Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NOVEMBER 1976 „Ranglega farið með staðreyndir” Svar frá Hirti Eiríkssyni, fram- kvæmdastjóra Iðnaðardeildar, við ásökunum framkvæmdastjóra Loðskinns hf. á Sauðárkróki 1 tilefni af viðtali við Jón Ás- bergsson framkvæmdastjóra Loð- skinns hf. á Sauðárkróki i Morgunblaðinu föstudaginn 12. nóvember viljum við taka fram eftirfarandi: Meginefni viðtalsins fjallar um það gærumagn, sem áætlað hefur verið að taka til vinnslu í Skinna- verksmiðjunni Iðunni á Akur- eyri. 1 þvf sambandi er vitnaði í viðtal við verksmiðjustjóra Ið- unnar, sem birtist í timaritinu Hlyn, 9. tb. 1970, þar sem hann skýrir frá því, að áætlað sé að fullvinna 300 þúsund gærur I pelsaskinn í verksmiðjunni. I við- talinu í Morgunblaðinu er þetta síðan notað sem röksemd fyrir þvi, að Iðnaðardeild hafi gefið rangar upplýsingar um það magn af gærum, sem frá byrjun hafi verið stefnt að því að vinna i verksmiðjunni. í fréttatilkynningu frá Iðnaðar- deild, sem birtist i dagblöðunum í siðasta mánuði, segir, að þegar árið 1969 hafi nýja verksmiðjan verið skipulögð til að taka til vinnslu 600 þúsund gærur á ári. I áðurnefndu viðtali í Hlyn er rætt um fullvinnslu á 300 þúsund gær- um á ári, þ.e.a.s. í pelsaskinn til fatagerðar. Með þessu er átt við lokastig vinnslunnar, en hún er mjög margþætt, og getur hún skil- að misjafnlega verðmætum sölu- Hjörtur Eirfksson ESBb*"íi*i Ki • m r ' f #fr ■ ■ pe®! Hju fjpKv . .^ófl .. Verksmiðja SIS ð Akureyri vörum eftir því hvað framleiðsl- unni er haldið langt áfram. 1 þessu sambandi skal þess get- ið, að Skinnaverksmiðjan Iðunn er eina verksmiðjan á landinu, sem er tæknilega búin til þess að fullvinna gærur I pelsaskinn. Gærurnar berast saltaðar til verk- smiðjunnar frá sláturhúsum víðs vegar um landið. Frumvinnslu- stigiö er svo kölluð pikklun, þar sem gæran er þvegin og klippt, og má geta þess, að það mun vera eina framleiðslustigið, sem sútunarverksmiðjan Loðskinn hf. á Sauðárkróka fæst við. Ef ein- göngu væri miðað við þetta fyrsta vinnslustig framleiðslunnar, er Skinnaverksmiðjan Iðunn auð- veldlega fær um að vinna 600 þúsund skinn á ári. Á hinn bóginn er tæknibúnaður Iðunnar einnig við það miðaður frá upphafi, að af þessu magni, 600 þúsund gærum, fullvinni hún 300 þúsund gærur í pelsaskinn til fatagerðar. Kemur þetta raunar skýrt fram i þeim hluta viðtalsins við verksmiðju- stjóra Iðunnar, sem vitnað er til í Morgunblaðinu. Hörmum við, að framkvæmdastjóri Loðskinns hf., sem er eðlilega gagnkunnugur þessari vinnslu, skuli notfæra sér svona augljósar rangfærslur til þess eins að þyrla upp moldviðri. Þá þykir okkur miður, að svo ábyrgur fjölmiðill, sem Morgun- blaðið verður að teljast, skuli nota þessar rangfærslur sem tilefni fjögurra dálka fyrirsagnar, þar sem Sambandinu er borið það á brýn að fara með ósannindi, en þessi fyrirsögn var svohljóðandi: „Rök Sambandsins eru byggð á ósannindum". Það er dæmigert fyrir málflutn- ing forráðamanna Loðskinns hf., að þeir ætla