Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 33 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Brúðuvöggur margar tegundir og stærðir, barnakörfur, bréfakörfur, þvottakörfur og smákörfur. Gamalt danskt sófa- sett með póleruðum örmum og útskurði. vel með farið, til sölu. Verð kr. 100.000.-. Simi 81 363. Drengjabuxur Drengja- og dömubuxur úr terylene. Framleiðsluverð. Saumastofan, Barmahlið 34, simi 1 461 6. Arinhleðsla — Skrautsteinahleðsla Uppl. í síma 84736. er fluttur að Ármúla 28, sími 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. íbúð í boði Góð 4ra—5 herb. ibúð i Hliðunum til leigu í 9 mán. | (frá 1. des.). Tilboð með uppl um greiðslu og fjöl- skyldustærð sendist Mbl. merkt: „Hliðar — 2583", fyrir föstudag. t fQf' Uf } IOOF = Ob. 1P. = 1581 1 168'/2 — Stigv. IOOF Rb. 4 = 126111 68V2 — 9111 □ Edda 59761 1 167 —1 □ HAMAR 59761 1 168—1 Kvikmyndasýning i franska bókasafninu, þriðju- daginn 16. nóv. kl. 8.30. Sýnd verður: Les seins de glace. Leikstjóri G. Lautner. Aðalhlutverk: Alain Delon, Mireille Darc. Sakamálamynd í litum gerð 1975. Franskt tal. Enskur texti. Ungt fólk með hlut- verk •Eivind Fröen, leiðtogi Ung- dom í Oppdrag í Noregi, mun flytja erindi um kristileg efni i Tjarnarbæ þriðjudaginn 16. nóv. kl. 20.30. Aðgang- ur ókeypis og öllum heimill. Filadelfia Almennur Bibliulestur i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Peter Inchombe. Elim Grettisgötu 62 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Þroskaþjálfar Munið kvöldskemmtunina i kvöld kl. 20.30 í félagsheim- ili Kópavogs. Takið með ykk- ur gesti. Stjórn styrktar og lánasjóðs. — 90 Kúbumenn Framhald af bls. 1. anda, og væru tveir sovézkir tundurspillar úti fyrir ströndinni. Hefði Unita tekizt að stöðva kopar - og kaffiflutninga um tvær mikil- vægar járnbrautir, en Angóla er fjórða mesta kaffiframleiðsluland í veröldinni. Blað i Suður-Afríku skýrir frá því um helgina, að kúbanskur herforingi, sem hermenn Rhode- síu-stjórnar hafi náð á sitt vald í Mosambique fyrir viku, sé ,,Tito“ Juan Janez Ypes del Poso, sem mjög kom við sögu i innrásartil- rauninni í Svínaflóa á árinu 1961. Yfirvöld f Rhódesíu hafa vísað þvf á bug, að „Tito“ sé á valdi þeirra. Nýlega hafði sama blað eftir hátt- settum sendimanni frá Vestur- löndum, að Rhodesíumenn hefðu skotið niður tvær tékkneskar Zlin A-43 flugvélar með kúbönskum flugmönnum, en yfirvöld í Rhódesíu hafa einnig vísað þess- ari fregn á bug. - BrezhnevST sfðast á ráðstefnu evrópskra kommúnistafiokka f Austur- Berlin þar sem Rússar viður- kenndu Júgóslövun til ánægju rétt annarra flokka til að ráða stefnu sinni. Síðan hafa júgóslavnesk blöð látið i ljós ugg vegna nýrrar áherzlu sem Rússar hafa lagt á „alþjóðahyggju ör- eiga“, það er hollustu við Rússa. Brezhnev fer i næstu viku i opinbera heimsókn til Rúmeníu og situr siðan fund æðstu manna Varsjárbandalagsins í Búkarest. Hann verður sjötugur 19. desem- ber og sást nú í annað skipti með heyrnartæki. í fylgd með honum eru Andrei Gromyko utanríkis- ráðherra og Konstantín Katushov. — 20 kippir Framhald af bls. 3 hausti komið jarðskjálftahrina, sem hefur átt upptök sfn i Mýr- dalsjökli, en sú hrina, sem staðið hefur undanfarið, mun vera með þeim stærri og langvinnari. Fyrir hálfu öðru ári kom einnig mikil hrina og voru jarðskjálftar þá nokkuð stórir, en ekki eins marg- ir. Sú hrina kom undir vor, eða um bænadagana. — Stærstu