Markús örn Antonsson (S) sagði að mjög mikilvægt væri í þessu máli að lita yfir sögu Iðngarða. Hún sannaði að Iðngarðar h.f. hefðu beitt ýtrustu hagkvæmni við byggingu húsanna. Frágangur og uppbygging væri nú til fyrir- myndar. Hann sagði að borgar- yfirvöldum bæri skylda til að taka tillit til stækkunaróska iðnfyrir- tækja við lóðaúthlutanir. Bent hefði verið á að núverandi lóðir væru ekki fullnýttar. Augljóst væri að landsvæði það sem ekki er nýtt undir hús nú er ætlað fyrir 3ja hæða forhús. Þau eru mjög óhentug enda sýnir það sig best að iðnfyrirtæki óska helst eftir að reisa einnar hæðar hús. Markús örn sagði að af máli borgarfulltrúa minnihlutans mætti halda að nú myndu Iðn- garðar hefja senn þarna mikið lóða- og húsabrask. En menn yrðu nú að hugsa svolítið lengra. Hann sagði að miklar lfkur væru á að nokkuð stór hluti starfsfólks í Skeifunni byggi f ibúðarhverfum umhverfis iðnaðarhverfið. Ef fyrirtækin stækka nú við sig þarna er miklu heppilegra að halda því sérþjálfaða starfsfólki sem þarna væri á staðnum heldur en að neyðast til að flytja burtu og eiga á hættu að missa þetta sérþjálfaða starfsfólk. Kristján Benediktsson sagði að sér væri ekki kunnugt um að neitt annað fyrirtæki en Völundur þyrfti aukið rými nú. Sjálfsagt væri að greiða úr því en Kristján sagðist jafnframt lýsa furðu sinni á með- ferð málsins. Siðan var gengið til atkvæða. Tillaga Björgvins Guðmundssonar um að borgar- sjóður byggi iðnaðarhúsnæði var felld með níu atkvæðum gegn fjórum, borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins sátu hjá og Kristján Benediktsson gerði grein fyrir atkvæðum þeirra og sagðist ekki telja timabært að borgin legði í þessa byggingu meðan ekki væri fyrir hendi nægilegt fé til að ljúka ýmsu öðru sem brýnt væri. Tillaga um að lóðin verði auglýst var felld með átta atkvæðum gegn sjö. Á sama veg féll atkvæða- greiðsla um fundargerð borgar- ráðs frá 2. nóv. — Heilsugæzlu stöð Framhald af bls. 37 heimilislæknaþjónustu varðaði. Ennfremur töldu borgarfulltrúar að ef sama ástand ríkti einhvers staðar úti á landsbyggðinni myndi heyrast hljóð úr horni frá þing- mönnum kjördæmisins. Þetta ásamt fleiru kom t.d. fram í máli Alfreðs Þorsteinssonar sem og annarra borgarfulltrúa er stigu í ræðustól og lýstu stuðningi sinum við tillöguna. Sumir borgarfull- trúar töldu jafnvel að þingmenn Reykjavfkur gættu ekki ætíð hagsmuna hennar sem skyldi. Tillagan var síðan samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. En hún hljóðaði á þessa leið: Borgar- stjórn getur ekki unað þv(, að nú þegar húsnæði fyrstu heilsu- gæslustöðvarinnar I borginni er loks tilbúið, skuli ekki vera hægt að opna stöðina, vegna þess að heimild hefur ekki fengizt til þess að ráða lækna og hjúkrunarfræð- inga eins og lög um heilbrigðas- þjónustu gera ráð fyrir. Borgar- stjórn skorar því á heilbragðis- málaráðherra að beita sér fyrir því án tafar að heimilt verði að ráða lækna og hjúkrunarfræðinga að heilsugæslustöðinni í Arbæ. Jafnframt skorar borgarstjórnin á alþingi að veita fé á fjárlögum til þess að mannastöður við þær heilsugæslustöðvar í borginni sem áformað er að taki til starfa nú fyrir áramót og á næsta ári. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Þér segið, að menn geti öðlazt vissu um eilfft líf, en í Jobsbók 24,22 er talað um þá, sem eru farnir að örvænta um Iffið. Utskýrið þetta. Job er að sjálfsögðu að tala um lífið hér. Hann er alls ekki að ræða þarna um eilífa lífið. Samt getum við mikið lært af þessum orðum. Ef enginn maður getur öðlazt vissu um lífið hér, þá ættum við ekki að binda hug okkar og hjarta við þá hluti, sem eru á þessari jörð. Jesús sagði: „Safnið yður ekki fjársjóð- um á jörðu.