Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 Forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins segir starfinu lausu _ ^ Ljósmynd Ól.K.M Fra fundi háskólamanna á Hótel Sögu 1 gær. Misjöfn þátttaka í að- gerðum háskólamanna — Viðskiptahættir Antikverzlunar- innar í Vestur- götu rannsakaðir BJÖRN Vilmundarson forstjóri Ferðaskrifstofu rfkisins hefur sagt starfi sfnu lausu á meðan rannsðkn á viðskiptaháttum Antik-verzlunarinnar við Vestur- götu fer fram. t bréfi sem forstjórinn ritar samgönguráðuneytinu segist hann segja starfi forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins lausu um stundarsakir á meðan rannsókn fari fram á meintri aðild hans að meintu broti Antik- verzlunarinnar við Vesturgötu. Sem kunnugt er hefur rannsókn á viðskiptaháttum verzlunarinnar staðið yfir hjá Skattrannsóknadeild, en nú hefur Sakadómur Reykjavíkur einnig fengið málið til meðferðar og er rannsókn nýhafin. Þórir Oddsson, aðalfulltrúi hjá Sakadómi Reykjavíkur, tjáði Morgun- blaðinu að hann gæti ekkert sagt um málið nú sem stæði. Ólafur Steinar Valdimarsson, skrifstofustjóra samgönguráðu- neytísins, sagði í samtali við STARFSMENN I.andhelgisgæzl- unnar föru um borð f tvo v-þýzka togara fyrir helgina og gerðu at- huganir á veiðibúnaði þessara skipa auk þess sem skipsbækur voru kannaðar. Reyndist a111 vera með felldu f báðum tilfelium. Samkvæmt upplýsingum Gunn- ars Ólafssonar í stjórnstöð l.and- helgisgæzlunnar voru 18 brezkir togarar að véiðum hér við land, þrír biðu eftir því að hefja veiðar, tveir togarar voru að koma en ALMANNAVARNIR rfkisins sendu ríkisstjðrninni f gærmorg- un greinargerð um fyrirhugaða gerð varnargarða við Kröflu. Kemur fram f þeirri greinargerð, að ráðið telji rétt að gera varnar- garð við Kröfluvirkjun og sfðan annan garð neðar, sem beindi hrauni, ef af gosi yrði, f Hvfthöla- klif og niður f Hlfðardal. Að sögn Guðjöns Petersen eru þessar til- lögur gerðar f samráði við Raun- vfsindastofnun Háskölans. Sagði Guðjón Petersen að eini möguleikinn til að sætta öll sjónarmið í þessu máli og koma f veg fyrir að varnargarðagerð skapaði ekki hættu annars staðar i nágrenni Kröflu væri að gera tvo varnargarða. Væri það heldur ekki forsvaranlegt að Almanna- varnir gerðu tillögur um varnar- garð, sem síðar kynnu ef til vill að valda tjóni annars staðar. Sagði Guðjón að framkvæmdaaðilar við Þakkarávarp Eysteinn Jónsson fyrrum ráð- herra hefur beðið Morgunblaðið að birta svofelld þakkarorð: „Bestu þakkir votta ég öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd og virðingu á sjötugsafmæli mfnu.“ Eysteinn Jónsson. Morgunblaðið i gær, að Kjartan Lárusson, sem verið hefði :ð- stoðarforstjóri Ferðaskrifstofu rikisins, tæki við forstjórastarf- inu á meðan rannsókn málsins stæði yfir. Skinney strandaði SKINNEY, skuttogari Hornfirð- inga, strandaði f innsiglingunni til Hornafjarðar á sunnudags- kvöldið. A flóðinu um hádegi f gær tókst að losa skipið og voru það Steinunn SF og Fjölnir GK, sem drógu Skinney af strandstað. Litlar eða engar skemmdar munu hafa orðið á togaranum. Skinney var að koma af Vest- fjarðamiðum með 60 tonn á sunnudagskvöldið er skipið lenti I sandkanti í vesturfjörunni. Lagð- ist skipið utan í kantinn og tókst ekki að ná því út fyrr en um hádegið I gær. Var byrjað að landa úr skipinu um leið og það náðist út og var ekki fyllilega búið að kanna skemmdir á skip- inu, en ekki var talið að þær væru