skjálftarnir núna hafa mælzt 3.5—3.6 stig á Richter- kvarða, sagði Einar. — Ég held varla að neitt Kötlugos sé í nánd, þó að sumir segi að tfminn hennar sé kominn þá þarf það ekki að vera. Þó að hún hafi gusað úr sér tvisvar-þrisvar sinnum á undan- förnum öldum þá getur hún verið duttlungafull. Þetta eru einhver umbrot og ekki gott að segja hvað þetta er, en það er ekkert sem bendir til þess að Kötlugos sé f nánd frekar en undanfarin haust, auk þess sem þessi hrina virðist vera að ganga yfir, sagði Einar f Skammadalshóli að lokum. — Spjallað við Þorleif Framhald af bls. 19 Þefar i fótsporin. Þeir þykjast vera að leita sannleikans, já. En sannleikurinn er ekki í strætum og á gatnamótum, hann er í okkur sjálfum. Það virðist vera heimilis- bragur nú til dags að svíkja, eins og húslestur var heimilissiður í gamla daga. Á sér fjandi í okkar landi innhlaup vandalaust. Fer um andann fár og grandi fólksins bandalaust. Konurnar? Mér hefur alltaf þótt vænt um konur, var m.a.s. talinn kvennamaður í eina tið þó það væri nú meira í orði en á borði. Maður velur sér konu til unaðar og langlífis. Konan á að sinna börnunum, fyrstu árin, ég er alveg á því. Hvað hún gerir svo, látum það vera, en börnin eru mikilvægust. Og ef þær halda svona áfram, þá verða þær bara kynleysingjar. Eina vísu á ég til um konur í þessu tilefni. Ég veit nú varla hvort hún er birtingar- hæf.. . Þegar að kvöldi kvennadags kemurðu dauðþreytt inn, færðu sem áður til ofanálags ólukkukarlinn þinn. Hverju allt er að kenna? Það skal ég segja þér. Eftirstríðsfólki og peningum. Já, nú er ég orðinn formaður Magna aftur. Málfundafélagið Magni í Hafnarfirði var stofnað fyrir 56 árum síðan. Það var og er ópólitískt félag. Það var allra at- kvæðamesta framlag til menningarlífs í bæjarfélagi Hafnarfjarðar í marga áratugi og lét engin þrifamál vera sér óvið- komandi. Það kom annar bragur á framkomu manna á fundum fyrir áhrif Magna, málflutningur var málefnalegri. Það beitti sér fyrir fræðslu, stofnaði til Hellisgerðis, fegursta bletts Hafnarfjarðar enn í dag. Ég var kjörinn formaður, en ég er einni eftirlifandi stofn- andi félagsins. Ég ætla að rifa það upp og er að hugsa um að hafa fyrsta fundinn um annaðhvort kvenréttindamál eða skólamál. — Nú svo geri ég enn út togara. Sér er nú hver smalamaðurinn, á ekki eina rollu til eins og sagt var í sveitinni. En ég sé sem sagt um bækurnar fyrir einn togara, Ár- sæl Sigurðsson II, og fer til Hafnarfjarðar alltaf reglulega. Nei, ég skrifa ekkert. Stökur verða til öðru hvoru. En ég les mikið, hef mest gaman af ævisög- um og sagnfræði. Nú er verið að skrifa mína ævisögu, hann er að því hann Jóhannes Helgi. Þorleifur Jónsson tekur i nefið úr horni, hressilega en án þess að bera þess merkin. Hann snýtir sér í stóran, rauðan klút. Togar í hökutoppinn, þegar hann hugsar. Árin hafa eins og búið til hringi kringum augun. Hann talar um pólitík og konur, menntafólkið, sem honum finnst vera orðið allt of mikið af, „enginn unir lengur glaðúr við sitt“, að það fari bráð- um að vanta mannskap í almennu störfin, um bandarísku forseta- kosningarnar og „baunabónd- ann“, sem vann og hann les mér stökur og langt kvæði, óð til Eski- fjarðar. Meira en 50 ár skilja okkur að í tímanum en þau styttu mér leiðina suður til Reykjavíkur t þoku og myrkri. Er til kynslóða- bil? Auðvitað. 