Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 39 Olafur Ingimunds- son—Minning Fæddur 9. ágúst 1885. Dáinn 15. október 1976. Góður og gegn Meðallendingur er genginn, Ólafur Ingimundsson frá Langholti og sfðar Nýjabæ. Hann lést I Landakotsspítala föstudaginn 15. október. Fæddur var hann á Eystri-Lyngum í Meðallandi, nú eyðijörð, 9. ágúst 1885 og hefur þvi orðið rúmlega 91 árs. Foreldrar hans voru hjón- in Ingimundur Ólafsson (Sveins- sonar á Staðarholti, Ingimunds- sonar; sú ætt var komin I Meðal- land frá Nesi I Skaftártungu, og I henrji voru ýmsir þrifabændur, hagleiks- og listamenn svo sem Sveinn Ólafsson, bróðir Ingi- mundar á Langholti, og Jóhannes Kjarval) og Vilborg Sverrisdóttir, þess er bjó á Grfmsstöðum, Bjarnasonar. (Móðir Sverris var Vilborg, systir Eirfks Sverris- sonar sýslumanns I Kollabæ). Var Ólafur þvf af Sverrissensættinni, er var fjölmenn og landskunn og í hefur verið margt ágætra manna — og Ólafur enginn ættleri. Hann erfði höfuðeinkenni þeirra ætt- menna, sem næst honum stóðu: skyldurækni, dugnað og trygg- lyndi. Frá Eystri-Lyngum fluttist hann barn að aldri með foreldrum sfnum og yngri bróður, Ingi- mundi, og afa og ömmu að Lang- holti skömmu fyrir 1890. Hefur sfðan ekki verið byggð á Eystri- Lyngum. A þvf nýja heimkynni misstu þeir ungu bræður móður sína fljótt. en Ingimundur, faðir þeirra, kvæntist f annað sinn Jóhönnu Halldórsdóttur, duglegri konu og umhyggjusamri, sem gekk þeim í móðurstað. — Blómgaðist bú þeirra vel á Lang- holti enda að þvf unnið með miklu atfylgi og vandvirkni að þvf er umhirðu snerti. Að koma í hlöðu til Ingimundar á Langholti gat verkað á mann eins og í „stáss- stofu“ væri komið, og heyhripin, sem hann hafði látið f, hefðu vel getað sómt sér á þjóðminjasafni. Fénaðurinn, einkum ungviði, var sérstaklega vel fóðraður og hey- birgðir jafnan miklar. Ekki dró faðir Ingimundar úr fylginu við búskapinn þótt blindur væri. Hann lifði þar fram til ársins 1909, og Guðrún kona hans lést þar um aldamótin. Þau Langholtshjón, Ingimund- ur og Jóhanna, eignuðust eina dóttur barna, Vilborgu, efnilega stúlku en misstu hana um það bil uppkomna. Var það þeim og heimilinu tilfinnanlegur missir. Svo kom að þvf að Langholts- heimilið dreifðist. Ólafur kvænt- ist frændkonu sinni, Árbjörgu Árnadóttur frá Kerlingardal, og fór að búa sér, fyrst í hús- mennsku að Langholti og fluttist sfðan að Nýjabæ. Ingimundur bróðir hans kvæntist og fór að búa sér. Ingimundur á Langholti hélt áfram búskap til æviloka 1925. Jóhanna kona hans lifði lengur og fór til Ólafs, stjúpsonar síns, að Nýjabæ og fylgdist svo með fjölskyldu hans til Reykja- víkur og dvaldi hjá henni til dauðadags, en var svo flutt til greftrunar hjá manni sfnum og nánustu ættmennum. í Nýjabæ bjó Ólafur góðu búi og gekk vel um, bætti jörð sína og húsaði æði vel að þeirrar tíðar hætti, átti myndarlega konu og var heimila þeirra skemmtilegt. Naut líka öruggrar aðstoðar hálf- systkina húsfreyjunnar. Ólafur lifði tvenna tímana. Er hann var í föðurgarði gekk hann oft til útvers til Suðurnesja með pokann sinn á bakinu, óð óbrúuð vötnin á leiðinni. Mun hann þá hafa reynst öðrum nokkuð erfið- ur samferðamaður, vildi halda áfram svo að sumum veittist erfitt nokkuð að fylgja honum, en hann þrekmikill og mörgum þolnari. En öllu kappinu var samfara létt- lyndi og glaðværð, og því vel tek- ið. Og er hann var sjómaður í Grindavík og bera þurfti byrðar þangað að og frá Keflavík, var hann ekki ánægður með annað en skila þyngstu byrðunum (eftir sögn skilrfkra manna), — svo mikið var kappið. Ég á margar minningar um Ólaf, þó ekki sé nema göngurnar í eldhraunin. Eru þær allar á eina lund: kappsemi, þrek, glaðværð og trygglyndi. Heyrt hef ég og að hann hafi notið álits og trausts hjá þeim, sem hann vann hjá, og er slfkt að vonum. Til Reykjavíkur fór hann 1935. Þau Ólafur og Árbjörg hafa eignast einn son barna, Ingi- mund, sem stundaði nám í héraðs- Vilborg Jónína Jóns- dóttir — Minning F. 26. 3. 1894. D. 18. 10. 1976 „Hverjum gjalda hlut margfaldan hlaut þfn valda manndómsást öðrum taldir tfmann sjaldan. Tryggð þfn aldrei vinum brást.