alvarlegs eðlis. Bræla var fyrir Suðurlandi I gær og í fyrrinótt og komust síld- arbátarnir ekki á miðin. fjórir að fara. Sumir þeirra síðast- töldu höfðir aðeins verið örfáa daga á miðunum, þegar þeir héldu heim á leið. Taldi Gunnar að ástæðan fyrir þessu væri að einhvers konar jöfnuður ætti sér nú stað milli brezku útgerðarfé- laganna um úthaldið á íslands- miðum. í gær voru einnig 15 v-þýzkir togarar hér við land, 3 belgískir og 3&4 færeyskir togarar. Kröflu og iðnaðarráðuneytið hefðu hug á að hefjast handa við gerð varnargarða meðan ekki væru frost. BANDALAG háskólamanna hélt f gær allfjölmennan fund f Súlna- sal Hótel Sögu um kjaramál háskólamanna innan rfkiskerfis- ins. Jónas Bjarnason, formaður Bandalags háskólamanna, kvað fundinn hafa sótt 700 til 800 manns og hefði verið mikill bar- áttuhugur f fólki. Hann kvað enn ekki hafa verið teknar ákvarðanir um framhaldsaðgerðir, en f lok fundarins, sem stóð í fullar fjórar klukkustundir, var ályktað um kjaramálin. Jónas kvað hafa verið rafmagnað andrúmsloft á fund- inum. Frá hálfu Bandalags háskóla- manna lá ekki fyrir f gær, hvernig aðgerðirnar hefðu heppnazt á vinnustöðunum, en Jónas kvaðst hafa ástæðu til þess að ætla, að þær hefðu heppnazt vel. Morgun- blaðið hringdi hins vegar í nokkrar opinberar stofnanir og spurðist fyrir um viðbrögð fólks við aðgerðum háskólamanna. Fer hér á eftir, hver svör blaðið fékk, en eins og sjá má., hafa viðbrögð verið æði mismunandi. Áður hafði t.d. lagadeild Háskóla íslands lýst yfir að hún tæki ekki þátt í þessum mótmælum, þar sem prófessorar og aðrir kenn- arar deildarinnar töldu sig ekki geta staðið að aðgerðunum, sem ekki samrýmdust Islenzkum lögum. 1 Háskóla Islands fékk Morgun- blaðið þau svör, að í aóalbyggingu skólans hefði ekki verið mikill verkfallsbragur. Kennt var í guð- fræðideild, í læknadeild og í viðskiptadeild og lagadeild og ennfremur var kennt f sjúkra- þjálfadeild. Hins vegar munu ein- hver fundahöld hafa verið f verk- fræðideild, en sumir kennarar kenndu þó. Var sagt að það hefði verið mjög misjafnt meðal kenn- ara, hvort þeir kenndu eða tóku þátt I aðgerðunum, Hið sama var að segja um heimspekideild og félagsvísindadeild. Jón Jónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, sagðist ekki hafa séð neina af sérfræðingum stofnunarinnar í gær, en aðrir starsmenn hefði komið til vinnu og ynnu þeir eðlilega. Eru þeir félagar I Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. í stjórnarráðinu munu engin forföll hafa verið MYNTSAFNARAFÉLAG Islands efndi til myntuppboðs um helg- ina, sem var allfjölsótt og var kappsamlega boðið, sérstaklega þó f peningaseðlana sem á upp- boðinu voru. Það var 50 króna seðill — fyrsta útgáfa Landsbanka Islands frá 1928 og innkallaður 1935 — sem seldist á hæsta verði en hann var sleginn á kr. 90 þúsund og með 20% söluskatti seldist hann þvf á 108 þúsund krónur. Þá seldist 100 króna seðill, rauður, úr 2. útgáfu Landsbankans, innkallaður 1948, á 25 þúsund krónur og 500 króna seðill, brúnn, sem nýlega var innkallaður, seldist á 10 þúsund krónur. Allir áttu þessir seðlar það sammerkt að vera f bezta gæðaflokki og höfðu aldrei farið í umferð. Mistök í myndartexta ÞAU mistök urðu í myndatextum í grein Morgunblaðsins um Klúbbmálið á sunnudag að Hall- varður Einvarðsson var rangt titl- aður og sagður varasakadómari, svo og var Kristján Pétursson sagður rannsóknarlögreglumað- ur. Svo sem fram