50 ár eru langur tími en hann á skilið virðingu og áheyrn Ms — Klúbbmálið Framhald af bls. 17 að geðþótta sínum heldur aðeins þegar fyrir hendi eru málefnislegar ástæður og að í lögunum segi beinlínis að þeim úrskurði lögreglustjóra og ákvörðun megi skjóta til dómmálaráðherra. Hann hafi lokaorðið í þessu efni og geti með engu móti skotið sér undan þvi að taka ákvörðun í slíku máli. Það sé þannig ekki undir geðþótta ráðherra komið hvort hann lætur málið til sín taka eða ekki. I greinargerðum ráðuneytisins og ráðherra var jafnan á það minnt, að af hálfu þeirra embættismanna dóms- kerfisins, sem andsnúnir voru því að bann á veitingaleyfinu yrði fellt niður, hafi aldrei komið fram nein túlkun á þessu ákvæði en Hallvarður hafi talið önnur úrræði til að viðhalda banninu hæpin og Þórir Oddsson hafi talið að ekki væri hægt að viðhalda banni þessu á grundvelli réttarfarslaga. Ráðuneytið hefur jafnan haldið fram, að ágreiningurinn milli þess og lög- reglustjóra, aðalfulltrúa saksóknara og rannsóknardómarans hafi staðið um túlkun laganna og Ölafur Jóhannesson taldi, að þessir menn hefði beinlínis misskilið umrætt lagaákvæði. Er á það bent í því sambandi, að ráðherra sjálf- ur hafi átt þátt í samningu áfengislaga- frumvarpsins á sinum tima og ráðu- neytisstjórinn hafi samið reglugerðina um sölu og veitingar áfengis. Rökstudd áfrýjun Sigurbjörns 1 öllum umræðunum sem urðu um þetta atriði kom aldrei fram sjálft áfrýjunarskjal Sigurbjörns til dóms- málaráðherra, en eins og sjá má hér á eftir er áfrýjunin itarlega rökstudd og lagaákvæðið túlkað, enda samdi lög- maður Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda Hafsteinn Baldvinsson hrl. það fyrir Sigurbjörn. Bréf Sigurbjörns er svohljóðandi: „Reykjavik 18. okt. 1972. Ég undirritaður, Sigurbjörn Eiriks- son, veitingamaður, leyfi mér hér með að skjóta til yðar hæstvirtur dómsmála- ráðherra, þeirri ákvörðun lögreglus- tjórans i Reykjavik, að banna áfengis- veitingar i veitingahúsinu nr. 2 við Lækjarteig, hér i borg, fyrst um sinn og þar til annað verður ákveðið, sbr., hjálagt bréf lögreglustjórans dags., 15. þ.m. Er þess jafnframt farið á leit, að þér hæstvirtur dómsmálaráðherra fellið úr gildi nú þegar framangreinda ákvörð- un lögreglustjórans. Til suðnings tilmælum minum i mál- skoti þessu, leyfi ég mér að færa fram eftirtalin rök: 1. Með heimild í 14. gr. 1. nr. 82/1969, 2. mgr. sbr. 6. gr. rgj. nr. 118/1954 með siðari breytingum, er lögreglustjórum heimilt að loka áfengisútsölum eða banna vínveitingar á veitingastöðum sem leyfi hafa til áfengisveitinga, þegar sérstaklega stendur á. Það er hverjum manni augljóst, að heimild þessi er fyrst og fremst sett í lögin með það i huga ð nauðsynlegt getur reynzt fyrir lögregluyfirvöld að stöðva áfengissölu svo og veitingar til þess að koma i veg fyrir almennar óspektir. Kunnust þessara dóma mun vera lok- un á áfengisútsölum á ýmsum síldar- og vertíðarplássum þegar vænta mátti almennrar landlegu á viðkomandi stöð- um. Hefir löggjafinn án efa sett téða heimild í lögin í þessu skyni, og með hliðstæð dæmi í huga. Verður þetta raunar enn ljósara þeg- ar virt eru þau ákvæði sem eru fyrir- mynd þessara ákvæða í gildistið eldri laga sérstaklega ákvæði í 17. gr. rgj. nr. 126/1945, sem tekur af allan vafa í þessu efni. Það ét því augljóst, að sú heimild sem er i 14. gr. 1. 82/1969 er fyrst og fremst sett til þess að lögreglustjórar hafi tiltekið vald til þess að fram- kvæma fyrirbyggjandi aðgerðir er að öðrum kosti kynni að leiða til óspekta og almennrar uppivöðslu hópa manna. 