“ Og Páll postuli talaði um, að föðurland okkar væri á himnum. Lífið getur gengið okkur úr greipum á andartaki. Annað getum við líka lært af þessum orðum, og það er að nota tímann sem bezt, meðan lífið varir. Biblían segir, að við eigum að fara á fætur og vinna. Nóttin getur skollið á. Biblían hvetur okkur til að nota hverja stundina. En um eilífa lífið segir Biblían í 1. Jóh. bréfi 5,13: „Þetta hef ég skrifað yður, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf, yður sem trúið á nafn Guðs sonar.“ í allri Biblíunni er það boðað, að þér getið öðlazt fullvissu um hið eilífa heimili yðar. James S. Cusack. Islendingar drekka í einrúmi — segir forstödumadur endurhæfingar- stödvar alkóhólista í New York EINN af meginkvillum nútfma- þjóðfélags er ofdrykkja eða alkóhólismi, sem er alþjóðlega orðið yfir þennan sjúkdom. Á tslandi er vandamðlið alltaf að færast f aukana og aldur þeirra er neyta áfengis orðinn lægri en nokkru sinni fyrr. I Banda- rfkjunum er alkóhólismi á skrá yfir þriðju algengustu dánaror- sök þar. Frakklakd á þó heims- met, en þar er mest drykkjan, þótt afleiðingarnar og vanda- málin séu ef til vill af öðrum toga spunnin en t.d. á tslandi. Hér á landi er nú staddur bandariskur maður að nafni James S. Cusack ásamt konu sinni Sue, en þau hjón véita forstöðu endurhæfingarstöð fyrir alkóhólista f New York, sem ber nafnið Villa Veritas. Cusack er hér í boði samtaka Islendinga, sem dvalið hafa vestanhafs til meðferðar, bæði á Freeport-sjúkrahúsinu í New York og svo endurhæfingarstöð Cusack-hjónanna. „Villa Veritas er rekin í sam- ráði við ýmis stórfyrirtæki í New York, sem senda þangað starfsmenn sína til endurhæf- ingar. Við viljum ekki kalla þá sjúklinga, þó svo að alkóhólismi sé sjúkdómur og ekkert annað, heldur köllum við þá gesti. Það eru líklega rúm tvö ár sfðan við tókum á móti fyrstu Islending- unum til meðferðar," sagði Cusack í stuttu samtali við Morgunblaðið. „Alls tel ég að um fimmtíu og sex íslendingar hafi komið til meðferðar á Freeport og síðan til okkar á Veritas. Núna eru sex manns þar. Dvalartiminn er stytztur tvær vikur og lengstur einn mánuður. Eftir meðferð hjá okkur hvetjum við fólk ein- dregið til að ganga í AA- samtökin. Endurhæfingu byggjum við á grundvelli AA- samtakanna, það eru hin tólf sitg alkóhólismans. Mér virðist vandamál alkóhólismans hér i tslandi álfka gffurlegt og í B:ndaríkjunum. Endurhæfingin á Villa Veritas er aðallega í því fólgin að gera fólki Ijóst hvað alkóhól- ismi er og að það sé sjúkdómur, sem til dæmis alveg eins og sykursýki er hægt að lækna. En til þess að hægt sé að lækna alkóhólisma verður fólk að gera sér grein fyrir því, að það þjáist af honum. Það er mergurinn málsins,“ sagði Cusack. „Sjálfs- blekking er ein aðalorsökin. Fólk vill ekki trúa því, að það sé alkóhólistar. Það bendir á drykkjumanninn á götunni og segir: Hann er fyllibytta, sem er búinn að missa allt út úr höndunum á sér. Kannski er þinn nánasti samstarfsmaður alkóhólisti, án þess að þú hafir hugmynd um það,“ hélt Cusack áfram. „Það fólk, sem við höf- um haft til meðferðar, er ekki eignalausi drykkjumaðurinn á götunni, heldur oft fólk f góð- um stöðum, sem hvorki hefur misst eignir sínar né fjölskyld- ur. Það er miðstéttin í Banda- ríkjunum og líklega svipuð stétt manna hér á landi. Þetta fólk kemur til meðferðar sjálf- viljugt, að sjálfsögðu. En fæst af því veit hve djúpt vandamál- ið ristir eða þorir nokkurn tíma í byrjun að viðurkenna að það sé alkóhólistar sjálft. Á Freeport-sjúkrahúsinu ganga alkóhólistar undir lækn- ismeðferð og lyfjakúr. Það eru yfirleitt tiu dagar, sem sjúkl- ingar dvelja á Freeport. Þegar til okkar kemur eru