fyrirtæki sínu, sem aðeins hálfvinnur hráefnið, nær sama gærumagn og Skinnaverk- smiðjunni Iðunni, sem fullvinnur I pelsagærur, að því er kemur fram í viðtalinu við Jón Ásbergs- son. Þar kemur jafnframt fram, að hjá Loðskinni hf. á Sauðár- krðki starfi nú 20 manns. Til samanburðar má geta þess.aðhjá Skinnaverksmiðjunni Iðunni starfa nú um 160 manns, auk þess sem nær 100 manns munu hafa atvinnu af þvf vfðs vegar um land- ið að sauma mokkaskinnsflfkur úr pelsaskinnum frá verk- smiðjunni Eftir frumvinnslustigið, sem er Bjarnveig gefur enn 8 lista- verk í listasafnið á Selfossi LAUGARDAGINN 6. nóvem- ber afhenti Bjarnveig Bjarna- dóttir Árnessýslu enn eina listaverkagjöfina I Listasafnið á Seifossi. 1 þetta sinn 8 mynd- listarverk eftir Ragnheiði Jóns- dóttur, Ragnheiði Ream, Eirfk Smith, Hjörieif Sigurðsson, Einar Hákonarson, Jón Jóns- son, Hörð Ágústsson og Einar G. Baldvinsson. Myndunum var komið fyrir meðal myndanna, sem fyrir eru f Listasafnshús- inu á Selfossi og sá Guðmundur Benediktsson myndhöggvari um upphengingu þeirra. Lista- verkagjöf Bjarnveigar til safns- ins er orðin mjög veigamikil, spannar 75 ár f listasögu Is- lands, allt frá Ásgrfmi og Jóni Stefánssyni og fram á sfðasta ár. Arið 1963 afhenti frú Bjarn- veig og synir hennar, Loftur og Bjarni M. Jóhannessynir, Árnessýslu að gjöf 41 mynd- listaverk eftir nokkra af kunn- ustu listamönnum þjóðarinnar. Var gjöfinni þá komið fyrir í takmörkuðu rými I húsi því, sem búið var að reisa fyrir bóka- og byggðasafnið á Sel- fossi. En 1974 var þeim komið fyrir í nýja listasafnshúsinu í ágætum sal. í tilefni þess, að Bjarnveig Bjarnadóttir bætti nú verulega við þennan fjársjóð, sem er í listasafninu á Selfossi frá henni, sótti fréttamaður Mbl. hana heim og átti við hana stutt viðtal og spurði hver hefðu verið tildrög þessarar síðustu gjafar: — Kvennadagurinn í fyrra varð eiginlega kveikjan að þess- ari gjöf minni núna sagði Bjarnveig. Skömmu eftir hann skrapp ég austur að Selfossi og skoðaði málverkasafnið. Og þá rann upp fyrir mér ljós. Þar var engin mynd eftir konu, og þótti mér það í rauninni ótækt, en við eigum sannarlega gáfaðar listakonur á sviði myndlistar. Og ég byrjaði að leggja aura til hliðar. Nú hefur það gerst eftir árið að ég keypti grafik-verk eftir Ragnheiði Jónsdóttur frænku mína, en hún hélt nýlega sýn- ingu í Norræna húsinu og fékk afbragðs góða dóma. Og siðan hafði ég samband við Ragnheiði Jónsdóttur Ream, en ég hefi ætíð dáðst mjög að myndum hennar. Seldi hún mér fallegt olíumálverk, Frá Álftanesi, málað 1975. En nú var ég „komin í stuð“ eins og það er kallað. Fór ég að áhuga að gaman væri að gera safnið enn fjölbreyttara en það er fyrir. A sýningu Eiríks Smiths á Kjarvalsstöðum á þessu ári sá ég hve góður vatnslitamálari hann er. Ég barði að dyrum hjá honum I Hafnarfirði nýlega. í sumar ferðaðist Eirfkur og kona hans um Hornstrandir. Hjá honum fékk ég mynd þaðan. Þar er viðfangsefni Eiríks m.a. beitingaskúr með allskonar útgerðardóti. Myndin er í