2. I því tilviki, sem hér um ræðir er heimildin notuð til þess að beita, að mér finnst, refsingu gagnvart grunuð- um manni, sem enn hefir ekki verið dæmdur sekur, og sem ekki er fyrir- sjáanlegt að verði dæmdur sekur fund- inn um nein brot á ákvæðum áfengis- laga, né reglugerða. 1 forsendum að ákvörðun lögreglustjóra kemur fram að grunur liggi fyrir um veruleg áfengiskaup og sölu utan við heimilan rekstur veitingahússins. Sérstaklega er haft í huga, eftir því sem fram kom við yfirheyrslu, að við húsleit í húsakynnum veitingahússins hafi fundist tiltekið magn af áfengi, sem ekki bar hið sérstaka auðkenni, áfengis, sem selt er veitingahúsum. Hafi svo verið, er þar eingöngu um að ræða vanrækslu áfengisútsölu þeirrar, sem afgreiðir áfengið til veitingahússins. 3. 1 forsendum lögreglustjórans er ennfremur tekið .fram að áfengis- veitingarnar séu bannaðar í þágu rann- sóknar þoirrar, sem nú fer fram og fæ ég ekki séð hvernig téð bann getur verið í þágu rannsóknar þeirrar, sem nú f.er fram í bókhaldi fyrirtækisins, eða hvaða tilgangi bannið á að þjóna öðrum en beinum refsitilgangi. Það er augljóst, að téð bann hefir óbætanlegt tjón t för með sér fyrir rekstur minn, en að slíku harðræði sé beitt eins og hér er gert, áður en ég hefið verið sekur fundinn um það brot, sem ég er grunaður um, finnst mér bein svipting þeirrar helgustu réttinda hvers manns, að manni skuli ekki refsað fyrr en hann hefir verið sekur fundinn. Um þessa grundvallarreglu leyfi ég mér að benda á, að almennt eru menn ekki sviptir leyfum sem þeir hafa, nema þeir hafi verið sekið fundnir og dæmdir til refsingar fyrir brot, sbr. t.d. 2. tl. 7. gr. 1.53/1963. Með þessa grundvallarreglu i huga get ég ekki fallist á, að lögreglustjóra sé stætt á því að túlka heimildina í 14. gr. 1. nr. 82/1969 svo rúmt, sem hann hefir gert í þessu tilfelli, því að engin almannahætta getur verið því samfara, að heimila áframhald áfengisveitinga i veitingahúsi minu. Að beita þeim rökum, eins og gert var við mig, er ég dró i efa réttmæti þessara ákvörðunar, að þetta væri hlið- stætt því, er ökumaður er sviptur öku- leyfi fyrirvaralaust, ef hann er staðinn að tilteknum brotum á umferðarlögum, er að mínum dómi órökrænt, þar sem engin neyðarréttarsjónarmið geta legið til grundvallar þessari ákvörðun lög- reglustjórans eins og er um ökuleyfis- sviftinguna. Þvi miður hefir mér ekki reynzt unnt að fá afrit af þeim gögnum, sem hjá sakadómi eru, svo að ég geti varið eða svarað þeim ákærum, sem ég er grun- aður um, að þessu stigi málsins, en með þvi að ég dreg í efa réttmæti þeirra aðgerða, sem felast í ákvörðun lög- reglustjóra, og að mér beinast, treysti ég því, að ég finni réttlætinú fullnægt með málskoti mínu til yðar, hæstvirtur dómsmálaráðherra, og að ákvörðun lög- reglustjórans verði nú þegar úr gildi felld.“ i síðustu greininni á morgun verður sagt frá skýringu sem komið hefur fram á hughvarfi Sigurbjörns i kröfu- máli sinu á hendur húsbyggingarsjóðn- um, frá viðskiptum Sigurbjörns og sjóðsins og hvernig þau eru tilkomin, hvernig Klúbbmálið lá nær 1 og ‘/í ár hjá saksóknara áður en beðið var um framhaldsrannsókn og nær 2 ár hjá ríkisskattanefnd áður en hún kvað upp úrskurð sinn og loks fjallað um meint tengsl Klúbbmálsins við spíramálið og Geirfinnsmálið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.