“ Þorskabftur (Nokkur kvædi) Jónína Jónsdóttir var fædd í Hafnarnesi við Hornafjörð. Hún ólst upp í stórum og glaðværum systkinahópi. Á efri árum leitaði hugurinn oft til hinna björtu æskudaga og hennar sfðasta ósk var, að jarðneskar leifar hennar fengju hvíld í Bjarnarneskirkju- garði við hlið foreldra sinna. Ung að árum yfirgaf Jónína æskubyggð sína. Hún dvaldist um tíma í Reykjavík og nam fata- saum. En Jónfna hafði ekki langa viðdvöl i höfuðstaðnum að þessu sinni. (Jtþráin heillaði hana, og í Danmörku hóf hún nám í mat- reiðslu, sem varð hennar ævi- starf. Þar sem annars staðar gat Jónina sér mjög gott orð fyrir frábæran dugnað og kunnáttu. Jónína dvaldist í áratugi erlendis, en sneri heim til islands að loknu sfðara stríði. Eftir heim- komuna hóf hún stcrf hjá Ingi- björgu Karlsdóttur og Steingrími Karlssyni, sem nú reka Skfðaskál- ann í Hveradölum. Hjá þeim vann hún í mörg ár. Einnig starfaði hún við fleiri veitingarhús meðan kraftar entust. Mér er minnisstætt er við Jónfna störfuðum saman við mat- reiðslu. Þó aldursmunur væri ára- tugir, tókst brátt með okkur óvenju góð vinátta. Lifsgleði hennar dreifði birtu og yl til þeirra sem hún starfaði með eða umgekkst. Það er hverjum manni lán að kynnast slíku fólki. Blessuð sé minning hennar. Samúðarkveðjur sendi ég fjöl- skyldu hennar á Hornafirði. ,.Llfs frá Krunni Ipiddur kraflur, loks ókunnum bylgjum af. sem er runnlnn ú(í aftur alverunnar meginhaf?“ Þorskabftur (Nokkur kvæði) Kristfn Eggertsdóttir skólanum að Laugarvatni og kennaraskólanum í Reykjavík og hefur nú alllengi kennt á einum barnaskóla Reykjavíkur og auk venjulegrar kennslu haft áhendi smíðakennslu barna, listrænn eins og sumir frændur hans, fyrr og nú. I húsi hans hafa svo for- eldrar hans dvalið síðari árin. Lengi mun Ólafur Ingimunds- son hafa haft sæmilega heilsu eða allgóða og vinnudagurinn var orð- inn býsna langur, og ekki var slakað á starfinu, meðan nokkrir möguleikar voru, en að lokum brustu starfskraftar alveg, sjón þvarr og kraftar brustu að lokum og ýmsir kvillar sóttu á. Tók þá spitalavist við og hnignun fór vax- andi, uns yfir lauk. Er hann nú kvaddur og honum óskað fararheilla yfir á eilífðar- landað. Eftirlifandi ekkju hans og syni sendast hlýjar samúðar- kveðjur og árnaðaróskir. Eyjólfur Eyjólfsson. Kveðja: Jón Valur Magnason F. 1. apríl 1957 D. 19 október 1976 Dáinn, horfinn. — Harmafregn. Hvflfkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (J.H.) Þannig hugsum við oft við missi ástvina og 'félaga. Og sú varð raunin er við heyrðum um andlát góðs vinar okkar og félaga, Jóns Vals Magnasonar. Ungur maður, sem fellur frá f blóma lffsins á ekki fjölbreytta lífssögu. En í hugum okkar vin- anna hefur hann reist sér óbrot- gjarnan bautastein. Góðvild og hjálpfýsi var alltaf til staðar er við leituðum til Jóns Vals. Að eðlisfari var hann fáskiptinn og rólyndur, en undir niðri blundaði góðlátleg kímni, enda var hann ávallt hrókur alls fagnaðar í vina- hópi. En sá þáttur f eðlisfari Jóns Vals sem við mátum livað mest var einstakt trygglyndi hans. Þó að leiðir skildu um stundarsakir, annaðhvort vegna vinnu eða náms hans, voru vináttuböndin alltaf treyst að nýju er heim vár komið. Svo góður vinur sem hann var okkur, reyndist hann þó móð- ur sinni og systkinum sínum eins- taklega góður sonur og bróðir. Söknuéfur okkar er mikill, en mestur er hann þó fyrir móður hans og systkini. Huggun er þó harmi gegn að fyrir þau sem okk- ur eru allar minningar sveipaðar birtu og yl þar sem hvergi fellur skuggi á. Biðjum við góðan Guð um styrk móður, föður og systkinum hans til handa um ókomna tfma. Flýt þér, vinur, f fegra heim. Krjúptu ad fótum friðarboóans, og fljúðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. / <JH.) Siggi, Gunni, Óli og Einar. Simca 1307/1508 nýjasti og glæsilegasti bíllinn frá Chrysler f Frakklandi, var valinn bíll ársins í Evrópt) 1976. Simca 1307/1508 hefur ekki fengist afgreiddur til íslands fyrr en nú, vegna gífurlegrar eftirspurnar á meginlandinu. Bíllinn er fimm manna og með fimm hurðir, þannig að breyta má hönum í stationbíl á nokkrum sek- úndum. Þú getur valið um 1294 cc eða 1442 cc vél, sem hefur vakið athygli fyrir litla benzín notkun, en mikinn kraft. í bílnum er glæsi- leg innrétting. hituð afturrúða, kraft- mikil miðstöð, elektrónísk kveikja, og ýmislegt fleira er fáanlegt eins og t.d. rafmagnsrúðu-upphalarar, litað gler, framljósaþurrkur og stereo-hátalarakerfi. Fyrstu sendingarnar uppseldar, tryggið yður bíl úr næstu sendingu. 5imiB 1307SimtB 1508 Pú ert besti dómarinn í gæðamáli Simca 1307/1508 — aðrir hafa sagt að þetta sé bíll morgundagsins. \ifökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.