afar fíngerðum litum. Og eftir Hjörleif Sigurðsson fékk ég vatnslitamyndina Mánaglit, máluð árið 1975. Hún er mjög sérkennileg, gulur mildur litahjúpur er alls ráð- andi í myndinni. Birta tungls- ins hefur orðið Hjörleifi athyglisvert viðfangsefni í þessu verki. Sfðasta daginn sem sýning Einars Hákonarsonar var opin á Kjarvalsstöðum keypti ég þar litla oliumynd sem heitir Kennarinn, máluð á þessu ári. Á myndinni eru þrjár af þess- um sérkennilegu manneskjum Einars. Ég mundi alls staðar þekkja myndir hans þótt ekki væru þær merktar. Og f sambandi við kaupin á myndinni vil ég jafnframt geta þess, að ég er Einari afar þakk- lát fyrir prýðilega grein um ágæti safnsins sem hann skrifaði fyrir rúmum tveim árum, en frekar hafði verið hljótt um listasafnið á Selfossi. Einar Hákonarson er fyrsti maðurinn á vettvangi listanna sem látið hefur álit sitt á safn- inu f ljós f dagblaði hér í borg. Það er ánægjulegt að verk eftir hann prýðir nú vegg þessa mál- verkasafns. Og svo er það lftil vatnslita- mynd eftir Jón Jónsson frænda minn, bróður Ásgríms. Hana seldi Jón mér fyrir 2—3 árum. Hún er máluð í Mosfellsdal árið 1966, en þar á Jón sumar- bústað, og hefur hann auð- sjáanlega verið f essinu sínu þegar hann málaði hana> Jón er vel kynntur í þessu verki og því á myndin að vera í málverka- safninu á Selfossi en ekki í heimili mfnu. Og að sfðustu vil ég minnast á tvær myndir sem verið hafa f heimili mfnu, en eru nú komn- ar austur. önnur þeirra er mjög falleg lftil húsateikning eftir Hörð Ágústsson. Hana eignað- ist ég á s.l. ári, en í safninu er hún vel geymd hjá þeim tveim myndum hans sem þar eru fyrir. Hin myndin er eftir Einar G. Baldvinsson, Frá Grindavfk, máluð með pastellitum árið 1966. Hana keypti ég á uppboði fyrir nokkrum árum. Boð voru mjög dræm f þessa skemmti- legu og fallegu mynd, og þótti mér það undarlegt. Fór ég að bjóða i myndina, og var hún slegin mér fyrir verð sem henni var ekki samboðið. Einar er hinn hljóðláti listamaður sem lítið er í sviðsljósinu. Þessi góði málari minnir sjaldan á sig. Mér hefur verið tjáð af Pétri M. Sigurðssyni safnverði, sem með mikilli prýði hlynnir að málverkagjöf minni og sona minna, að aðsókn að safninu hafi aukist mjög upp á síð- kastið, og gleður sú frétt mig mjög, þvf að tilgangurinn með gjöf okkar var sá, að almenn- ingur ætti þess kost að komast í snertingu við góða myndlist, sagði Bjarnveig að lokum. Því er við að bæta að safnið er opið á sunnudögum kl. 14—17, en aðra daga eftir sam- komulagi við safnvörðinn Pét- ur M. Sigurðsson f bóka- og byggðasafninu. Þetta lista- verkasafn hefur ekki verið'í alfaraleið, og sjálfsagt hafa menn ekki áttað sig.á að þarna er f rauninni saga íslenzkrar myndlistar frá aldamótum, sögð með vel völdum dæmum eftir þekktustu listamenn okkar og tilvalinn staður fyrir skólana að heimsækja og kynna ísl. myndlist. — E. Pá. Ljósm. Ól. K. Mag. Bjarnveig Bjarnadóttir. Málverkið er eftir Þorvald Skúlason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.