kemur í grein- inni sjálfri er Hallvarður varasak- sóknari og Kristján deildarstjóri tollgæzlunnar á Keflavíkurflug- velli. Hlutaðeigandi eru beðnir af- sökunar á þessum mistökum. vegna aðgerða háskólamannanna. I Rannsóknastofnun bygginga- iðnaðarins voru fundahöld á meðal háskólamanna og mættu háskólamenn ekki til vinnu, en aðrir unnu eins og ekkert hefði f skorizt. I Rannsóknastofnun iðnaðarisn voru ekki forföll, menn mættu til vinnu, en héldu að sér höndum. Síðdegis fóru menn á fundinn á Sögu. A rann- sóknarstofnun landbúnaðarins mætti aðeins forstjórinn, en aðrir félagar í BHM komu ekki til vinnu. I Menntaskólanum f Reykjavík voru margir kennarar, sem felldu niður kennslu og riðlaðist öll stundaskrá. Þó var reynt að hafa sem samfelldasta kennslu. Einnig kom talsvert í ljós að nemendur höfðu misskilið ástandið og ekki komið í skólann. Þó er naumast Framhald á bls. 46 Fjörug boð voru einnig f minnispeninga á uppboðinu. 500 króna peningur frá 1961, eða Jóns Sigurðssonar peningurinn, seldist þarna á 34 þúsund krónur og AI- þingishátíðarsettið fór á 25 þúsund krónur. Þjóðhátfðar- peningurinn úr gulli frá 1974 fór á 20 þúsund krónur og proof- settið frá sömu sláttu — þ.e. 500 króna og 1000 króna peningur úr silfri og 10 þúsund króna peningur úr gulli — fór á 28 þúsund krónur. Rómverskir peningar, sem á uppboðinu voru, seldust á 2500 og 3800 krónur og gullpeningar danskir á 16 þúsund og 19 þúsund krónur, og þóttu það góð kaup. Allar upphæðirnar hér að framan eru án söluskatts. Á batavegi MORGUNBLAÐIÐ aflaði sér þeirra upplýsinga í gær, að Guð- mundur Magnússon leikari, sem slasaðist f París nýverið, væri heldur á batavegi. Þá er önnur tveggja stúlkna, sem liggja í gjör- gæzludeild Borgarspítalans eftir umferðarslys, á batavegi. Hún slasaðist í Austurstræti. Hins veg- ar er líðan stúlkunnar, sem slas- aðist á Skúlagötu óbreytt og sömuleiðis piltsins úr Ves.tmanna- eyjum, sem slasaðist á Gigjökli. Þau eru bæði þungt haldin. Metóhappafjöldi um helgina og vegfarend- ur verða að taka sig á UNDANFARNAR vikur og mánuði hefur dregið talsvert úr umferðaróhöppum og sérstak- lega slysum með meiðslum og eiga vegfarendur heiður skilið fyrir góða frammistöðu. Akstursskilyrði hafa verið með bezta móti undanfarið, en um sfðastliðna helgi breyttist veðrið talsvert til hins verra þegar saman fór rigning, rok og náttmyrkur. Að óreyndu hefði mátt ætla að vegfarendur gættu mun meiri varúðar en ella, en raunin varð önnur. Frá föstu- degi til sunnudags urðu samtals 54 umferðaróhöpp, sem er mesti fjöldi óhappa um eina helgi frá upphafi. 30 árekstrar voru minniháttar, en 24 með miklu tjóni. I fjórum slysum slösuðust 7 manns og tvennt talsvert. Stúlka skarst mikið f andliti og önnur 11 ára brotnaði um ökkla. I 6 tilfellum reyndust ökumenn bifreiða vera undir áhrifum áfengis og er það mun meira en oftast áður. Til samanburðar má geta þess að þessa sömu helgi í fyrra urðu 32 óhöpp, þar sem 4 slösuðust þrátt fyrir að skyggni og færð voru ekki miklu skárri en nú. Þetta sýnir að veg- farendur mega alls ekki slaka á aðgæzlunni sem þeir hafa flestir sýnt undanfarið, en sér- staklega viljum við hvetja þá ökumenn sem aka daglega, án þess að hafa orðið aðilar að óhöppum að halda uppteknum hætti. Um 40 útlendingar á veiðum við landið Almannavarnir: Mæla með tveim- ur varnargörðum 100 króna seðill sleginn á 90 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.