þeir ekki á neinum lyfjum og okkar hlut- verker andlega hlið málsins og ef til vill sú veigamesta. Það er uppbygging mannsins á nýjan leik. Alkóhólistinn verður að læra að lifa með fortiðinni. Það er tilgangslaust að reyna að gleyma gærdeginum. Alíka til- gangslaust og að ásaka sjálfan sig fyrir það, sem liðið er. Alkó- hólistinn verður að læra að lifa án víns og horfast f augu við sjálfan sig, lífið og vandamálin án drykkju. Okkar aðferð á Veritas er ekki fólgin í þvi að setja blátt bann við áfengi og segja: Nú drekkur þú aldrei framar, vinur. Heldur setjum við markið fyrir einn dag f einu. Einbeitum okkur að tutt- ugu og fjórum klukkustundum án áfehgis. Að láta hverjum degi nægja sín þjáning er ein- faldasta lausnin. „Eins og ég sagði áðan,“ held- ur Cusack áfram, „þá verður alkóhólisti eingöngu læknaður af sjúkdóminum, geri hann sér sjálfur grein fyrir honum. Á Veritas höldum við fundi dag- lega, sýnum kvikmyndir um áhrif og afleiðingar alkóhól- isma og höldum fyrirlestra. Alkóhólistinn verður að skilja það, að hann hefur ekki drukk- ið vegna vandamála sinna held- ur hafa vandamál hans orðið til vegna drykkju hans. Við viljum ekki tala um orsakir alkóhól- ismans, þvi þær skapar alkóhól- istinn sjálfur. Auðvitað er það alkunna, að menn drekka af ýmsum ástæðum. Ein sú stærsta er ef til vill minni- máttarkennd, en hún getur líka verið notuð sem afsökun. Eitt glas til að öðlast sjálfstraust og vera samkvæmishæfur. Allir þekkja þessar afsakanir, nema kannski alkóhólistinn sjálfur. Alla vega vill hann ekki kann- ast við það hjá sjálfum sér. Islendingar þeir, sem komið hafa til meðferðar hjá okkur, hafa mér virzt samhentir, stolt- ir og fljótari að komast yfir þá tilfinningu að þeir þurfi að skammast sín eða finnast þeir niðurlægðir vegna sjúkdómsins heldur en til dæmis Banda- ríkjamenn. Möguleikar þeirra til að komast yfir alkóhólism- ann eru jafnvel meiri heldur en Bandaríkjamanna finnst mér á því, hve óhikað þeir tala um vandamálið, hversu opinskáir þeir eru og óþvingaðir við að þiggja hjálp frá öðrum. En ég vil taka það fram,“ sagði Cusack ennfremur, „að þeir meðhöndla alkóhólismann sem slfkan eftir meðferð en ekki áður. Því að af öllu virðist mér, að íslendingar drekki mikið í einrúmi, þar eð „vínmenning" virðist öll önnur hér en víðast hvar erlendis þar sem fólk drekkur með kunningjum á krám eða börum.“ Aðspurður um hvað margir Islendingar hefðu „fallið" eftir meðferð á Freeport og Veritas, svaraði Cusack þvi til, að álitið væri, að um tuttugu prósent féllu. Cusack taldi, að ein ástæða fyrir því væri óþolin- mæði tslendinga. Þeim fyndust þeir nýjir menn eftir meðferð vestanhafs og héldu sig tilbúna til að takast á við vandann strax, það er að horfast f augu við lífið á nýjan og breyttan hátt. „En allt tekur sinn tíma,“ sagði hann, „og alveg eins og sjúklingar, sem koma af sjúkra- húsi, verða alkóhólistar líka að fara varlega. Mér sýnist á öllu að tslendingar geri sér fulla grein fyrir vandamálum alkóhólismans og sýni þeim málum mikinn áhuga, sem er jákvæðasta vopnið í þessari baráttu. Islendingar virðast mér mjög einlægir og svo lengi sem fólk getur talað opinskátt um vandamálið, gert sér grein fyrir áhrifum þess og afleiðing- um og meðhöndlað það, þá er stór sigur unninn," sagði James S. Cusack að lokum. Þess má geta að næstk. laug- ardag, 20. nóvember, verður op- inn AA-fundur í Austurbæjar- bíói kl. 2 siðdegis. Þar verður James S. Cusack ‘ gestur. Alanon-samtökin kynna starf- semi sfna, en þau eru samtök aðstandenda alkóhólista. Einn- ig munu nokkrir AA-félagar ræða efni fundarins: Hvað gera AA-samtökin fyrir mig?. — H.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.